Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 HONIG -ómissandi á matarborðið. honig . macaroiu 250 9 Hundruð nýfæddra bama seld háu verði í Suður-Italíu Börn seld fiá Ekvador til Bretiands og Noregs Napólí. Reuter. GANGVERÐIÐ á nýfæddum börnum, sem fengin eru nokkurra klukkustunda gömul úr sjúkrahúsum f Suður-Ítalíu, er um 40 milljón- ir líra, eða tæpar 1,5 milljónir ísl. kr, og eftirspurnin er mikil. Talið er að mörg hundruð börn séu seld á ólöglegan hátt í Suður-Ítalíu og að á engan hátt sé hægt að sporna gegn þessu eins og meðferð slíkra mála í dómskerfinu er nú háttað. Fimm menn úr glæpahring, sem rænt hefúr börnum og smyglað þeim frá Ekvador til Bretlands og Noregs, hafa verið handteknir í Quito. Nokkur böm frá Suður-Ítalíu hafa verið gefín í skiptum fyrir starf eða íbúð og að minnsta kosti eitt ungabam hefur verið selt hæst- bjóðanda á „uppboði." Oresat Ciampa, forseti bama- dómstólsins í Napólí, sagðist telja að í það minnsta 600 böm væru seld í Campania-héraði einu á ári. Melita Cavallo, dómari við dómstól- inn, sagði að dómsmálayfírvöld hefðu ekki getað komið í veg fyrir þessi viðskipti og hætta væri á að þau ykjust yrði ekkert að gert. „Sumir eru tilbúnir að gera hvað sem er fyrir 40 til 50 milljónir líra,“ bætti hún við. Mæður bamanna, sem hér um ræðir, em oftast ógiftar ungar kon- ur frá suðurhluta Ítalíu, sem skammast sín fyrir að ganga með bami og fara til Napólí eða annarra borga til að fæða það á laun. Marg- ar mæðranna em fómarlömb sifja- spella, nauðgana eða kynferðislegr- ar misbeitingar stjúpfeðra. Mæðmnum er oft skipað að yfír- gefa sjúkrahúsin nokkmm klukku- stundum eftir fæðingu og fá þær yfírleitt ekkert af þeim penirtgum sem fást fyrir ólöglega ættleiðingu. ELDISKVIAR FARMOCEAN eldiskvíar eru framleiddar fyrir hámarks ÁLAG, ÖRYGGI og HAGKVÆMNI í rekstri. Sölumaður frá FARMOCEAN AB verður til víðtals hjá okkur í fyrstu viku febrúar. VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR NÁNARI UPPLÝSINGUM. SINDRAAASIALHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 Peningamir ganga þess í stað til milligöngumanna, sem oftast em ættingjar mæðranna. Sala á bömum til bamlausra hjóna er í ömm vexti vegna smugu í lögunum, sem gerir mönnum kleift að „gangast við“ bömum stuttu eftir fæðingu þeirra þótt þeir séu í raun ekki feður bamanna. Þessi aðferð tekst yfírleitt aðeins ef móð- irin feðrar bamið og tiyggir milli- göngumaðurinn að hún feðri bamið kaupandanum. Eiginkona kaupan- dans getur að lokum ættleitt það á löglegan hátt. Nokkrar konur hafa fætt böm á þennan hátt gegn greiðslu, þar á meðal ein sem varð að fæða tvö böm vegna þess að fyrra bamið var fatlað og viðskiptavinimir gátu ekki sætt sig við það. Ennfremur hafa melludólgar selt böm ungra vænd- iskvenna. Slík tilvik em þó afar fátíð og Cavallo telur að í mörgum sjúkrahúsum Suður-Ítalíu séu milli- göngumenn, hjúkmnarkonur, læknar eða aðrir starfsmenn, sem hvetji ungar mæður til þess að selja böm sín. Þeir hafí lista yfír hugsan- lega fósturforeldra og geti gengið frá sölunni nokkmm klukkustund- um eftir fæðinguna. Cavallo segir að hjón af öllum stéttum þjóðfélagsins kaupi böm á ólöglegan hátt til að losna við langa bið og ströng lög um ættleiðingar. Samkvæmt gildandi lögum verð- ur bamadómstóilinn að vísa ákæm vegna sölu á bömum til annarra dómstóla eftir framrannsókn máls- ins og kostar það áralanga bið. „Af hundmðum tilfella hefur verið rétt- að í nokkmm tugum slíkra mála og enginn hefur verið dæmdur í Reuter Þetta þriggja mánaða gamla bam, Mauro að nafhi, var selt hæstbjóðanda á „uppboði“ í Nap- ólí í fyrra. Embættismenn kom- ust að athæfinu og ítölsk Qöl- skylda hefúr ættleitt barnið lög- lega. Talið er að hundruð barna séu seld á hverju ári í Suður- ítaliu. fangelsi vegna þeirra í fleiri mán- uði,“ sagði Cavallo. Hún sagði að dómaramir tækju oft þá afstöðu að bamasalan væri ákjósanleg lausn fyrir ógiftu mæðumar og bamslausu hjónin. 30 börn seld frá Ekvador til Bretlands og Noregs Fimm félagar í glæpahring, sem rændi 30 bömum í Ekvador og seldi þau til Bretlands og Noregs, hafa verið handteknir í Quito, höfuðborg Ekvadors. Bömin vom eins mánað- ar til þriggja ára gömul og komu frá fátækum sveitahémðum lands- ins. Glæpahringir hafa stundað sölu á bömum frá Suður-Ameríku til auðugari ríkja heims, þar sem hjón em tilbúin að greiða háar fjárhæðir fyrir þau. Bretland: Hafnaði lögbanns- beiðni vegna opn- unartíma verslana St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR undirréttardóm, sem kveðinn var upp fyrir nokkru, geta sveitarstjómir í Englandi varla komið í veg fyrir að verslanir séu opnar á sunnudögum. Á síðasta lqörtímabili urðu mikil átök um, hvort heimila ætti ftjálsa verslun á sunnudögum. Tillaga um það efni var felld í þinginu eftir mikil átök og umræður í þjóðfélag- inu. Nokkrar stórverslanir hafa haldið málinu vakandi og búist er við, að ný tilraun til að heimila ftjálsa versl- un verði gerð í neðri deild breska þingsins á þessu ári. Þijár sveitarstjómir fóm fram á lögbann gegn versluninni DIY, sem selur margvíslegar byggingarvömr og hefur haft opið á sunnudögtim. Rétturinn vísaði kröfunni frá á þeim forsendum, að Evrópudómstóllinn hefði til méðferðar mál um þetta efni. Nokkrar heildsölur hafa kært til dómstólsins, að lögin um opnun- artíma verslana í Bretlandi séu brot á Rómarsáttmálanum, vegna þess að þau hamli viðskiptum. Niðurstöðu dómstólsins er ekki að vænta fyrr en á næsta ári. Einn af lögfræðingum sveitar- stjómanna sagði, að þessi niðurstaða gerði það næstum útilokað að fram- fylgja lögunum og aðrar sveitar- stjómir mundu eiga erfítt með að fá lögbann gegn verslunum, sem hefðu opið á sunnudögum. Unnt er að fara í sakamál gegn verslunum, sem gerast brotlegar, en hámarkssekt fyrir það em 1000 pund (tæpar 90.000 ísl. kr.). Á góð- um sunnudegi selja stórmarkaðir fyrir að minnsta kosti 30.000 pund (tæpar 3.000.000 ísl. kr.). Stuðningsmenn fijáls opnun- artíma verslana em þegar famir að beita stjómvöld þrýstingi. Þeir vilja, að stjómin leggi fram fmmvarp þar að lútandi á þessu ári. Þeir vísa til þess, að í Skotlandi sé nánast 100% stuðningur við fijálsan opnunartíma, enda mega verslanir þar vera opnar á sunnudögum. Fyrir skömmu var birt niðurstaða könnunar meðal enskra verslunar- manna. Fram kom, að 13% þeirra styðja óbreytt ástand, en 44% vilja fullkomlega fijálsan opnunartíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.