Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNtTDAGUR 11. DESEMBER 1988
O M
D 45
varðar í hallardyrunum, sýndi hon-
um skilríki sín og gekk með íslend-
inginn inn í forsalinn. Þeir voru
komnir í Prinz-Albrecht-Palais, höf-
uðstöðvar Reinhards Heydrichs,
yfirmanns leyniþjónustu svartliðs-
ins, SD, og leynilögreglunnar,
Gestapó. Úlfar var forviða, hingað
átti hann, læknirinn, að sækja laun-
in sín! Burkert gekk um höjlina eins
og heimamaður, fór með Úlfar upp
stiga á aðra hæð og inn í herbergi,
sem aðeins var auðkennt með tölu-
staf. Þar var hátt til lofts og vítt
til veggja, afgreiðsluborð mikið
þvert yfir gólfið, en fyrir innan það
sátu tveir einkennisbúnir menn við
skrifborð. Þrír gríðarmiklir stál-
skápar stóðu við veggi.
Ulfar dáðist að því í huga sér,
hve fáguð og strokin þessi virðulegu
húsakynni voru. Annar skrifstofu-
mannanna reis úr sæti og Burkert
kynnti hann fyrir Úlfari: Þetta var
maðurinn, sem átti að gjalda honum
laun.
Segir nú ekki fleira af móttökum
Burkerts í Berlín, nema hvað hann
bauð þeim Úlfari og Bjarna heim
til sín eitt kvöld og veitti þeim ein-
hvem beina.
Skildi nú brátt með þeim læknun-
um, því að Bjami Jónsson hélt til
Hamborgar, svo sem ráð hafði ver-
ið fyrir gert.
Úlfar hóf störf í sjúkrahúsinu í
Berlín í októberbyijun 1936, en man
ekki glöggt, hvort Burkert fylgdi
honum þangað í upphafi. Ekki leið
þó á löngu áður en Úlfar varð þess
var, að samstarfsmenn hans furð-
uðu sig á því, hvernig hann, útlend-
ingurinn, hefði komist þar inn fyrir
dyr. En það var ekki eina undrunar-
efnið. í ljós kom, að enginn hafði
áður gegnt því starfi, sem honum
var fengið. Það hafði verið komið
upp nýrri stöðu handa honum.
Þegar kom að fyrstu mánaða-
mótunum, fór Úlfar með hálfum
huga í höll SD og Gestapó og sagð-
ist kominn til að hitta maninn, sem
Burkert hafði kynnt hann fyrir.
Fékk hann þá greiða aðgöngu í
anddyrið, þar sem svartliði við af-
stúkað afgreiðsluborð tilkynnti
komu Úlfars í síma. Því næst skrif-
aði vörðUrinn nafn gestsins á miða
og stimplaði með klukkustimpli,
rétti Úlfari afrit eða snifsi af miðan-
um gegnum lúgu og bað hann skila
því aftur, þegar hann hefði lokið
erindi sínu. Annar vopnaður vörður
fylgdi Úlfari síðan upp í skrifstof-
una. Þar beið hans svartliðinn kunn-
uglegi, tók fram skjalamöppu úr
einum stálskápanna, dró upp úr
henni seðlaknippi og rétti Úlfari
ásamt kvittunareyðublaði. Það var
eins og hann hefði áldrei gert ann-
að þarna í höfuðstöðvum SD og
Gestapó en greiða upprennandi
augnlæknum laun. Úlfar kvittaði
fyrir og gekk út úr hinni alræmdu
höll órór í huga.
Því meira sem Úlfar hugsaði um
Þýskalandsdvöl sína, þeim mun
undarlegra þótti honum það, sem á
daga hans hafði drifíð frá því hann
sat með Ólympíuförunum í garðin-
um og svartliðinn ókunni tók hann
tali. Þetta var allt líkara einkenni-
legum draumi en veruleika. Eftir
fyrstu launagreiðsluna sótti sífellt
á hann sama hugsunin: hvað vilja
þeir fá fyrir snúð sinn? Svartlið
Himmlers tekur ekki útlendinga á
framfæri sitt og fær þeim eftirsótt-
ustu störf aðeins vegna þess að
þeir eru bláeygðir og ljóshærðir.
Verður ekki heimtað, að ég starfi
fyrir SS við njósnir eða álíka þokka-
lega iðju, þegar ég sný heim að
námi loknu? Til hvers er ætlast af
mér?
Úlfari virtist sem hann gæti að-
eins krafið einn mann svara um
þetta: Burkert, svartliðann með
flata nefið, sem tekið hafði ráð
hans í hendur sér í garðinum þá
um sumarið. Þetta reyndist torvelt,
eins og vænta mátti, en af allt ann-
arri ástæðu en Úlfar þóttist sjá
fyrir. Hvernig sem hann reyndi,
tókst honum ekki með nokkru móti
að hafa uppi á Burkert í síma.
Hvað eftir annað notaði hann
frístundir sínar til að brö'ita upp á
háalofti í Linkstrasse og knýja þar
dyra, en enginn svaraði. Skrifstofur
Archiv fiir Arktiskunde virtust jafn-
auðar og yfírgefnar og ystu afkim-
ar norðurhjarans, sem stofnun
Burkerts var kennd við.
Mitt í þessum leitarraunum barst
Úlfari bréf frá félaga sínum, Bjarna
Jónssyni í Hamborg, sem bað hann
um að heimta aftur frá Burkert ljós-
myndabók (albúm). í bókinni voru
myndir af Fánaliði (þ.e. einkennis-
búinni baráttusveit) íslenskra þjóð-
emissinna á göngu um Reykjavík
á degi verkalýðsins, 1. maí, en
Bjarni var um skeið formaður í
Flokki þjóðemissinna. Kvöldið, sem
þeir Úlfar höfðu eytt á heimili Burk-
erts í Berlín, hafði Bjarni sýnt gest-
gjafanum þessar myndir. Hafði
honum þótt svo mikið til þeirra
koma, að hann taldi Bjarna á að
lána sér bókina.
Eftir árangurslausa leit að Burk-
ert í Linkstrasse hugðist Úlfar nú
reyna að hafa uppi á honum á heim-
ili hans í suðurenda borgarinnar.
En það var enginn leikur, því að
Úlfar þekkti ekkert til í úthverfinu,
þar sem þeir félagar höfðu heim-
sótt svartliðann. Einbýlishúsin þar
vom hvert öðm lík, götur lítt merkt-
ar og illa lýstar, enda villtist Úlfar
í haustmyrkrinu og ætlaði aldrei
að komast heim til sín, því að fáir
strætisvagnar vom á ferð. Í ann-
arri eða þriðju atrennu tókst honum
loks að finna rétt hús. Þar knúði
hann dyra vongóður um að geta
nú gert út um mál sitt og heimt
myndabókina fyrir Bjama. Gömul
kona, sem gengið hafði um beina
hjá Burkert, opnaði dymar í hálfa
gátt og Úlfar spurði eftir svartliðan-
um. Er hún heyrði nafn hans nefnt,
virtist hún verða fá við og sagði
hann ekki í sínum húsum. Úlfar
vildi ekki láta það aftra sér, en bað
hana um að skila til Burkerts, að
doktor Bjami Jónsson vildi fá alb-
úmið sitt aftur. Hurðin féll að stöf-
um, áður en hann fékk lokið máli
sínu.
Það var komið að því að sækja
önnur eða jafnvel þriðju mánaðar-
launin í Prinz-Albrecht-Strasse, en
Úlfar var engu nær um svör við
þeirri spurningu, sem á hann hafði
sótt. Þegar hann tók við nýju
seðlaknippi úr hendi launagreið-
anda síns, gat hann því ekki stillt
sig um að spyrja, rétt eins og menn
spyija um kunningja, sem þeir hafa
ekki hitt um skeið:
„Jæja, og hvað er að frétta af
prófessor Burkert?"
Svartliðinn kunningi hans svar-
aði stutt og laggott: „Hann er far-
inn burt.“
Ekki var ætlast til frekari spurn-
inga. Velgjörðarmaður hans virtist
horfinn sporlaust og engin ráð til
að hafa uppi á honum.
Eftir þetta dularfulla manns-
hvarf fannst Úlfari um tíma, að
hann væri verr settur en í upphafi.
Enn átti hann á hættu að svartliðar
heimtuðu eitthvað fyrir snúð sinn.
Sú hætta virtist nú einnig vofa yfir,
að honum yrði vísað úr landi sem
skjólstæðingi manns, sem hafði
horfið ellegar brotið eitthvað af sér
og svartliðið gert upp sakir við. Var
honum óhætt að dveljast um kyrrt
og búa við þessa óvissu? *
TILKYNNING
um flutning
RANNSÓKNASTOFA í LYFJAFRÆÐI
TILKYNNIR NÝTT HEIMILISFANG
FRÁ 15. DESEMBER 1988
Rannsóknastofa í lyfjafræði
Ármúla 30,
108 Reykjavík.
Pósthólf 8216
128 Reykjavík
Sími 680866
Vinsamlegast beinið öllum fyrirspurnum og send-
ið öll sýni í Ármúla 30 eða í pósthólf 8216 frá og
með 15. desember 1988.
JÓLATRÉSALA®
HJÁLPARSVEITAR SKÁTA í REYKJAVÍK OG HAFNARFIRÐI
SÖLUSTAÐIR:
Snorrabraut 60, Reykjavík (Skátahúsid)
Félagsheimilið Hraunvangi, Hafnarfiröi
Blómabúðin Dögg, Bæjarhraun 26, Hafnarfirði
OPNUNARTÍMI:
Mánudaga-föstudaga kl. 14-22
Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22
STYRKIÐ SKÁTA í STARFI