Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 27 Borgarmálaráðstefiia Sjálfetæðisflokksins: Vinstri menn sönnuðu glundroðakenninguna - sagði Davíð Oddsson borgarsljóri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN i Reykjavík efhdu tíl ráðstefnu um borgar- mál síðastliðinn laugardag. Markmið ráðstefnunnar var að efla um- rœðu um málefni Reykjavíkurborgar innan Sjál&tæðisflokksins og koma ýmsum hugmyndum flokksmanna á framfæri við borgarfulltrúa flokksins. Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpaði ráðstefiiugesti og sagði hann meðal annars, að verulegur munur væri á stjóra Sjálfetæðis- flokksins í borginni og stjórn vinstri flokkanna. Sjálfetæðismenn hefðu beitt sér fyrir markvissri stjóra í borgarmálunum en vinstri menn hefðu á valdatima sínum 1978 tO 1982 aukið við yfirbygginguna í borgarkerfinu, auk þess sem ósamkomulag og upplausn hefði ríkt i herbúðum þeirra. Vinstri menn hefðu á þeim tima verið svo vinsamleg- ir að sanna glundroðakenninguna, sem sjál&tæðismenn hefðu notað gegn þeim i áratugi. Á ráðstefnunni voru kynntar hug- myndir málefnahópa, sem starfað hafa á vegum fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík undanfama mánuði. Var ætlunin að koma hug- myndum flokksmanna á framfæri við borgarfulltrúa sjálfstæðismanna með þessu móti að sögn Baldur Guðlaugssonar formanns fulltrúar- áðsins. Baldur sagði að hér væri um að ræða hugmyndir sem gætu orðið umræðugrundvöllur við gerð stefnu- skrár flokksins í borgarmálum. í tengslum við borgarmálaráð- stefnuna var efnt til kjmningar á ýmsum stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar í Valhöll að Háaleitis- braut 1. Sett var upp sýning á jarð- hæð Valhallar af þessu tilefni og verður hún opin næstkomandi sunnudag milli kl. 13 og 17. Reykjavík þarf oft að gjalda stærðar sinnar Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpaði fundarmenn á borgarmála- ráðstefnunni á laugardaginn. Fjall- aði hann fyrst um stöðu Reykjavíkur í samfélagi sveitarfélaga og benti á grfðarlega sérstöðu borgarinnar. Sagði hann borgina oft gjalda stærð- ar sinnar; meðal annars vegna þess að til hennar næðu lög og reglugerð- ir, sem samdar væru með mun smærri sveitarfélög í huga og án tillits til getu borgarinnar. Nefndi hann sem dæmi að Reykjavíkurborg þyrfti ekki á Skipulagsstjóm ríkisins að halda. Skipulagsstjómin væri hins vegar notuð til að „beija á“ stjómendum borgarinnar. Sama mætti segja um Brunamálastofnun ríkisins. Sagði borgarstjóri að í þess- um málum kæmu nefndir og ráð ríkisins fram við borgina eins og lítið sveitarfélag. Hann sagði að Reykjavík fengi hins vegar að njóta stærðar sinnar í viðskiptum sínum við ríkið. Leitast væri við að hjálpa minni sveitarfé- lögunum, til dæmis með því að af- skrifa skuldir þeirra, en Reykvíking- ar fengju alltaf að borga fullt verð. Einnig hefði ríkisvaldinu tekist að Morgunblaðið/Arni Sæberg Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpar gesti á borgarmálaráðstefhu Sjálfetæðisflokksins. Á myndinni eru auk Davíðs, f.v.: Ólafur Þ. Stephensen fundarritari, Baldur Guðlaugsson formaður fulltrúaráðs Sjálfetæðisfélaganna í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formað- ur undirbúningsnefiidar og Magnús L. Sveinsson ftmdarstjóri. etja minni sveitarfélögunum gegn borginni. Davfð sneri sér síðan að nokkram áherslum í stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í borgarmálunum. Sagði hann meðal annars, að veralegur munur væri á stjóm sjálfstæðismanna og vinstri flokkanna. Stjóm sjálfstæðis- manna væri markviss en stjóm vinstri manna á áranum 1978 til 1982 hefði einkennst af glundroða og ósamkomulagi. Hefðu þeir verið svo vinsamlegir að sanna glundroða- kenninguna svonefndu, sem sjálf- stæðismenn hefðu notað gegn þeim í áratugi. Einnig nefndi hann að sjálfstæðis- menn hefðu verið mun varfæmari í því að auka skattaálögu heldur en vinstri flokkamir; en hefðu þrátt fyrir það staðið í meiri framkvæmd- um. Meðal annars væri þessi 200 ára gamla borg nú loksins að reisa sér ráðhús. Benti hann á, að hér hefði verið rekin bæjarútgerð, sem áram saman hefði sogað til sín mik- ið fjármagn vegna hallareksturs; 150 til 170 milljónir á ári. Hagnaður borgarinnar af því að selja þetta fyrirtæki væri nægur til að greiða niður kostnaðinn af ráðhúsbygging- unni á 5 til 6 áram. Borgarstjóri sagði að lokum, að oft væra sjálfstæðismenn sagðir vera talsmenn hinna hörðu gilda. Hins vegar þyrftu þeir ekki að vera í vamarstöðu vegna mjúku málanna, því undir þeirra forystu hefði Reykjavík staðið sig betur í þeim efnum fheldur en nokkurt annað sveitarfélag. Skék Yasser Seirawan Setningarathöfti einvígis Jó- hanns Hjartarsonar og AnatolQs Karpovs á föstudaginn gekk snurðulaust fyrir sig, ef undan eru skilin þijú deiluefiii keppend- anna. Fyrsta deilan var um snyrti- herbergi. Tvö slik herbergi era á keppnisstaðnum, og aðeins annað var búið handlaug, og auðvitað ágiratust báðir skákmennirnir það. Þeir komust að þvi, að eina leiðin til að leysa úr deilunni væri að kasta upp peningi og vann Jóhann hlutkestið. Önnur deilan var um skákklukk- una sem notuð var. Karpov vildi nota austur-þýska klukku en Jóhann vildi frekar vestur-þýska. Aftur vildi hvoragur láta undan og aftur var kastað upp peningi og Jóhann vann. Að lokum kom að aðalatriði setning- arathafnarinnar, að draga um liti, og fékk Jóhann réttinn til að draga um umslög og þar dró hann umslag- ið sem innihélt ávísun á hvítu menn- ina í fyrstu skákinni. Hann vann því öll hlutkestin og úrslit einvígisins væra því væntanlega ótvíræð, ef keppendumir þyrftu að varpa um þau hlutkesti. Karpov hefur væntanlega ekki verið ánægður með þessi hlutkesti, því hann er nokkuð hjátrúarfullur varðandi slíka hluti. Hann hefur því sennilega séð eftir að hafa ekki reynt að ná samkomulagi um einhver deiluefnanna og gefið þá eftir í öðr- um. 1. skákin Hvítt: Jóhann Svart: Karpov. Frestað uppskiptaafbrigði af spænskum leik. 1. e4 — e5; (Þegar Karpov teflir gegn kóngs- peðinu notast hann við þijár byijan- ir: Caro-cann, Petroff eða spænskan leik. Þegar árangur hans gegn Só- kólov, í síðustu áskorendaeinvígum, var hafður í huga, hafði ég búist við Caro-cann.) 2. RfS — Rffi; (Svo Karpov velur Spænska leikinn)3. Bb5 — a6; 4. Ba4 - Rffi; 5. 0-0 - Be7; 6. Bxc6 (Óvænt ákvörðun hjá Jóhanni. Hann virðist hafa komið auga á veikleika hjá Karpov í „frestaða uppskiptaafbrigðinu“. Hugmyndin á bak við uppskiptin er sú, að besta leið svarts til að valda peðið á e5 er að leika f6. Nú er svarti riddarinn á þeim reit, og því verður svartur að finna önnur ráð til að valda peðið.) 6. ...- dxc6; 7. d3 - Dd6!; (Besti leikurinn. O’Deary bendir á 7. Rd7 sem traustan möguleika. Hvítur stæði þó betur vegna þess að hann hefur meira rými.) 8. Rbd2 —Be6; 9. b3 (Undirbýr að auka þrýstinginn á peðið á e5 með Bd2 og d4.) 9....- Rd7; 10. Bb2 - c5! (Ör- uggasti mótleikurinn. Svartur kemur í veg fyrir að hvítur geti leikið d4.) 11. Rc4 — Bxc4; 12. dxc4 — Dxdl; 13. Hfxdl - ffi; 14. Rd2! (Riddarinn er frosinn á f3 reitnum vegna peðastöðunnar. Reitimir d5 og f5 era eðlilegir ákvörðunarstaðir.) 14....- Hd8; 15. Rfl. Jafiitefli. Jafnteflisboð Jóhanns kom á óvart. Að vísu er staðan ekki hreyf- anleg, en staða Jóhanns gefur þó betri möguleika þegar til lengri tíma er litið, vegna þess að biskup hans stendur betur en Karpovs. Möeruleikar Jóhanns í bessu ein- Fískverð á uppboðsmörkuðum 30. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hssta Lasgsta Meðal- Magn Heildar- varð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskursl. 61,00 57,00 58,69 14,743 865.304 Þorskur und- 39,00 39,00 39,00 0,450 17.550 irm. Ýsa 115,00 94,00 107,93 4,301 464.211 Karfi 34,00 34,00 34,00 0,119 4.046 Steinbítur ósl. 44,00 34,00 41,35 0,613 25.347 Hlýri 37,00 30,00 36,28 0,199 7.220 Langa 42,00 42,00 42,00 0,136 5.712 Langa ósl. 42,00 42,00 42,00 0,094 3.948 Lúöa 200,00 200,00 200,00 0,005 1.000 Skata 40,00 40,00 40,00 0,022 880 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,010 150 Keilaósl. 20,00 19,00 19,85 1,814 36.013 Hrogn 185,00 185,00 185,00 0,020 3.700 Samtals 63,70 22,530 1.435.156 Aðallega var selt úr Stakkjavík ÁR, Guðrúnu Bjarnadóttur ÞH og frá Tanga hf á Grundarfirði. f dag verða selt um 6 tonn af grálúðu og um 4 tonn af bátafiski. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur sl. 53,00 49,00 51,54 2,579 132.923 Þorskurósl. 40,00 33,00 35,69 9,653 344.524 1-2 n. Ýsasl. 86,00 86,00 86,00 0,150 12.900 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,012 480 Langa ófl. 19,00 19,00 19,00 0,312 5.928 Hrogn 210,00 210,00 210,00 0,045 9.450 Samtals 39,70 12,751 506.205 Selt var úr Farsæli SH og ýmsum bátum. f dag verður selt úr Krossnesi SH, 14 tonn af þorski, og ú bátum, Fjarskiptauppboð verður kl. 11.00. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 56,50 48,00 51,51 14.520 747.960 Ýsa ósl. 115,00 115,00 115,00 1.000 115.000 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,771 11.565 Karfi 15,00 16,15 0,441 7.120 Keila 12,00 12,00 12,00 0,037 444 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,290 11.600 Samtals 52,39 17,059 893.689 Aðallega var selt úr Baldri KE og Raykjaborgu RE. f dag verða seld um 20 tonn af þorski og 2 tonn af ýsu ásamt öðrum fiski úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK og úr dagróðrabátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 23.-27. janúar. Þorskur 78,89 282,235 22.265.813 Ýsa 118,23 53,935 6.376.601 Ufsi 71,41 0,800 57.124 Karfi 89,68 0,235 21.075 Grálúða 123,94 11,095 1.375.152 Blandað 78,02 2,560 199.744 Samtals 86,35 350,860 30.295.510 Höfðavík AK seldi 23.1. 183,695 tonn fyrir 14.697.089 kr., meðalverð 80,01. Drangey SK seldi 26.1. 70,040 tonn fyrir 5.938.924 kr., meöalverð 84,79. Sunnutindur SU seldi 26.1. 97,125 tonn fyrir 9.659.498 kr., meðalverð 99,45. Öll skipin seldu í Hull. GÁMASÖLUR í Bretlandi 23.-27. janúar. desember. Þorskur 76,44 411,120 31.425.029 Ýsa 127,78 182,759 23.353.383 Ufsi 73,45 8,485 623.193 Karfi 67,60 6,829 461.652 Koli 123,51 69,065 8.530.411 Grálúða 116,87 10,640 1.243.453 Blandaö 122,10 20,085 2.452.433 Samtals 96,04 708,983 68.089.554 GÁMASÖLUR i í Vestur-Þýskalandi 23.-27. janúar. Þorskur 71,30 10,055 716.885 Ýsa 105,57 1,330 140.405 Ufsi 68,02 3,311 225.201 Karfi 100,74 349,986 35.257.714 Grálúða 155,00 0,030 4.665 Blandað 61,65 22,532 1.389.210 Samtals 97,44 387,244 37.734.080 Sveinn Jónsson KE seldi í Cuxhafen 23.1. 129,858 tonn fyrir 12.404.724 kr., meðalverð 95,53. Ögri RE seldi í Bremerhaven 25.1. 173,61 Otonnfyrir 16.138.537 kr., meöalverð 92,96. Skag- firðingur SK seldi í Cuxhaven 27.1. 83,776 tonn fyrir 9.190.819 kr., meðalverð 109,71. vígi liggja í æsku hans og krafti. Þess vegna ætti hann að sækja að Karpov með hvítu eins og hann get- ur, til að reyna að þreyta hann. Ég held það hafi komið Karpov betur en Jóhanni, að þessari fyrstu skák einvígisins lauk með stuttu jafntefli. Seirawan skýrir skákimar Bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan mun skýra einvígisskákir Jóhanns Hjartarsonar og Anatolíjs Karpovs fyrir Morgunblaðið. Yasser Seirawan er sterkasti skákmaður Bandaríkjanna og er nú í 12. sæti á ELO-stigalist- anum með 2610 stig. Hann komst í áskorendaeinvígin í St. John á síðasta ári, en tapaði þar fyrir Jonathan Speelman. Seirawan er búsettur í Se- attle, þar sem einvígi Jóhanns og Karpovs fer fram, og gefur þar út skáktímaritið Inside Chess. Hann hefur einu sinni teflt hérlendis, á Reykjavíkur- skákmótinu 1986. Einvígi Johanns og Karpovs A Ovænt jafiiteflisboð Jóhanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.