Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
Grænland:
Sljórnmálaórói vegna
alþýðusambandsmálsins
Kaupmannahöfh. Frá Nils Jörgen Bruun,
JONATHAN Motzfeldt er nú
ásamt formanni grænlenska
landsþingsins, Lars Chemnitz, í
heimsókn í Bandaríkjunum í sér-
legu boði George Bush forseta.
Heima í Grænlandi ríkir hins
vegar alvarleg pólitísk kreppa,
sem kann að enda með kosning-
um eða breytingum á landstjórn-
inni. Jens Lyberth, sem fer með
menningar-, mennta- og atvinnu-
mál í landstjórninni, sagði af sér
fréttaritara Morgunblaðsins.
embætti sínu tímabundið á laug-
ardag.
Stjómmálaóróinn í Grænlandi á
rætur að rekja til samnings milli
landstjómar Siumut-flokksins og
Otto Steenholdt, formanns stuðn-
ingsflokks stjómarinnar, Atassut,
um að landstjómin bjargi græn-
lenska alþýðusambandinu, SIK, frá
gjaldþroti með því að kaupa af því
nokkur hús, sem SIK byggði fýrir
18,6 milljónir danskra króna (um
Sviss:
Aftur aðeins karlar
í ríkisstjórninni
Rannsókná athæfí fv. dómsmálaráðherra
ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðains.
ESKA rikisstjórnin er nú aftur aðeins skipuð karlmönnum. Samein-
að þing kaus Kaspar Villiger, firambjóðanda Ftjálslyndaflokksins,
FDP, ráðherra með 124 atkvæðum af 241 í gærmorgun. Monika
Weber, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hlaut 33 atkvæði. Villi-
ger var kosinn í stað Elisabethar Kopp, fv. dómsmálaráðherra, sem
varð að segja af sér vegna afglapa i starfí. Hún var fulltrúi FDP
og fyrsti kvenráðherra þjóðarinnar.
Fjórir stærstu stjómmálaflokk- með tvo síðustu fulltrúa kantónunn-
amir, sem hafa 72% þingsæta, hafa
skipt með sér ráðherrasætunum sjö
síðan 1959. Landesring, stærsti
stjómarandstöðuflokkurinn, bauð
nú fram ráðherraefni í fyrsta sinn.
Hann gerði það í þágu kvenna og
til að benda á að breyting á „töfra-
formúlu" við samsetningu ríkis-
stjómar kemur til greina. Skoðana-
kannanir um helgina sýndu að
Weber átti meira fylgis að fagna
meðal almennings en Villiger.
Nýi ráðherrann er kaþólikki frá
Lúzem. Hann hefur stjómað vindla-
verksmiðju Villiger-flölskyldunnar
undanfarin ár. FDP f Ziirich hefur
hingað til alltaf átt fulltrúa í svissn-
esku ríkisstjóminni. Óánægja ríkir
ar og henni er nú hegnt fyrir það.
En hugsjónir Villigers em í anda
frjálslyndra Ziirich-búa og hann sit-
ur í stjóm dagblaðsins Neue
Zurcher Zeitung.
Þingnefnd hefur verið skipuð til
að rannsaka athæfi Elisabethar
Kopp, dómsmálaráðuneytisins og
saksóknara ríkisins í sambandi við
glæpahringi sem nota svissneska
banka og fyrirtæki til að koma illa
fengnu fé í umferð. Kopp varð að
segja af sér ráðherraembætti eftir
að hún viðurkenndi að hafa sagt
manni sínum að fyrirtæki sem hann
var varastjómarformaður í tengdist
málinu.
NAMSKEIÐ
BOKF/ERSLA, VELRITUN O.FL.
Sækið námskeið hjá traustum aðila
Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið:
■
Bókfærsla I - fyrri hl...........6., 9., 13., 16., 20. og 23. febrúar
Bókfærsla I - seinni hl......27. febrúar, 2., 6., 9., 13. og 16. mars
Vélritun (byrjendur)......6., 8., 9., 13., 15., 16., 20. og 22. febrúar
Þjónustunámskeiö..................................13.-14. mars
Skjalavarsla - virk skjöl................................í apríl
Námskeiðin eru haldin á kvöldin.
Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku.
Skraning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400.
Verzlunarskóli íslands
130 millj. ísl. kr.) án þess að þörf
væri fyrir húsin. Húsin eru nú met-
in á 12 millj. d. kr., en landstjómin
leggur til 24 millj. d. kr. og fær
húsin í staðinn. Með því að Græn-
landsbanki taki auk þess á sig 10
millj. d. kr. tap af þessum húsa-
byggingum, nær SIK upp á núll-
punktinn með fjárhag sinn.
Atassut, stuðningsflokkur Sium-
ut, hefur gert það að skilyrði fyrir
fjárveitingunni, að Jens Lyberth
víki úr embætti sínu í landstjóm-
inni, meðan sérstök nefnd rannsak-
ar þetta mál. Lyberth var formaður
SIK á því tímabili, þegar óreiða í
bókhaldi samtakanna fór að ógna
tilveru þeirra fyrir alvöm. Samtökin
hafa ekki fengið reikninga sam-
þykkta á ársfundum frá árinu 1985.
Vinstriflokkurinn Inuit Ataga-
tigiit, sem er í stjómarandstöðu, er
andvígur flárstuðningnum og hefur
krafíst þess, að landsþingið verði
kallað saman til þess að taka af-
stöðu til málsins. Landssjóður hefur
áram saman lagt SIK til milljónir
króna, þrátt fyrir að reikningar
samtakanna lægju ekki fyrir.
Otto Steenholdt, formaður Atass-
ut, sagði í síðustu viku, að hann
færi fram á, að flokkur sinn fengi
sæti í landstjóminni, ef Siumut
ætlaðist til áframhaldandi stuðn-
ings hans við fjárframlög til hinna
og þessara aðila, því að víða væra
flárhagserflðleikar í grænlensku
samfélagi.
Reuter
Iranska byltingin 10 ára
Bjöllur glumdu snemma dags í gær í íran en þá hófust tíu daga
hátiðarhöld í tílefioi 10 ára afmælis irönsku byltingarinnar. Þetta
er i fyrsta sinn sem frá því að byltingin hófet í febrúar 1979 að
friður rikir í landinu þegar byltingarinnar er minnst. Skilaboð
leiðtoga landsins til þjóðarinnar voru á þann veg að markmið
byltingarinnar um réttlæti og efíiahagslega uppbyggingu væru
enn langt undan. Hátiðarhöldin hófust kl. 9.03 á bjöUuhringingum
en á þeirri stund fyrir tíu árum steig AyatoUah RuhoUah Kho-
meini erkibiskup á iranska grund eftir 15 ára útlegð. íranska
fréttastofan Ima greindi frá þvi að vegna þessara timamóta
hefðu rúmlega 400 strfðsfangar verið náðaðir og dómur núldað-
ur yfír 40 föngum. Að sögn Ima verða mörg þúsund stríðsfang-
ar leystir úr haldi fyrir 11. febrúar. Hátiðarhöldunum lýkur 11.
febrúar en þann dag fyrir tíu árum var siðustu ríkisstjórn íranska
keisarans, Reza Pahlavi, steypt af stóU. Myndin að ofan er frá
kennslustund í meðferð Kalashnikovs-riffla. Það eru ungar skóla-
stúlkur í mosku i Vardavard úthverfí Teheran sem þarna læra
að handleika vopnin.
Noregur:
Aldrei meira atvinnu-
leysi frá stríðslokum
Ósl6. Frá Rune Timberlid, fréttaritara MorgunblaðainB.
Atvinnuleysi er nú meira i Noregi en í nokkura annan tima eftir
strið. 4% vinnuaflsins eða 120.000 manns fá enga vinnu og aðeins i
janúar Qölgaði atvinnulausum um 30.000. Á atvinnuleysisskrá eru
86.000 manns en þar við bætast um 34.000, sem eru í eins konar
atvinnubótavinnu hjá hinu opinbera. Efitir strið hefur atvinnuleysið
áður verið mest í janúar 1984, 114.000 manns.
Stjómarandstaðan er nú komin
í vígahug vegna ástandsins í at-
vinnumálum og ekki síst eftir að
Kjell Borgen sveitarsjómaráðherra
lýsti yflr, að líklega ætti atvinnu-
leysið eftir að aukast á næstu
tveimur mánuðum.
Petter Thommasen, talsmaður
Hægriflokksins, segir, að ríkis-
stjómin sé öllu trausti rúin vegna
ástandsins í atvinnumálum og Ar-
ent M. Henriksen, þingmaður Só-
síalíska vinstriflokksins, segir, að
ástandið sé skelfílegt, atvinnuleysið
hafí tvöfaldast á einu ári.
Atvinnuleysistölumar eru heldur
óskemmtilegar fyrir Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra og
Verkamannaflokkinn á kosningaári
en hún hefur nú boðað ýmsar að-
gerðir. Meðal annars á að hraða
framkvæmdum við ólympíumann-
virkin í Lillehammer til að auka
atvinnuna.
Norðmenn hafa æma ástæðu til
að óttast þróunina á vinnumarkað-
inum. Lítið er um ný störf og stór
hluti atvinnuleysingjanna er ungt
fólk milli tvítugs og þrítugs. í næst-
um öllum atvinnugreinum hefur
verið samdráttur og uppsagnir en
verst er þó ástandið í byggingariðn-
aði og mannvirkjagerð. Bankar og
fjármálastofnanir hafa sagt upp
hundruðum manna og þá er neyðin
ekki minni hjá verslunar- og tölvu-
fyrirtækjum.
Mest er atvinnuleysið í Finn-
mörk, 6,7%, og stafar aðallega af
hruninu, sem orðið hefur í sjávarút-
vegi í Norður-Noregi. Minnst er það
í Akershusfylki rétt við Ósló eða
rétt rúm 2%.
HONIG -merkið sem þú velur fyrst.
'i
Fljótlegt og fyrirhafnarlftið.