Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Einn ágætur vinur minn sagði eitt sinn við mig: „Núna þarftu bara að þora að láta þér ganga vel.“ Mér fannst þetta undarlega sagt. Skyldi ég þurfa á hugrekki að halda þegar velgengni er annars vegar? Ég hefði haldið að svo væri ekki enda er velgengni fyrirbæri sem allir óska sér og telja til æskilegri þátta Ufsins. Velgengni er tvíeggjuð Þegar ég hugsa nánar um fyrirbærið velgengni er ég ekki frá því að nokkuð sé til í orðum vinar míns. Velgengni er nefnilega ekki öll þar sem hún er séð. Ég minnist þess t.d. að hafa heyrt margar sög- ur af þeim sem hafa erft auðæfl eða orðið fyrir skyndi- legu „láni“ en hafa samt átt erflða daga. Svo virðist sem ríkidæmi leiði oft til óhófs og hömluleysis og frægðin til þess að menn tapi sjálfum sér. Þeir sem sökum iðjusemi sinnar eða „heppni" ná langt á ákveðnu sviði hafa rekið sig á öfund meðbræðra sinna og orðið fyrir baktali og jafnvel rógburði. Það þarf því sterk bein til að taka á móti vel- ' gengni. Erfiðirtímar Af þessu dreg ég þá álykt- un að þau tímabil sem reyna hvað mest á andlegan þroska hvers manns séu erfiðleika- tímar svokallaðir og síðan velgengnistimar. Valkostir Þegar velgengni er mikil þá stendur borð alsnægtanna frammi fyrir okkur. Þá skiptir miklu að búa yfir þroska til að kunna að velja og hafna. Þegar okkur gengur vel þurf- um við einnig að varast að verða hrokafull. Margir sem ná langt verða of öruggir með sjálfan sig og hætta að hlusta á aðra. Það kemur sfðan að því að þeir telja sig geta allt og ráðst í verkefni sem reyn- ast þeim ofviða. Enginn er til að gefa góð ráð og fallið verð- ur hátt. Og þó hrokinn leiði ekki til beinnar eyðileggingar þá einangrar hann sálina og stendur f vegi fyrir kærleika og nýrri þekkingu. Álag Margir tala fallega um ana- legan þroska, um það að hjálpa öðrum, bæta heiminn ' o.s.frv., en þegar á bjátar hjá þeim sjálfum snýst vindáttin og hið slétta yfirborð gárast. Þá er ekki hugsað um hag annarra, heldur jafnvel troðið á öðrum til að bjarga eigin skinni. Og þó erfiðleikar kalli kannski ekki á slfkt þá kann- ast flestir við það að afsaka hegðun vina sinna: „Hann lætur bara svona af þvf að hann hefur verið undir miklu álagi." Innri styrkur hans er ekki nægur og mótlæti brýtur grímu siðmenntunar hans. Innri styrkur Ég held að innri maður sjáist ekki alltaf f daglegu lffi. Við getum ekki dæmt persónu- - leika annars manns eftir stutt spjall eða yfirborðslega við- kynningu. Það er fyrst þegar erfiðleikar steðja að, eða þeg- ar viðkomandi gengur vel, sem hinn sanni maður kemur f ljós. A ndlegur þroski Þeir sem hafa áhuga á and- legum þroska ættu því að miða við styrk sinn á stóru stundum lífsins. Hvemig reynumst við öðru fólki þegar á bjátar? Hver er styrkur okk- ar og andlegt jafnvægi þegar „á móti blæs? Sýnum við lftil- læti, hógværð og yfirvegun og kunnum okkur takmörk þegar vel gengur? Ef vel tekst til á slfkum stundum, þá má telja að þroski okkar sé nokk- ur. Að tala fallega í ljúfu sam- kvæmi segir hins vegar hvorki eitt eða neitt, annað en kannski það að viðkomandi er hugmyndaríkur og vel máli farinn. GARPUR IfN'MN'LTZ- R 1 ' / f 1 'iA GARPUR ly/kXJL'AG.1? OþOKK/// V/SS cm ADþö eet /Y!£Ð JUSSJ é<3 'TEND /vteÐ ÞER bópo TKÍ/lfZ ÞviEKJU1 M /TieDAN i LOFT/NU yF//Z BÞOTASKÓO/NiJ/M... E/IGIN /HE/ZkA I//a 'VEEDUM /t£> u/yt 8e/na em ) F/nna þk f/ei/z 0AEPJ / SÓLSETUE ELLA KyHNU/M VIÐ ALDBE/ AO STÁM FRA/yiAF ’Vf 11 iwvu-” 1 1111 u 1 / m BRENDA STARR 1 ; . 1 r | , F*~cro \ÞNV<SSyUR . /t/t/NN h//U0l M.lHANMNUSt þ/NU/U Eg BUND/NN U/B STARFtÐ- BRENDA STARR SMÁFÓLK YOURE Y 5PIKE NEEP5 ME ^ 60IN6 TO TO HELP 5ELL NEEPLES?/ 50UVENIR5 AT THE OLYMPIC 6AMES.. 'c h f & THE OLYMPIC^ 6AME5 AREN'T 'TIL SEPTEMBER ANP THEY'LL NO, 5PIKE 5AY5 THEYVE SWITCHEPj T0NEEPLE5... 05VI0U5LY ME BEIN KOREA! MAS IN5IPE INFORMATION.. ~ctS Ferð þú í Möðrudal? Snati þarfhast Ólympíuleikamir eru ekki fyrr en mín til að sejja minjagripi á í september og þeir verða í Kóreu! Ólympíuleikunum... Nei, Snati segir að þeir hafi verið fcerðir í Möðrudal. . Hann veit hvað hann syngur ... Jæja, hvar heldurðu að stangar- stökkið verði? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Einn mikilvægur eiginleiki bridsspilara er að eiga auðvelt með að skipta um sjónarhom. Skoða spilið frá sjónarhóli and- stæðinganna, ekki bara annars, heldur beggja. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á65 ♦ 942 ♦ Á84 ♦ K985 Vestur Austur ♦ D7 |111M ♦ 1093 ♦ ÁD1063 ¥K85 ♦ 1095 ♦ D732 ♦ ÁDG ♦ 642 Suður ♦ KG842 VG7 ♦ KG7 ♦ 1073 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass Pass Pass Útspil: tígultía. Sagnhafi fangar tíguldrottn- ingu austurs í fyrsta slag og spilar svo spaða á ás og aftur spaða úr blindum. Sé litið á spaðalitinn í einangrun er besta íferðin að svína nú spaðagosa. Spilið fer þá einn niður, því vöm- in fær óhjákvæmilega tvo slagi á hjarta og tvo á lauf. Én sagnir og útspilið hafa sagt mikla sögu, sem hjálpa sagnhafa ef hann kann að lesa úr gögnunum. Til að byija með ætti hann að spyija sig þeirrar spumingar hvers vegna vestur spilaði ekki út hjarta. Um leið og spumingin er borin upp blas- ir svarið við: Hann á ekki ÁK eða KD í litnum. Líklega er hann með ÁD og austur kónginn. Austur hefur þegar sýnt tígul- drottninguna og ef hann á spaðadrottninguna líka þá er hæpið að hann hefði passað eitt hjarta. Þar með er eina vonin að leggja niður spaðakóng og vonast til að drottningin falli. Norður hefði hins vegar ekki átt að leggja þetta vandamál á makker. Suður er í vemdarstöðu og lofar litlum spilum með einum spaða. Því hefði norður átt að láta nægja að lyfta f tvo spaða, eða segja tvö hjörtu, sem hefði lýst góðri hækkun og geim- áhuga. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti i Groningen f Hollandi um áramótin kom þessi staða upp f skák Hollandsmeistar- ans Rudy Douven, sem hafði hvftt og átti leik, og fsraelska al- þjóðameistarans Alon Greenfeld. 26. Hc81 - Db6 27. Dd81 og svart- ur gafst upp. Gott dæmi um það þegar veikleiki á áttundu reitaröð- inni ræður úrslitum. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: Ro- gers, Ástralíu 6V2 v. 2. Ftacnik, Tékkóslóvakíu 5*/2 v. 3.-5. Halif- man, Sovétríkjunum, Nunn, Eng- landi og Douven, JRollandi 5 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.