Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
Sjávarafurðadeild Sambandsins:
Fersk svil seld
á Japansmarkað
SJÁVARAFURÐADEILD Sambandsins stefnir að því að selja allt
að 60 tonn af ferskum sviljum til Japans á nýbyrjaðri vertíð. Svil
eru sæðiskirtlar karlfisks. Þau verða flutt flugleiðis með Flying
Tigers, 6 tonn á viku, ef allt gengur að óskum að sögn Guðbrands
Sigurðssonar sölustjóra sjávarafurðadeildarinnar.
Guðbrandur sagði að áhugi væri tonn alls. Guðbrandur sagði ekki
fyrir þessari vöru í Japan. Svilin
versna við frystingu og verða því
að vera fersk. í lok vetrarvertíðar
í fyrra fór tilraunasending til Jap-
ans og er nú verið að taka þráðinn
upp að nýju. Guðbrandur sagði að
íslensku svilin væru grófari en hlið-
stæð vara á markaðnum og því
ekki endanlega vitað um viðbrögð
neytenda. En ef þau líkuðu bjóst
hann við að send yrðu út 6 tonn á
viku út vertíðina, eða allt að 60
endanlega ljóst hvað fengist fyrir
svilin.
„Þama er mjög gott dæmi um
afurð sem er ónýtanleg nema hún
sé flutt út fersk og með þessu er
hægt að gera meira verðmæti úr
þeim afla sem kemur að landi,"
sagði Guðþrandur.
Fryst svil hafa verið flutt út til
notkunar við lyfjagerð, fyrir all-
mörgum árum.
Seattle:
Skákinni ekki frestað
þrátt fyrir óveður
Seattle, frá fréttaritara Morgunblaðsins,
ÞEGAR Seattlebúar vöknuðu í
gærmorgun vissu þeir ekki hvað-
an á þá stóð veðrið. Jörð var þá
alhvft og snjórinn ökkladjúpur.
Hvasst var úti, 8 stiga frost og
skyggni svo slæmt að vart sást
milli húsa. Á íslandi þætti slíkt
ekki tíðindum sæta en hér í borg
þóttu þetta stórtíðindi þvi hér
snjóar ekki nema á tveggja til
þriggja ára fresti og sjaldan fest-
ir snjó því á veturna verður yfir-
leitt ekki kaldara en 3 stiga hiti.
í Lakeside-skólanum þar sem
skákeinvígi Jóhanns Hjartarssonar
og Anatolíjs Karpovs er háð var
kennslu aflýst, en þriðja skák ein-
vígisins var engu að síður tefld þar
í gærkvöld. í sjónvarpsfréttum var
tekið fram að stórmeistaramir tveir,
annar sovéskur og hinn íslenskur,
væru heiðursmenn, sem létu kuidann
ekki á sig fá.
Miklar tafír urðu á Seattle-flug-
velli, auk þess var færð á vegum
víða slæm því bflar eru illa búnir
undir akstur í snjó. Hundruðir
árekstra urðu í gærmorgun og var
fólk varað við að aka á götum borg-
arinnar.
Komið hefur verið upp neyðar-
skýlum handa heimilislausum og er
almenningur beðinn um að láta af
hendi hlý föt og teppi handa þeim.
Valgerði Hafstað.
Það er einkennileg sjón að sjá öll
þau sígrænu tré sem hér eru þakin
snjó. Blómasalar eru horfnir af götu-
homum og skokkarar sitja heima
með sárt ennið. Grasið sem var iðja-
grænt er nú komið í hvitan búning.
Aframhaldandi kulda og snjókomu
er spáð í dag.
Morgunblaðið/Þorkell
Talsmenn VMSÍræða við
ráðherra
Talsmenn Verkamannasambands íslands gengu á fund fimm ráð-
herra rikisstjómarinnar S forsætisráðuneytinu í gær og kynntu
þeim ályktun framkvæmdastjórnar sambandsins frá þvi deginum
áður. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að á fundinum, sem var um tveggja klukku-
stunda langur, hefði verið farið ítarlega yfir ályktunina með
ráðherrunum og skipst á upplýsingum. Rætt hefði verið meðal
annars um vaxtamál og mjög vandlega um atvinnumál. Myndin
sýnir Guðmund J. Guðmundsson, Jón Karlsson og Karvel Pálma-
son ganga af fundi.
13% hækkun
á gasolíu
VERÐLAGSRÁÐ heimilaði í gær
hækkun á verði gasolíu um 13,3%
og svartoliu um 9,7%. Bensfnverð
er óbreytt. Olfan hækkar vegna
hækkunar á innkaupsverði og
gengisbreytinga.
Gasolíulítrinn hækkar um 1,20
krónur, úr 9 í 10,20 kr., eða um
13,3%. Svartolíutonnið hækkar um
650 krónur, úr 6.700 í 7.350 krón-
ur, eða um 9,7%. Olían var síðast
verðlögð í byijun desember. Síðan
þá hefur meðalverð gasolíubirgða í
landinu hækkað úr 132 dollurum
tonnið í 152 dollara. Er verð birgð-
anna, sem duga í tvo mánuði, nú það
sama og á heimsmarkaði undanfama
daga. Sama er að segja um svartolí-
una. Birgðaverðið hefur hækkað úr
80 dollurum í 86, sem er nálægt
skráðu verði í Rotterdam.
Að mati LÍÚ hefur þessi nýja olíu-
hækkun í för með sér 200 milljón
króna kostnaðarauka fyrir fiski-
skipaflotann á ári.
Byssuþjófar
handteknir
LÖGREGLAN á Akranesi hefur
handtekið tvo menn um tvftugt,
sem brutust inn f veiðarfæraversl-
un Axels Sveinbjömssonar á
Akranesi aðfaranótt síðastliðins
þriðjudags og stálu þaðan tveimur
haglabyssum, rifQi og skotfærum.
Að sögn Viðars Stefánssonar, full-
trúa hjá lögreglunni, fékk Iögreglan
ákveðnar vísbendingar, er leiddu til
handtöku mannanna. Byssumar
þijár og um 4.000 skot vom falin í
lest um borð í bát, sem stóð á þurm
landi.
Ekki búið að skipa í stjóm
Tryggingasjóðs fiskeldis
Stefán Valgeirsson verður fiilltrúi Stofnlánadeildar
Landbúnaðarráðherra hefur
ekki skipað sfjórn Trygginga-
sjóðs fiskeldis, sem er deild í
Stofnlánadeild landbúnaðarins
og á að veita ábyrgðir á afurða-
lánum fiskeldisstöðvanna.
Stofiiun sjóðsins var samþykkt
á Alþingi 6. janúar og hafa fisk-
eldismenn lagt mikla áherslu á
að hann taki sem fyrst til starfa.
Strax eftir að stofnun sjóðsins
var samþykkt á Alþingi tilnefndi
Landssamband fískeldis- og haf-
beitarstöðva tvo menn í stjómina
og var mörkuð sú stefna af þeirra
hálfu að stjómarmenn væm ekki
Slapp naumlega úr snjóflóði í Óshlíð:
Heyrði hvin og hreifst
með flóðinu 6-8 metra
- segir Hafþór Gunnarsson frá Bolungarvík
Bolungarvík.
FYRIR einskæra heppni fór
betur en á horfðist fyrir Haf-
þóri Gunnarssyni pipulagn-
ingamanni héðan úr Bolung-
arvík er hann lenti i snjófióði
á Óshlíð að kvöldi mánudagsins
30. janúar.
„Flóðið hreif mig með sér um
6-8 metra, en það sem bjargaði
mér var að ég barst út í jaðar
snjóflóðsins og losnaði þar út úr
því,“ segir Hafþór Gunnarsson.
Hafþór var að koma á bfl sínum
frá ísafirði og var rétt kominn inn
í Óshlíð, er hann kom að snjóflóði.
„Ég ákvað að moka mig í gegn-
um það, enda var flóðið ekki stórt.
Ég var langt kominn að því þegar
ég heyrði hvin og skipti engum
togum, að ég féll við, hreifst með
flóðinu og veltist í því þar til ég
náði að krafsa mig út, er skyndi-
lega létti af mér þunganum."
Er Hafþór komst á fætur hugð-
ist hann taka til fótanna, en féll
við þar sem samfestingur sem
hann var í var pakkfullur af snjó.
„Ég varð að skríða og velta mér
úr flóðinu, sem enn var á ferð
fram. Eftir að hafa jafnað mig
og losað snjófargið úr gallanum
hugðist ég reyna að komast inn
í Hnífsdal en komst þá að því að
önnur skriða var fallin fyrir aftan
bflinn minn og hann því lokaður
á milli skriða," segir Hafþór.
Hafþór tók þá til bragðs að
ganga til Bolungarvíkur en þang-
að er um 5—6 km leið. Er hann
var kominn inn í svokallaðar
Hvanngjár varð hann var við að
annað snjóflóð var að falla og
tókst honum að hlaupa undan því.
Nokkru utar, eða við Kross,
varð hann enn var við að snjóflóð
var að falla, en það var nokkru
fyrir framan hann og hélt hann
kyrru fyrir á meðan það flóð rann
fram. Það tók Hafþór um einn
og hálfan tíma að ganga að bæn-
um Ósi sem er örstutt utan við
Bolungarvík og þaðan var honum
síðan ekið í bæinn.
Þess skal getið að um þetta
leyti var óvanalega mikil snjó-
flóðahætta á Óshlíð sem og annar-
staðar á Vestfjörðum.
— Gunnar
framkvæmdastjórar, hluthafar
eða stjómarformenn í fískeldisfyr-
irtækjum. LFH tilnefndi Friðrik
Sigurðsson framkvæmdastjóra
samtakanna og Jón Þórðarson
námsbrautarstjóra í sjávarútvegs-
fræðum við Háskólann á Akur-
eyri. Stjóm Stofnlánadeildar land-
búnaðarins tilnefndi Stefán Val-
geirsson alþingismann en fjár-
málaráðherra og landbúnaðarráð-
herra eiga eftir að tilnefna full-
trúa.
Jón Höskuldsson deildarstjóri í
landbúnaðarráðuneytinu segir að
þrátt fyrir að lögin hafí ekki verið
formlega birt fyrr en fyrir nokkr-
um dögum hefði strax eftir sam-
þykkt þeirra verið óskað eftir til-
nefningu í stjóm Tryggingasjóðs-
ins og byijað að undirbúa reglu-
gerð fyrir hann. Hann sagði að
dregist hefði hjá stjóm Stofnlána-
deildar að tilnefna mann í stjóm-
ina. Nú væri beðið eftir tilnefningu
Qármálaráðherra og yrði stjómin
skipuð þegar hún lægi fyrir. Bjóst
hann við að ráðherra gengi frá
málinu einhvem næstu daga, jafn-
vel í dag.
Friðrik Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands
fískeldis- og hafbeitarstöðva sagði
að allur dráttur á þessu máli kæmi
sér illa fyrir fiskeldisfyrirtækin.
Þau væru mörg hver á heljarþröm
vegna lítillar afurðalánafyrir-
greiðslu sem Tryggingasjóðurinn
ætti að liðka fyrir. Ekki væri nóg
að skipa stjóm sjóðsins því hún
þyrfti að byija á því að gera tillög-
ur að reglugerð og semja við bank-
ana. Á meðan væri allt í biðstöðu.
Helga II með mesta loðnuaflann:
Aflaverðmæti yfir
80 milljónir króna
HELGA II RE-373 er aflahæsta loðnuskipið sem af er þessari vertíð.
Helga hefur fengið tæplega 20.000 tonn og er aflaverðmætið yfir
80 milljónir króna. Þetta er mjög góður árangur þegar haft er í
huga að Helga hóf ekki veiðar fyrr en í nóvember.
Það er fískverkunin Ingimundur
í Reykjavík sem gerir út Helgu II.
Ingimundur keypti skipið nýtt frá
Noregi og kom það hingað til lands
í október. Skipið er fjölveiðiskip og
verður gert út á bæði loðnu og
fískitroll. Að lokinni loðnuvertíðinni
fer það annaðhvort á grálúðu eða
þorsk og verður aflinn frystur um
borð.
Af loðnumiðunum er það annars
að frétta að nær ekkert hefur veiðst
í þessari viku sökum brælu á miðun-
um. Loðnuskipin héldu út aftur á
miðin í gærdag.