Morgunblaðið - 29.01.1989, Side 15

Morgunblaðið - 29.01.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 C 15 Konur eru yfirleitt ekki síðri í ábyrgðarstörfum en kariar, samviskusamar og réttsýnar. Karlmenn styðja konumar stundum betur en kynsystur þeirra, hvað sem því nú veldur. Eins o g nú er geta konur með lítil börn varla tekið þátt í pólitísku starfí nema með óheyrilegri skipulagningu. og tala frammi fyrir hópi manna. Hefurðu alltaf verið krati? Já, ég býst við því að innst inni hafí ég alltaf verið jafn- aðarmaður, eins og móðir mín á undan mér. Jafnaðar- stefnan og það sem hún boð- aði höfðaði mest til mín. Því er Alþýðuflokkurinn og verð- ur minn flokkur. Ég varð annar borgarfulltrúi flokks- ins 1978 til 1982, þegar vinstri flokkamir fengu meirihluta, en A-flokkamir unnu mikinn sigur undir kjörorðinu „samningana í gildi“. Það var framkölluð mikil bylgja sem kaffærði meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins. Ég kynnti mér vandlega reglugerð um ábyrgð og skyldur borgarfulltrúa og komst um raun að um leið leið og dymar lokuðust á eftir mér inn í borgarstjóm bæri mér að vinna eftir bestu getu að bættum hag allra borgarbúa. Án tillits til flokkslegra sjónarmiða. Ég reyndi að fylgja þessari stefnu, vega og meta hvert mál með hagsmuni heildar- innar í Jiuga. Ég flutti oft sjálfstæðar tillögur sem ég hugði að myndu verða til góðs, studdi tillögur frá minnihlutanum ef mér fannstþærgóðar. Sam- starfsmönnum í meirihlutan- um mislíkaði þetta, en minni- hluti sjálfstæðismanna lét sér vel líka. Gekk ef til vill dálítið á lagið til að fram- kalla glundroða. Ég fékk hins vegar flestar mínar til- lögur í gegn. Mér fannst mjög áhugavert aðvinna að borgarmálefnum. Égvasað- ist í ýmsu og fannst flest spennandi. Eg var formaður Æskulýðsráðs og þegar ég tók við sem formaður stjórn- ar Kjarvalsstaða ríkti þar hálfgert vandræðaástand sem tókst þó að leiða farsæl- lega til lykta. Ég átti ágæta samvinnu við þau hin í stjórninni, Davíð Oddsson og Guðrúnu Helgadóttur. þessum tíma, heldur Sjöfn áfram, voru flestir toppamir hjá Reykjavíkurborg karl- kyns. Ég vildi bæta hlut kvenna. Ég beitti mér fyrir að Þóra Kristjánsdóttir var ráðin listráðunautur Kjar- valsstaða og átti þátt í að Guðrún Jónsdóttir varð for- stöðumaður Borgarskipu- lagsins. Hugsa sértil dæmis að þegar ég tók við sem aðal- maður í Borgarráði var ég önnur konan sem var aðal- fulltrúi. Hin var Auður Auð- uns. Aðeins meira um Kjarv- alsstaði. Ástandið var erfítt en við brydd uðum upp á nýjungum og vildum glæða húsið lífí, gera það að þeirri listamiðstöð borgarinnar * sem sæmdi. Hafa aðlaðandi kaffístofu, selja þar bækur og póstkort, flytja tónlist meira inn í húsið, svo að eg nefni eitthvað. Þetta gekk á margálund en mér finnst svo hafa dregið úrþessu aftur, Morgunblaðið/Bjami það er einhvem veginn ósköp mikil lognmolla yfír starfínu hvað sem því ræður. Ég hafði lengi haft áhuga á myndlist sem má rekja til Hveragerð- isdvalarinnar, því að ekki var eingöngu buslað í sundlaug- inni. Fjöldi listamanna bjó í Hveragerði þá og mörgum kynntist ég allvel og það skildi eftir sín hollu áhrif. Ég nefni Gunnlaug Schev- ing, sem var sérlega bam- góður og gaf sér góðan tíma til að spjalla við okkur um myndlist og fleira. Ég man eftir fleiri listamönnum, eins ogRíkarði Jónssyni, Kristni Péturssyni, Kristjáni frá E)júpalæk, Jóhannesi úr Kötlum að Kristmanni ógleymdum. Hann bjó rétt hjá okkur. Kristmann talaði við okkur eins og fullorðið fólk, sagði okkur frá fram- andi löndum, sýndi okkur plöntumar sínar og leið- beindi um þær. Eftir á að hyggja er merkilegt hvað þessir menn gáfu sér mikinn tíma til að sinna okkur, krakkagrislingunum. En nefnum borgarmálin aftur, mér fannst þetta skemmti- legur tími og gott að vinna með starfsmönnum borgar- innar. Borgarfulltrúi verður að setja sig inn í óteljandi atriði og þá er nauðsynlegt að hafa gott samstarf við embættis- menn borgarinnar og mér fannst þeir vinna heilshugar með okkur. Hvemig stjóm- arandstaðan í borgarstjórn var? Ég held að þeir hafí yfírleitt reynt að vera mál- efnalegir. Þeir studdu oft mínar tillögur og ég hikaði ekki við að greiða atkvæði með þeirra ef ég var sann- færð um að þær væra til bóta. Fyrir þetta varð ég fyrir miklu aðkasti, eins og ég minntist á. Það var ýmis- legt í málflutningi mínum sem ekki féll í kramið og stundum fékk ég bágt fyrir. Ég hef kannski ekki rekist nógu vel í meirihlutanum. Þjóðviljinn sakaði mig auð- vitað um dekur og daður við íhaldið, en það var ranglátt. Ég hafði það eitt í huga að fylgja góðum málum. Og það braut í bága við skynsemi mína að ætla að halda því fram að aldrei gætu komið góð mál frá stjómarandstöð- unni. En ég var bara glæný í pólitík. Og hafði allar þess- ar hugsjónir um hvemig ég ætti að vinna. Það getur vel verið ég hafí farið of geyst í sumum málum. En ég hef alltaf haft trú á j>ví sem ég hef talað fyrir. Eg hefði aldr- ei flutt mál eða tillögu sem ég hefði ekki einlæglega trú- að á. Það era hreinar línur með það. Sástu þá í Davíð Oddssyni þann áhrifamann sem hann hefur orðið síðan? Hún hallar undir flatt og brosir. Já, ég held það. Hann var alltaf ákveðinn og einbeittur (og vildi láta hlutina ganga og rak á eftir, var fljótur að taka ákvarðanir og hann hafði ótvíræða foringjahæfi- leika. Hvemig okkur samdi? Yfírleitt vel, ég held að við höfum oftast deilt út frá málefnaágreiningi, en ekki vegna persónulegs pirrings. Mér samdi yfirleitt vel við alla borgarfulltrúana. Það fór hins vegar í taugarnar á tveimur, þremur allaböllum. Fjölmiðlamir gerðu sér góð- an mat úr lítilmótlegustu misklíðarefnum. Ertu stressuð manneslqa? Hún lítur spyijandi á mig. Finnst þér ég virka stress- uð? Það fylgir þessu starfi, að það er hreyfíng og um- svif, oft þarf að fara á fundi, verkefnin era ótalmörg og flest spennandi við að glíma. Stundum dembist alltof mik- ið á einn og sama daginn, það þekkja sjálfsagt allir. Og þá getur ekki hjá því farið að það stressi mann. En svona almennt, nei, ég er yfirleitt róleg ef eitthvað kemur uppá — svona hálf- gerðar katastrófur. En mað- ur tekur þetta út hver á sinn hátt. Hvað þykir þér skemmti- legt? Mér fínnst húsmóðurstörf skemmtileg, en hjá okkur hjónunum hefur alltaf verið sjálfsögð verkaskipting á heimilinu og eiginlega ekki þótt í frásögur færandi. Við föram oft á skíði, við eram mikið útivistarfólk. Það má vera vitlaust veður til að við bregðum okkur ekki í göngu- ferð daglega. Svo sjáum við flestar sýningar í Þjóðleik- húsinu. Ferðumst erlendis á sumrin. Útivist og sund era þó í mestu uppáhaldi. Nú, ég hafði sem sagt gaman af að teikna í gamla daga, kannski sný ég mér að því aftur á elliheimilnu. Þegar ég var krakki skrifaði ég sögur og leikrit, svo hætti ég því, en mikið var það gaman. Þú minntist á að auka veg kvenna í stjómunarstörfum. Hvemig fínnst þér það hafa gengið? Ekki nógu vel. Konur era yfirleitt ekki síðri í ábyrgðar- störfum en karlar, samvisku- samar og réttsýnar. Karl- menn styðja konumar stund- um betur en kynsystur þeirra, hvað sem því nú veld- ur. Eins og nú er geta konur með lítil böm varla tekið þátt í pólitísku starfí nema með óheyrilegri skipulagn- ingu. Ekki minnist ég þess að karlmaður í pólitík fengi spumingu um hver passaði bömin meðan hann væri í stjómmálastússinu. En kon- ur í pólitík era alltaf spurðar og við vitum vel að dagvist- arheimilin koma ekki að gagni þegar þarf að ijúka á fundi út og suður á kvöldin eða um helgar. Ég hef þá trú að núna þegar ráðamenn horfast í augu við fóstra- skort og hækkandi rekstrar- kostnað dagvistarstofnana verði farið inn á þá braut sem ýmis samtök hafa verið að biðja um lengi; að konur fái val um hvort þær verði heima með böm sín ung gegn greiðslu eða fái pláss fyrir þau. Annars fínnst mér líka að konur með lítil böm ættu að fá að vera í hlutastarfí á fullum launum. Nei, ég hafði aldrei áhuga áþingmennsku. Borgar- stjórn var góð lífsreynsla, en mér fannst ekki eftirsóknar- vert að gera pólitíkina að ævistarfi. Ég tek kennsluna framyfir. HIOKI MÆLIPENNINN Léttur og nettur, vegur aöeins 60 gr. Mælisviö: 0-500V DC/AC 0-ooViðnám - Díóðuprófun Geymir aflestur Eigum f lestar gerðir mæla s.s. Einangrunarmæla A-V-Ohm-mæla NÝSENDING A-tangir Hitastigsmæla ■ Fasfylgdarsjár Kynntu þér I vJ I HF. Símar 685854, 685855. ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ SKJÁLFA ÞÓTT HANN BLÁSI KÖLDU Allir hita- og kæliblásaramir eru gæðaprófaðir af sérfræðingi Blikksmiðjunnar f hita- og kælitækni. Hita- og kæliblásararnir frá Blikksmiðjunni eru löngu landsþekktir fyrir gæði og afköst. Þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir íslenskt vatn sem tryggir þeim hámarks endingu. Ef þú þarft að hita eða kæla bílskúrinn, tölvuherbergið, verkstæðið, vinnusalinn, húsbygginguna eða kæliklefann þá höfum við lausnina. Hafðu samband og við veitum fúslega allar nánari upplýsingar um verð og tæknileg atriði BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVlK S(MI 685699 ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.