Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 Rekstraráætlun 1989: Aðhald og auknar tekjur hafa skilað sér í betri afkomu 1- - segir Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri AFKOMA bæjarsjóðs Akureyrar var góð á síðasta ári og Qárhags- staðan betri um áramót en hún hefur lengi verið. Áætlun um út- gjöld bæjarins stóðst nokkurn veginn, en þar sem tekjur urðu tals- vert meiri en ráð var gert fyrir batnaði Qárhagsstaðan verulega, bæði rýmkaðist greiðslustaðan og heildarskuldir bæjarins minnkuðu, sagði Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjómar, í samtali við Morgun- blaðið. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 1989 var lögð fram til fyrri umræðu sl. þriðjudag. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir 1.157.503 þús- undum kr. Gert er ráð fyrir 648 millj. kr. útsvarstekjum og tæpum 400 millj. kr. í tekjur af fasteignasköttum og aðstöðugjöldum. Sigf- ús Jónsson, bæjarstjóri, sagði í framsöguræðu sinni að yfir 60% af útgjöldum bæjarsjóðs yrði varið til svokallaðra „mjúku mála“ sem féllu undir félags-, heilbrigðis- og fræðslumál. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá bæjarstjóraarfundi siðastliðinn þriðjudag þegar Qárhagsáætlun fyrir árið 1989 var lögð fram. í máli bæjarstjóra kom fram að heldur væri rýmra um íjárhag bæj- arsjóðs nú en áður og áætlað væri að tekjur hans myndu hækka um 15% frá því í fyrra. Aðhaldsaðgerð- ir og auknar tekjur hafa skilað sér í betri afkomu og greiðslustaðan hefði batnað um tæpar 19 milijón- ir, að sögn Gunnars Ragnars. „Fjölgun atvinnutækifæra á Eyja- ýarðarsvæðinu, til dæmis í sjávar- útvegi, hefur leitt til tekjuaukningar hér og hefur sú aukning endur- speglast i betri afkomu bæjarsjóðs. Staðgreiðsla skatta kom mjög vel út hjá bænum og batnandi greiðslu- staða gerði bænum kleift að minnka vaxtagjöld. Allt þetta hefur í för með sér trausta stöðu bæjarsjóðs nú.“ Gunnar sagði að meginein- kenni flárhagsáætlunarinnar væri mun meiri framkvæmdageta en oft áður sem rekja mætti beint til góðs atvinnuástands og aukinna tekna bæjarsjóðs. Fjárveitingar til fjár- festinga eru meira en helmingi hærri á þessu ári en í fyrra og þar ber hæst áframhaldandi uppbygg- ing Verkmenntaskólans auk þess sem áætlað er að ljúka framkvæmd- um sundlaugar í Glerárhverfi. Þá fer veruleg fjárveiting til umferðar- mála auk viðhaldsverkefna og end- urbóta á mannvirkjum bæjarins. Sérstök ástæða er til að minnast á framlag bæjarins til félagslegra íbúðabygginga, en á árinu verður hafin bygging á 60-70 slíkum íbúð- um,“ sagði forseti bæjarstjórnar. Gunnar sagði að oft væri rætt um að bæjarstjóm hugsaði ekki nægilega vel um atvinnumál. Það væri hinsvegar mikill misskilningur því bærinn hefði á fjölmörgum svið- um beitt áhrifum sínum í þá átt og mætti í því sambandi nefna háar ijárveitingar til félagslegra bygg- inga á síðustu árum. Um leið og greitt væri fyrir húsnæðismálum fólks væri jafnframt verið að skapa skilyrði fyrir verkefnagrundvelli byggingariðnaðarins. Óstjórn í eftiahagslífi Sigfús sagði að óstöðugleiki í íslensku efnahaglífí og óstjóm í fjármáium þjóðarinnar væri áhyggjuefni. „A síðasta hausti var t.d. enn einu sinni gripið inn í ákvarðanir um gjaldskrárhækkanir hjá Hitaveitu Akureyrar og fleiri stofnana af ríkisvaldinu. Á síðasta ári var lagður sérstakur skattur á erlend lán sem veldur veitunni bús- i§um og nú snemma í janúar fór Alþingi í síðbúið jólafrí án þess að hafa samþykkt lánsfjárlög fyrir árið 1989. Hitaveitan þurfti að taka stórt erlent lán í janúar til greiðslu á skuldum en gat ekki því engin vom lánsljárlögin. Dagvistarstofn- anir og sundlaugin frusu inni með eðlilegar verðlagshækkanir þegar verðstöðvun brast á sl. haust og þurfa þessar stofnanir því að hækka sínar gjaldskrár allnokkuð umfram verðlagshækkanir á þessu ári til að halda í fyrra horfí.“ 7,2% útsvar Bæjarstjóm samþykkti á fundi sínum í byijun desember að útsvar skyldi vera 7,2%, sem var vandasöm ákvörðyn, að sögn bæjarstjóra, þar sem önnur þéttbýlissveitarfélög á Norðurlandi höfðu samþykkt 7,5% útsvar og sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu 6,7%. Utsvarsstofn ársins 1988 var um 8,2 milljarðar kr. Gert er ráð fyrir í áætluninni að laun hækki á milli áranna 1988 og 1989 að meðaltali um 12% og að um 2% samdráttur í vinnumagni verði að ræða á milli áranna. Ut- svarsstofn ársins 1989 er því áætl- aður 9 milljarðar kr. og gera 7,2% af þeirri upphæð 648 milljónir kr. Almennt er því spáð að verðlags- breytingar á milli áranna 1988 og 1989 verði 20%, að rýmun kaup- máttar verði 8% auk 2% samdráttar í vinnumagni. Ósátt við tekjuöflunina „Ég er sammála ýmsu sem fram kemur í áætluninni, en það er margt sem við alþýðubandalagsmenn vilj- um gera athugasemdir við. Við er- um mjög ósátt við þá stefnu, sem meirihlutinn hefur tekið í sambandi við tekjuöflunina," sagði Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi. „Heim- ild til álagningar fasteignagjalda er t.d. ekki fullnýtt. Á hinn bóginn er meiningin að ganga að bama- fólki, sem hefur böm sín á dagvist- um bæjarins. Gert er ráð fyrir að vistgjöld hækki um 58% á árinu á meðan áætlað er að laun fólks hækki um 14%. Ef heimild til álagn- ingar fasteignaskatts yrði fullnýtt, myndi bærinn auka tekjur sínar um 16 milljónir. Síðan emm við ósátt við ýmis atriði viðvíkjandi ráðstöfun fjármuna þó reyndar sé ekki búið að skipta nýframkvæmda-fjármun- unum. Bæjarfulltrúar em allir sam- mála um að stórir áfangar náist í byggingu Verkmenntaskólans og sundlaugar { Glerárhverfi. Ég vil gjaman að stórt skref verði stigið í uppbyggingu dagvista. Þá hefur verið þrengt að ýmsum viðhaldslið- um í gegnum árin. Leggja þarf áherslu á viðhald í gmnnskólum bæjarins og ég vil tengja betur fjár- hag bæjarsjóðs og veitustofna þannig að 30 millj. kr. óráðstöfuð- um fjármunum vatnsveitunnar, sem býr við mjög rúman fjárhag, verði varið í aðra málaflokka á vegum bæjarins, t.d. til að greiða niður skuldir hitaveitunnar." Áferðarfalleg áætlun Sigurður Jóhannesson bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins sagði fjárhagsáætlunina áferðarfallega og í sjálfu sér mikið ánægjuefni að bæjarsjóður skuli hafa úr svo mikl- um peningum að spila. „Hitt er svo annað mál að ég dreg mjög í efa að niðurstöðutölur sumar standist. í því sambandi vil ég sérstaklega nefna tölur, sem taka til afborgana af lánum og svo hinsvegar lántökur á næsta ári. Ég hef trú á að verið sé að töfra fram of lága tölu í lán- tökunum. Gert er ráð fyrir lántök- um upp á rúmar hundrað milljónir og afborganir lána eru áætlaðar 130 milljónir þannig að verið er að minnka lánin um 30 millj. kr. Óraunhæft er að ætla að útistand- andi bæjarskuldir hækki ekkert á milli ára þegar meðalverðbólga er um 20%. Eg geri fastlega ráð fyrir að útistandandi skuldir bæjargjalda hafí um næstu áramót aukist um 20 millj. kr., sé tekið tillit til verð- bólguþróunar undanfarinna ára,“ sagði Sigurður. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1989: MiimiUutinn sameinast um breytingartillögur MINNIHLUTAFLOKKARNIR í borgarstjóra kynntu sameiginlegar breytingartillögur sínar við ftárhagsáætlun Reykjavikurborgar á blaðamannafundi i gær. Breytingartillöguraar eru um 60 talsins og hljóða þær samtals upp á um 600 milljónir króna, auk þess sem í þeim er lagt til að ekki verði ráðist i lántökur upp á 350 milljónir vegna framkvæmda við byggingu útsýnishúss i Oskjuhlíð og bíla- stæðahúss við Bergstaðastræti. Siguijón Pétursson (Abl) sagði að fjárhagsáætlun meirihlutans í borgarstjóm bæri þess sterk ein- kenni að þeim Qármunum sem til ráðstöfunar væru hjá borginni væri fyrst og fremst veitt í „stórvirki og gæluverkefni", sem ekki væm beinlínis í þágu almennings í borg- inni, heldur miklu frekar fyrir ráða- menn til að hreykja sér af. Hann sagði breytingartillögur minnihlut- ans byggja á sömu forsendum og gert væri í fjárhagsáætlun meiri- hlutans, en í þeim væri bent á hvemig unnt væri að nýta fjármuni borgarinnar til annarra hluta heldur en til byggingar „minnisvarða yfir núverandi stjómendur borgarinn- ar“. Siguijón sagði að samkvæmt breytingartillögunum væm tæplega 600 milljónir króna í borgarsjóði fluttar úr slíkum verkefnum, auk þess sem gerðar væm tillögur til verkeftia vegna vanáætlunar á tekj- um í fjárhagsáætlun meirihlutans. Auk bess væri lagt til að hætt verði við lántökur vegna útsýnishúss á Öskjuhlíð, og einnig lántökur vegna byggingar bílastæðahúss við Berg- staðastræti á vegum bílastæða- sjóðs. í breytingartillögum minnihluta- flokkanna er gert ráð fyrir að út- svarstekjur verði 165 milljónum krónum meiri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun meirihlutans, og aðstöðugjöld verði 85 milljónum hærri. Minnihlutinn leggur til að 4% af útsvarstekjum borgarinnar verði varið til uppbyggingar dag- vistarheimila fyrir böm, en það er um helmingi hærri upphæð en gert er ráð fyrir samkvæmt fjárhagsá- ætlun meirihlutans í borgarstjóm. Samkvæmt breytingartillögunum er meðal annars gert ráð fyrir 47 Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn á blaðamannafundinum í gær, talið frá vinstri: Guðrún Ágútsdóttir, Bjarni P. Magnússon, Siguijón Pétursson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Elín G. Ólafsdóttir. milljóna króna auknum fjárveiting- um til byggingar félagsmiðstöðva fyrir unglinga, 56 milljóna króna aukinni fjárveitingu til B-álmu Borgarspítalans og framlag til stofnanna í þágu aldraðra verði aukið úr 164 milljónum króna í 296 milljónir króna. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar verður afgreidd á fundi borgarstjómar sem hefst kl. 17 í dag, fimmtudag, og mun fundurinn væntanlega standa fram undir morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.