Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 25. tbl. 77. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 31. JANIJAR 1989______________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Svartur dagur í sðgu Berlínar - segir leiðtogijafnaðarmanna eftir sigur öfgafiillra þjóðernissinna Vestur-Berlín. Reuter. ÓVÆNTUR kosningasigur hins öfgasinnaða repúblikanaflokks felldi samsteypustjóm Kristilegra demókrata og Fijálsra demókrata í Vest- ur-Berlín á sunnudag. Repúblikanar fengu 7,5% atkvæða og komu mönnum á vestur-þýskt fylkisþing i fyrsta skipti frá stofhun flokksins fyrir sex árum. Formenn þeirra flokka, sem fulltrúa eiga á Sambands- þinginu í Bonn, hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna úrslitanna en repúblikanar höfða einkum til útlendingahaturs hjá kjósendum. Kristilegir demókratar undir for- ystu borgarstjórans Eberhards Diepgens töpuðu nærri tíunda hveiju atkvæði og fengu 37% atkvæða. Fijálsir demókratar sem verið höfðu í fýlkisstjóm með Kristilegum demó- krötum duttu út af þingj vegna regl- unnar um að flokkur verði að fá 5% atkvæða hið minnsta til að koma manni á þing. Jafnaðarmenn unnu talsvert á, fengu 37% atkvæða nú en 32,4% árið 1985 þegar síðast var kosið til fylkisþingsins í Vestur- Berlín. Walter Momper, leiðtogi jafn- aðarmanna í V-Berlín, sagði að upp- gangur repúblikana skyggði á allt annað og sunnudagurinn væri svart- ur dagur í sögu borgarinnar. Um- hverfisvemdarsinnar (Altemative Liste) bættu við sig og fengu 12% atkvæða. Kjörsókn var sú minnsta frá stríðslokum. „Þetta er bitur ósigur," sagði Helmut Kohl kanslari og formaður Kristilegra demókrata um úrslitin í Vestur-Berlín. Hann hvatti hina hefðbundnu flokka til að beijast gegn uppgangi öfgaflokka og nefndi bæði repúblikana og umhverfis- vemdarsinna í því sambandi. Kohl hafnaði algerlega tillögum frá Kristilega sambandsflokknum, syst- urflokknum í Bæjaralandi, um að flokkamir tveir tækju upp öflugri þjóðemisstefnu til þess að fá kjós- endur til hægri aftur til sín. Þúsundir manna fóru í mótmæla- göngu eftir Kurfiirstendamm, aðal- götu Vestur-Berlínar, í gær líkt og kvöldið áður og hrópuðu „nasistana burt“. Á einum borða stóð „Hofum við ekkert lært?“ þar sem vísað var til þess að í gær voru 56 ár síðan nasistar komust til valda í Þýska- landi. Sjá „Stoltv „Aróðurinn minnir á ..." á bls. 20. Eldflaugastöð lokað Reuter Liðþjálfi í bandaríska hernum fyrir framan dyrnar á byrgi fyrir stýriflaugar í Molesworth-eld- flaugastöðinni í Englandi. 18 flaugar voru í neðanjarðarbyrgjum stöðvarinnar en þær voru fluttar frá Englandi til Bandaríkjanna á siðastliðnu ári í samræmi við ákvæði samnings risaveldanna um eyðingu meðaldrægra kjarnaflauga. í gær var stöðin formlega lögð niður og innan þriggja ára verða flaugar í Greenham Common-stöðinni, sem mikill styrr stóð um, fluttar á brott. George Younger, landvarnaráðherra Bretlands, sagði í gær að samningurinn um eyðingu flauganna hefði náðst vegna samstöðu og styrks ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Varsjárbandalagið birtir samanburð á herstyrk austurs og vesturs í Evrópu: Flotastyrkur og herafli á landi lagður að jöfnu Tölurnar ekki lagðar til grundvallar 1 væntanlegum afvopnunarviðræðum Brussel, London. Reuter. PRA VDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, bird á Sovésk sprengjuþota af gerðinni „Backfire“. Sovétmenn efla Norðurflotann: „Backfire“-sprengju- þotur á Kóla-skaga UM 20 sovéskar sprengjuflugvélar af gerðinni „Backfire" hafa verið staðsettar á Kóla-skaga til að treysta enn frekar styrk Norður- flota Sovétmanna. Frá þessu er greint i nýjasta hefti herfiræði- tímaritsins Jane’s Defence Weekly og vitnað tíl skýrslu norsku her- stjórnarinnar. Fiugvélar þessarar gerðar geta m.a. borið stýriflaug- ar með kjamorkuhleðslum. Fram til þessa hafa sprengju- flugvélar af „Backfire“-gerð ein- göngu heyrt undir flugstjóm Eystrasaltsflotans þó svo þær hafi á stundum verið sendar langt út á Noregshaf frá flugvöllum á Kóla- skaga. Fyrr í þessum mánuði greindi Jane's Defence Weekly frá því að ný herskip hefðu verið færð undir Norðurflotann og segir í greininni að staðsetning „Back- fire“-þotnanna á Kóla-skaga stað- festi enn frekar að Sovétmenn vinni að því að efla herstyrk sinn á norð- urslóðum. „Backfire“-sprengjuþotur geta borið tvær stýriflaugar af svo- nefndri „Kitchen“-gerð, sem draga 300 - 400 kflómetra með 350 kfló- tonna kjamaoddi. sunnudag samanburð á herstyrk Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins i Evrópu. Þessara upplýsinga hefur lengi verið beðið en i byrjun marsmán- aðar heQast i Vínarborg viðræður um jafevægi og niðurskurð hefð- bundins herafla bandalaganna tveggja frá Atlantshafi til Úral- (jalla. Málgagnið birti einnig yfir- lýsingu varnarmálaráðherra að- ildarríkja Varsjárbandalagsins þar sem sagði að tölur þessar yrðu ekki lagðar til grundvallar i við- ræðunum af hálfu bandalagsins. Vestrænir sérfræðingar lýstu i gær yfir vonbrigðum sinum sök- um þessa en kváðust telja það fagnaðarefiii að upplýsingamar skyldu hafia verið birtar enda þótt sú fullyrðing að almennt rikti jafnvægi á þessu sviði i Evrópu fengi ekki staðist. Upplýsingamar sem birtar vora á sunnudag em í litlu samræmi við samanburð á herstyrknum í Evrópu, sem gerður var opinber f höfuðstöðv- um NATO í Brussel í nóvember sl. Niðurstaða þeirra var í stuttu máli sú að Varsjárbandalagið nyti yfir- burða á öllum sviðúm hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu. Vestrænir sér- fræðingar sögðu í gær að svo virtist sem sérfræðingar Varsjárbandalags- ins beittu öðmm skilgreiningum og talningarreglum í samanburði sinum og enn væri mörgum mikilvægum spumingum um styrk heraflans í Austur-Evrópu ósvarað. Ákveðið hefur verið að ekki verði rætt um flotastyrk í Vínarviðræðun- um en engu að síður er þetta atriði borið saman í skýrslu Varsjárbanda- lagsins og er niðurstaðan sú að NATO njóti mikilla yfirburða á þessu sviði. í yfirlýsingu vamarmálaráð- herra Varsjárbandalagsins sagði að á þennan hátt vildu þeir bera herafl- ann saman „í víðtækara samhengi". Vestrænir sérfræðingar sögðu þessa afstöðu áhyggjuefni og bentu auk þess á að greinilega yiði erfitt að samræma skilgreiningar á hinum ýmsu vopnakerfum. Þannig segði í skýrslunni sem birt var í Prövdu að Varsjárbandalagið réði yfir 59.470 skriðdrekum en NATO 30.690. Sam- kvæmt tölum NATO réðu aðildarríki þess yfir 16.424 drekumgegn 51.500 í eigu Varsjárbandalagsins. Virtist svo sem léttir skriðdrekar væm tald- ir með en þeirra væri ekki getið í tölum NATO. Samkvæmt skýrslu ráðherranna ræður Varsjárbandalagið m.a. yfír fleiri skriðdrekum, stórskotaliðs- byssum, skotpöllum fyrir eldflaugar og vígvallarvopn, brynvögnum og liðsflutningavögnum. NATO er hins vegar sagt njóta yfirburða hvað varð- ar flotastyrk, þyrlur og árásarflug- vélar. Mannafli er sagður svipaður. Vestrænir embættismenn sögðu í gær að sú fullyrðing að jöfnuður ríkti með bandalögunum tveimur fengi ekki staðist og gæti orðið til þess að torvelda væntanlegar viðræður. Virtist svo sem Austur-Evrópuríkin teldu unnt að bera saman flotastyrk og herafla á landi sem væri í ósam- ræmi við erindisbréf Vínarviðræðn- anna. Sjá einnig á bls. 20: „Nauðsyn- legt að endurnýja ..." Mál Olivers Norths: Reagan kallaður fyrir? Washington. Reuter. DÓMARI í vopnasölumálinu úrskurðaði i gær að svo gæti farið að Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, yrði látinn bera vitni í máli ákæruvaldsins gegn Oliver North ofursta, sem áður var einn af ráðgjöfum Reagans. Jafiiframt úrskurðaði hann að George Bush forseti yrði ekki kallaður fyrir. Réttarhöldin hefjast í dag. í úr- skurðinum sagði að North hefði mistekist að sýna fram á að Bush „réði yfir nokkurri vitneskju sem máli skipti [varðandi málið gegn North] og gert gæti vitnisburð hans nauðsynlegan eða viðeigandi." Á hinn bóginn neitaði dómarinn að vísa mögulegri kvaðningu Reagans á bug. Það var North sem krafðist þess að Reagan og Bush yrðu látnir bera vitni. Var markmið hans að sanna að æðstu yfirmenn hefðu samþykkt gerðir hans í vopnasölu- málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.