Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR suNNUDAGUR
11. DESEMBER 1988
D 13
SÁLARFRÆDI/ Leynist merking \
andstcebunum f
Flýttu þér hægt
eftir Sigurjón
Björnsson
Gömul spakmæli, orðskviðir og
orðtök geyma jafnan mikla
visku. Þar má fmna mannþekk-
ingu, mannskilning og lífsvisku
sem orðið hefur til í rás aldanna,
slípast og sorfist
við langa
lífsreynslu kyn-
slóðanna og bo-
rist okkur í hend-
ur sem fagrar
perlur. Ekki er
okkur þó ávallt
ljóst fémæti
þeirra og okkur
hættir því til að kasta þeim á
haug sem hverju öðru fánýti eða
líta á allt þess háttar sem ómerk-
ar kerlingabækur. Þetta er raunar
skiljanlegt. Spakmæli eða orðs-
kviðir slá sjaldnast vamagla, held-
ur láta sem þau hafí almennt
undantekningarlaust gildi. Naum-
ast er það rétt, svo að vitnað sé
í orðtak sem segir að engin regla
sé án undantekningar. Þá ruglar
það menn oft í ríminu að enginn
hörgull er á því að spakmæli flytji
andstæðan boðskap. Hér þarf þá
að lesa á milli lína, ef svo má
segja. Lítum nú á eitt slíkt and-
stæðupar og hugleiðum hvort fá
megi merkingu í andstæðumar
og draga af þeim einhveija lær-
dóma.
Einn orðskviður segir að flas
sé ekki til fagnaðar. Samhljóma
honum, en þó ekki alveg sömu
merkingar er hið kunna latneska
orðtak „festina lente“ eða flýttu
þér hægt. Andstæðu við þetta er
svo einnig að fínna sem segir að
hika sé sama og tapa. Annars
vegar virðist þannig mælt með
því 'að fara sér hægt, t.a.m. í
ákvarðanatöku, rasa ekki um ráð
fram, fresta ákvörðun, yfírvega
og skoða. Á hinn veginn er svo
rekið á eftir, varð við vangaveltum
og seinlæti. Ekki virðist þetta falla
ýlqa vel saman. Þegar nánar er
aðgætt sáum við þó að orðskvið-
imir bæta hvom annan upp og í
raun er beggja þörf til að mynda
rétta heild. Það sefn er lqami
málsins er að varað er við öfgum
á báða bóga: Of miklu fljótræði
og of miklu seinlæti. Hvort
tveggja er skaðlegt. í sameiningu
benda orðskviðimir á meðalhófíð
eða mundangshófið sem farsæl-
ustu leiðina.
Nú má reyna að klæða þessi
spakmæli orðafari nútímamanna
og gera úr þeim eins konar heil-
ræði. Það gæti orðið eitthvað á
þessa lund:
Þegar maður stendur andspæn-
is vanda eða úrlausnarefni ein-
hvers konar er gagnlegt að melta
það með sér um stund, skoða all-
ar hliðar málsins vendilega, ræða
um það við vini, ef málið er þess
eðlis, jafnvel „sofa á því“ eins og
sagt er. Þetta á ekki síst við ef
málið varðar miklu, sér í lagi ef
það snertir tilfínningar okkar,
veldur uppnámi, kvíða eða huga-
ræsingi. Við þurfum að gefa okk-
ur tíma til þess að öldurnar lægi
nokkuð. Hitt er svo jafn rétt að
sjaldnast megum við ætla okkur
langan tíma til þess konar yfirveg-
unar og meltingar. Nokkuð
traustan mælikvarða eigum við
að hafa á það, hvenær rétt sé að
hefjast handa. Sé svo komið að
við séum farin að tvístíga í sömu
sporum, hugsun okkar er hætt
að endumýjast og sýna nýjar hlið-
ar eða nýja lausnarmöguleika.
Þegar við sitjum orðið föst í ófijó-
um, þráhyggjukenndum vanga-
veltum og endurtekningum er mál
til komið að taka ákvörðunina.
Og þá er rétt að standa fast á
henni og láta engan bilbug á sér
fínna. Að öðmm kosti fer hikið
að verða til ógagns og trafala.
En engin er regla án undan-
teknipgar, eins og áður segir. Þau
tilvik koma þega nauðsynlegt er
að bregðast skjótt við og taka
ákvörðun tafarlaust. Dæmi em
þess að allur frestur eða töf sé
skaðlegt. En í sumum öðmm til-
vikum getur verið best að taka
aldrei ákvörðun, heldur láta vand-
ann leysast af sjálfsdáðum, ef svo
má orða.
Það er ekki ósennilegt að ein-
hver spakleg orð megi fínna sem
einnig höfða til þess háttar tilvika.
ur svið sem notið hafa góðs af aukn-
um skilningi á óreiðu má nefna
taugalífeðlisfræði, rannsóknir á út-
breiðslu . og fjölgun ákveðinna
lífvera eða athuganir á hátterni
fmmeinda í kjarnahröðlum og nú á
síðustu örfáu mánuðum jafnvel at-
huganir á útbreiðslu alnæmis.
Oreiðin kerfi em gífurlega næm
gagnvart ómælanlega smáum
breytingum. Að ákveðnum tíma
liðnum getur fátt sýnst skylt með
tveimur kerfum sem einhver tíma
reyndust óaðgreinanlega lík.
Vængjasláttur fiðrildis í Ástralíu
getur haft áhrif á það hvemig veð-
rið verður á íslandi um jólin! Þessi
staðhæfíng hljómar vissulega fár-
anlega, en tilgangur hennar er fyrst
og fremst sá að leggja áherslu á
það hversu umfangsmiklar og lang-
drægar óendanlega smáar traflanir
á kerfinu geta verið.
Niðurstöður þessara nýju vísinda
má engan veginn túlka svo að nú
sé tímabært að loka Veðurstofunni
og senda alla verðufræðinga til
annarra starfa, til dæmis í stjórn-
mál eða „showbuisness", þar sem
sumir hafa nú þegar náð dágóðum
frama. Miklu fremur ber að taka
þær sem hvatningu til aukinna dáða
og viðleitni til þess að vinna erfítt
verk eins vel og hugsanlega er
hægt.
Jafnvel þó flestir eyði vinnutíma
og fríum í veðurskjóli glers og stáls
em enn nokkrir sem þurfa að inna
af hendi mikilvæg störf berskjald-
aðir gegn duttlungum veðursins,
upp til sveita og úti á sjó. Það skipt-
ir þá miklu máli að hafa sem best-
ar og áreiðalegastar upplýsingar
um það hvernig veðrið verður. Lífið
getur legið við.
TRÚMÁLÆr ekki hcegt að trúa á Guð
þó maður fari ekki í kirkju?
Guðrækni
eftir dr. Sigurbjörn
Einarsson
Þú fínnur ekki, að þú hafír þörf
fyrir að fara í kirkju, ef Guð
er þér ekki annað en hugtak. Ást
getur líka verið þér aðeins hugtak.
Það hindrar ekki, að hún geti jafn-
■^hbbi framt veríð afl,
sem bærist með
þér, meira • eða
minna dulin leit og
þrá og þörf. Þetta
hvort tveggja
breytist, þegar þú
mætir ást í lifandi
manneskju, sem
leggur sjálfa sig í
viðbrögð sín og viðmót, og þegar
þú andsvarar á sama hátt. Þá er
ástin ekki hugtak lengur og ekki
ópersónulegt afl. Hún er orðin þér
nákomin, persónuleg gjöf. Og um
leið verður hún hlutverk, sem þér
er harla ljúft að gegna, uppspretta
mikillar hamingju, ef þú leggur
rækt við tilfinningar þínar, hlynnir
að ást þinni.
Guð er mörgum ekki annað en
hugtak. Og trú ekki annað en dulin
þörf eða jafnvel bæld þrá hið innra
með manni, sem leitar í ýmsa far-
vegi. En kristin trú er persónulegt
samband við persónu, við þann
Guð, sem er lifandi hugur. Hann
er ekki óræður máttur, meðvitund-
arlaus orka, mállaust, tilfínninga-
laust afl. Hann er heitt hjarta, sem
elskar syndugan mann og vill
blanda geði við hann, tala við hann,
hlusta á hann, snerta hann þannig,
að hann vakni til vitundar um Guð
sinn og komist þar með til sjálfs sín.
Boðun og tilbeiðsla kristinnar
kirkju er vitnisburður um þennan
Guð. Og sá sem eignast skímu af
skilningi á því, hvað hér er um að
ræða, hann spyr ekki, hvað hægt
sé að komast af með minnst, þegar
Guð á í hlut. Er það reyndar eðlileg
og heilbrigð spuming? Kristinn
maður lítur á guðsþjónustu safnað-
ar síns sem dýrmætt ómissandi
tækifæri til þess að glæða vitund
sína um Guð, styrkja samband sitt
við hann.
Enginn er fæddur trúleysingi.
Og enginn er fæddur trúmaður.
Trúarþel, trúarhneigð, trúarhæfí-
leiki þarfnast aðhlynningar og
ræktar, eins og hvað annað já-
kvætt og gott, sem
með manni býr. Allt
gott, sem blundar í
eðli manns, þarf að
vakna, það þarf að
hlúa að því, leggja
rækt við það, veita
því tækifæri til að
dafna.
Ekkert er til í
barmi þínum djúp-
stæðara, sterkara,
uppmnalegra en sú þörf að eignast
vakandi meðvitund um Guð. Guð
er bað líf, sem þú ert sprottinn af.
Hann er sá hugur, sem vakir í
hverri fmmu líkamans, í hverri
heilli kennd hjartans, Guð er sú
eilífa hugsun, sem hefur elskað þig
fram til lífs og vitundar og vill elska
þig fram og upp alla leið að dásam-
legu markmiði. Þetta hefur Jesús
Kristur birt. Jesús Kristur varð
maður sem þú til þess að þú gætir
eignast fullt og fölskvalaust sam-
band við eilífan föður þinn.
Guðrækni er gamalt og gott orð.
Rökrétt hugsun á bak við það.
Fleiri orð em eins mynduð: Jjóð-
rækni, ættrækni, skyldurækni. Og
samsvarandi neikvæð orð. Sá sem
afrækir mannleg vébönd fer illa
með sjálfan sig. Það er gæfa hveij-
um manni að leggja rækt við heil-
brigðar tilfinningar, ógæfa, ef þær
lenda í órækt og kulna, eða van-
skapast og snúast upp í andhverfu
sína, eins og stundum kemur fyrir.
Guðrækni er að rækja og rækta
hæfileikann til þess að skynja Guð
í nánd sinni. Þú átt þann hæfíleika.
Og hann er of dýrmætur til þess
að þú megir vanrækja hann. Þú
rækir hann með því að iðka trú,
lifa trúarlífi, muna eftir Guði, tala
við hann í bæn, hlusta á orð hans,
gera þannig samvisku þína næmari
á rödd hans og viljann fúsari að
fylgja bendingum hans. í þessu
uppeldi á sálfum sér er reglubundin
kirlq'uganga þaulreynd og virk að-
ferð. Og jafnframt slökunaraðferð,
sem er ömggari til andlegrar heilsu-
bótar en annað, sem í boði er og
auglýst meðal gimilegra hluta á
markaðstorgi nútímans sem hjálp
við streitu og sálarkreppu.
BETRA BOÐ
FRÁ SAMSUNG
Samsung örbylgjuofnarnir eru traustir og öruggir.
Þeir hafa reynst framúrskarandi vel og auðveldað
mörgum eldamennskuna'.
Getum nú boðið tákmarkað magn af RE-553
á sérstöku tilboðsverði.
RE-553 býður upp á:
17 lítra innanmál - 500 ■wött - snúningsdisk
- 5 hitastillingar.
Páanlegur í tivítum eða brúnum lit.
Verð 14.950,- stgr.
JAPISS
BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN ■
• SlMI 27133 ■
■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■
■ SlMI 96-25611 ■
1