Morgunblaðið - 29.01.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.01.1989, Qupperneq 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 'lff 1989 EG BYST YIÐ, AÐÉGSÉFREKAR ÖRGEÐJA í TRttiKDl/SJÖFNSIGURBJÖRNSDÓTTIR eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur ÞAÐ HEFUR oft gustað um Sjöfn Sigurbjörns- dóttur. Þegar hún sat í borgarstjórn meðan svokallaður vinstri meirihluti var við stjórn- völinn í fjögur ár fékk hún stöðugar gusur ef 6g man rétt. Oft var hún vænd um að gera sér dælla við þáverandi minnihluta í staðinn fyrir að standa með sínu fólki. í fyrra var hún skipaður skólastjóri Ölduselsskóla í Brelð- holti og þá ætlaði allt um koll að keyra. Það var sagt að yflrkennari skólans hefði átt meiri rétt til stöðunnar. Misbeiting pólitísks valds hefði ráðið ferðinni. Það tóku eiginlega allir til máls og tjáðu skoðanir sínar. Nema Sjöfn, óg minnist ekki að hafa heyrt hvað henni fannst. Eftir að hún tók svo við starfinu rigndl inn mótmælabréfum og samþykktum úr öllum áttum, elnkum þó frá kennurum skól- ans. Óneitanlega var einhver ólykt af við- brögðum fólksins. Með fullri virðingu fyrir yf irkennaranum. Svo fór að foreldrum barn- anna þótti nóg komið. Þessi ókyrrð virtist bitna harkalegast á nemendunum. Það er áreiðanlega jákvætt að sumu leyti að vera jafn umdeildur og Sjöfn hefur verið. En það gæti líka verið þreytandi og jaf nvel hund- leiðinlegt til lengdar. Nú hefur verið samið vopnahlé. Það er verið að kanna mállð. Sjöfn hefur haldið sínu striki. Mér finnst tll fyrir- myndar að fólk geri það. Því fékk óg hana til að rabba við mig eina morgunstund. Ekki um rifrildismál í Ölduselsskóla, bara svona um daginn og veginn og hitt og þetta. Hún sýndi mér skólann og svo færði ráðskonan okkur kaffi og meðlæti Inn á skrifstofuna. Sjöfn virt- ist í ágætu formi, glaðleg og afslöppuð. Ég hafði sagt óg ætlaðl ekki að tala um rifrildis- málin. Samt gat ég ekki stillt mig. Sagði: Það er ekki kyrrðin í kringum þig. Ekki vil ég mót- mælaþví, segir hún og er bara létt ímáli. Éghef hins vegar ekki tekið það eins nærri mér eins og margir halda, enda hertist ég tals- vert á meðan ég tók þátt í stjórnmálum af fullum krafti, en stjómmálamenn sem taka afstöðu og fylgja sannfæringu sinni verða gjaman fyrir aðkasti og gagnrýni. Það er líklega oft- ar fjölskyldan sem líður fyrir óhróður í fjölmiðlum. Strák- amir okkar þrír era nú orðn- ir fullorðnir og harðir af sér, en á meðan þeir vom yngri og ég sat í borgarstjóm áttu þeir oft erfiðar stundir og urðu fyrir aðkasti úr ótrú- legustu áttum. Égtók það mjög nærri mér og var sann- ast sagna um tíma að hugsa um að segja mig úr borgar- stjórn, sem var nú Iíklega það sem vonast var eftir. Ég hef hins vegar að öllu öðm leyti hreina samvisku vegna þátttöku minnar í sljóm- málum, enda hef ég alltaf reynt að vinna vel og frekar fylgt minni eigin sannfær- ingu en einhverri flokkslínu. Og því rekist illa í flokki, sérstaklega fyrstu árin. Hún horfir á mig hugsi og heldur áfram: Ég býst við að það megi segja að ég sé frekar ör- geðja. Það segir maðurinn minn að minnsta kosti og fyrr á áram var ég sjálfsagt nokkuð fljótfær. Mér hefur þó lærst með ámnum, að kapp er best með forsjá. Þú kepptir í sundi hér áður fyrr. Varstu góð? Hún hlærvið. Ég var ágæt um tíma og á heilmikið af medaiíum. Foreldrar okkar systkina áttu sumarbústað í Hvera- gerði en þar var og er góð sundlaug. Fjölskyldan var í Hveragerði allt sumarið en faðir okkar, sem hafði sitt starf í Reykjavík, keyrði á milli kvölds og morgna. Ekki var óalgengt að við fæmm í laugina tvisvar og jafnvel þrisvar á dag. Það kom svo af sjálfu sér að ég gekk í sunddeild Ármanns og fór að stunda æfingar af krafti og með keppni í huga. Ég lagði einkum stund á skrið- sund og síðar baksund og tók þátt í öllum mótum í ein þijú ár. Byijaði þegar ég var tólf ára. Kolbrún heitin Ólafs- dóttir var á þessum ámm besta skriðsundkona lands- ins. Systkini mín, Guðjón og Sigríður, tóku einnig þátt í sundmótum á þessum ámm og með ágætum árangri. Ég hef alla tíð haft mikið yndi af íþróttum og mér finnst mikilvægt að böm og ungl- ingar stundi þær. Hér í Öldu- selsskóla hafa nemendur mikinn áhuga á íþróttum og hafa unnið til margra verð- launa. Ölduselsskóli sigraði til dæmis sl. haust í knatt- spymukeppni gmnnskól- anna í Reykjavík og skólinn er kominn í undanúrslit í inn- anhússknattspymukeppni grannskóla. Svo var það mikið ánægjuefni að ný og glæsileg sundlaug var tekin í notkun við skólann og á vafalaust eftir að verða til gagns og gleði. Það em prýðilegir sundmenn í skól- anum sem fá nú aðstöðu til æfinga, svo sem heimsmeist- arinn í 100 m baksundi á Heimsleikum fatlaðra í Seoul. Annars hafði ég nú ekki síður áhuga á skák en sundi á mínum yngri ámm. Já? segi ég. Og teflir þú eða ertu áhorfandi? Ég býst við að áhugi hafi vaknað þegar Guðjón bróðir minn varð sessunautur Frið- riks Ólafssonar í skóla og allt snerist um skák. Við tefldum mikið, en ég var nú aldrei efni í meistara á því sviði. Hafði samt mjög gam- an af skák og þegar strák- amir okkar vom yngri var mikið teflt við þá. Svo fóm þeir fram úr mér og þá minnkaði áhugi þeirra á að tefla við mig og áhugi minn á að tefla við þá. Ég fylgist líka alltaf með því sem er að gerast í skákheiminum, þar sem við eigum mikla snillinga með Jóhann Hjart- arson í broddi fylkingar. Af hveiju ertu norðan- stúdent? Ég hugsa það hafi verið einhver ævintýralöngun. Ég hafði lesið margar þýddar unglingasögur sem fjölluðu um alls konar ævintýri í heimavistarskólum! Mig langaði því til að komast í heimavist. Það hlyti að vera svo skemmtilegt. Ogþetta var látið eftir mér. Eg varð ekki fyrir vonbrigðum með vemna í MA á heimavistinni þar. Árin vora stórskemmti- leg og ég eignaðist marga af mínum bestu vinum. Bekkurinn minn hefur alltaf haldið vel saman gegnum árin. Kannski meðal annars vegna þess að fjórir bekkjar- bræður okkar fómst í flug- slysi skömmu eftir stúdents- próf; ég held að sorgin vegna þessa missis hafi þjappað okkur saman. í þessum ár- gangi var auðvitað valið lið, nú em líklega þekktastir þeir séra Heimir Steinsson á Þingvöllum og Páll Péturs- son alþingismaðurog Jónat- an Sveinsson. Eftir stúdentspróf var ég við nám og störf í Banda- ríkjunum tæp fjögur ár. Eft- ir að ég kom heim vann ég í tvö ár hjá Menningarstofn- un Bandaríkjanna og síðan sneri ég mér að kennslu. Mér hefur alltaf þótt afar gaman að kenna. Það er þroskandi og skemmtilegt starf. Ég byijaði í Hagaskóla, síðar í Vogaskóla og Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti þegar hann tók til starfa 1975. Mér hefur alltaf fundist gaman að vinna með ungu fólki, það er opið fólk og jákvætt í við- kynningu. Krakkar og ungl- ingar nú em ófeimnari en áður var, einatt fullorðins- legri í tali, eiga mun auðveld- ara með að tjá sig um per- sónuleg vandamál sem oft koma upp í leik og í skóla. Vegna útivinnu foreldra fínnst mér þó áhyggjuefni hvað krakkar horfa mikið og eftirlitslaust á alls konar efni í sjónvarpi og líka á mynd- bönd, meðan foreldramir em ekki heima. Það væri ekki vanþörf á strangara eftirliti á myndbandaleigunum. Stundum skortir á að full- orðna fólkið taki krakkana nægilega alvarlega og sinni þeim eins og vert væri. Krakkar kunna vel að meta það ef þau finna að fullorðna fólkið virðir það sem þau em að velta fyrir sér og það sem þau em að gera. Þau sjá í gegnum það eins og skot ef er verið að spila með þau. Að vera hreinn og beinn í skiptum við þau er lóðið. Það held ég að minnsta kosti. Og sama gildir auðvitað um samskipti við fullorðna. Manstu hvenær þú hélst fyrst tölu og um hvað hún var? Ég var í fjórða bekk í MA. Hafði framsögu um jafnrétt- is- og kvenréttindamál. Ég var skjálfandi af hræðslu og mér fannst ég gleyma öllu því sniðuga og hnyttilega sem ég hafði ætlað að segja, þótt ég myndi það allt á eft- ir. í þessu sambandi man ég hvað ég varð hissa þegar ég hitti fyrir nokkmm ámm þáverandi forseta borgar- stjómar í Ósló. Ég hlýddi á hann flytja ræður og allar með miklum taugatitringi. Ég hugsaði með mér að það væri ekki skrítið þótt mér væri stundum órótt fyrst svona kall kæmist ekki yfír kvíðann við að standa upp LAUN Launaforritið frá Rafreikni LAUN hentar fyrir alla almenna launaútreikninga. Það þarf aðeins að slá inn lág- marksupplýsingar, LAUN sér um allt annað. Rúmlega 20.000 íslendingar fá greidd laun sem unnin eru í for- ritinu LAUN enda er það mest notaða launaforritið á Islandi. Athugið að LAUN sér algjörlega um allt sem snýr að staðgreiðslu skatta. LAUN fæst í næstu tölvuverslun. Einar J. Skúlason hf. Símar 91-681011 & 686933 Nýkomin gullfalleg silkiblóm Alparósir, bóndarósir, gladiólur, animóníur, túlípanar, riddaraspori og margt fleira. Nýborg?#^4**^ Laugavegi 91, sími 18400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.