Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 30
30 D
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
cArur
eftir Elínu
Pálmadóttur
Rúmið, það
Hugljúf mynd á jólaföst-
unni í sjónvarpinu. Fjór-
burarnir frægu komnir
farsællega heim til sín og ligg)-
andi á maganum í röð. Þótt nú
sé verið að kynda upp í okkur
jólaskapið með margvíslegum
hætti, þá tengdist þessi frétta-
mynd um fjórburana heima hjá
sér af einhveijum ástæðum
barninu sem fæddist á jólunum
betur en allar hugvitsamlegu og
fagmannlegu auglýsingarnar.
■ Þarna lágu þijú ungbörn — á
vatnsdýnum. Tekið fram í frétt-
inni. Nýjasta nýtt! Auðvitað líka
auglýsing eftir allt saman. Auli
getur maður verið! En það kom
ekki í veg fyrir hugrenninga-
tengs'in við litla jólabarnið, sem
lagt var í jötu.
„Rúmið, vinur minn, það er
allt okkar lif. Það er þar sem
maður fæðist, þar sem maður
elskast, þar sem maður deyr,"
skrifaði franski rithöfundurinn
Maupassant fyrir rúmum
hundrað árum, þegar hann var
að skrifa smásöguna og siðan
leikritið fræga og sígilda, „Rekkj-
an“. Og hann bætti galvaskur
við: „Rúmið, það er maðurinn.“
Hefði allt eins getað snúið því
við og sagt: Maðurinn, það er
er allt okkar líf
rúmið. í ákafan-
um að sanna sitt
mál hélt hann
áfram: „Þvi til
sönnunar að
Frelsari vor, Jes-
ús Kristur, var
ekki háður nein-
um mannlegum
þörfum, virðist
hann aldrei hafa
þurft á rúmi að
halda. Hann er
fæddur á hálmi í
jötu og dó á
krossi." Vísindalega þenkjandi I hvorki í Galíleu né í Júdeu sofið
vissi Maupassant að Jesús hafði I í rúmi.
NAUÐSIADDIR f ARMENIU
ÞURFA ÞÍNA HJÁIP
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur borist Leggjumst öll á eitt. Bregöumst fljótt við
beiðni um hjálp á jarðskjálftasvæðinu við neyðarkallinu og greiðum heimsenda gíró-
landamæri Armeníu og Tyrklands. seðla.
Tugþúsundir Armena fórust í náttúru-
hamförunum þar á miðvikudag. Þeir sem
eftir lifa eru hjálparþurfi.
Engin gjöf er þarfari.
LANDSSÖFNUNIN
BRAUÐ HANDA
Kjrj
HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
Suðurgötu 22, Reykjavík
Við dauðlegar manneskjur
verðum vist að sætta okkur við
að þurfa að, eyða þriðjungi
ævinnar í að sofa, flest öll.
Mismikið eftir aldursskeiðum að
vísu, mest í upphafi og í lokin,
ef við fáum frið til að eiga langt
líf. Maupassant karlinn svaf á
síðustu öld í Frakklandi í stóru
Lúðvíks XlII-rúmi með himna-
sæng á súlum og lá á mynd-
skreyttu gobelinteppi sem sýndi
blóðugar dádýraveiðar. Hann
var ekki nema 32ja ára gamall
þegar hann hafði þessi orð um
mikilvægi rúmsins og ekki far-
inn að plaga hann mikið sá sjúk-
dómur sem átti eftir að leggja
hann í rúmið, þaðan sem hann
skrifaði sinar ódauðlegu sögur.
Hann hafði svo sannarlega ekki
ýkt þörf mannsins fyrir gott
rúm.^
Ekki sváfu forfeður okkar á
slíkum dýrgripum. Satt að segja
hafa íslendingar lengst af lítt
hirt um að láta fara vel um sig
í rúminu. Þarf ekki annað en
sjá stuttu rúmin í byggðasöfn-
unum, sem fólkið svaf í hálfsitj-
andi og margir i hveiju rúmi.
Enda sjálfsagt ekki um neitt að
velja í þrengslum og eymd þeirra
tíma. En eftir að við komumst i
álnir ogjafnvel bruðl mikið eftir
blessaða seinni heimsstyijöld-
ina héldu menn áfram að sofa
á hálfgerðum pínubekkjum.
Börn og unglingar að vaxa fengu
um langt árabil einhvers konar
bekki eða svokallaða setubekki
til að sofa á í litlum „barnaher-
bergjum", sem ekki rúmuðu
annað. Það var tískan. Kannski
eru mestu framfarirnar sem
orðið hafa á siðustu árum með
íslenskri þjóð þær, að nú er fólk
farið að veita sér breið og góð
rúm með þéttum, góðum dýn-
um. Það er komið í tísku.
Kannski ýkjum við svolítið þar
líka, eins og okkar er vandi.
Ekki veit Gáruhöfundur hvort
vatnsdýnurnar eru framför eða
tískubóla. Enda ekki aðalatrið-
ið, heldur að mannfólkið láti
fara vel um sig í rúminu, sem
er allt okkar líf, eins og Maup-
assant orðaði það.
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir
um það hvar og hvernig maður
sefur best. Japanir rúlla dýnum
sínum upp og inn í skáp á
morgnana og út á strámottulagt
gólfið á kvöldin, eins og gert er
víða hér á barnaheimilunum til
að láta krakkana lúra miðdegis-
blundinn sinn. Þeim þykir það
alltof mikið bruðl með húsnæði
að láta stór rúm fylla herbergi
ónotuð allan daginn. Og satt að
segja er ákaflega notalegt að
sofa á dýnum þeirra á tatami-
gólfinu, sem er mýkra undir fót
og skrokk en okkar hörðu gólf.
Einu gleymdi Maupassant þó
þegar hann taldi til mikilvæga
þætti i lífinu sem tengdust rúm-
inu. Hann gleymdi því að þar
dreymir okkur og það er ekki
síst mikilvægt í lífinu. Svona
geta lítil sæt börn í vöggu sett
hugarflugið af stað og það er
aldrei að vita hvar það lendir —
rétt eins og í draumum í rúm-
inu. Og hughrif jólaföstunnar,
sem tengdu fjórburana við litla
barnið í jötunni, minnir líka á
að alla tið hefur verið skipt á
rúmum svo maður geti stungið
sér undir hrein sængurfötin á
jólanóttina. Sumir hafa jafnvel
þann sið að láta börnin fara í
ný náttföt á jólum. Kannski í
minningu þess sem lagður var
í jötu og vafinn reifum. En hvar
ætla þessar gárur, sem farið
hafa út um víðan völl, að enda?
Á viðelgandi ljóði eftir Örn Arn-
ar, Undir svefninn:
Að spilla heyjum reiknast sjálfsagt synd,
að sængin reynist mjúk, er taðan gefur.
Á morgun bóndinn bölvar þeirri kind,
sem beðjar héyið, meðan fólkið sefur.
Mig saka varla Buslubænir hans
— hann bölvar hæst og mest, ef smár er
skaðinn -
ef breyti eg eftir boði frelsarans
og blessa þennan heiðursmann í staðinn.
TJöföar til
X Xfólks í öllum
starfsgreinum!