Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Landsbankinn:
Hækkun
, vaxta 2%
BANKARÁÐ Landsbankans hef-
ur samþykkt að hækka vexti um
l*/2% til 2% frá og með 1. febrú-
ar.
Vextir á kjörbókum hækka úr
11,25% í 13,5% og á almennum
sparisjóðsbókum úr 6% í 8%. Þá
hækka víxilvextir úr 12% í 14% frá
sama tíma.
Að sögn Baldvins Tryggvasonar
sparisjóðsstjóra í Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis, munu
sparisjóðimir að öllum líkindum
ekki hækka sína vexti að þessu
sinni.
Nýju bíinúmerin:
Málningin
skófst af
plötunum
Bifreiðaskoðun íslands hefur
afturkallað tíu af nýju bílnúm-
eraplötunum þar sem málningin
á þeim skófst af í þvotti. Karl
Ragnars forstjóri Bifreiðaskoð-
unar íslands segir að röng
málning hafi verið notuð vegna
mistaka í þessum 10 tOfellum.
„Sú málning sem notuð hefur
verið er viðurkennd í Evrópu og
hún á að duga. Við munum hins-
vegar breyta til nú á næstunni og
nota plastfílmu til að setja númer-
In á plötumar," segir Karl Ragn-
ars. „Þetta er gert því í Evrópu
hefur komið fram að málningin fer
að flagna af plötunum eftir 10 ár
eða svo. Plastfilman dugir hins-
vegar mun lengur."
Karl segir að nokkuð hafí borið
á ótta meðal þeirra sem fá nýju
plötumar er tilfellin tíu spurðust
út en sá ótti væri hinsvegar
ástæðulaus.
Ævar Klemensson bifreiða-
stjóri við bifreið sína. Myndin
var tekin 1984.
Dalvík:
Maður slapp ómeiddur
úr snjóflóði í Múlanum
Dalvtk.
SNJÓFLÓÐ féll á veginn í Ól-
afsfjarðarmúla { gærkvöldi,
þar sem heitir Tófugjá, og hreif
með sér einn mann, Ævar
Klemensson, bifreiðastjóra.
Spjóflóðið færði Ævar á kaf,
en hann sakaði ekki og komst
af eigin rammleik upp úr flóð-
inu og upp á veginn aftur. Ól-
afsfjarðarmúli var ófær fyrr
um daginn, en búið var að ryðja
hann.
Ævar vár ásamt Bóasi Ævars-
syni í langferðabifreið á leið til
Olafsfjarðar um kl. 9 í gærkvöldi
og voru þeir komnir að Bríkargili
er þeir ákváðu að snúa við vegna
ófærðar. Þegar þeir komu aftur
að Tófugjá sá þeir að þar hafði
fallið lítið snjóflóð skömmu eftir
að þeir höfðu farið þar um. Ævar
fór úr bifreiðinni til að moka snjó-
inn svo þeir kæmust leiðar sinnar.
í því að hann er að ljúka við
moksturinn, féll annað flóð á veg-
inn framan við bifreiðina og hreif
hann með sér. Barst hann með
snjóflóðinu dijúgan spöl niður fyr-
ir veg. Þama er snarbratt og
munaði litlu að illa færi. Ef flóðið
hefði borið hann aðeins lengra
hefði ekki þurft að spyija að leiks-
Iokum.
Björgunarsveitin á Dalvík sótti
mennina og flutti til Dalvíkur.
Langferðabifreiðin var hins vegar
skihn eftir. Fréttaritari
Frá Tófugjá, þar sem snjóflóðið féll i gærkvöldi.
Fiskift’æðingar leggja til 150.000
tonna aukningu á loðnukvótanum
- útflutningsverðmæti okkar hluta um 800 milljónir
TILLAGA um heildaraukningu loðnukvótans um 150.000 tonn liggur
nú fyrir innan Hafrannsóknastofhunar. Tillagan er byggð á niður-
stöðum úr nær mánaðarlöngum leiðangri hafrannsóknaskipsins
Bjarna Sæmundssonar fyrir Norður- og Austurlandi. Viðbót nú verð-
ur skipt milli Norðmanna og íslendinga samkvæmt gildandi sam-
komulagi, en ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til málsins enn.
Komi 127.500 tonn í okkar hlut gæti útflutningsverðmæti þess verið
nálægt 800 milljónum króna, fari það allt í bræðslu. Verðmætin
verða meiri £ari eitthvað af þessu í frystingu og minni verði eitt-
hvað flutt ferskt utan.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur og leiðangursstjóri, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
hrygningarloðnan hefði verið á
svæðinu frá Langanesi suður um
'að Hvalbak. Stofninn hefði mælzt
um 930.000 tonn. Miðað við að
400.000 tonn yrðu að minnsta kosti
skilin eftir til hrygningar eins og
venjulega væri reynt og miðað við
veiði til þessa, mætti veiða 150.000
tonn umfram það, sem áður hefði
verið úthlutað. Um smáloðnu sem
kæmi inn í veiðina á næsta ári sagði
Hjálmar, að minna hefði fundizt af
henni en hann hefði fyrirfram búizt
við. Það þýddi í raun að í upphafi
næstu vertíðar yrðu menn að fara
varlega þar til hin raunverulega
stærð veiðistofnsins hefði mælzt.
Við upphaf vertíðar í sumar var
heildarúthlutun 500.000 tonn. Af
því komu 398.000 tonn í hlut okk-
ar, en 102.000 til Norðmanna eftir
leiðréttingar frá vertiðinni á undan.
Eftir leiðangur í október, sem mis-
tókst að nokkru leyti, var heildarút-
hlutun aukin í 915.000 tonn. Af því
var svo dreginn áætlaður afli Fær-
eyinga, um 50.000 tonn. Því komu
til skipta okkar og Norðmanna
360.000 tonn, 306.000 til okkar og
54.000 til Norðmanna. Heildarút-
hlutun til Noregs varð því 156.000
en 704.000 til okkar. Norðmenn
vantaði hins vegar 90.000 tonn upp
á að ná upphaflegum hluta sínum
og rann það magn til fslenzkra
skipa, sem fengu alls 794.500 tonn.
Verði kvótinn aukinn um 150.000
tonn koma tæp 130.000 til við-
bótar, en það þýðir rúmlega 2.000
tonn á skip að meðaltali. Miðað við
3.500 krónur á tonn upp úr sjó að
meðaltali verður tekjuaukning
hvers skips í kringum 7 milljónir
króna að jafnaði. Afli okkar íslend-
inga frá upphafí vertíðar nú er um
480.000 tonn, en heildarkvótinn,
komi til aukningarinnar, verður þá
nálægt 920.000 tonnum.
Verðlækkun
á skipum
VERD á fiskiskipum hefur lækk-
að að undanförnu og samkvæmt
upplýsingum viðmælenda Morg-
unblaðsins mun láta nærri að
verð fiskiskipa hafi lækkað um
20% frá því í fyrra. Jónas Har-
aldsson, lögfræðingur hjá Lands-
sambandi íslenskra útvegs-
manna, sagði að verð á skipum
sem ætti að nota áfram væri
mjög mismunandi eins og efiii
stæðu til í hveiju tilviki, en um
lækkun væri að ræða frá fyrra
ári þótt ekki væri ýkja mikil
hreyfing i sölu skipa. Þá sagði
Jónas að þar sem menn væru að
kaupa skip kvótans vegna mætti
segja að verðið á kíló kæmi út
47-48 kr. þannig að þúsund tonn
af kvóta gerðu tæplega 50 millj-
ónir króna.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fast-
eigna- og skipasali í Keflavík, sagði
augljóst að verð skipa færi lækk-
andi miðað við síðasta ár, allt að
25% á eftirsóttum skipum og þum-
alputtaregluna á kvótakaup kvað
hann miðast við 50 kr. kílóið þegar
ekki ætti að nota skipin sjálf sem
væru keypt.
„Söluverð á sumum skipum var
komið upp í tvöfalt tryggingaverð,
en nú er það komið niður í IV2
tiyggingaverðmæti," sagði Vil-
hjálmur Vilhjálmsson í Keflavík.
Vilhjálmur kvað verð á sérhæfðum
rækjuskipum án mikils bolfísks-
kvóta hafa lækkað mikið, en verð
á þeim lægi nú á mörkum trygg-
ingaverðmætis þeirra. Hann sagðist
telja að kaupverð á kvóta þar sem
menn ætluðu sér að auka kvóta til
frambúðar væri um 50 kr. kg.
Brynjar ívarsson hjá Bátum og
búnaði sagði verð á fískiskipum
lækkandi, en segja mætti að kvóta-
kaup héldu því við. Taldi hann að
verð á skipum í kringum 100 millj-
ónir króna hefði staðið í stað síðan
í fyrra og hjá skipasölunni Fiski-
skip fékk Morgunblaðið þær upplýs-
ingar að verð á skipum færi mikið
eftir kvótanum sem fylgdi, en í
heild mætti segja að verðið lægi
nú fyrir ofan tryggingamat.
Jónas Haraldsson sagði að verð
á skipum fyrir ári hefði verið að
jafnaði upp í 20-30% yfír mati, en
lækkunin væri líklega um 20% að
meðaltali.
Námsmenn
fá frítt inn
MARGIR íslendingar eru í Seattle
og fylgjast með einvígi Jóhanns
Hjartarsonar og Karpovs. í skeyti
frá Valgerði P. Hafstað, fréttaritara
Morgunblaðsins, segir að fyrir til-
stuðlan vinabæjafélags Seattle og
Reykjavíkur hafí íslenzkir náms-
menn ekki þurft að borga aðgangs-
eyri, sem er 15 dollarar eða um 750
krónur á skák. Þeir Jóhann og
Karpov áttu að tefla aðra skák ein-
vígisins í nótt, en þessi mynd var
tekin, er þeir tefldu fyrstu skákina
aðfaranótt sunnudags.
Sjá frásögn bls. 27.