Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mónuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. „Varhugaverð þróun“ Ræða George Bush Bandaríkjaforseta við embættistökuna: Vilji okkar er sterk- ari en vandinn sem við er að glíma Fram hefur komið“ segir í forsíðufrétt Alþýðu- bíaðsins sl. laugardag, „að í tillögum forsætisráðherra um efnahagsaðgerðir felist aukin miðstýring í vaxta- og peninga- málum, m.a. á þann veg að færa vaxtaákvarðanir aftur til Seðlabanka og beita handafli til að niðurfæra vexti. Þá felst í tillögunum, samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins, að beita áframhaldandi hörðu verðlags- eftirliti, þegar svokallaðri verð- stöðvun lýkur". Er samstaða í ríkisstjóminni um þá efnahagsstefnu sem Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur sett fram í tillögum sínum? Hver et til að mynda skoðun Jóns Sigurðssonar, fagráðherrans sem fer með viðskipta- og bankamál? Alþýðublaðið spyr hann „hvort það sé stefna ríkis- stjómarinnar að hverfa frá frjálsræði í vaxta- og verðlags- * málum til aukinnar miðstýring- ar?“ Hann svarar: „Það er vont að framlengja tímabundnar ráðstafanir með samskonar eða náskyldum ráð- stöfunum, því það er ekki tíma- bundið sem varir. Ég vara því frekar við slíkum vinnubrögð- um.“ Viðskiptaráðherra hnykk- ir síðan á gagnrýni sinni: „Ég held því statt og stöðugt' fram, að það sé aðall jafnaðar- stefnu í nútíma þjóðfélagi, að beita ftjálsræði í atvinnu- og efnahagsmálum og markaðs- lausnum þar sem þær eiga við, til þess að standa straum af öflugu velferðarríki og jöfnun lífskjara. Þetta séu alls ekki andstæð atriði, heldur styðji hvert annað. Menn eiga ekki að stefna að samþjöppun valds- ins nema alveg hreint við sér- stakar aðstæður, — þegar ekki verður hjá því komizt." Það er sum sé skoðun fag- ráðherra bankamála „að aukin miðstýring í vaxta- og peninga- málum væri varhugaverð þró- un“. Tillögur forsætisráðherra standa hinsvegar til slfkrar þró- unar. Ágreiningur sá, sem hér kemur fram, er aðeins eitt dæmi af mörgum um sundur- lyndið á stjómarheimilinu. Ummæli viðskiptaráðherr- ans þess eftiis „að beita eigi ftjálsræði í atvinnu- og efna- hagsmálum ... til þess að standa straum af öflugu vel- ferðarríki og jöfnun lífskjara", eru einkar athyglisverð. Það vóru viðhorf af þessu tagi, sem byggðu brú þjóðmálasamstarfs yfir til Sjálfstæðisfiokksins á árum viðreisnar (1959-71). Þau eiga greinilega enn hljómgrunn í Alþýðuflokknum, þrátt fyrir skoðanalegt landshomaflakk á rauðu ljósi hin síðustu misserin. Viðreisnarstjómin beitti „fijálsræði í atvinnu- og efna- hagsmálum og markaðslausn- um þar sem þær áttu við“. Höft og miðstýring véku fyrir hliðstæðri starfsaðstöðu fólks og fyrirtækja og bezt hefur gefízt annars staðar á Vestur- löndum. Þá tókst að styrkja rekstrarstöðu atvinnuveganna, efla þjóðarbúskapinn og auka svo þjóðartekjur, að hægt var „að standa straum af öflugu velferðarríki og jöfnun lífskjara". Þessvegna er ástæða til að taka undir viðvörunarorð Jóns Sigurðssonar, þau er hann mælir gegn miðstýringu, sam- þjöppun valdsins og höftum á atvinnustarfsemi í landinu. Eftir lifír aðeins ein vika af þinghléi, sem stjómarflokkam- ir tóku sér til að ná saman um einhvers konar efnahagsað- gerðir. Engu að síður ríkir enn mikill ágreiningur þeirra á milli, einkum um vaxta- og verðlagsmál, sem og gengis- mál. í raun hafa stjómarflokk- amir ekki enn náð saman um sljómarstefnu, hvað þá fram- kvæmd stjómarsteftiu, í mikil- vægum þjóðmálum. Hliðarvið- ræður við Borgaraflokkinn hafa ekki dregið úr ágreiningn- um á stjómarheimilinu. Ríkisstjómin er á flæðiskeri stödd, umlukin sjóum sundur- ljmdis. Vera má að henni takizt að tjasla sama, á síðustu stundu, einhverskonar hrófa- tildri „samkomulags" um efna- hagsaðgerðir, jafnvel að beija í brestina með Borgaraflokkn- um. Tengibandið yrði þá óttinn við kosningar. En það hrófa- tildur, ef til verður, hýsir vart sjónarmið viðskiptaráðherrans um „frjálsræði í atvinnu- og efnahagsmálum og markaðs- lausnir". Hætt er við þar sitji höftin á fleti, miðstýring og samþjöppun valdsins. Eða með öðrum orðum flest það sem fagráðherra viðskiptamála tel- ur efnivið í „varhugaverða þró- un“. GEORGE Bush tók við embætti sem 41. forseti Bandaríkj anna föstu- daginn 20. janúar síðastliðinn. Eftir að hafa svarið embættis- eiðinn á veröndinni £yr- ir framan þinghús Bandaríkjanna flutti hann ræðu þá, sem hér birtist í heild. Herra forseti Hæstaréttar, herra forseti, Quayle varaforseti, Mitch- ell öldungadeiidarþingmaður, Wright þingforseti, Dole öldunga- deildarþingmaður, Michel fulltrúa- deildarþingmaður, samborgarar mínir, nágrannar og vinir. Meðal okkar er maður sem öðl- ast hefur varanlegan sess í hjörtum okkar og sögu Bandaríkjanna. Reagan forseti, fyrir hönd þjóðar- innar vil ég þakka yður fyrir öll þau stórkostlegu afrek sem þér hafið unnið fyrir Bandarfkin. Eiðurinn, sem ég sór hér á und- an, er nákvæmlega eins og sá er George Washington sór fyrir 200 árum. Biblfan sem ég lagði hönd á er sú sama og hann lagði hönd á. Það er rétt að minning Washing- tons sé í huga okkar nú, ekki ein- göngu vegna þess að tvær aldir eru frá þvf að hann var settur inn í embætti heldur vegna þess að Washington er faðir þjóðarinnar. Ég hygg að hann myndi gleðjast með okkur í dag við þessi tímamót þvf að ákveðin staðreynd er öllum ljós; við byggjum enn á 200 ára gömlum arfi. Við erum hér á fremstu verönd lýðræðisins, þar sem við eigum auðvelt með að ræða saman eins og góðir nágrannar og vinir. Á þessum degi er þjóðin sameinuð, öllum ágreiningsefnum sópað til hliðar um stund. Fyreta gjörð mín í embætti for- seta verður að fara með bæn. Ég bið ykkur að lúta höfði. Himneski faðir, við hneigjum höfuð okkar og þökkum þér kærleika þinn. Þigg þú þakklæti okkar fyrir þann frið sem umlykur þennan dag og sam- eiginlegt traust okkar sem eykur lfkumar á að friður haldist. Stjrrk þú okkur f starfí fyrir þig, lát okk- ur gaumgæfa og virða vilja þinn og geyma þessi orð í hjörtum okk- ar. Lát okkur nota valdið til að hjálpa fólki - því að okkur er ekki gefíð valdið til að hefja okkur sjálf á stall eða láta tigna okkur. Valdi er aðeins beitt af réttlæti sé það notað f þágu fólksins. Drottinn, hjálpa þú okkur að muna þetta. Amen. Björtframtíð Er ég nú stend frammi fyrir ykkur og tek við embætti forseta er framtfðin auðug af fyrirheitum. Við lifum á tfmum friðar og vel- megunar. En við getum bætt um betur.því að nú blása nýir vindar og heimurinn virðist genginn í endumýjun Iffdaga sem helgaðir eru frelsinu. Ef til vill er ekki búið að hrinda öllum einræðisherrum af stalli en ljóst er að enginn dáir þá lengur í hjarta sínu. Dagar alræðisins eru senn taldir - fomeskjulegar hugmyndir þess hiynja nú eins og sölnað lauf af gömlu, lffvana tré. Ferekur vindur blæs og þjóð sem bergt hefur bik- ar frelsisins er nú reiðubúin að láta hendur standa fram úr ermum. Bijóta þarf nýtt land og vinna nýjar dáðir. Stundum virðist okkur framtíðin vera þoku hulin. Við bfðum í von um að létti til svo að við getum ratað rétta leið. En nú virðist sem við getum gengið hindr- unarlaust á braut framtfðarinnar. Miklar þjóðir halda nú f lýðræði- sátt á vit frelsis. Karlar og konur um allan heim láta nú hið frjálsa markaðskerfí vísa sér leiðina til velmegunar. Alls staðar er barist fyrir tján- ingarfrelsi og frjálsri hugsun; helstu vörðum á veginum til þeirr- ar andlegu og siðferðislegu full- nægju sem aðeins frelsið getur veitt okkur. Við vitum hvað ber árangur. Það er frelsið. Við vitum hvað á rétt á sér. Það er frelsið. Við vitum hvemig á að tryggja réttlátara og auðugra líf fyrir allt mannkyn; með frjálsum markaði, frjálsri tjáningu, málfrelsi, frjáls- um kosningum og athafnafrelsi sem ríkisvaldið verður ekki fiötur um fót. í fyreta sinn á þessari öld, ef til vill f fyrsta sinn í sögunni, þurf- um við ekki að finna upp nýtt stjómarfyrirkomulag, þurfíim ekki að skeggræða fram á nótt kosti og ókosti hinna margvíslegu stjómkerfa. Við þurfum ekki að leita réttlætis hjá krýndum ein- völdum. Við þurfum aðeins að gæta þess sjálf. Gjörðir okkar verða að byggjast á því sem við vitum. Leiðsögn mín verður sú von sem túlkuð var af dýrlingi með orðunum: „Samstaða um þau mál sem mestu skipta, flöl- breytilegar skoðanir á þvf sem er mikilvægt en víðsýni og skilningur í öllum málum." Hvert stefinum við? Bandaríkjamenn eru nú stolt, fíjáls þjóð, heiðarleg og þjóðrækin, þjóð sem hlýtur að unna landi sfnu hugástum. Innra með okkur vitum við, þótt við flíkum því ekki, að meira býr að baki þessu landi en augað nemur og styrkleiki okkar er nýttur í þágu góðs málstaðar. En höfum við tekið breytingum sem þjóð? Erum við gagntekin af efnislegum gæðum, metum við ekki starfsheiður og fómarlund sem skyldi? Vinir mínir, eignir okkar eru ekki upphaf og endir alls í tilveru okkar. Þær eru ekki takmarkið með lífí okkar. í hjörtum okkar vitum við hvað raunverulega skiptir sköpum. Við megum ekki láta þar við sitja að arfieiða böra okkar að stærri bíl, hærri banka- innistæðu. Vonandi tekst okkur að gera þeim ljóst gildi sannrar vin- áttu, umhyggju foreldra, hvað það merkir að skilja svo við heimili sitt, nágrenni og borg að það sé betra en áður. Og hvere konar eftirmæla æskj- um við af hendi samferðafólks okkar? Þeirra að framalöngun okk- ar hafí verið sterkari en nokkurra annarra umhverfís okkur? Eða vilj- um við að okkar verði minnst vegna þess að við drápum við fæti til að spyija um lfðan sjúks baras og létum falla nokkur hlýleg orð? Hvorki forseti né ríkisstjóm geta kennt okkur að minnast þess hvað hafí mesta þýðingu í lífinu. En kjörinn leiðtogi þjóðarinnar verður eftir bestu getu að leggja sitt af mörkum til þess að þeim hljóðlátu sigrum sem gott hjartalag og sál- argöfgi vinna verði fagnað meir en þeim sem gull og glæsiklæði hafa áorkað. Mýkrídrættir Bandaríska þjóðin sýnir aldrei fyllilega sitt rétta andlit nema hún beijist fyrir göfugum hugsjónum. Við eigum f slíkri baráttu nú. Markmið hennar er að mýkja drættina f ásjónu þjóðfélags okkar og vinna að bættum heimi. Vinir mfnir, við höfum verk að vinna. Huga þarf að þeim sem ekkert heimili eiga, þeim sem ráfa um í reiðileysi. Sum böm skortir allt, ástúð jafnt sem eðlilega um- hirðu. Til eru þeir sem ekki geta losnað undan þrældómsoki ffkni- efna, fátækraframfærelu eða þess vonleysis sem ríkir í skuggahverf- um stórborganna. Beijast þarf gegn skelfilegum glæpum á götum stórborganna. Hjálpa þarf ungum konum sem bera undir belti böm er þær geta ekki veitt umhyggju og munu jafn- vel ekki elska. Þær þarfíiast um- hyggju okkar, leiðsagnar og fræðslu - en við óskum þeim bless- unar fyrir að taka lífíð fram yfír dauðann. Eitt sinn var lausnin talin sú að beita almannafé til að útrýma öll- um slíkum vandamálum. En við höfum komist að raun um að svo er ekki og hvað sem því líður þá eru flárhag okkar takmörk sett. Vinna þarf bug á hallarekstri ríkis- ins. Vilji okkar er sterkari en flár- hagurinn en viljann má að sönnu ekki skorta. Við munum taka erfíð- ar ákvarðanir, gæta að því hvað við höfum til umráða og hugsan- lega nýta fé með öðrum hætti en áður - við munum taka tillit til raunverulegrar neyðar og gæta skjmsemi og öryggis. Og sfðan munum við gera það sem er skyn- samlegast af öllu. Við munum leita til þeirrar uppsprettu sem aldrei þver, ekki einu sinni á neyðartím- um; - góðvildar og hugrekkis bandarísku þjóðarinnar. Ég á við nýtt hugarfar um- hyggju fyrir kjörum annarra - nýj- an þrótt og snerpu þeirra sem vilja líta árangur starfa sinna. Virkja þarf allar kynslóðir, nýta hæfíleika eldra fólks og ótamda starfsorku hinna yngri - því að það er ekki eingöngu forystan sem hverfur af hendi einnar kynslóðar til annarr- ar, það gerir einnig framkvæmd stefnunnar hveiju sinni. Og kyn- slóðin sem fæddist eftir síðari heimsstyijöld hefur nú slitið bams- kónum. Ég hef áður líkt fólkinu í landinu og fijálsum samtökum þess, sem vinna að góðum málefnum, við mörg þúsund Ijós, eins og sljömur á himni. Við munum starfa með þeim, hvetja þau, umbuna þeim, stundum tökum við forystuna, stundum þau. í þessum anda mun ríkisstjómin starfa. Sjálfur mun ég styðja þá einstaklinga og þau samtök, sem skara fram úr og ég mun biðja alla ráðherra mfna að standa einnig við bakið á þeim. Gömlu hugsjónimar eru l reynd ávallt ungar, sígildar: Skyldu- rækni, fómarlund, umhyggja og þjóðrækni sem birtist með þeim hætti að fólk vill leggja sinn skerf af mörkum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 George Bush Samstarf þings og stjómar Við þurfum einnig að koma á nýjum og bættum samskiptum þjóðþings og ríkisstjómar. Finna þarf lausn á þeim verkefnum, sem við blasa, með viðrasðum við öld- ungadeild og fulltrúadeild þingsins og ná þarf jafnvægi í ríkisbúskapn- um. Við þurfum að tryggja að Bandaríkin verði í augum um- heimsins sameinað, sterkt og frið- sælt ríki með traustan fjárhag. Að sjálfsögðu geta snurður hlaupið á þráðinn. Við þurfum að leysa þrálátar deilur frá fyrri tíð með málamiðlunum. Við þurfum að stilla saman strengina; of mikið hefur borið á misklíð. Þingið hefur breyst eins og annað á okkar tímum; deilum hefur með vissum hætti verið hampað meira en áður. Við höfum orðið vitni að óbilgimi og þvf að deiluaðilar hafa ekki gagnrýnt skoðanir andstæðingsins heldur sagt hann hafa illt f huga. Flokkamir okkar miklu hafa allt of oft deilt harkalega og sýnt hvor öðrum vantraust. Með þessum hætti hefur þetta verið síðan við börðumst í Víetnam. Enn veldur sú styijöld deilum með- al okkar. En vinir mínir, sú styij- öld hófst í raun fyrir aldaifyórð- ungi og nú hlýtur vissulega að vera mál að linni. Þannig er málum háttað í reynd. Sú ályktun, sem við að lokum drög- um af Víetnam-stríðinu, er að mik- il þjóð má ekki til lengdar láta minningar spilla einingu sinni. Nýir vindar blása og við verðum að standa saman á ný. Vinir mínir, ég segi af einlægni vinir, ég segi sömuleiðis af ein- lægni, heiðarlegri stjómarand- stöðu býð ég sáttahönd. Ég rétti yður, herra þingforeeti, hönd mína, einnig yður, leiðtoga meirihlutans á þingi, því að nú er runnin upp stund sátta, við getum ekki, viljum ekki snúa tímans hjóli aftur á bak. Þegar feður okkar vom ungir, herra þingforeeti, luku menn deil- um áður en í óefni var komið. Vissulega höfum við ekki í huga að einblína á á fortíðina. En þegar mæður okkar vom ungar, herra leiðtogi þingmeirihlutans, gátu þing og ríkisstjóm unnið saman að því verkefni að sen\ja Qárlög sem þjóðin hafði efni á. Við skulum ganga sem fyret til samninga og mæla hressilega fyrir skoðunum okkar. En lokatakmark- ið er að komast að niðurstöðu. Þjóðin bíður þess að við hefjumst handa. Hún kaus okkur ekki til valda til þess eins að láta okkur þrátta heldur vill hún að við heíjum okkur yfír flokkadrættina. Samstaða um þau mál sem mestu skipta. Og þetta, vinir mínir, skiptir mestu máli. Varðstaða um firið umneirmnum pjooum vio ny]a, þróttmikla stefíiu og ítrekum fymi heit. Við munum standa vörð um frið með því að láta ekki deigan sfga. Framrétt hönd breytist ekki auðveldlega f krepptan hnefa - og vinsamlegt handtak getur orðið tilefni til að menn hafí oftar tæki- færi til að takast í hendur. Nokkr- ir Bandaríkjamenn em nú í haldi í öðrum löndum og sumra er sakn- að. Við munum ekki gleyma þeim sem veita okkur aðstoð í þessum málum. Velvilja verður svarað með velvilja. Gagnkvæmt traust er allt- af hægt að byggja upp. Á sama hátt og miklir menn verða miklar þjóðir að standa við orð sín. Þegar Bandaríkjamenn lýsa skoðun sinni er það gert af heilum hug - hvort sem um er að ræða samning eða eið sem unninn er á marmaraþrepum. Við munum alltaf reyna að ijá okkur skýrt þvf að einlægni er lofsverð. En kænska getur einnig verið nauðsynleg, þegar hún á við. Jafnframt því sem við störfum dyggilega með banda- mönnum okkar og vinum um allan heim munum við halda áfram að bæta sambúðina við Sovétríkin án þess að fóma öryggishagsmunum okkar. Segja má að ný og bætt sambúð okkar og Sovétmanna sé að nokkru leyti sigur vonar og staðfestu yfír sögulegri reynslu. En vonin er já- kvæð og svo er einnig um styrk og árvekni. Lýðræðið eign allra Her á meðal okkar eru tug- þúsundir borgara sem gleðjast, eins og eðlilegt er, yfír því að hafa tekið þátt í lýðræðislegum kosn- ingum og gleðjast yfir úrslitum þeirra. En hugur minn hefur und- anfama daga einnig verið hjá þeim sem fylgjast með okkur úr fíarlægð - hjá öldungnum sem heilsa mun að hermannasið þegar fáninn verð- ur dreginn að hún, hjá konunni sem segja mun sonum sínum hvað texti herhvatarinnar merkir. Með þessu vil ég ekki slá á strengi viðkvæmn- innar, aðeins minna á að á degi sem þessum erum við öll þátttak- endur í sögu okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr, tengd óijúfandi böndum. Bömin fylgjast með okkur í skól- um um allt okkar víðfeðma land. Ég vil þakka þeim fyrir að fylgjast með á þessum hátíðardegi lýðræð- isins. Lýðræðið er eign okkar allra og getur orðið sífellt fullkomnara, svifíð æ hærra eins og flugdreki í golunni. Og við landsmenn alla vil ég segja að þið eruð allir þátttakendur f hátfð dagsins, hvemig sem að- stæður ykkar em og hvar sem þið emð staddir. Þið takið allir þátt í lífí hinnar miklu þjóðar okkar. Foreeti er hvorki kóngur né páfí. Ég hef ekki hug á að fylgjast með innstu hughræringum ykkar. Það sem ég keppi að er aukið umburð- arlyndi, að við leyfum hvert öðra að hafa viðhorf okkar og lffsstíl í friði. Það er ekki margt sem við verðum að mótmæla öll skilyrðis- laust, einum rómi. Það sem er augljóslega af slíku tagi er fíkni- efnavandinn. Fyreta kókaín- skammtinum, sem smyglað var til landsins með skipi, má lfkja við lífshættulega bakteríu, sem leggst á lfkama og sál þjóðarinnar. í þess- um málum er margt ógert og margt sem nánar þarf að fjalla um. En þið getið treyst því að þessari plágu mun verða af okkur létt. Verkefnin em möig og á morg- un heQum við störf. Ég ber traust til framtíðarinnar og óttast hana ekki, þótt vandamál okkar séu mikil en við emm full djörfungar. Vilji okkar er sterkari en vandinn sem við er að glíma. Gallar okkar em óendanlega miklir en gæska Guðs er líka óendanleg. Sumir líta svo á að foiystumenn eigi að fara mikinn og blása f lúðra. Stundum er það reyndar svo en ég lft á söguna eins og bók með mörgum blaðsíðum og á hveij- um degi fyllum við eina síðu með vonum okkar og markmiðum. Ferskur vindur blæs, blaðsíðu er flett, sagan gengur sinn gang. f dag hefst nýr kafli, stutt en mikil- fengleg saga af samstöðu, marg- breytileika og örlæti, þar sem allir taka þátt og ríta sinn hluta. Þakka ykkur fyrir, Guð blessi ykkur og Guð blessi Bandaríkin. Mesta þátttaka íslend- inga í frímerkjasýn- ingu á erlendri grund Laugarhóli, Bjaraarfirði. ALDREI hefír verið jafii mikil þátttaka frá íslandi í erlendri frímerkjasýningu, hvorki fyrr né sfðar, en í samnorrænu sýningunni sem haldin verður f Fredrikstad f Noregi f upphafí júnfmánaðar á þessu ári. Samtals nfu aðilar sýna þama sjö frímerkjasöfn og sex bækur og bæklinga um íslensk frímerki. Þar af er eitt safiiið f heið- ursdeild sýningarinnar, eitt í deild fyrir dómara og fimm f samkeppn- isdeild. Allar bókmenntirnar eru svo f samkeppnisdeildinni. Þá verða þrir dómnefhdarmenn frá íslandi, sem utan fiira auk umboðsmanns sýningarinnar. Frímerkjasýningin „NORDIA 1989“ verður haldin dagana sjö- unda til ellefta júní næstkomandi í Fredrikstad í Noregi. Verður þetta ein glæsilegasta norræna sýningin til þessa og að minnsta kosti er íslenska þátttakan sú allra glæsi- legasta, sem nokkm sinni hefir ver- ið á erlendri gmnd. í þríátfu og sjö römmum sýna sjö Islendingar frímerkjasöfíi og auk þess sex bæk- ur og rit, sem tveir einstaklingar sýna. Þorsteinsson í bókmenntadeild sýn- ingarinnar. Þór sýnir bók sína Póst- hús og bréfhirðingar á íslandi, en Sigurður sýnin Islensk frímerki 1989, Um frímerlq'asöfnun, kennslubókina, Skrá um flug að og frá og á íslandi, Frönsku prentunina á fslenskum frímerkjum og loks Maximkort útgefín af Póstmála- stofnun. Til að ljúka þessum ritum var honum veittur styrkur úr Póst- sögusjóði á sl. ári. Er hann jafn- framt umboðsmaður sýningarinnar hér á landi. Nýlega er komin staðfesting frá sýningarstjóminni á að allt þetta sýningarefni verði tekið á sýning- una, en oftast verður að skera umsóknir niður um marga ramma. Sýningarefnið héðan var hinsvegar ekki skorið niður nema um einn ramma, sem telja má nær eins- dæmi. Þannig fer þessi sýning jrfír i söguna sem sú er fagnar mestu þátttöku íslenskra frímerkjasafnara á erlendri gmnd, hingað til. Skólatónleikar Tón- listarskóla Dalasýslu Búð&rdaL Þjóðskjalasafn íslands sýnir ís- lensk notkunarbréf frá 1870-1900 í fímm römmum í heiðuredeild sýn- ingarinnar. Þá sýnir Jón A. Jonsson dönsk merki í deild fyrir dómara. Páll H. Ásgeireson sýnir hluta af flugsafni sínu, 1928-1945, í fímm römmum. Sigurður P. Gestsson sýnir Pósthommerkin norsku í sex römmum. Hálfdán Helgason sýnir póstbréfeefni f átta römmum, 1879-1920. Hjalti Jóhannesson sýnir póstsögu frá 1873-1930 í fímm römmum og óli Kristinsson sýnir Konungsríkið ísland, 1902- 1940, í fimm römmum. Þá sýna þeir Þór Þoreteins og Sigurður H. HAUSTÖNN Tónlistarskóla Dalasýslu var að (júka með tón- leikum þar sem hver nemandi lék eitt lag á það hjjóðiæri sem hann lærir á. Nemendur á þessari önn vom í kringum fimmtíu, sem er heldur færra en síðastliðið skólaár, enda hafa flust í burtu nokkrir nemendur. Skólastarfíð hefur gengið vel, tveir kennarar starfa við skólann, sem er starfræktur á tveim stöðum f sýslunni, f Búðardal og að Laug- um, svo kennarar hafa nóg að gera því nemendur em úr allri sýslunni. Vorönn hefet nú í vikunni og verður heldur aukning á nemend- um. Það var einróma álit gesta á tónleikunum að bömin skiluðu verk- efnum sfnum með sóma. Skólastjóri, Kjartan Eggertsson, ávarpaði nemendur og gesti og að lokum léku félagar úr harmoniku- klúbbnum Nikkólfnu nokkur lög. — Kristjana Á100 ára ártíð Guð brands Vigfussonar eftir Ursulu Dronke Hinn 31. janúar 1989 er þess minnst við háskólann f Oxford, að 100 ár em liðin frá andláti merks íslensks fræðimanns, Guðbrands Vigfússonar. Hann var fæddur í Galtadal á Fellsströnd í Dalasýslu árið 1827 og lést í Oxford, þar sem hann hafði búið f nærfellt 23 ár. Guðbrandur varð fyrstur íslendinga til að kenna íslensk fræði við ensk- an háskóla, og það vom fræði- mennska hans og fyrirlestrar í Oxí- ford, sem urðu gmndvöllurinn að íslenskukennslu í Englandi. Því starfí hefur verið viðhaldið í svo til hveijum háskóla í Bretlandi fram á þennan dag. Árið 1866 var Guðbrandi Vigfús- syni boðið til Englands til að und- irbúa fomfslenska orðabók handa nemendum $ enskum háskólum, og er bók þessi enn notuð. Hinn kunni grískumaður og orðabókarhöfundur H. G. Liddell, forstöðumaður við Christ Church í Oxford, var ráð- gjafí Guðbrands og gerði sér fljótt grein fyrir fágætum gáfum hans og vitsmunum. Þegar Guðbrandur kom til Ox- ford, var hann hámenntaður og þroskaður fræðimaður. Bókaforlög á Norðurlöndum höfðu gefíð út mörg af ritum hans og hann hafði aflað sér afar víðtækrar þekkingar á íslenskum handritum. Ekki leið á löngu, áður en hann var skipaður háskólakennari f fomfslensku, og prófessorar við háskólann hlýddu á fyrirlestra hans ásamt nemendun- um. Árið 1883 var hann skipaður lektor í fomfslensku, fyrstur manna. Samstarfsmenn hans undr- uðust elju hans í starfí. Allir, sem umgengust hans, dáðust að rósemi hans, virðuleika og starfsgleði. Guðbrandur var ekki metorða- gjam fyrir sjálfs sín hönd og hefði víða getað fengið betur launaðar stöður en í Oxford. En hann var metnaðargjam fyrir hönd lands síns og þjóðar. Hann vildi kynna heimin- um hinn mikla fjársjóð fslenskra bókmennta — auðlegð sem virtist langt í frá að standa í réttu hlut- falli við fámenni landsins, ekki síst á þessum ámm, þegar harðindi og fólksflótti surfu að. Af þeim mörgu vinum, sem Guð- brandur eignaðist í Oxford, var það sérstaklega einn þeirra, sem studdi hann kappsamlega: sagnfræðingur- inn Frederick York Powell (síðar Regius-prófessor). Hann var vel les- inn í bókmenntum margra þjóða, hugmyndaríkur og léttur í lund (Hann var hálf-velskur). York Pow- ell vann daglega með Guðbrandi við þýðingamar, ræddi við hann um textann og aðstoðaði hann við að skrifa formála ritsins, sem Guð- brandur undirbjó og gefíð var út í sjö bindum hjá háskólaforlaginu f Oxford. Þeir unnu linnulaust og af ástríðu að þessu verki. Stundum olli ákafí þeirra því, að nákvæmnin varð ekki sem skyldi. Engu að síður tókst þeim eftirminnilega að koma ætlunarverki sfnu í höfn — að kynna foman arf íslendinga, gera hann í heild sinni aðgengilegan enskum lesendum og auðvelda þeim að skynja tengslin við sína eigin fomu menningu. Samstarf þeirra var til fyrir- | myndar fyrir okkur, sem nú eram á dögum. Enskir nemendur vilja gjama ferðast til fslands, læra af fslenskum fræðimönnum og njóta hlýju og gestrisni íslendinga. Við Englendingar höfum einnig sitt- hvað að bjóða íslendingum, t.d. Guðbrandur Vigfússon kunnáttu okkar í engilsaxneskum fræðum og sögu þess tímabils, er fsienskir víkingar slógust í lið með enskum konungum. Svo eigum við aðra skuld að greiða, og enn er það mætur íslend- ingur, sem í hlut á — Grímur Jóns- son Thorkelin, sem færði okkur fyrstu útgáfu frægasta hetjukvæðis okkar, Bjólfskviðu. Ef til vill mun 100 ára ártíð Guðbrands Vigfússon- ar vekja okkur á ný til vitundar um sameiginleg verkefni okkar f fræði- mennsku. Dr. Benedikt Benedikz, bóka- vörður í séreafhadeild háskólabóka- safnsins f Birmingham, ftytur fyrir- lestur í minningu Guðbrands í Há- skóla íslands hinn 31. janúar. Höfundur gegndi þar til á síðasta ári kennaraembætti þvi við Oxford-háskóla, sem enn er kennt við Guðbrand Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.