Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1989
37
A 0
Alyktun stjómar FII:
Raungengi krónunnar miðist
við hallalaus utanríkisviðskipti
Ríkisflármál eru stjórnlaus
Morgunblaðið birtir hér á eftir
í heild ályktun, sem stjórn Félags
ísl. iðnrekenda hefur gert um
gengismál.
Helstu atriði
1. Raungengi hefur hækkað veru-
lega á síðustu árum. Frá 1986
hefur launakostnaður á íslandi
hækkað um 20% umfram hækk-
un launakostnaðar í helstu við-
skiptalöndum.
2. Afleiðingar hækkandi raun-
gengis eru viðskiptahalli og
slæm staða útflutnings- og sam-
keppnisgreina eins og alkunnugt
er.
3. Aðgerðir stjómvalda hafa ekki
megnað að draga úr viðskipta-
halla og gripið hefur verið til
millifærslu fjár til einstakra at-
vinnugreina sem mismunar stór-
lega öðrum greinum.
4. Viðskiptahalli hefur vaxið við-
varandi í áratugi og erlendar
skuldir hafa vaxið. Síðustu tíu
árin hefur viðskiptahalli sem
hlutfall af landsframleiðslu verið
meiri en hagvöxtur en slíkt leið-
ir óhjákvæmilega til að erlendar
skuldir í hlutfalli við landsfram-
leiðslu fara vaxandi, enda hafa
þær aukist úr 30% í yfir 40% á
þessu tímabili.
5. Með sama áframhaldi verða er-
lendar skuldir um 60% af lands-
framleiðslu eftir fjögur ár jafn-
vel þótt hagvöxtur verði í meðal-
lagi síðustu tíu ára.
6. Nú er nauðsynlegt að leggja
áherslu á markmiðið um halla-
laus utanríkisviðskipti fyrir lok
ársins 1990 til að koma í veg
fyrir að við festumst í vítahring
viðskiptahalla og erlendrar
skuldasöfnunar.
7. Hallalaus ríkisbúskapur og háir
raunvextir duga ekki til að ná
þessu markmiði. Þess vegna
verður að miða gengisskráningu
við þetta markmið. Hér er um
almenna viðmiðun að ræða sem
skapar öllum útflutnings- og
samkeppnisgreinum jafna stöðu
að því er þetta varðar.
8. Niðurstaðan er sú að raungengi
krónunnar verði að lækka veru-
lega á næstu misserum til þess
að ná hallalausum utanríkisvið-
skiptum og til þess að leggja
grundvöll að fjölbreyttu atvinnu-
lífí og hagvexti.
9. Einnig verður að leggja áherslu
á að auka spamað því of lítill
spamaður er ein veigamikil
ástæða viðskiptahallans.
Greinargerð
Raungengi hefur hækkað um
20%.
Raungengi krónunnar hefur
hækkað mikið frá árinu 1986 og
er enn mjög hátt þrátt fyrir fjórar
gengislækkanir á sfðustu tólf mán-
uðum. Á mælikvarða framfærslu-
vísitölu verður raungengið á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs um 10%
hærra en á árinu 1986 og á mæli-
kvarða launakostnaðar verður
raungengið um 20% hærra. Með
öðrum orðum þá hefur launakostn-
aður á íslandi hækað um 20% um-
fram hækkun launakostnaðar í
helstu viðskiptalöndum og er þá
reiknað í sömu mynt.
Viðmiðun við árið 1986 virðist
um margt eðlileg, þar sem jafnvægi
var þá betra í þjóðarbúskapnum en
oftast áður á síðustu tveimur ára-
tugum. Utanríkisviðskipti voru
hallalaus og verðbólga tiltölulega
lítil miðað við mörg undangengin
ár. Raungengi þetta ár var hvorki
óvenju hátt né lágt á sögulegan
mælikvarða.
Afleiðingar þessa háa raungeng-
is eru mikill viðskiptahalli oer slæm
Erlendar skuldir þjóðarbúsins sem hlutfall af landsframleiðslu
70
60
50
40
30
20
10
0
1980 1987 1988
1989 1990
Ár
1991 1992
1993
afkoma útflutnings- og samkeppn-
isgreina, sem fyrr en síðar mun
leiða til verulegra áfalla í þessum
greinum.
Ríkisfjármál eru stjórnlaus.
Viðbrögð stjórnvalda við vaxandi
viðskiptahalla hafa fyrst og fremst
verið skattahækkanir í því skyni
að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Þess-
ar aðgerðir hafa enn sem komið er
skilað litlum árangri enda hefur
halli á ríkissjóði fremur farið vax-
andi en hitt, þrátt fyrir miklar
skattahækkanir. Líklegt er að ríkis-
sjóður verði áfram rekinn með halla
meðan útgjöld ríkisins aukast jafnt
og þétt. Hallinn á ríkissjóði hefur
átt sinn þátt í því að raunvextir
hafa hækkað en einnig háir raun-
vextir hafa dugað skammt til að
draga úr viðskiptahallanum. Halla-
rekstri í útgerð og fískvinnslu hefur
verið mætt með millifærslum og
skuldbreytingum sem þó hafa ekki
dugað til að breyta stöðu sjávarút-
vegs auk þess sem þær mismuna
stórlega öðrum atvinnugreinum og
hafa engin áhrif í þá átt að draga
úr viðskiptahalla. Þvert á móti auka
þessar aðgerðir enn á viðskiptahall-
ann.
Steftiir í 15 milljarða króna
viðskiptahalla.
Það er einkenni á þjóðarbúskap
íslendinga að halli hefur verið á
utanríkisviðskiptum flest ár undan-
farna áratugi. Hallinn árið 1988
nam líklega nær 11 milljörðum
króna eða 4,3% af landsframleiðslu.
Á þessu ári gæti hallinn orðið
14—15 milljarðar króna eða um
5'/2% af landsframleiðslu, að
óbreyttu raungengi og miðað við
horfur um útflutningstekjur. Er-
lendar skuldir mundu óhjákvæmi-
lega hækka sem þessu nemur. Með
lækkun raungengis mætti draga
úr þessum halla en áfram yrði þó
umtalsverður halli á þessu ári vegna
lækkandi útflutningstekna. Með
lækkun raungengis væri hins vegar
lagður grundvöllur að því að eyða
viðskiptahallanum á þessu ári og
því næsta.
Við hvað á að miða gengi krón-
unnar.
En við hvað á að miða gengi
krónunnar? í umræðunni er oftast
talað um afkomu útflutningsgreina
sem viðmiðun fyrir raungengi og
samkeppnisgreinar eru einnig
nefndar. Það hlýtur jafnan að vera
álitamál við hvaða greinar eigi að
miða og reyndar einnig hvert af-
komumarkið eigi að vera, enda
margt fleira en gengið sem ræðuru
afkomu fyrirtækja.
Það er hins vegar ótvírætt, að
ekki verður til lengdar búið við
slíkan viðskiptahjalla sem verið hef-
ur undanfarin ár. Haldi sú erlenda
skuldasöfnun áfram, sem óhjá-
kvæmilega fylgir halla á utanríkis-
viðskiptum, þá munu erlendar
skuldir fljótlega þrengja svigrúm
til batnandi lífskjara á næstu árum.
Það verður því að miða gengis-
skráningu krónunnar við hallalaus
utanríkisviðskipti.
Viðskiptahallinn stafar af mik-
ill neyslu.
Eins og áður sagði hefur lengst
af verið halli á viðskiptum íslend-
inga við útlönd og erlendar skuldir
hafa aukist. Framan af stafaði hall-
inn einkum af mikilli fjárfestingu
sem að mestu leyti fór til upp-
byggingar atvinnulífs þótt margt
hafi þar farið úrskeiðis. Síðustu
árin hefur mjög dregið úr flárfest-
ingu í hlutfalli við þjóðartekjur en
neysla hefur aukist. Á síðasta ári
nam fjárfesting (án birgðabreyt-
inga) tæplega 18% af landsfram-
leiðslu. Þetta er lægsta hlutfall fjár-
festingar í marga áratugi en síðustu
tuttugu árin hefur þetta hlutfall
verið á bilinu 25—30%. Á sama
hátt var hlutfall einkaneyslu hærra
á siðasta ári en um langt skeið og
sama gildir um samneyslu. Við-
skiptahallinn um þessar mundir
starfar því fyrst og fremst af mik-
illi neyslu umfram það sem tekjur
þjóðarinnar leyfa.
Erlendar skuldir stefiia i yfir
60% af lands£ramleiðslu á næstu
árum.
Arin 1980 til 1988 nam við-
skiptahalli að meðaltali 3,6% af
landsframleiðslu. Hallinn var mestu
árið 1982, 8,1% af landsftamleiðslu
og aðeins eitt ár, 1986, var smá-
vægilegur afgangur á utanríkisvið-
skiptum. Á sama tíma var árlegur
vöxtur landsframleiðslunnar 2,6%.
Viðskiptahallinn var því meiri en
hagvöxturinn. Á þessu sama tíma-
bili jukust erlendar skuldir 'þjóðar-
búsins úr því að vera um 30% af
landsframleiðslu í yfír 42'/2%
Reyndar fór hlutfallið mun hærra
um skeið en lækkaði hins vegar
árið 1987, fyrst og fremst vegna
mikillar hækkunar á raungengi
krónunnar, sem hefur áhrif á
skuldahlutfallið þótt skuldimar
haldi áfram að aukast. Til lengri
tíma litið ræðst skuldahlutfallið af
hagvexti og viðskiptahalla. Ef við-
skiptahalli sem hlutfall af lands-
framleiðslu er meiri en hagvöxtur
þá aukast erlendar skuldir í hlut-
falli við landsframleiðslu.
í lok síðasta árs voru erlendar
skuldir íslendinga um 114 milljarð-
ar króna eða um 2V2 milljarður
Bandaríkjadollara. Þetta samsvarar
um 450 þúsund krónum á hvert
mannsbam í landinu, eða 1.800
þúsund krónum á hveija fjögurra
manna fjölskyldu.
Að óbreyttu raungengi gæti við-
skiptahalli á þessu ári orðið 14—15
milljarðar króna og erlendar skuldir
mundu óhjákvæmilega aukast sem
því næmi. Þetta þýddi að strax á
þessu ári færu erlendar skuldir
þjóðarbúsins í um eða yfír 50% af
landsframleiðslu.
Jafnvel þótt viðskiptahalli minnki
síðan og verði á næstu árum svipað-
ur í hlutfalli við landsframleiðslu
og hann var árin 1980 til 1988, þá
verður skuldahlutfallið komið yfir
60% eftir 4 ár. Er þá miðað við að
hagvöxtur verði einnig sá sami að
meðaltali og árin 1980—1988 en
það felur í sér að samdráttarskeiði
ljúki strax á árinu 1990.
Eftir 4 ár, árið 1993, verða er-
lendar skuldir þjóðarbúsins þá orðn-
ar um 185 milljarðar króna eða um
3,7 milljarðar Bandaríkjadollara.
Þetta verða nær 3 milljónir króna
á hveija fjögurra manna fjölskyldu.
Með þessari miklu skuldasöfnun
mun greiðslubyrði af erlendum lán-
um aukast stórlega og stöðugt þarf
að ráðstafa stærri hluta af þjóðar-
tekjum til að greiða vexti af erlend-
um lánum. Þjóðarbúið festist smám
saman í vítahring viðskiptahalla og
erlendra skulda. Aðhaldsaðgerðir
stjómvalda verða viðvarandi, aukn-
ing kaupmáttar getur ekki fylgt
aukningu þjóðartekna og togstreita
á vinnumarkaði mun fara vaxandi.
Af því sem hér hefur verið rakið
er nú óhjákvæmilegt að setja það
markmið að eyða viðskiptahallanum
á allra næstu árum og stefna að
því að utanríkisviðskipti verði orðin
hallalaus í lok ársins 1990.
Niðurstaða.
Ljóst er að aðhald í ríkisíjármál-
um og háir raunvextir duga ekki
til þess að eyða viðskiptahallanum.
Raungengi krónunnar er einfald-
lega of hátt til þess að nokkur von
sé til að ná jafnvægi í utanríkisvið-
skiptum á næstu árum. Þess vegna
er nauðsynlegt að miða raungengi
krónunnar beinlínis við markmiðið
um hallalaus utanríkisviðskipti. Það
hefur líka þann kost að þar er um
almennan mælikvarða að ræða sem
tekur mið af heildarafkomu þjóðar-
búsins. Með þessu væri öllum út-
flutnings- og samkeppnisgreinum
sköpuð sömu starfsskilyrði að því
er varðar gengisskráningu.
Niðurstaða af því, sem hér hefur
verið rakið, er sú að raungengi
krónunnar sé of hátt og jafnvægi
í þjóðarbúskapnum náist ekki nema
með því að lækka gengi krónunnar.
Verði sú lækkun miðuð við að ná
hallalausum utanríkisviðskiptum á
allra næstu árum, ætti afkoma út-
flutnings- og samkeppnisgreina að
batna til muna og samkeppnisstaða
þeirra að styrkjast.
Með þessum aðgerðum væri
lagður grundvöllur að fjölbreyttu
atvinnulífi og hagvexti á næstu
árum.
Erlendar skuldir
þjóðarbúsins Árslok 1988 1993
Milljarðar króna 114 180
Milljarðar dollara 2,5 3,6
Krónur á hvert mannsbam 450.000 700.000
Krónur á hveija fjögurra manna fjölskyldu 1.800.0002.800.000
Skrifstofutækninám
Tölvuskóli íslands
Símar: 67-14-66
B7-14-82
WordPerfect ABC
A: 3. feb. B: 10. feb. C: 24. feb. Kl. 9-13
A: Þetta námskeið hentar þeim sem nota mikið nafnalista, t.d. til að gera límmiða eða í bréf-
haus.
B: Þetta námskeið hentar þeim sem þurfa að setja upp reikning, vinna að skýrslugerð ársreikn-
inga og gera skilagreinar.
C: Þetta námskeið hentar þeim sem vinna við textaumbrot og útgáfustarfsemi.
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthlasdóttur
Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933.
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.