Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 17 þakkir á þessum þrautadögum fyrir það sem þú hefur gefið okkur stúkusystkinum þínum, það hefur verið okkur ómetanlegt. Eg veit að þú átt, nú við brottför hans, styrka stoð í þinni fjölmennu og gervilegu fjölskyldu. Og þið Anna og Ingi- gerður og börnin hans og afaböm- in, þið eigið hann öll áfram í svo ótal mörgum minningum er hlýja og geta veitt leiðsögn í átt til hækk- andi sólar og aukinnar farsældar, ef vel er að gáð. Guð blessi ykkur öll. Indriði Indriðason Minn kæri tengdafaðir er látinn. Hann var einn sá allra besti maður sem ég hef kynnst. Öll fjölskyldan, vissi að í honum áttum við traustan og góðan vin sem aldrei brást. Hans persónu er erfítt að lýsa í fáum orðum, en orðið heiðarleiki kemur oft upp í hugann þegar til hans er hugsað. Heiðarleiki gagn- vart öllum og öllu, var einn af hans kostum. Hafí elsku tengdapabbi þökk fyrir allt og allt. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónura þér, hræðstu eigi, hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir, daga og nætur yfír þér. (Sig. Kr. Pétursson). Kristbjörg Sigurðardóttir Skyndilegt fráfall Sindra Sigur- jónssonar kom eins og reiðarslag yfir okkur öll, ástvini hans. Minn- ingarnar streyma fram í hugann, allar á sama veg, eins og skínandi perlur. Eg sá tengdaföður minn fyrst fyrir rösklega 20 árum. Ég fann strax að þama var góður maður á ferð, bara handtakið eitt var mér nóg. Seinna skildist mér enn betur, eftir því sem kynni okkar urðu nán- ari, að hann var meira en góður drengur, hann bjó yfir öllum þeim mannkostum sem prýða máttu einn mann. Kærleikur, hlýja og umburð- arlyndi vom hans aðalsmerki. Hann hafði einstaklega elskulega og fág- aða framkomu, sem gaf honum sérstæðan virðingarblæ. Að Sindra stóðu sterkir stofnar. Hann var elsta bam séra Sigurjóns Jónssonar frá Kirkjubæ og frú Onnu’Þ. Sveinsdóttur. Sindri var skarpgreindur maður, en skóla- ganga hans gat af ýmsum orsökum ekki orðið á þá leið sem hugur hans stóð til. Á sinni ævi öðlaðist hann meiri vísdóm og þroska en nokkur skóli hefði hugsanlega getað gefið honum. Nær alla sína starfsævi vann hann hjá Pósti og síma og var skrifstofustjóri Póstgíróstofunnar frá stofnun hennar. Það var mesta gæfa Sindra í lífínu er hann ungur að ámm kynnt- ist Sigríði Helgadóttur, sem síðar varð eiginkona hans og hans sterka stoð í blíðu og stríðu. Þau vom samhent og samstíga frá því að þau sáust fyrst. Lífshlaup þeirra í gegn- um árin og hátt í 50 ára hjúskap var einstakt. Það hlaup var aldrei eftirsókn eftir fyármunum, heldur einlæg þroskaleit og löngun til að lifa lífínu lifandi og það tókst þeim líka betur en nokkmm öðmm sem ég þekki. Sindri og Sigríður eignuðust 5 syni; sem þau af sinni einstöku alúð komu öllum v.el til manns. Allir em þeir kvæntir og bamabörnin orðin mörg. Við öll, synir, tengdadætur og bamabörn, nutum umhyggju þeirra hjóna í ríkum mæli og þau vom alltaf tilbúin að hjálpa okkur öllum. Það vom ófá skiptin sem þau fluttu inn á heimili okkar til að gæta bamabarna sinna, sem kunnu vel að meta það hlutskipti að losna við pabba og mömmu um tíma og fá afa og ömmu í staðinn. I minn- ingunni er það dýrmætt fyrir þau að hafa átt slíkan afa sem var þeirra besti vinur og átti trúnað þeirra allra. Það var undravert hve miklu var náð. Þau hjónin unnu saman að margvíslegum félagsmálum. Góð- templarareglan var ríkur þáttur í lífí þeirra beggja. Þar störfuðu þau dyggilega saman. Á laugardögum unnu þau saman á fombókamark- aði sem faðir Sigríðar, Helgi Tryggvason, hafði rekið til dauða- dags, en að honum látnum tók Sigríður við þeim rekstri. Þangað lögðu margir leið sína og af þeirra fundi er ég viss um að allir fóm ríkari heim. Fyrir nokkmm ámm stofnuðu þau ásamt góðum vinum sínum leikfélagið Hugleik, sem Sjá bls. 35 Kveddu Kvef og Kvilla með lyktarlausa hvítlauknum KYOLIC Eini alveg lyktarlausí hvítlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 30 ára stöðugar rannsóknir japanskra vísindamanna. Lifrænt raektaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnw huíllauksfrænleiðsla nolar hilameðferð. Hiti eyðileggw hvata og virk efnasambönd í hvítlauk og ónýtir heilsubætandi áhrifhans. -Kyolic Daglega- Það Gerir Gæfumuninn KYOLIC fæst í hcilsuvöm- og lyfjavcrslunum og víðar. Hcildsölubirgðir Logaland, hcildvcrslun Símar 1-28-04 og 2-90-15. I \ ' \ Viðskiptaþing 1989 íslandoq Evrópubandalagiö Verslunarráð íslands heldur 8. viðskiptaþing sitt á Hótel Sögu þriðjudaginn 14. febrúar 1989 kl. 10.00-17.30 Aðalefni þingsins verður ísland og Evrópubandalagið Lagðar verða fram og kynntar niðurstöður af þriggja mánaða starfi fjögurra nefnda, sem hafa farið í saumana á málefnum Evrópubanda- lagsins og metið stöðu okkar og hagsmuni varðandi innri markað EB 1992. í þessum nefndum hafa unnið um 40 manns úr öllum atvinnugreinum, undir forystu framkvæmdastjórnar Verslunarráðs- ins og með atbeina hagfræðinga þess. Þá mun framkvæmdastjóri verslunarráðs EB-þjóðanna, Eurocham- bers, Hans Joachim von Búlow, fjalla um hlutverk þess og starf- semi, en Evrópuþjóðir utan EB eiga kost á aukaaðild að ráðinu. Heiðursgestur: Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands Þingforseti: Hörður Sigurgestsson, Uorstjóri Hf. Eimskipafélags íslands Þingið er opið. Þinggjald er kr. 4.800. Inni- falin er öll dagskrá með hádegisverði og kaffi, og móttaka að þingi loknu. Ennfrem- ur handbók með helstu niðurstöðum EB- nefnda VÍ. Skráning stendur yfir í sfma 83088. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Hús verslunarinnar 103 Reykjavík le#™yysaá» Leitið til okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.