Morgunblaðið - 29.01.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 29.01.1989, Síða 9
ábyrgðargjafinn undanskilur sig ábyrgð á vissum göllum sem hann annars bæri ábyrgð á. í þriðja lagi undanskilur ábyrgðargjafi sig oft ábyrgð á ýmsu tjóni eða fjárútlátum sem gallinn getur haft í för með sér. Abyrgðin tekur t.d. ekki til kostnaðar við að flytja hlutinn til viðgerðarstaðar eða til tjóns sem hluturinn veldur á öðrum verðmæt- um. Dæmi um þetta gæti verið frystikista sem bilar. Ábyrgðin næði þá t.d. ekki til skemmda á matvælum sem í frystikistunni kunna að hafa verið geymd, né til kostnaðar við flutning frystikis- tunnar á verkstæði ef það reynist nauðsynlegt. Með þessu er hugsan- legt að takmarkaður hafi verið rétt- ur sem kaupandinn ella hefði skv. kauplögum eða almennum skaða- bótareglum. Helsta heimildin um réttarstöðu aðila í slíkum kaupum eru lög um lausafjárkaup nr. 39/1922, einkum 42.-54. gr. Því fer fjarri að þar sé hægt að fínna skýr og afdráttar- laus svör við hugsanlegum ágrein- ingi sem upp kann að koma í við- skiptum kaupanda og seljanda. Því er ekki alltaf ljóst hver staða aðila er lögum samkvæmt. í 29. gr. laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti nr. 56/1978 er að finna ákvæði þess efnis að aðeins megi gefa út yfirlýs- ingu um ábyrgð að hún veiti við- takanda betri rétt en hann hefur samkvæmt gildandi lögum. Þýðing þessa ákvæðis hefur nokkuð vafíst fyrir mönnum, einkum þegar þess er gætt að lögin um lausaijárkaup eru undanþæg, þ.e. aðilum er heim- ilt að semja sig undan ákvæðum þeirra. Spumingin er sú hvort það er ekki einmitt það sem gerist þeg- ar ábyrgðaryfírlýsing fylgir sölu- hlut. í ljósi þess hefur framangreint ákvæði verið talið harla lítils virði þegar á hólminn er komið. A.m.k. er hæpið hvort það dugir til að ýta til hliðar ákvæðum í ábyrgðarskír- teinum sem kunna að takmarka óhæfílega rétt sem kaupandinn hef- ur samkvæmt kauplögum. Væri þörf á að taka þetta ákvæði til endurskoðunar og kveða skýrar að orði. ORKUÞÖRF: Kjörþyngd x 24 = nauðsynleg- ur flöldi hitaeininga til að við- halda eðlilegum efnaskiptum. Dæmi: 60 kíló x 24 = 1440. Kona sem vegur sextíu kfló þarf u.þ.b. 1440 hitaeiningará dag til að viðhalda kjörþyngd sinni. fítna. Það er ekkert áhlaupaverk að losna við 10-20 kíló af fítu og besta vömin er að fitna aldrei um of.“ Setja má jafnaðarmerki á milli hálfs kílós af líkamsfitu og u.þ.b. 3500 hitaeininga: borði maður 500 hita- einingum minna en venjulega á dag í eina viku léttist maður um hálft kíló. Eins mun maður þyngjast um hálft kíló á viku borði maður 500 hitaeiningum meira á sama tíma. MORGUNBLAÐIÐ MAI\IÍ\ILÍFSSTRAUWIAR«lnnuÍ)agur2 9. JANÖAR' 1989 C: 9 JPETTT^ÆDl/Ættaveldi eba almenningseign? Ættimar í Eimskipafélaginu Hinn 17. janúar nk. varð Eim- skipafélag íslands 75 ára gam- alt en það var í upphafi kallað óska- bam þjóðarinnar og allir íslending- ar sem vettlingi gátu valdið eignuð- mmmmmmmmmm ust þar hlutabréf. Nokkrir einstakl- ingar og ættir munu þó hafa átt fleiri hlutabréf en aðrir og hefur það speglast í stjórn- um félagsins æ síðan. Árið 1913 var bráðabirgðastjóm kosin í hinu væntanlega skipafélagi og var Thor Jensen kaupmaður í Reykjavík kos- inn formaður hennar. Sennilega hafa Thor og böm hans keypt væn- an skerf af hlutabréfum. Þau hafa setið í stjómum félagsins síðan 1930 og tengdasonur. hans, Guð- mundur Vilhjálmsson, var forstjóri félagsins 1930—1962. Richard Thors, sonur Thors Jensens, var stjómarmaður 1930—1962 en þá tók sonur hans, Thor R. Thors, sætið. Hann lést 1986 og þá var Thor Ó. Thors, sonur Ólafs Thors, kosinn í stjómina. Thorsættin hefur einnig tengst með óbeinum hætti fleiri stjómarmönnum, m.a. í gegn- um ætt Péturs Thorsteinssonar á Bfldudal en afkomendur hans mægðust mjög Thorsurum og einn- ig Engeyjarætt. Ólafur Johnson stórkaupmaður, sem átti sæti í stjórninni 1914 til 1917, var t.d. tengdasonur Péturs á Bfldudal og Pétur Benediktsson sendiherra, bróðir Bjarna og föðurbróðir Bene- dikts stjómarmanna, sem getið er hér á eftir, var tengdasonur Ólafs Thors. Þá var Einar Baldvin Guð- mundsson, stjórnarformaður 1954—1974 tengdafaðir Ólafs B. Thors. Þegar stofnun Eimskipafélagsins var á döfínni árið 1912 tók Stúd- entafélag Reykjavíkur visst frum- kvæði og boðaði til borgarafundar um málið. Málshefjandi á þessum fundi var Benedikt Sveinsson al- þingismaður. Hann settist ekki sjálfur í stjórn en svili hans, Hall- dór Kr. Þorsteinsson skipstjóri og útgerðarmaður í Háteigi, sat í stjóminni samfellt frá 1916 til 1953. Þeir vom kvæntir systrunum Guðrúnu og Ragnhildi Pétursdætr- um frá Engey. Árið 1954 var svo Bjami Benediktsson ráðherra, son- ur Benedikts og Guðrúnar, kosinn í stjómina og sat hann til 1964. Síðan 1986 hefur Benedikt Sveins- son yngri, sonarsonur Benedikts alþingismanns, setið í stjóminni. Þessi fjölskylda hefur alla tíð tengst Sjóvá sterkum böndum en Sjóvá mun vera stærsti einstaki eignarað- ili Eimskipafélagsins. Einn af frumkvöðlum Eimskipa- félagsins í upphafí var Garðar Gíslason stórkaupmaður. Hann sat í bráðabirgðastjóminni og síðan í stjórn 1912-1914, 1920-1924 og 1926-1930. Síðan 1965 hefur tengdasonur hans, Halldór H. Jónsson arkitekt, átt sæti í stjórninni og verið stjómarformað- ur frá 1974. Hann og fjölskylda hans munu eiga hlutabréf að verð- mæti yfir 100 milljónir króna á markaðsverði. Bræðumir Pétur A. Ólafsson, kaupmaður á Patreksfírði, og Ragnar Ólafsson, kaupmaður á Akureyri vom meðal ríkustu at- hafnamanna landsins á fyrri hluta aldarinnar. Þeir áttu góðan hlut í Eimskipafélaginu. Pétur sat í stjóm þess 1919 til 1929 og var stjómar- formaður 1921 til 1924. Ekki mun ætt þeirra bræðra hafa átt fulltrúa í stjóminni aftur fyrr en Gunnar Ragnars forstjóri á Akureyri tók sæti í henni 1987. Hann er sonur Ólafs Ragnars kaupmanns sem var sonur Ragnars Ólafssonar. Alls munu 43 einstaklingar hafa setið í stjórn Eimskipafélagsins frá upphafí og er það ekki há tala á 75 ára ferli. Fleiri ættartengsl er hægt að rekja. Þannig áttu mágam- ir Eggert Claessen lögfræðingur og Jón Þorláksson verkfræðingur báðir mikinn þátt í stofnun félagsins. Eggert sat í stjórninni 1914 til 1950 og var stjómarformaður 1926 til 1950. Jón, mágur hans, sat í stjórninni 1914 til 1930. Þá má geta þess að Ingvar Vil- hjálmsson útgerðarmaður sat í stjórn 1967 til 1984. Þegar hann hætti tók Jón Ingvarsson, sonur hans, við og hefur setið síðan. Ein- ar Baldvin Guðmundsson lögfræð- ingur sat í stjóm félagsins 1950 til 1974 og var stjórnarformaður 1954 til 1974. Þegar hann dó tók Axel lögfræðingur, sonur hans, sætið og var í stjórninni til 1986. Vestur-íslendingar áttu mikinn þátt í stjóm Eimskipafélagsins og tvo fulltrúa í henni allt frá 1916 til 1976. Þar gengu stjómarsætin einnig í ættir. Ami Eggertsson, fasteignasali í Winnipeg, átti sæti í stjóminni frá 1916. Þegar hann dó 1942 tók Ámi Eggertsson yngri, sonur hans, við. Annar sonur hans, Grettir Eggertsson, var kosinn í stjórnina 1954 og sat þar til 1976 og hinn þriðji, Sigurður Hjalti Egg- ertsson, settist í hana við lát Áma bróðursíns 1969 ogsatþartil 1976. Bæta má við að sá af núverandi stjórnarmönnum sem lengst hefur setið í stjóm er Pétur Sigurðsson skipherra, sonur fyrsta skipstjóra félagsins, Sigurðar Péturssonar á Gullfossi. Hann hefur setið frá 1953. Hér hefur verið tæpt á ættar- tengslum í stjóm eins stærsta hluta- félags íslendinga og ljóst er að eign- arhald ætta og fyrirtækja á hluta- bréfum hefur ráðið miklu um kjör stjómarmanna. Hinu má svo velta fyrir sér hvort það hefur orðið félag- inu til góðs eða trafala. eftir Guðjón Frióriksson Endorfín í stað ábótar Mörgum reynist auðveldara að létt- ast með því að borða stóra skammta af hitaeiningasnauðri fæðu og færri skammta af hitaeiningaríkri fæðu. Þetta ættu þair að hugleiða sem hyggjast ná af sér bumbunni. Og eftirfarandi atriði jafnframt: • Borðaðu nákvæmlega helmingi minna af öllu en þú gerir núna. Þú verður samt að gæta þess að fá öll nauðsynleg efni; fyrst og fremst ber að skera niður ábót og svokafl- aðar „tómar hitaeiningar" sem enga næringu veita. •Gerðu áætlun fyrir hvem dag með aðstoð hitaeiningatöflu. • Skipuleggðu mataræðið með hliðsjón af einhvers konar líkams- rækt. Ekki er ósennilegt að þriðji mögu- leikinn sé árangursríkastur. Sumir sérfræðingar halda því fram að hægt sé að léttast með því að fylgja ákveðnum megrunarkúr einvörð- ungu, aðrir telja að besta leiðin til að léttast sé að innbyrða færri hita- einingar og halda sér í góðri líkams- þjálfun með reglulegri líkamsrækt af einhverjum toga. Þar við bætist að rannsóknir á tengslum líkamsræktar og heil- brigðis hafa sýnt að sérhver klukku- stund af líkamsþjálfun sé líklega til að lengja ævina um þijár klukku- stundir. Ljóst er að líkamsþjálfun minnkar líkurnar á ótímabærum dauðsföllum vegna hjarta- og æða- sjúkdóma. Einnig dregur hún úr skaðvænlegum áhrifum tóbaks- reykinga og stuðlar að lækkun blóð- þiýstings. Síðast en ekki síst eykur líkams- þjálfun framleiðslu endorfíns. Það er náttúrulegt efni sem myndast einkum í heila. Efnið deyfir sárs- auka en hefur einnig áhrif á hug- ann og tilfmningarnar. Það dregur úr kvíða, eykur árvekni oggleði og veitir góða slökun. Læknastofa Hef flutt læknastofu mína á 6. hæð í Domus Medica. Nýr sími 19907. Stofutími verður óbreyttur á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Gunnar Valtýsson, sérgrein: Lyflækningar-hormóna- og efnaskiptasjúkdómar. TILBOÐ ÓSKAST i Ford Bronco „Eddie Bauer“ 4x4 árgerð ’87 (ekinn 10 þús. mílur), Jeep CJ-7 Renegade 4x4 tjónabifreið, árgerð ’85, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýnd- ar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 31. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.