Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 81. JANÚAR 1989
23
Tíbet:
Viðbúnadur vegna
dauða trúarleiðtoga
Nýju Delhi. Reuter.
PANCHEN Lama, sem tíbetskir búddatrúarmenn töldu ganga næst-
an sj&Ifum Dalai Lama, lést i Tíbet sl. laugardag og hefur Dalai
Lama skipað fyrir um þriggja daga sorg. Fréttastofan Nýja Kina
sagði á sunnudag, að Panchen Lama hefði látist af völdum hjartaá-
falls en tibetskir útlagar segja sumir, að hann hafi verið við góða
heilsu og telja, að ekki sé allt með felldu um andlát hans.
Talsmaður Dalai Lama í Nýju
Delhi á Indlandi sagði, að mikill
kurr væri í Tíbetum, einkum ungu
fólki, og óttuðust margir, að
Kínveijum væri um að kenna
skyndilegt andlát Panchens Lama.
Hann var fimmtugur að aldri þegar
hann féll frá.
Panchen Lama var umdeildur
meðal landa sinna. Lögðu sumir
hatur á hann og kölluðu kínverskan
lepp en aðrir virtu hann sem trúar-
leiðtoga og fyrir að beijast fyrir
bættum kjörum landsmanna. Fór
hann gjarna hörðum orðum um þá,
sem vildu slíta sambandinu við
Kína, en hlífði heldur ekki „vinstri-
sinnuðum" embættismönnum, sem
stæðu í vegi fyrir framforum og
auknu trúfrelsi. Panchen Lama átti
sæti í kínversku ríkisstjóminni, var
meðal annars varaforseti kínverska
þingsins, og kemur dauði hans á
mjög erfiðum tíma fyrir Kínveija.
Tíbetar hafa að undanfömu hert
á sjálfstæðiskröfum sínum og
stendur nú fyrir dymm mikil trúar-
hátíð f Lhasa, höfuðborginni. Fyrir
ári kom til mikilla mótmæla á hátíð-
inni en að þessu sinni átti Panchen
Lama að sjá til, að allt færi friðsam-
lega fram. Þúsundir pílagríma em
teknar að streyma til borgarinnar
og er búist við, að upp úr kunni
að sjóða. Hefur lögreglan mikinn
viðbúnað og ekki síst vegna þess,
að nýlega var vopnum og skot-
fæmm stolið úr geymslum hennar.
Tíbetsku munkamir munu nú
fara að leita að eftirmanni Panc-
hens Lama, einhveiju bami, sem
hann endurholdgast f, og getur leit-
in tekið mörg ár.
fltoKgpiitWiifrife
Metsölublað á hverjum degi!
Vor og sumar '89
1113 síður.
Frægustu merkin
í fatnaði.
Búsáhöld,
sportvörur,
leikföng o.fl.
Kr. 190
án burðargjalds
dregst frá
fyrstu pöntun.
B. MAGNÚSSON HF.
Hólshrauni 2,Hafnarfirði
sími 52866.
BR0NC0 7//M TOPAZ
VCRD FRA 1.376
ÞÚSUND STADGRCin
VCRDFRA 1.145
ÞÚSUND STADGRCITT
ihMfia iaasd6a Jöse.