Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
D 35
LEIKLIST/ Hver er Dennis Potterf
ímyndunarafl
spæjarans blómstmr
sem voru flóknari og meira í lagt
en það sem flestir samtímamenn
hans voru að gera. í textum átti
hann það líka til að bregða fyrir sig
óvæntum líkingum og draga upp
myndir sem voru á tíðum óþægilega
nærgöngular. Hann setti það þó ekki
fyrir sig að senda fra sér blautlega
blúsa er svo bar við. í maí 1926 tók
ung blússöngkona, Victoria Spivey,
upp lag sem hét Black Snake Blues.
í því lagi sagði hún frá því er svart-
ur snákur skreið inn í svefnhús vin-
konu hennar og skelfdi hana. Blind
Lemon Jefferson tók upp lagið með
eilítið breyttum texta og hét það nú
Black Snake Moan. í lagi Jeffersons
er snákurinn svarti orðinn annars
eðlis og viðbrögð stúlkunnar orðin
öllu jákvæðari þegar svarti snákur-
inn laumast inn til hennar. Victoriu
Spivey var ekki skemmt, en lag Jeff-
ersons varð óhemju vinsælt. Þó útg-
áfufyrirtæki hans, Paramount, hafi
aldrei haldið öðru fram í auglýsing-
um sínum en að Jefferson hafi verið
að syngja um snák og að á auglýsing-
um með laginu hafi gjarnan verið
myndir af snákum, leikur ekki nokk-
ur vafi á því að þeir sem plöturnar
keyptu vissu hvað hann var syngja
um. Lemon tók ekki upp marga
blautlega blúsa, en hann átti eftir
að nota snáksímyndina í tveimur
blúsum til viðbótar áður en hann
fraus í hel í snjóskafli í Chicago í
desember 1929.
Aðrir blússöngvarar sem tóku upp
blautlega blúsa voru til að mynda
píanóleikaranir Walter Davis, Let
Me in Your Saddle, og Roosevelt
Sykes, Ice Cream Freezer (My bab-
e’s got an ice cream freezer/she lets
me put my milk in). B.B. King, sem
er sjálfsagt frægastur allra blús-
söngvara, tók up lag Roberts Nigh-
thawks Sweet Black Angel (I got a
sweet black angel/I love the way she
spreads her wings). Af þessu má
ráða að blakkir Bandaríkjamenn hafa
verið lausari við fordóma í kynferðis-
málum en hvítir samlandar þeirra,
en spenna sú sem þar kraumaði und-
ir niðri átti síðar eftir að fá útrás í
rokkinu. Það er aftur önnur saga.
Dennis Potter heitir enskt sjón-
varpsskáld og er hann talinn í
fremstu röð þeirra er skrifa fyrir
sjónvarp í Bretlandi. Og eru þó
margir góðir. Dennis Potter er höf-
undur þáttaraðar-
innar Syngjandi
spæjarinn (The
Singing Detective) •
sem Ríkissjón-
varpið sendir út á
föstudagskvöldum
þessar vikurnar.
Það er full
ástæða til að vekja
athygli á þessum merka höfundi,
því Dennis Potter hefur ekki ein-
asta haft mikil áhrif á þróun breskr-
ar sjónvarpsleikritagerðar síðustu
tvo áratugi með verkum sínum,
heldur hefur hann einnig verið einn
virtasti penni er um sjónvarp ijallar
í breskum dagblöðum. Dennis Pott-
er fæddist árið 1935 í Berry Hill,
afskekktu námuþorpi í Suðvestur-
Englandi; hann vann til styrks til
háskólanáms og með gráðu frá
Oxford féll hann vel í kramið þegar
„reiðu ungu mennirnir” úr verka-
mannastétt hristu upp í leikhús- og
sjónvarpsheimi Bretlands í lok 6.
áratugarins og byijun þess sjöunda.
Fyrsta sjónvarpsleikrit Potters (The
Confidence Course) var sent út á
BBC-1 24. febrúar 1965. Síðan þá
hefur verið sjónvarpað í Bretlandi
á 4. tug leikrita eftir hann; sum í
nokkrum þáttum eins og Syngjandi
spæjarinn. Með þekktari verkum
hans er þáttaröðin Pennies from
Heaven frá 1978, en einnig má
nefna til verkið Brimstone and
Treacle, óhugnanlega ágengt verk
sem aldrei fékkst sent út í sjón-
varpi en vakti síðar mikla athygli
sem kvikmynd.
Viðfang Pott-
ers í leikritunum
eru gjaman al-
þýðufjölskyldur,
átök þeirra inn-
byrðis og erfið-
leikar sem upp
koma þegar ný
kynslóð ijarlægist
uppmna sinn og
lendir í mótsögn
við lífsskoðanir og
lífstíl foreldra og
frændgarðs. Sem
námumannssonur
er gekk mennta-
veginn gat Potter
leitað fanga í eig-
in reynslu en um
leið er þetta efni
sem breskum rit-
höfundum eft-
irstríðsáranna
hefur verið mjög hugleikið, sérstak-
lega á sjöunda áratugnum.
Allt frá árinu 1964 hefur Potter
þjáðst af húð- og liðasjúkdómi þeim
er einnig hijáir P.E. Marlowe —
söguhetjuna í Syngjandi spæjar-
anum — og er því ekki erfitt að
sjá þar sjálfsævisögulegar hliðstæð-
ur milli höfundarins og og aðalper-
sónu hans. Sjúkdómur Potters hafði
einnig afgerandi áhrif á starfsferii
hans. Hann varð að láta af störfum
sem blaðamaður við The Daily Her-
ald og bundinn við stól sinn og rúm
vann hann fyrir sér um árabil sem
sjónvarpsgágnrýnandi og greina-
höfundur fyrir The New Statesman
og síðar The Sunday Times. Ekki
er laust við að nokkurrar beiskju
gæti í sumum leikrita hans og má
sjálfsagt rekja það til sjúkdóms
hans sem oft á tíðum olli því að
Potter var ófær um að sinna skrift-
um tímum og dögum saman.
Síðustu tíu árin hefur líðan hans
verið þolanlegri með tilkomu nýrra
lyfja og vinsælustu verk hans hafa
einnig orðið til á þessum áratug,
nú síðast Syngjandi spæjarinn.
Dennis Potter hefur sagt eftirfar-
andi um leikritun sína fyrir sjón-
varp. „Ég hef miklu meiri áhuga á
krafti ímyndunaraflsins en hinum
ytri veruleika. Sjónvarp er vel til
þess fallið að lýsa innra myndmáli
hugans. Þessi innhverfing er sann-
arlega einn af höfuðkostum sjón-
varpsins; að sihna ímyndunarafli
fólks og tilfinningum þess um lífið
og sjálft sig. Mér virðist mjög mikil-
vægt að sjónvarpið sinni þessu því
fólk horfir á sjónvarp á mjög sér-
stakan hátt — allar varnir þess eru
niðri. Annars vegar hefur maður
risastóran áhorfendahóp að skrifa
fyrir og hins vegar er um að ræða
keðju af mjög óformlegum, smáum
áhorfendahópum, margfölduðum X
sinnum og innhverf sjónvarpsleikrit
— leikrit ímyndunaraflsins — henta
betur við slík skilyrði en næstum
allt annað.“
eftir Hóvor
Siqurjónsson
Sjálfsævi-
sögulegt ívaf
kemur vel í Ijós
í þáttum Denn-
is Potters um
Syngjandi
spæjarann.
Michael Gam-
bon og Joanna
Whalley í hlut-
verkum sínum
í þáttaröðinni
sem nú er sýnd
í Ríkissjón-
varpinu.
Engilberts
Áttunda bindið í bókaflokknum íslensk
myndlist fjallar um Jón Engilberts listmálara.
Hann var í forustu þeirra listamanna, sem
gerðust brautryðjendur nýrra viðhorfa
íslenskri myndlist. Helsta viðfangsefni þessar-
ar kynslóðar varð manneskjan og nánasta
umhverfi hennar.
Áhrifamáttur Iitarins er táknrænn í list Jóns
Engilberts og birtist með margvíslegum hætti.
Texta bókarinnar rita Olafur Kvaran list-
fræðingur og Baldur Óskarsson rithöfundur.
I bókinni eru litprentanir 56 listaverka Jóns
Engilberts auk fjölmargra teikninga og ljós-
mynda.
Þetta er vönduð og varanleg bók, kærkomin
gjöf til listunnenda.
,K>b)tSh
BMMM
LISTASAFN ASI
Þingholtsstræti 3
s. 21960