Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
S8
33
Mmning:
María Vilhjálms-
dóttirfrá Neðri-Dal
Fædd 19. nóvember 1907
Dáin 20. janúar 1989
Ég var uppburðarlítill skólapilt-
ur, er ég kom fyrst að Neðri-Dal í
Fossvogi, en húsfreyjan þar, María
Vilhjálmsdóttir, og foreldrar hennar
höfðu verið náið vinafólk móður
minnar og móðurfólks í Keflavík.
María og eiginmaður hennar,
Þorkell Jónsson, höfðu, ásamt for-
eldrum Þorkels, ráðist í að reisa
hús í Fossvoginum. Bjuggu foreldr-
ar Þorkels í lítilli og notalegri íbúð
í öðrum enda hússins, en Þorkell
og María, eða Keli og Maja, eins
og ég lærði fljótlega að nefna þau,
bjuggu með dætrum sínum þrem í
ívíð stærri íbúð í hinum endanum.
Síðar bættist svo í hópinn lang-
þráður sonur. Hús sitt, sem síðar
varð nr. 10 við Nýbýlaveg, nefndu
þau Neðri-Dal.
Erfiðlega hafði gengið að fá
handa mér húsnæði á viðráðanlegu
verði tvo seinni vetur mína í Versl-
unarskólanum, en þegar Maja
heyrði af vandræðum minum, stóð
ekki á svari: „Auðvitað verður hann
hjá okkur!" Og það var ekki látið
sitja við orðin tóm. Þrátt fyrir
þröngan húsakost, var hjartarými
nóg, og fjölskyldan þrengdi að sér
og veitti mér húsaskjól, það sem
eftir lifði námstímans.
En ég fékk ekki einungis húsa-
skjól, heldur var mér tekið opnum
örmum sem kærum syni að koma
heim, eftir langa fjarveru. Oft sát-
um við Maja yfir kaffibolla eða
mjólkurglasi í eldhúsinu og ræddum
um heima og geima. Kom þá fyrir,
að tengdaforeldrar hennar bættust
í hópinn og krydduðu umræðurnar
skemmtilegum sögum frá Vest-
fjörðum og enduðu þá gjarnan á
kennslustund í vestfirsku máli. Oft
buðu Maja og Keli mér einnig til
stofu, þegar þannig bar undir, að
gleðjast með góðum gestum, er að
garði bar.
Maja var tilfinningarík kona, en
sama var, hvað út af bar, ávallt var
stutt í leiftrandi bros og léttan hlát-
ur. Alltaf reyndi hún að færa allt
. til betri vegar og var ætíð reiðubú-
in að hjlpa og bæt allt, sem miður
fór.
Er að því kom, að einn sona
minna fór til Reykjavíkur til fram-
haldsnáms, hljóp hún enn undir
bagga og veitti honum húsaskjól
og móðurlega umönnun um skeið.
Eftir að eiginmaður hennar lést
, langt um aldur fram, starfaði hún
um langt skeið í matstofu Málning-
ar h/f. Það var eftirtektavert og
lærdómsríkt, er rætt var við Maju
um starfið, hve hlýlega hún talaði
um vinnuveitendur sína og sam-
starfsfólk. Ekki var síður ánægju-
legt að heyra, hve notalega og hlý-
lega starfsfólk Málningar h/f talaði
bæði við Maju og um hana.
Maja átti miklu barnaláni að
fagna. Hún kom á legg fj'órum
mannvænlegum börnum, þremur
dætrúm og einum syni, sem öll
hafa reynst henni með afbrigðum
vel í ellinni og ekki síst í erfiðum
veikindum hennar síðustu tvo mán-
uðina. Ein dóttirin býr reyndar
fjarri ættjörðinni, en var henni ná-
in, þrátt fyrir það. Sjaldan heim-
sótti ég Maju svo, að ekki kæmi
eða hringdi til hennar eitthvert
barnanna eða barnabarnanna, með-
an á heimsókninni stóð.
Maja seldi Neðri-Dal, er húsið
var nánast horfið í skugga stór-
bygginga ýmissa atvinnufyrirtækja
og orðið fyrir bákninu, sem nefnist
skipulag. I staðinn eignaðist hún
notalega íbúð að Fannborg 7, þar
sem hún bjó síðan til dánardags.
Maja var félagsvera. Hún var
frjálsleg og tillögugóð, átti gott með
að koma fyrir sig orði, og í góðum
hópi var hún hrókur alls fagnaðar.
Það leiddi því af sjálfu sér, að hún
var eftirsótt til hverskonar félags-
Suai'iii, éiíua vsr líun *virs.ur iGisgi'
og ópólitískum. Á seinni árum tók
hún drjúgum þátt í starfi aldraðra.
Gegnum það félagslíf kynntist hún
öldruðum manni, sem reynst hefur
henni traustur vinur og hjálparhella
síðustu árin. Það var hrærandi að
sjá umhyggju hans fyrir henni, sem
hún kunni auðsjáanlega vel að
meta.
Ég er þakklátur fyrir góð kynni.
Við hjónin vottum afkomendum
Maju og aðstandendum innilega
samúð.
Björn Stefánsson
Það var vorið 1942 að fátæk fjöl-
skylda kom austan úr Flóa til að
setjast að við Nýbýlaveg í Kópa-
vogi, nálægt Hafnarfjarðarvegi.
Byggðin norðan Digranesshálsins
hét þá raunar Fossvogur og heimil-
isfang fjölskyldunnar varð fyrst í
stað Fossvogsblettur 37-38; síðar
Nýbýlavegur 12. Ekki var marg-
menninu fyrir að fara í Kópavogi
um þessar mundir en því kunni fjöl-
skyldan fátæklega ekkert illa, var
vön því úr sveitinni. Hitt var verra
að nú var allt ókunnugt, éngir gam-
alkunnir nágrannar, ættingjar eða
vinir, langt til Reykjavíkur og ferð-
ir þangað strjálar. Þá var það sem
María kom til sögunnar. Hún var
heimavön á þessum stað, hafði búið
þarna i fjögur ár ásamt fjölskyldu
sinni og var öllum hnútum kunnug.
Þau hjónin Þorkell Jónsson og
María höfðu reist í félagi við for-
eldra hans fyrsta húsið við Nýbýla-
veginn; húsið Neðri-Dal. Hjónin
tvenn í Neðri-Dal ásamt Sigurgeiri
og Arndísi í Aðaldal urðu þannig
fyrstu nágrannar aðkomufjölskyld-
unnar; foreldra minna og barna
þeirra.
Og María var betri en enginn;
sífellt kát og glettin, boðin og búin
að hjálpa og leiðbeina og í allsleys-
inu fyrstu árin var það lífsnauðsyn
að eiga góða granna. Okkur systr-
um mínum tveimur þótti þó best
af öllu að María og Þorkell áttu
þrjár indælar og skemmtilegar
stelpur sem voru á sama reki og
við. Systurnar í Neðri-Dal, þær
Guðrún, Katla og Hekla urðu um-
svifalaust bestu leiksystur okkar
og fyrstu vinkonur á nýja staðnum.
Nokkrum árum síðar bætist í hóp-
inn lítill bróðir — Vilhjálmur var
hann látinn heita — og þá hallaðist
ekki lengur á með barnafjöldann í
fjölskyldunum tveimur; fjögur börn
í hvorri og drengir yngstir.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um svokölluð frumbýlingsár í Kópa-
vogi og hvað allt hafi þá verið erf-
itt, fátæklegt og frumstætt. Sjálf-
sagt hefur ýmislegt verið erfitt eins
og til dæmis það að þurfa að grafa
djúpt eftir vatni og hafa ekki raf-
magn lengi vel. En því fer fjarri
að þetta hafi verið fábreytilegt líf
og því síður fátæklegt eða menning-
arsnautt; Þvert á móti var mannlíf-
ið við neðanverðan Nybýlaveginn —
þar sem nú er Toyota-umboðið,
BYKO og fleiri fyrirtæki — ákaf-
lega skemmtilegt og auðugt. Ver-
aldlegir fjármunir voru vísast af
skornum skammti en það skipti
minnstu máli, þeir eru yfirleitt ekki
mælikvarði á gæði mannlífsins og
í þessari byggð var mannlffið gott.
Þarna var rúmt um fólk og fénað,
frjálsræði mikið og alltaf eitthvað
að gerast, allir hjálpuðust að og
krakkarnir voru með i flestum verk-
um. Fátt var'eins gaman og að
fylgjast með körlunum þegar þeir
voru að smíða og ef ein fjölskylda
þurfti að stækka húsið sitt eða
standa í öðrum stórframkvæmdum
komu allir pabbarnir í hinum húsun-
um og hjálpuðu til. Þannig gekk
það fyrir sig þegar faðir minn fór
að byggja við litla íbúðarskúrinn
okkar. Þá komu þeir allir með tölu,
pabbarnir í húsunum sjö neðst við
Nýbýlaveginn. Keli í Neðri-Dal,
Geiri í Aðaldal, Sveinn og Pétur,
Reinhart og Guðmundur. Og ham-
arshöggin glumdu og töðulyktin
angaði á litlu túnunum og ram-
fangið og venusarvagnarnir stóðu
í blóma. Við stelpurnar pössuðum
litlu börnin fyrir mömmurnar eftir
þörfum — fyrir Elnu og Ástu og
Maju og Dísu. Já, þarna var gott
að vera og við krakkarnir vorkennd-
um vesalings Reykjavíkurbörnun-
um sem höfðu ekkert nema harðan
steininn til að leika sér á.
í þessu litla samfélagi var María
eins og drottning í ríki sínu. Hun
ræktaði garðinn sinn af alúð bæði
í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Börnin hennar runnu upp eins og
fíflar í túni — hvert öðru mann-
vænlegra — og blóma- og trjágarð-
urinn hennar sunnan við húsið varð
fegurri með hverju árinu sem leið.
Innan dyra var allt fínt og fágað
og mikið var betri stofan hennar
glæsiieg, það fannst mér að
minnsta kosti þegar ég kom þar
fyrst; lítil borð hér og hvar með
puntudúkum og skrautmunir á hill-
um, þetta var nokkuð sem sveita-
barnið hafði aldrei áður augum lit-
ið. Ævinlega tók hún vel á móti
litlum gestum sem komu að leika
við krakkana og ekki voru móttök-
urnar síðri þegar fannbarðar telpur
leituðu skjóls í húsi hennar af því
að bylurinn var svo svartur að þær
treystu sér ekki lengra; komust
ekki heim úr skólanum eða frá
„stoppistöðinni" í einum áfanga.
Þá var gott að koma inn í hlýjuna
til Maju. Og innan skamms var
heitt kakó komið á borð og bestu
smákökur í heimi settar fyrir gest-
ina sem biðu þess í besta yfirlæti
að veðrinu slotaði.
En líf Maríu var ekki samfelldur
dans á rósum. Gömlu hjónin dóu
með fárra ára millibili og skömmu
síðar varð Þorkell að lúta í lægra
haldi fyrir þeim vágesti sem
læknavísindunum hefur^enn ekki
tekist að ráða við. Þá fór María að
vinna utan heimilis enda voru börn-
in orðin vel stálpuð og sum uppkom-
in.
Eins og margir aðrir frumbyggj-
ar Kópavogs varð María að hrekj-
ast frá húsi sínu og heimili þegar
fulltrúar „framfara og uppbygging-
ar" þurftu frekara olnbogarými. í
þessum bæ „barna og blóma" var
blómunum ekki ævinlega hlíft þeg-
ar nútíminn kallaði og mér er ekki
grunlaust um að María hafi grátið
garðinn sinn og blómin þegar hún
varð að fara úr Neðri-Dal, húsinu
sínu gamla sem enn var á sínum
stað — fátæklegt og einmanna —
þar til fyrir þremur vikum. Þá var
það rifið. Þar með lauk 50 ára sögu
elsta hússins í dalnum norðanverð-
um; hússins sem lengst hélt velli
af þeim sjö sem mynduðu rammann
utan um tilveru okkar sem ólumst
þarna upp. Og nánast á sömu
stundu lauk lífi Maríu Vilhjálms-
dóttur sem hafði byggt þetta hús
og búið þar í 40 ár. Hin húsin neðst
við Nýbýlaveginn eru löngu horfin,
voru ýmist rifin eða brennd. Upp-
byggingin í Kópavogi var 'stundum
sársaukafull, það hafa fiestir frum-
byggjar bæjarins mátt reyna. .
En nú er komið að leiðarlokum,
enn einn af fullorðna fólkinu forðum
daga er horfinn af sjónarsviðinu og
grætur ekki framar gömlu byggð-
ina sína. Við móðir mín háöldruð
og systkini kveðjum góða grann-
konu, þökkum henni trygga sam-
fylgd í áratugi og sendum börnum
hennar og öðrum ástvinum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Helga Sigurjónsdóttir
Kveðjuorð:
OWf(LóIó)S.
Guðmundsdóttír
Fædd29. júlí 1947
Dáin 20. janúar 1989
Margs er að minnast,
margt er að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.)
Harmafregn — þrátt fyrir þann
mikla sannleik að dauðinn er vís,
kemur hann okkur einatt í opna
skjöldu. Laugardaginn 20. janúar
sl. fengum við fregnina um að bar-
áttu Lólóar við sjúkdóm þann er
hún bar væri lokið. Hversu oft hef-
ur ekki flogið í hug okkar sú hugs-
un að við fáum aldrei að vita á
hvern hátt örlög okkar allra eru
skráð. Eitt er víst, líf kviknar —
og það deyr. Hversu óbærilegt það
er þegar kallið kemur svo fljótt;
okkur fínnst það ótímabært. Lóló
hefur lokið vinnuc^egi sínum hér og
nú tekur mikilvægt verkefni morg-
undagsins við.
Ég minnist Lólóar með söknuði
— söknuði yfir að hafa ekki notað
tímann betur. Árið 1973 tengdist
ég fjölskyldu hennar, þá hittumst
við fyrst. Hún var elskuleg, lífsglöð
og vingjarnleg, full af áhuga —
áhuga á lífinu, hún var félagslynd
og þroskuð kona.
Hugurinn reikar til þeirra fáu
stunda en gjöfulla, ég fyllist þakk-
læti yfir því að hafa fengið að kynn-
ast henni. Syni mínum sem nú er
á sjötta ári var hún honum ógleym-
anleg. Lóló greip hug hans strax
við fyrstu kynni. „Jæja, frændi
minn, sæll vertu." „Ætlarðu nú að
sjá hvernig ég geri," sagði hún eitt
'" i S--------JÍ4-J.-------- 1_______ A
»11111 Cl VIU llv iiin.v.i.
ist hann ekki ósjaldan á Lóló og
„Lólóarnudd". Ef einhver í fj'öl-
skyldunni kennir krankleika er
hann óðara tiibúinn í „Lólóarnudd"
til að lina verkina. Þetta litla dæmi
lýsir hve auðvelt var að hrífast af
persónutöfrum þessarar konu. Allt-
af full af áhuga á öllu sem hún tók
sér fyrir hendur.
Tilgangurinn er kannski ekki sá
að harma þá er fara yfir móðuna
miklu, jafnvel þó ungir séu. Ég
minnist þin og vona að við sem
eftir lifum helgum líf okkar gæsku
og gleði þeirri sem þú bjóst yfir.
„Það eru ljósin jafnt sem skuggarnir í lífí
okkar sem gera líf okkar sterkt og fylla það
dýpt."
Elsku Siggi, Hildigunnur, Óli
Már, foreldrar, systkini og frænd-
systkini.
Eg bið góðan guð að styrkja
ykkur í sorg og söknuði. Dista
Selfossi. Á Selfossi kynntist Ólöf
manni sínum, Sigurði Emil Ólafs-
syni, húsasmSðameistara, þau
gengu í hjónaband 1966. Þeim hjón-
um varð tveggja barna auðið; Hildi-
gunnur Jónína fædd 1966 og Ólafur
Már fæddur 1970. Árið 1973 flytja
þau hjón til Reykjavíkur, þá hóf
Ólöf að nema nuddlækningar, og
setti síðan upp nuddstofu, sem hún
starfrækti allt þar til hún var lögð
inn á sjúkrahús í ágúst sl. og átti
ekki afturkvæmt þaðan. Þennan
tíma háði hún hetjulega baráttu
sem lauk þann 20. janúar sl., því
maðurinn með ljáinn sigrar ávallt
að lokum.
Eiginmaður, systkini og vanda-
menn stóðu þétt saman um að létta
frænku síðustu stundirnar og véku
ekki frá sjúkrabeði hennar fyrr en
yfir lauk.
Síðustu kveðju fékk ég frá
frænku um sl. jól, þó ekki í jóla-
korti eins og venjulega, heldur með
lækni sem vann á deildinni. Þau eru
mörg jólakortin sem ég héf fengið
frá þeim hjónum, skrifuð af frænku.
Þær kveðjur eru geymdar því þær
innihalda hlýju og heiðríkju, sem
einkenndu frænku hennar alltof
•stutts, !?f.
í ýmsum félögum, bæði pólitískum nuddstofuna. Eftir þau kynni minn- lauk vann Ólöf í Landsbankanum á Þetta eiga ekki að vera eftir-
Síst vil ég tala um svefh við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda,
og þannig bíða sælli funda,
það kemur ekki í mál við mig.
Flýt þér vinur i fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans,
fljúgðu á vængjum morgunroðans,
meira starfa guðs um geim. (J.H.)
Ólöf Sigurlaug fæddist 29. júlí
1947 j Reykjavík. Foreldrar hennar
eru Ólöf M. Guðmundsdóttir og
Guðmundur Jóhannsson. Allt frá
bernsku hef ég fylgst með þessari
frænku minni, og hún vissi vel um
frænda á Siglufirði. Ólöf ólst fyrstu
árin upp í Reykjavík, síðan fluttist
fjölskyldan til Selfoss.
mæli, heldur hinsta kveðja og þakk-
ir fyrir allar samverustundir í blíðu
og stríðu. Ég bið'herra lífsins að
blessa frænku mína í hennar síðustu
ferð, ferð sem bíður okkar allra.
Ólöf hefur verið leyst frá lífsins
oki. Svo bið ég guð að blessa hana
og vernda á nýjum ævibrautum.
Eiginmanni, börnum, foreldrum,
systkinum og vandamönnum eru
færðar hugheilar samúðarkveðjur.
Það er huggun harmi gegn, að það
eru birtan og heiðríkjan, sem
frænka átti í svo ríkum mæii, sem
gott er að orna sér við.
Megi hún hvíla f friðarfaðmi.
Ólafur Jóhannsson,
Siglufirði.
Drottinn gaf og Drottinn tók,
lofað veri hans heilaga nafn.
Hún Lóló er horfin, dáin!
Það er köld staðreynd, sem erfítt
er að sætta sig við. Þau hjónin,
LÓ16 og Sigurður, bjuggu í sama
húsi og við um nokkurra ára skeið.
Með okkur tókst mikil og góð vin-
átta sem aldrei bar skugga á. Lóló
var alltaf boðin og búin til að hjálpa
ef með þurfti, og á tímann sinn við
að nudda eða gefa ljós var hún
óspör.
Ég átti yið veikindi að stríða í
dálítinn tíma og þau veikindi skildi
Lóló mjög yel. Þá reyndist hún mér
sem sönn vinkona, og kom þá í ljós
hennar stórkostlega trygglyndi og
heila manngerð.
Það er svo margt f þessu lífi sem
við fáum ekki skilið. Þegar vinum
okkar og ástvinum er kippt burt
svona í blóma lífsins spyrjum við:
Hvers vegna? En allt er í hendi
guðs og minningin lifir eftir um
góða og sanna vinkonu.
Ég þakka góðum guði fyrir þær
stundir er við Lóló áttum saman
og þær perlur verða geymdar í sjóði
minninganna.
Við hjónin vottum Sigurði, börn-
um og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúð.
Guð blessi ykkur og styrki í Jesú
nafni. Þóra Björk