Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989
Maðurinn minn,
JÓHANNES JÓHANNSSON
frá Bæ,
Melabraut 23,
Hafnarflrði,
lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 29. janúar.
Guðrún Krlstjánsdóttlr
og aðrlr aðstandendur.
t
Móöir okkar,
MARGRÉT HEMMERT,
lést í Landspítalanum 29. janúar,
Helga Eysteinsdóttir,
BJörg Eystelnsdóttir,
Arnljót Eysteinsdóttir.
+
Eiginkona mín,
GUÐRÚN BJARNFINNSDÓTTIR,
Búðarstfg, Eyrarbakka,
lést sunnudaginn 29. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Jón Valgeir Ólafsson.
+
Systir mín, mágkona og föðursystir okkar,
JÓNA BJARNADÓTTIR,
Melrl-Tungu,
Holtum,
andaðist á Vífilsstaðaspítala að morgni 29. janúar.
Kristfn Bjarnadóttlr, Sigrfður Jóhannsdóttlr,
Bjarni Valtýsson, Jóhann Valtýsson,
Valtýr Valtýsson, Sigrfður Þórdfs Valtýsdóttir.
+
Móöir okkar,
ANNA FLÓVENTSDÓTTIR MOLANDER,
Tjarnarstfg 8,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. janúar.
Gróta Molander,
Aage Molander.
+
Bálför hjartkærs eiginmanns míns, föður og afa,
EYJÓLFS ÞORGILSSONAR,
Framnesvegi 57,
sem andaðist 21. jan. fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 1.
febrúar kl. 13.30.
Kristfn Gunnlaugsdóttlr,
Margrót Eyjólfsdóttir,
Guðbjartur Þórarinsson.
+
Maöurinn minn, faöir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir,
GÍSLI KÁRASON
bifreiðastjóri,
Fossheiði 46,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. febrúar
kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti líknarstofn-
anir njóta þess.
Sigrfður Jónatansdóttir,
Anna Edda Gfsladóttir, Birgir Steinþórsson,
Margrót Stefanfa Gísladóttlr,
Þórdfs Lilja Gfsladóttir, Þráinn Hafsteinsson,
Konráð Breiðfjörð Pálmason, Marfn Sigurgeirsdóttir.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Bólstaðarhlfð 41,
Reykjavfk,
sem lést á öldrunardeild, Hátúni 10, Reykjavík, laugardaginn 28.
janúar verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 3. febrú-
ar kl. 10.30.
Sölvi Jónasson,
Svanhildur Tessnow,
Haukur Sölvason, Krlstfn Árnadóttlr,
Sigrún H. Hauksdóttir,
Elín H. Hauksdóttir,
Svanhildur H. Hauksdóttir.
Kveðjuorð:
Guðmundur Björns-
son verkíræðingur
Fæddur 2. nóv. 1925
Dáinn 13. des. 1988
Þó að ég viti að Guðmundur bróð-
ir minn sé dáinn, er ég ekki ennþá
búin að sætta mig við að hann sé
horfinn sjónum okkar til frambúð-
ar. Eg sé hann ljóslifandi fyrir mér
og þannig vil ég muna hann áfram.
Þann 25. ágúst síðastliðinn átti
ég því láni að fagna að eiga ljúfa
kvöldstund með þeim hjónum og
yngstu dóttur á vistlegu heimili
þeirra. Nú, þegar allt er breytt,
geymi ég þessa síðustu samfundi
okkar sem helga dóm.
— Og hugurinn leitar til
bemskuáranna heima á Kópaskeri.
Þar fínnst mér alltaf hafa verið
sólskin yfir. — Við áttum svo góð
og heilbrigð uppvaxtarár, þar sem
fléttað var saman leik og starfí,
þannig að starfið varð leikur og
leikurinn varð undirbúningur fyrir
starf. Það sem sjálfsagt var, að
allir tækju þátt í störfum dagsins
og ekkert var eðlilegra, en nógur
tími gafst samt til leikja. Það var
svo margt í boði og engum datt í
hug að láta sér leiðast þótt húsin
í þorpinu væru aðeins 3-5 öll æsku-
árin. Unglingavandamál voru líka
óþekkt hugtök þá, sem betur fer. -
En á Kópaskeri var líka á þessum
tíma, miðstöð samgangna í hérað-
inu og það setti svo sannarlega sinn
svip á tilveruna. Það var ekki sá
fullorðinn maður í sveitunum, bæði
norðan og sunnan við, að við ekki
þekktum með nafni og vissum frá
hvaða bæ væri. Allflestir höfðu líka
komið inn og þegið mat eða kaffí,
enda ekki fljótfarið milli sveita,
lengi vel farið gangandi, í besta
falli á hestum. Allt þetta fólk varð
sem góðkunningjar smárra sem
stórra og þannig náðist býsna
snemma ævinnar góð yfírsýn yfír
mannlíf í heilu héraði. Ef til vill
hefur það aukið víðsýni, þegar á
allt er litið og treyst átthagaböndin
eftir brottför úr héráði.
Eg minnist bamaskólagöngu
okkar, um 20 mínútna leið hveiju
sinni, þar sem aldrei kom annað til
greina en hestar postulanna og það
þótt veður væru stundurn rysjótt.
Annan hvom mánuð sóttum við
skólann og nutum frábærrar leið-
sagnar Halldóm Friðriksdóttur
skólastjóra og manns hennar Sig-
urðar, hinn mánuðinn numið við
móðurkné. Þetta fyrirkomulag nýtt-
ist námfúsum börnum einstaklega
vel og hefí ég þá trú, að ekki sé
betur gert enn í dag, þrátt fyrir
+
GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR,
Byggðaronda 15,
veröur jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 1. febrúar
kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Kristlnn Guðnason,
Hanna Helgadóttlr,
Guðný Helgadóttir.
+
Maöurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi,
ÖGMUNDUR SIGURÐUR ELEMUNDARSON
frá Hellissandl,
Stigahlfö 24,
verður jaðrsunginn fró Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. febrúar
kl. 15.00.
Karlotta Frlörlksdóttlr,
Ólafur Ögmundsson, Gunnhildur Höskuldsdóttlr,
Ingileif Ógmundsdóttir, Bragi Beinteinsson,
Ásta Maria Ólafsdóttir, Gunnar Inglmundarson,
Ögmundur Matthfasson
og barnabörn.
+
Við þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu í veik-
indum og við andlát sonar okkar og bróður,
JÓNS INGVARS ERLENDSSONAR.
Sérstaklega viljum við þakka öllu starfsfólki Barnaspítala Hrings-
ins, 12-E, fyrir umhyggju og góða umönnun.
Kristfn Einarsdóttir, Erlendur Jónsson,
Einar Erlendsson, Atll Már Erlendsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
stjúpföður okkar, afa og langafa,
HALLGRÍMS OTTÓSSONAR,
Sæbakka, Bfldudal.
Sérstakar þakkir færum við öllu þvi elskulega fólki á Bíldudal sem
lagði okkur lið og hjálpaði okkur á allan hátt.
Jón Kr. Ólafsson,
Fjóla Eleseusdóttir, Baldur Ásgeirsson,
Svala Slgurjónsdóttir, Gunnar Guðnason,
Fjóla Ósk Gunnarsdóttlr, Guöni Gunnarson.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mamorex/Gmit
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
margfalt lengri skólasetu, ekki síst
hvað varðar réttritun og íslenskt
mál.
Guðmundur bróðir var einstak-
lega námfús, samviskusamur og
duglegur í skóla. Ég.held að ég
muni það rétt, að hann hafí tekið
hæsta fullnaðarpróf úr bamaskóla
sem þá hafði verið tekið. Það lá því
beint við að hann héldi áfram námi.
Eftir menntaskólanám var haldið
til Svíþjóðar og stofnuð fjölskylda
á seinni hluta þess tímabils. Ég
minnist ánægjulegra heimsókna til
Stokkhólms frá Sigtuna mánaðar-
lega, auk lengri dvalar um jól, vet-
urinn 48-49. Það var ómetanlegt
að eiga tvö bræður og konur þeirra
að þann vetur.
Já, það er svo margs að minnast
og margt að þakka. Með þessum
fátæklegu orðum vil ég þakka kær-
um bróður fyrir samfylgdina, fyrir
pössunina á fyrstu árunum. Við
áttum svo margt sameiginlegt, að-
eins ári og tveim mánuðum eldri
en ég. Ljúfari bróður var ekki hægt
að hugsa sér, hann var minn sjálf-
kjömi vemdari í fleiri ár, ekkert
nema rólegheitin og samviskusem-
in.-
Fýrir rúmum tveim árum, var ég
á gangi upp að fjalli einn fagran
haustdag og á eftir mér trítlaði
sonarsonur minn, 4-5 ára. Eg sneri
mér við og sagði: „Komdu nú, Lilli
minn“ og rétt á eftir: „Veistu það,
að þegar ég var lítil, átti ég bróð-
ur, sem var aðeins stærri en ég og
ég kallaði alltaf Lilla bróður?“ Það
varð þögn um stund, en svo var
sagt rétt fyrir aftan mig: „En hvar
er þá Lilli bróðir þinn núna?“ Ef
þetta samtal hefði farið fram í dag,
hefði svarið orðið annað en það
varð þá. Eg er hins vegar ekki í
nokkrum vafa um, að Lilli bróðir
hefur átt góða heimvon á æðra til-
verustigi, rétt eins og ég er ekki í
nokkmm vafa um, að þar hefur
hann nú verið kallaður til ábyrgðar-
starfa, ekki síður en hér, á okkar
ástfólgna landi.
Eg sendi fjölskyldu bróður míns
hugheilar samúðarkveðjur. Megi
minningin um ástríkan heimilis-
foður verða þeim styrkur á ókomn-
um árum.
Guð geymi elskulegan bróður og
þau öll. Didda systir
Blómastofa
Friöfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tiiefni.
Gjafavörur.