Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989
39
Minning:
Aðalbjöm Amgríms-
son írá Hvammi
í dag er til moldar borinn frá
Sauðneskirkju á Langanesi Aðal-
bjöm Amgrímsson úr Hvammi.
Aðalbjöm er fæddur þann 8.
mars 1907 í Hvammi og vom for-
eldrar hans Amgrímur Jónsson
bóndi frá Hávarðarstöðum í Þistil-
fírði, og kona hans, Kristbjörg Sig-
fúsdóttir frá Núpi í Vopnafírði. Eina
systur átti Aðalbjöm sem er Ólöf
sem dvelst nú á elliheimilinu á
Húsavík.
Aðalbjöm óx upp i heimahúsum
og lauk bamaskólanámi en var
síðan heima við bústörfín. Aðalbjöm
var fróðleiksfús og las bækur og
þann fróðleik sem til náðist og
snemma byijaði hann að fylgjast
með því sem gerðist í fjarlægari
landshlutum.
Árið 1928 kvæntist hann Jó-
hönnu Maríu Jónsdóttur og hófu
þau búskap í Hvammi. Þau Jóhanna
María eignuðust fjögur böm, elstur
er Jón flugvallarstjóri á Þórshöfn
kvæntur Huldu Ingmarsdóttur, þá
koma tvíburamir Ari og Guðrún
Ragnhildur, en yngstur er Aðal-
bjöm Amar kvæntur Kristínu
Andrésdóttur.
Árið 1944 misstu þau hjón dóttur
sína, Guðrúnu Ragnhildi. Aðalbimi
var það mikið áfall sem hann var
sár eftir alla tíð. Hann minntist
hennar og yfír andlit hans kom
angurværð og önnur skaphöfn
ríkrar tilfínningar áratugum síðar.
Áfallið sem læknavísindin gátu
ekki komið í veg fyrir ollu nokkurri
vantrú á heilbrigðisstéttum æ síðan
hjá honum, og löngu síðar var hon-
um sjúkrahúsvist erfíð m.a. af þeim
sökum.
Ari lést árið 1986 úr krabba-
meini. Hann ólst upp í foreldrahús-
um og hóf þar búskap. Hann kvænt-
ist Hönnu Sigfúsdóttur og eignuð-
ust þau sex böm, en misstu tvo
drengi unga af slysförum. Ari var
maður rólyndur og glaðlyndur og
hveijum manni ljúfur en dó svo úr
sjúkdómi sínum fyrir aldur fram og
var harmdauði þeim sem þekktu.
Aðalbjöm var maður nýjunga-
gjarn og framtakssamur, en eigi
að sama skapi hugull að eigin
frama, hann var leiðtogi í verki þar
sem verkið réði, en hann ætlaði sér
ekki ríkja svo yfír verkinu eða njóta
þó ekki væri nema sannmælis fyrir.
Aðalbjöm var snargreindur og
fjölvís og verkin sem eftir hann
liggja vitna um framfarasinnaðan
mann sem lyfti Grettistaki í að
koma sveitum umhverfís og Þórs-
höfn í nútímahorf.
Fyrstu dráttarvélina, sem heima-
menn áttu og var beitt til jarðar-
bóta, var Aðalbjöm með. Hann setti
upp vindrafstöðvar á ijölda bæja
og í 'Þórshöfn. Á þeim tímum var
ríkisútvarpið á langbylgju og hlust-
unarskilyrði slæm. Áðalbjöm setti
upp loftnet víða og breiddi útvarpið
út samhliða raforkuvæðingu.
Hann virkjaði vatnsafl fyrir
Hvamm, í fyrstu með lítilli virkjun
en siðar með stærri, sem dugði
heimilinu. Einn fyrstu vörubíla sem
koma á svæðið er vörubíll Aðal-
björns og svo trúaður var hann á
þessi tæki að hann hafði pantað
ekki færri en fímm, en seldi þegar
þeir komu og greiddi að síðustu
ekki mikið fyrir þann vömbíl sem
hann hélt.
Aðalbjöm kom með fyrsta land-
búnaðaijeppann á svæðið og varð
af því mikil samgöngubót þegar
menn sáu hvers kyns var.
Það er ekki fyrr en 1945 að veg-
ur um Axfjarðarheiði opnast og
ekki fyrr en 1948 að vegur opnast
yfir það sem nú er nefnt Brekku-
heiði yfír á Langanesströnd. Á
þessu svæði fór mikið í eyði af býl-
um og þorpið á Skálum á Langa-
nesi lagðist af, vegir komu seint
og svæðið var afskekkt eins og
Homstrandir, en þetta er gott land
og mikið láglendi til búskapar og
sæmileg mið liggja að.
Það verður því að segjast eins
og er, það geng^u ekki aðrir harðar
fram í sókn til nútímahátta en Aðal-
bjöm.
Aðalbjöm var ættstór í héraði
og sótti iðulega til frænda sinna
um aðstoð, en þetta er framtaks-
samt fólk og var honum stuðning-
ur. Árið 1950 slitu þau samvistum
Jóhanna María og Aðalbjörn, og
hann flytur til Þórshafnar. Þar
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Gyðu Þórðardóttur frá Sauða-
nesi, en þeim varð eigi bama auðið.
Eftir að Aðalbjöm kemur til Þórs-
hafnar kaupir hann af ungmennafé-
laginu félagsheimilið Sólbakka og
rak það í nokkur ár, hafði kvik-
myndasýningar þrisvar í viku og
svo dansleiki og þar vom sýningar
Leikfélags Þórshafnar.
Á þeim ámm tók Aðalbjöm sér
fyrir hendur að gera flugvöll á
Sauðanesi. Til þessa varði hann
tíma og fé. Hann fékk sér til ráðu-
neytis Bjöm Pálsson flugmann og
skoðuðu þeir landshætti og gerði
Aðalbjöm síðan flugvöll upp á sitt
eindæmi á Sauðanesi og var hann
opnaður 1955 þegar Douglas DC-3
gat farið að lenda þar, eða þristam-
ir eins og þeir vom kallaðir.
Upp frá því sá Aðalbjöm um flug-
völlinn og var umboðsmaður Flug-
félags íslands og síðar Flugleiða,
sem Jón sonur hans hefur svo tekið
við.
Þegar síðan hófust útsendingar
sjónvarps á íslandi, gekk Aðalbjöm
fram í því af mikilli einbeitni að fá
sjónvarp sem fyrst til Norðaustur-
lands.
Hann stofnaði fjögur áhuga-
mannafélög sjónvarpsáhugamanna
og síðan samband félaga sjón-
varpsáhugamanna á Norðaustur-
landi.
Eg sem þetta skrifa fylgdist með
hvemig hann með fortölum,
pólitískum þrýstingi og sífelldum
bréfaskriftum fékk stjómvöld til að
samþykkja að sett yrði upp endur-
varpsstöð á Heiðarfjalli sem Aðal-
bjöm útvegaði ríkinu lán til að fjár-
magna.
Af þeim vinnubrögðum og ein-
beitni var ljóst að ef Aðalbjöm hefði
verið eigingjamari og ekki haft
verkið fyrir fram um sjálfan sig,
þá hefðu fáir staðist honum snún-
ing. Hann gekk inn til útvarpsráðs
og þeir tilkynntu honum að ekki
yrði að endurvarpsstöð fyrr en eftir
þijú ár og hann gekk af fundi með
að hún kæmi upp eins fljótt og
kostur væri.
Þannig var Aðalbjöm frumkvöð-
ull og baráttumaður fyrir sitt
byggðarlag. Hann sat í stjóm Kaup-
félags Langnesinga um árabil og
var formaður klúbbsins Ömggur
akstur, og mikill framsóknarmaður
alla tíð.
En áhugamálin vom fleiri. Hann
var áhugamaður um að Sandá og
Hafralónsá yrðu virkjaðar og hafði
mikinn áhuga á að leitað vrði jarð-
efna í Dimmugljúfrum. Hafði fyrir
sér að dr. Helgi Pjeturss hafði farið
þar um snemma á öldinni og sagt
þar ýmislegt áhugavert. Enda kem-
ur sandur á Langanesi í segul og
er títanríkur jámsteinn.
Aðalbjöm orti ljóð og einnig
bragi til skemmtunar á þorrablót-
um, og mörgum hefur fundist að
hefði hann lagt eitthvað eitt fyrir
sig mundi hann hafa náð þar langt,
en hyggjum að, hann lagði eitt fyr-
ir sig og náði langt, hann efldi
byggð og taldi kjark í menn í hér-
aði sem var mjög afskekkt hér á
ámm áður, flutti til svæðisins tækni
og nútíma og vann að því hörðum
höndum.
Ég sem þetta skrifa var eitt ár
lögregluþjónn á Þórshöfn og kom
nær daglega til Aðalbjöms og Gyðu.
Þá var og reglubundið flug á vegum
vamarliðsins á Heiðaifyalli svo ferð-
ir okkar lágu saman. Starf flugvall-
arstjóra er mikið; að bíða, gá að
veðri, hringja og svara fyrirspum-
um um flug, afgreiða vaming og
koma pósti til skila. Það var líkt á
með okkur komið með vinnu, vera
alltaf tilbúinn en ekki yfír föstu
verki tímavinnunnar og sinna þegar
þörf var, við áttum því góðan fé-
lagsskap hvors annars og vomm
vinir þótt fjörutíu ára aldursmunur
væri.
Þegar Aðalbjöm fór að eldast þá
varð hann heilsuveill og stirður,
Gyða studdi mann sinn í hvívetna
og stundaði hann meðan fært var,
en síðari árin dvaldist Aðalbjöm á
sjúkrahúsi þar sem hann lést.
Ég votta Gyðu samúð rnína og
þakka henni fyrir allt. Ég votta
sonum Aðalbjöms samúð mína og
aðstandendum og bið Guð að blessa
Aðalbjörn Amgrímsson.
Þorsteinn Hákonarson
BÓKmUUMÐllR VÖM -HlKi U rn S
ÓTRŒEG
VERÐIÆKKIM
HELGAFELL
Dæmi uni nokkur sértUboð
á bókamarkaðnum: Venjulegt verð Tilboðs- vcrð Afsláttur
Ljóðmæli Steingríms Thorsteinssonar . Hagleiksverk Hjálmars í Bóiu . 1990,- 295,- 85%
eftir dr. Kristján Eldjárn Á matarslóðum - ferðahandbók . 1686,- 195,- 88%
cflirSigmarB.Hauksson Drykkirvið allra hæfi . 795,- 195,- 75%
-vönduð litprentuð handbók Kver með útlendum kvæðum . 1880,- 795,- 58%
Jón Helgason þýddi Ástardraumarrætast . 987,- 95,- 90%
skáldsaga Gcorgetle Heyer .. 1388,- 345,- 75%
iVIUI g IIUllUI liu UUKdllUdl d ClIIÖbUKU VCl Ul UJUUdöU IIU d
bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að
Síðumúla 29 í Reykjavík.
Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum
verkum í bókasafn heimilisins, - bókum af öllum gerðum
við allra hæfi.
Bókamarkaður Vöku-Helgafeils stendur til 4. febrúar
næstkomandi, margar bókanna eru til í takmörkuðu
upplagi og því best að drífa sig sem fyrst!
AHt að 90% afsláttur! Verð niður í SO krónur!