Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 32
32 D
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
DÆGURTÓNLIST / Er tónlistarsmekkur íslendinga ab breytast?
-I
_____________________________:________ ;
afríkupoppi. Þessi þróun gengi þvert
á þá staðreynd að nóvember væri
yfirleitt lítill sölumánuður.
Jit, rai, mbaqanga, juju og blús
Ekki er langt síðan ísraelska
söngkonan Ofra Haza átti lagið
Im Nin’ Alu á vinsældalista á Is-
landi. Lagið er samið við ljóð eftir
jemenskan rabbína sem uppi var
fyrir rúmum 300
árum og flutt með
miklum hljóð-
gerflatilburðum
undir sterkum
jemenskum áhrif-
um. Nú er á vin-
sældalistum lagið
Yé Ké Yé Ké, sem
er eftir Mory
Kante, tæplega fertugan kora-leik-
ara frá Malí. Þessi tvö dæmi eru til
vitnis um þá breytingu sem er að
verða á tónlistarsmekk manna á
Vesturlöndum í dag og virðist vera
að fara af stað hér á iandi, þó hægt
fari. Tækniviðundur vestrænnar
popptónlistar eru komin í sjálfheldu
og innblásturinn, sem fenginn var
úr bandarískum blús og rytmablús,
er fullnýttur. Þá koma til bjargar
sveitir eins og sú sem var ein vinsæl-
asta tónleikasveit Breta sumarið
1987. Hljómsveit sem minnir um
' margt á Bítlana sálugu þegar spila-
gleði og skemmtigildi var annars
vegar, hljómsveitin Bhundu Boys
frá Zimbabwe sem sungu á shona
og léku hraða gítardanstónlist sem
þeir kölluðu jit.
í kjallara HMW-plötubúðarinnar
á Oxford stræti 150 í Lundúnum
er stór deild sem gelur það sem
Bretar kalla World Music, eða Roots
Music, en í Reykjavík er það versl-
unin Grammið á Laugavegi sem
selur slíka tónlist. í Gramminu, sem
selur lika nýja popptónlist og þunga-
rokk; er að finna mikið af blús og
soultónlist og bandarískri og breskri
sveitatónlist. Þar er líka að finna
reggítónlist og svo afríska popptón-
list; mbalax frá Senegal, mbaqanga
frá S-Afríku, jit og mbira eða chim-
urenga frá Zimbabwe, rai frá Alsír,
highlife frá Ghana, soukous frá
Zaire, salegy, basese, sigaoma og
valiha frá Madaga-
skar, juju og apala
frá Nígeríu, ma-
kossa frá Kamer-
ún, taarab og
benga frá Kenýa
og svo mætti lengi
telja. Allt er þetta
nútímaleg tónlist
með sterkar rætur
í fortíðinni, sungin
á einhverju þeirra
yfír 300 tungu-
mála sem töluð eru
í Afríku. Tónlist
sem vestrænir
áheyrendur eiga
auðvelt með að
falla fyrir, en sem
er um leið er ólík
flestu því sem þeir
þekkja. Afríska
popptónlistin
minnir um margt á
vestræna popptónlist sjötta áratug-
arins; hún hefur sama ferska yfir-
bragðið og geislar af sömu spila-
gleðinni, enda eru afrískir tónlistar-
menn enn að leika fyrir dansi.
í Gramminu er einnig til tónlist
fyrir'þá sem eru að leita að ein-
hverju sem er allt öðruvísi, s.s. tíbet-
skir búddamunkar kyrja, plötur með
orþódoxa guðsþjónustu frá Eþíópíu,
Nusrat Fateh Ali Khan kyijar pak-
istanska trúarsöngva, tónlist touar-
eg-hirðingja, armenskir trúbadúrar
syngja ástarljóð, santur- tar- og
setartónlist frá íran og einnig grísk
rebetikotónlist frá 1920—1930 og
jiddísk kletzmertónlist frá sama
tíma, svo eitthvað sé nefnt.
Sigurður ívarsson, afgreiðslu-
maður í Gramminu, sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann hefði orð-
ið var við að fólk væri að leita meira
aftur í tímann og að sérstaklega
virtist honum blúsinn vera í sókn.
Algengt væri að inn í búðina kæmi
fólk sem segðist ekki þekkja til í
blúsnum og bæði hann að velja fyr-
ir sig plötur. Það væri þá yfirleitt
fólk á þrítugsaldri sem sýndi þá líka
áhuga á rokktónlist frá sjötta ára-
tugnum og afrískri popptónlist.
Hann sagði og að inn kæmi fólk sf n
hann hefði aldrei séð í plötubúð
áður og keypti þjóðlega tónlist frá
ýmsum löndum og um leið oft ein-
hveija blúsplötu. Einnig sagði hann
það vaxandi að unglingar kæmu inn
í búðina í leit að einhveiju sem
væri „öðruvísi" og einnig til að
kaupa blús. Hann sagði áhuga fyrir
Sigurður Ivarsson með blús og
þjóðlega tónlist frá Nígeríu.
afrískri popptónlist hafa verið mik-
inn í sumar, en erfitt væri að átta
sig á stöðu þeirrar tónlistar nú,
vegna mikils framboðs af alls kyns
tónlist annarri og vegna þess að
henni hefði líklega ekki verið eins
vel sinnt og blúsnum og þjóðlegu
tónlistinni nú í haust. Sigurður sagði
að sala í versluninni hefði aukist
um 40% frá október til nóvember
og sú söluaukning væri að miklu
leyti í blús, þjóðlegri tónlist og
í samtali við Morgunblaðið sagði
Ásmundur Jónsson framkvæmda-
stjóri Grammsins að hann hefði tek-
ið þá stefnu á síðasta ári að reyna
að vera með plötur frá mörgum
útgefendum í blúsnum og í afrísku
tónlistinni. Það hefði skilað sér vel
á þessu ári og ekki síður sú stefna
að vera með fjörutíu til fimmtíu titla
frá hveijum útgefanda. Hann sagð-
ist þá panta frekar minna af hverri
plötu til að hafa meiri fjölbreytni,
kannski ekki nema tvö til fimm ein-
tök þegar þjóðlega tónlistin væri
annars vegar, en
meira af blúsnum
og afríkupoppinu.
Þó að eftirspurnin
væri vaxandi og
greinilegt að tón-
listarsmekkur
fólks væri að
breytast væri hún
enn lítil saman-
borið við poppið. Á
þessu ári hefði
hann þó selt þref-
alt meira af blús,
afrikupoppi og
þjóðlegri tónlist en
á síðasta ári og
hann væri því
bjartsýnn á fram-
haldið. Þeir sem
áhuga hefðu t.d. á
blúsnum fylgdust
mjög vel með því
hvenær von væri á
sendingu og fyrir kæmi að sami
maður keypti yfir 30 plötur og yfir-
leitt kláruðust allar sendingar af
blús og alþjóðlegri tónlist á innan
við viku eftir að þær kæmu í búð-
ina. Oft hefðu afgreiðslumenn ekki
tíma til að koma plötunum fyrir í
hillunum, því þær væru fráteknar
eða þá að menn kæmu í búðina um
leið og þeir hefðu spurnir af því að
það væri að koma sending.
eftir Árna
Motthíasson
Rai-kóngurinn Cheb Khaled
með hljómsveit í næturklúbbi í
hverfi innflytjenda í París.
AÐEINS FYRIR KAEMENN
Jakkofför - Stakir jakkar - Frakkar
/íer^s Laugavegi 47
Uwisiöý Símar 29122-1 7575
ADAffl
KVIKMYNDIR/^r nýjar myndir
eftir sagnameistarann Charles Dickens
Ein löng, ein fynd-
in og ein teiknuð
ær eru eins ólíkar og þær geta
verið. Ein er bresk og sex
klukkutíma löng, ein er amerísk
gamanmynd og ein er teiknimynd
frá Disney. Allar hafa þær komið
fram með stuttu
millibili og allar
eiga þær sama for-
föðurinn, þótt þær
séu misjafnlega
skildar honum.
Charles Dickens
eftir Arnold .heitir hann °g
Indriðoson myndirnar eru; hin
sex klukktíma
langa „Little Dorrit", Bill Murray-
gamanmyndin„Scrooged“, sem
verður jólamynd Háskólabíós og
teiknimyndin „Oliver and Comp-
any“.
„Little Dorrit" eða Dorrit litla
stendur Dickens næst. Ef ykkur
þótti Óbærilegur léttleiki tilverunn-
ar óbærilega löng þá getur þessi
virkað eins og heil mannsævi. Það
furðulega við hana er að þrátt fyrir
sína miklu lengd var hún gerð fyrir
kvikmyndahúsin sérstaklega en
ekki sjónvarp eða myndbönd eins
og t.d. þýsku maraþonþættirnir
„Heimat“ og „Berlin Alexander-
platz“ eða sjónvarpsgerð Konung-
lega Shakespeare-leikfélagsins á
annarri Dickens-sögu, „Nicholas
Nickleby“ (átta tímar). „Little Dor-
rit“ (bókin er 857 blaðsíður) skipt-
ist í tvo hluta en 1. hluti, 176 mínút-
ur að lengd, segir frá Arthur Clenn-
am (Derek Jacobi), miðaldra heið-
ursmanni og ljúflingi, sem snýr
heim til London eftir 20 ára veru
í Kína og 2. hluti, 183 mín., segir
frá Amy litlu Dorrit í Marshalsea-
skuldafangelsinu, sem fléttast inní
sögu Glennams þegar aðstæður
þeirra breytast.
Margir breskir gagnrýnendur
tóku svo djúpt í árinni að segja að
hér væri á ferðinni besta kvik-
myndaútgáfa sem gerð hefur verið
af sögum Dickens. Þetta er fimmta
kvikmyndun sögunriar (síðast var
hún sett á filmu í Þyskalandi árið
1934) og leikstjórinn er tiltölulega
lítt þekkt kona að nafni Christine
Edzard en annar framleiðendanna
er Richard Goodwin („A Passage
to India“). Alls eru 211 leikarar
nafngreindir í myndinni en þeirra
þekktastir eru Derek Jacobi og Alec
Guinness, sem þykir vinna enn einn
leiksigurinn í hlutverki hins skuld-
uga Williams Dorrits, sem setið
hefur í Marshalsea-skuldafangels-
inu í 23 ár, Þar er Dorrit litla fædd
og þar dvaldi raunar faðir Dickens
árið 1824.
Það er öðruvísi heimur sem blas-
ir við áhorfendum amerísku gaman-
myndarinnar „Scrooged“, sem
byggir lauslega á hinni frægu Jóla-
sögu Dickens um karlgarminn Scro-
oge hinn skapilla og viðburðaríka
jólanóttina hans. Leikstjóri er Ric-
hard Donner, handritshöfundarnir
koma frá „Saturday Night Live“-
gamanþáttunum og Bill Murray
•