Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 43 11A MEÐRN TRPt£) EF? ÓRUGGT ER PETTR PÓNOKKUÐ LlFVCNLBST11 „Ruglaðar þýðingar“ Til Velvakanda Lögreglumaðurinn Fake barði að dyrum hjá Búlgaranum Hideout. Eitthvað á þessa leið var íslenzkur texti með myndasögu á ensku í Morgunblaðinu fyrir tæpum 30- árum. Enn er þýðing þessi mörgum eftirminnileg vegna þess að sitthvað mun hafa skolazt til í henni. Föstudagskvöldið 6. janúar sýnir Stöð 2 kvikmyndina Sjóræningjam- ir í Penzance (The Pirates of Penz- ance), sem byggð er á samnefndri gamanóperu Gilberts og Sullivans, og gerist árið 1885. I dagskrár- kynningu Stöðvar 2 segir: „Fóstra hans, sem nú er kokkur og þvotta- kona áhafnarinnar, hafði fengið þau tilmæli frá föður drengsins að hann skyldi verða flugmaður. En vegna þess hve heymarsljó hún var mis- skildi hún bónina og ól drenginn samviskusamlega upp að sjóræn- ingjasið." Vissulega kemur mér á óvart að unnt hafi verið að læra til flug- manns átján árum áður en Wright- bræður hófu sig frá jörðu. Fóstr- unni heyrðist „pilot" vera „pirate". En „pilot“ þýðir ekki aðeins flug- maður, heldur einnig hafnsögumað- ur eða stýrimaður. Satt að segja hrósa ég happi yfir því að hafa ekki myndlykil, því að hætt er við að hinir bráðsmellnu orðaleikir Gil- berts skili sér ekki í þýðingunni ef svona er staðið að henni. í stuttri grein sem nefnist „Það borgar sig að læra heima“ og birt- ist í viðskiptablaði Morgunblaðsins 29. desember sl. skýrir Bjarni Sig- tryggsson frá því að Stöð 2 mæti kreppueinkennum m.a. með því að skera niður kostnað við þýðingar. Hann bendir á með dæmi að spam- aður á því sviði geti reynzt útflutn- ingsfyrirtækjum dýrt spaug. En e.t.v. á ég ekki að vera svona neikvæður. Hver veit nema að það vaki fyrir ráðamönnum Stöðvar 2 að gefa áskrifendum sínum kost á ódým spaugi? Samt efast ég um að ég fái mér afruglara, því að viss hætta er á því að textinn á skjánum sé jafnruglaður, hvort sem afruglar- anum er beitt eða ekki. Baldur Símonarson spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS I SKATTAMÁL MORGUNBLAÐIÐ aðstoðar að venju lesendur sína við gerð skatt- framtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efiii. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttar- ins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spurningarnar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spurn- ingunum sem borist hafa og svör við þeim birtast hér á siðunni. 1. B.Þ., Reykjavfk. Ég og maðurinn minn áttum hvort sína íbúðina þegar við kynnt- umst. Við seldum aðra íbúðina í fyrra og hugsum okkur að kaupa eina fyrir þessar tvær í náinni framtfð. Þurfum við að greiða skatta af peningunum sem við fengum fyrir hina íbúðina eða reiknast þeir til tekna að einhveiju leyti? Er einhver tiltekinn tími sem við getum varðveitt þetta fé skatt- frjálst þar til við ráðumst í áður- nefnd íbúðarkaup? Svar í svarinu er við það miðað að rúmmál beggja íbúðanna hafí ekki verið yfir 1.200 m3. Á það er bent að áður en söluhagnaður er reikn- aður er það verð sem íbúðin var keypt á, eða byggingarkostnaður íbúðarinnar, framreiknað með verðbreytingarstuðli og er þannig leiðrétt kostnaðarverð dregið frá söluverði. Söluhagnaður, sem þá kann að koma út, er ekki skatt- skyldur ef íbúðin hefur verið í 5 ár í eigu þess sem hana seldi. Hafí íbúðin verið skemur í eigu seljanda telst söluhagnaður skattskyldur. í stað þess að telja söluhagnaðinn til tekna í skattframtali 1989 er þó heimilt að lækka kostnaðarverð íbúðar, sem seljandi kaupir eða hefur byggingu á eigi síðar en á árinu 1990, um hinn skattskylda söluhagnað. Þarf þá að sækja um það til skattstjóra að skattlagningu á söluhagnaði verði frestað. Slíka umsókn skal setja fram í athuga- semdum framteljanda varðandi skattalega meðferð söluhagnaðar á eyðublaðinu Kaup og sala eigna, sem einkennt er RSK 3.02. Útfylla skal þetta eyðublað eins og form þess segir til um og senda það, ásamt skattframtalinu, til skatt- stjóra. Frekari upplýsingar um skattalega meðferð á söluhagnaði af eignum koma fram á bakhlið þessa eyðublaðs. 2. 3721-6143, Reykjavík. Er bensínstyrkur öryrkja frá- dráttarbær? Eru makabætur frádráttarbærar að einhveiju leyti? Ef öryrki neyðist til að flytja á jarðhæð vegna fötlunar sinnar en hefur átt íbúð áður getur hann þá átt möguleika á húsnæðisbótum? Svar Svar við öllum spumingunum er nei. 3. Þ.K., Keflavík Kemur arfur eftir skipti beint til skattskyldra tekna? Svar Arfur sem erfðaíjárskattur hefur verið greiddur af, telst ekki til skattskyldra tekna. 4. G.T., Akranesi. Á sjómaður, sem er fastráðinn á fískiskip allt árið, rétt á sjó- mannaafslætti í 365 daga eða ein- ungis þá daga sem hann er lög- skráður? Svar Maður sem lögskráður er á íslenskt skip eða skip sem gert er út af íslensku skipafélagi á rétt á sjómannaafslætti fyrir hvem dag sem hann telst stunda sjómanns- störf. Sjómaður.sem er lögskráður telst stunda sjómannsstörf þann tíma sem hann er háður ákvæðum ráðningarsamnings Sem sjómaður við útgerðaraðila skips. Sjómaður sem vill gera kröfu um sjómannaafslátt fyrir lengri tíma en hann var lögskráður 'skal gera sérstaka grein fyrir þeirri kröfu sinni og gefa upplýsingar á sérstöku eyðublaði, Greinargerð með skattframtali um sjómannaaf- slátt, sem einkennt er RSK 3.13. í tilfefni af 10 ára afmæli FÍSF (Félags íslenskra snyrtifræðinga) verður haldinn skemmti- og fræðslufundur sunnudaginn 19. febrúar nk. Snyrtifræðingar, nemar, förðunarfólk og leikfólk, þið sem hafið áhuga á að taka þátt f keppni í hugmyndaförð- un, (þema: Undur veraldar) hafi samband við Ólöfu Ingólfsd. í síma 622075. Nefndin. SIEMENS -gceði DRAUMARYKSUGAN ÞÍN FRÁ SIEMENS! Þær gerast ekki betri en þessi. Ryksuga eins og þú vilt hafa þær. ■ Stillanlegur sogkraftur. Minnst 250 W, mest 1100 W ■ Afar lipur, létt og hljóðlát ■ 4 fylgihlutir í innbyggðu hólfi ■ Margföld sýklasía í útblæstri ■ Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari ■ SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði ■ Verð kr. 11.400,- SMITH&NORLAND NÓATÚNl 4 • SÍMI 28300 Árshtti verður haldin 4. febrúar í félagsheimili Fáks. Miðasala á skrifstofu Fáks fyrirfimmtu- dagskvöld. Húsið opnað kl. 19. Borðhald hefst kl. 20 stundvíslega. Á matseðlinum verður svínakabarett ísérjlokki. Veislustjóri verður Magnús Axelsson. 5tjórnundrfélag islands Ananaustum 15 Simi 6210 66 ' • • • •• FYRIRTÆKJAHEIMSÓKN RíkisútvarpiÖ býöur félögum Stjórnunarfélags- ins í heimsókn i nýtt húsnœöi í Efstaleiti 1, föstudaginn 10. febrúar nk. kl. 16.30. Dagskrá: Kl. 16.30 Gestir boðnir velkomnir. Kl. 16.35 Hönnun og bygging útvarpshúss, fram- kvœmdum lýst. Kl. 16.50 Húsnœðiö skoöaö. Kl. 17.20 Ríkisútvarp i samkeppni: a) Fréttaþjónusta b) Auglýsingar Kl. 17.50 Skipulag og rekstur Ríkisútvarpsins. Kl. 18.10-19.00 Veitingar. Skráning þátttakenda fer fram i í síma 91-621066.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.