Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 11
D 11
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR íl. DESEMBER 1988
MATUR OG DRYKKUR/Med Þórami Óskari Þórarinssyni á Grilli Hótels Sögu
Nota gaffal dns og Kaninn
Svartklæddur úr gufubaði inn á
forbar hins Sögulega Grills: á
fleti fyrir norskir bisnessmenn í
rommi og kóka-kóla. Þórarinn
Oskar Þórarinsson, fjöllistamaður,
ásamt mér pantar
Margarítu, þetta
kynngimagnaða
sambland sjávar-
seltu, tequila
m.m., sem minnir
Agga á „the good
ehir Jóhönnu • hard times“ með
Sveinsdóttur ömmu mó j hús.
vagni fyrir West-
an. Margarítan svona líka prýði-
lega hantéruð eftir drykklanga bið
eftir tequilaflösku úr kjallaranum.
(Margir geta nefnilega ekki hrist
hana Margarítu saman.) Norsar-
arnir gaspra þetta hefðbundna
hallærislega um íslenskar píur í
kapp við „Je t’aime moi non plus“
niðursoðið á bíóorgel, en Aggi seg-
ir: „Ég lulla mér oft hér á þessum
bar, sýp og hugsa, horfi á útsý-
nið, temmilega lofthræddur. Enda
segir Einar Már, vinur minn, að
þeir sem ekki séu lofthræddir
skorti hugmyndaflug. En ég hef
sjaldan étið hér eftir að amma
Lóló fór vestur og hætti að styrkja
mig með sínum síðasta pening til
að sækja fína staði."
Sestur við gluggann í súlna-
styrktum matsalnum pantar Þór-
arinn eftir nokkrar vangaveltur
Sniglaragout í hvítvínssósu í
forrétt (840 kr.), Prinsessubauta
(1.950 kr.) sem burðarstoð og
Rabarbaraísmusl (440 kr.) til
úthreinsunar. Meðan við bíðum
eftir sniglunum talar hann um
kúlfnarískt uppeldi það sem hann
hlaut hjá langömmu sinni, Jó-
safínu spákonu frá Nauthól, sem
m.a. spáði þeim Davið borgar-
stjóra og Vigdísi forseta því sem
verða vildi. Aggi er langömmu-
strákur og ömmu. Bjó lengst af í
stórfamilíu í kampi þeim er stóð
rétt sunnan við þar sem Hótel
Saga stendur nú. (Samanber
Eyjabækur Einars Kárasonar.)
Býr þar enn þó kampur sé rifinn.
„Jósa gerði upp á milli ijöl-
skyldumeðlima. Á meðan aðrir
fengu skyrhræring fengum við
fáir útvaldir kótelettur, sundurs-
teiktar í mikilli feiti," segir Aggi.
„Þessi matreiðsla hefði nú ekki
þótt góð fyrir sælkera, en hefði
aftur á móti getað haldið úti heilli
Stalíngradhersveit á hitaeiningum!
Við Jósa vorum sér í matar-
smekk. Hún ól mig upp við að
borða spikfeitt. Á jólunum urðu
oft læti yfir því að hún keypti of
feitt svínakjöt. En eftir að friður-
inn hafði sprungið á jóladag og
familían splundraðist sátum við
Jósa fram á nótt og kláruðum fit-
una svo vall út úr okkur.“
Kemur þjónninn og skenkir
hvítvíni í glas Þórarins í smökkun-
arskyni, en sá hinn síðamefndi
hefur þá tilburði að engu og held-
ur áfram að tala með áherslu-
handahreyfingum sem gætu verið
pólskar, jafnvel danskar, en allt-
éntþess eðlis að borðlampinn hrist-
ist.
Stöðugt. Ég hnippi í sörinn sem
að lokum smakkar og kinkar:
„Mér leiðast bara svona serímón-
íur. Á þetta ekki að vera nógu
gott í kjaftinn á manni?"
Að því búnu sniglamir sem hér
em tilreiddir í sósu lagaðri úr þeim
hráefnum sem þeir kunna hvað
best við sig með: hvítvíni, stein-
selju, hvítlauk og ijóma. Gott —
en það er bara svo miklu meira
gaman að veiða þessi stinnu kríli
upp úr kuðungum. Þeir em þess
eðlis. Aggi gefur grænt ljós á
sniglana, enda búinn að ná sér
eftir herfilega matareitmn sem
hann varð fyrir í Istanbul á dögun-
um. Nær dauða en lífi. Hvorki í
fyrsta né síðasta sinn.
Birtist þá Prinsessubautinn,
nautalundir ijóðaðar blóðrauðri
sósu. Það vekur athygli mína að
Þórarinn tekur til við að brytja
bautann bita fyrir bita áður en
hann bragðar á.
„Þú ættir eiginlega að brytja
þetta fyrir
mig,“ segir
hann. „Hún
Jósefína
brytjaði allt
ofan í liðið.
Skrældi
meira að
segja pyls-
urnar, vegna
þess að góð-
ur vinur
hennar kafn-
aði af pylsu-
hýði.“
Smjattar,
fyggur,
kyngir, segir
svo: „Ég
nota gaffal
eins og Kan-
inn. Stund-
um hefur
legið við
slagsmálum
þegar ég hef
notað hníf og
gaffal
samtímis,
eins og þeg-
ar ég í minni
fyrstu París-
arreisu ’75 beitti þeim á spælt egg
svo að slettist á alla viðstadda." •
Þórami hugnast Prinsessubaut-
inn vel „þegar maður er kominn
inn fyrir „skánina". Hann er full-
steiktur — nærri brenndur yst —
en lungamjúkur að innan. Og
„medium rare“ eins og ég bað um.
Rauðvínssósan er góð — og nógu
helvíti rauð. Ég væri alveg til í
að taka afganginn með mér heim
— eins og Jósa var vön að gera —
og borða undir góðum þætti af
The Untouchables!"
Drykklanga stund bíðum við
eftir eftirréttinum. Aggi hefur orð
á því að líkast til séu þeir undir-
mannaðir á Sögunni eins og á
Mogganum og svo, svo víða. En
það gerir ekkert til vegna þess að
á Grillinu skipti útsýnið mestu
máli. Hingað komi maður hvort
sem er ekki til að „spise rart i en
fart“. Aggi segir:
„Málið hér í Grillinu er útsýnið:
séra Frank M. Sinatra, Neskirkj-
an, Hagó og Björn Jónsson, sjórinn
og Esjan. Panórama okkur Vest-
urbæinga. Svo finnst mér þessi
sixties innrétting góð. Kannski
gætum við fundið svona penthouse
í Búlgaríu?!“
Og Aggi stúderar fólkið:
fimmtudagskvöld og fullt af ný-
komnum skandínövum í þessum
vafasama helgarpakka. Lítill
áhugi á þeirri deild. „En sjáðu
þetta langborð," segir Aggi og
bendir: „Þarna er einn íslenskur
grandmafíósó með allt sitt hafur-
task: samsafn af vesalingum og
ættarenda fábjánutn. En svo er
líka sinfónían mætt, og sérfræð-
ingar í negró-Broadway-music og
þama kemur svo einhver Nordal-
inn og segir: Do you know what
my grandfather said?“
Eftirrétturinn, rabarbararís-
unuslið eins og þeir kalla það
Sögulega, reynist undurgott.
„Ótrúlega svalandi! Betra en
Dutch Apple Pie Lóló ömmu,“ seg-
ir Aggi hugfanginn. Kýs sér svo
sem meltingardrykk Irish coffee:
„Fæ súran maga af koníaki eftir
Istanbúlreisuna. I haven’t got the
stomach for it, svo ég vitni nú í
hinn kvenhataða rithöfund, Nor-
man Mailer, sem hefur svo sannar-
lega fyrir sína parta tekið á síkósó-
matíkinni og það strax á þriðja
áratugnum."
Sumsé: Á Grilli Hótels Sögu er
staðlaður matseðill en traustur,
fyrir staðlað (en mistraust) tæki-
færisfólk (í góðri merkingu þess
orðs), af 'íslensku jafnt sem er-
lendu bergi. Brotið. Enda hótel
sem bæði verður að hýsa fast-
heldna SÍS-ara og glaseygða lopa-
peysuskvísuspámenn. (Og skyldi
einhver sakna skandínava yfir vet-
urinn, þá er bara ...) Traustir og
vel menntaðir þjónar ganga um
beina. Þó of fáir. Ekki þeim að
kenna. Og útsýnið blífur. Hvað er
drykklöng bið — milli vina — og
með gamla Vesturbæinn í augum
úti?
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„Vœri tii í að taka afganginn af mér heim og borða
undir góðum þætti af The Untouchables, “ segirAggi.
lÖk^NORRÆNI HEILSUVERNDARHÁSKÓLINN (HALSOVÁRDSHÖGSKOLAN)
BIT LEITAR AÐ NÝJU SAMSTARFSFÓLKI
Norræni heilsuvemdarháskólinn (NHY) í Gautaborg er samnorræn mennta- og rannsóknarstofnun á háskólastigi. Kennslunni
við NHV lýkur með prófi sem Master of Public Health (MPH-próf). Frá 1987 er einnig skipulögð kennsla í rannsóknum við NHY.
Kennsluskráin nær yflr efni um almannaheilbrigði (Public Health), m.a. félagslækningar (samhállsmedicin), umhverfislækningar
(miljömedicin), farsóttarfræði og líftölfræði (biostatistik), heilsu- og sjúkradeildarstjómun, umönnunarfræði (omvárdnadsveten-
skap) og félagslækningar bama (socialpediatrik). NHV er einstakt menningammhverfí með starfsfólki og nemendum frá öllum
Norðurlöndum og með víðtækum alþjóða samböndum. Mörkin milli fræðigreinanna em sveigjanleg og samvinnumöguleikar góðir.
Síðan 1987 hefir háskólinn húsnæði í menningarbyggingum á fyrrverandi flotastöðinni Nya Varvet í Gautaborg, sem rúmar
bæði kennslu- og skrifstofur og híbýli fyrir nemendur sem sækja námskeið NHV.
NHV óskar nú nýrra vísindalegra samstarfsmanna í millistörf (forskarassistent/amanuensis) í eftirfarandi greinar:
# Farsóttarfræði og læknisfræðileg tölfræði
# Félagslæknisfræði (Samhállsmedicin)
# Heilsugæsla og sjúkradeildarstjórnun (Hálso- och sjukvárdsadministration)
Störfin í farsóttarfræði og læknisfræðilegri tölfræði þurfa að hefjast eins fljótt og hægt er. Ætlast er til að störfin við heilsugæslu
og sjúkradeildarstjórnun byrji 1. janúar 1990.
Ráðið er í störfin til 3ja ára með möguleika á framlengingu í önnur 3 ár. Launakjör em einstaklingsbundin og ákveðast í ráðn-
ingarsamningi. Auk þess er sérstök uppbót fyrir þá sem eru ekki Svíar.
Til að teljast hæfur er krafist venjulegrar menntunar til rannsóknastarfa (doktorspróf eða samsvarandi). Ef ekki er hægt að upp-
fylla þessa kröfu alveg verður lögð sérstök áhersla á reynslu í kennslu (einkum á framhaldsstigi) ásamt annarri hagnýtri reynslu
í stjórnun innan heilbrigðisgeirans.
NHV leggur mikla áherslu á norræna samsetningu vísindahópsins. Undir sérstökum kringumstæðum getur þó borgari annars
lands en Norðurlanda komið til greina.
Umsóknir skulu sendar til Nordiska hálsovárdshögskolan og eiga að hafa borist í síðasta lagi 15. janúar 1989 til Nordiska
hálsovárdshögskolan, Box 12133, 402 42 Göteborg.
Umsókninni á að fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af prófskírteinum og stutt greinargerð um vísindaleg og uppeldisfræði-
störf. Skýrsla um vísindastörf sem vitnað er til skal fylgja í tvíriti.
Nákvæm lýsing á hinum lausu stöðum fæst hjá NHV (sími 031-69 39 00). Frekari upplýsingar gefur professor Dag Thella (sími
031-69 39 48) eða professor Hans Wedel (sími 031-69 39 51) (farsóttarfræði og læknisfræðileg tölfræði, sími 031-69 39 48), prof-
essor Carl-Gunnar Eriksson (félagslæknisfræði, sími 031-69 39 47) og professor Mats Brommels (heilsugæsla og sjúkradeildarstjórn-
un, sími 031-69 39 25).