Morgunblaðið - 14.02.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 14.02.1989, Síða 12
12 MORGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 Allir segjast vilja launajaftirétti Hvers vegna ríkir það ekki? eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Eftirfarandi grein og tvær aðrar er fylgja síðar eru byggðar á erindi sem undirrituð hélt í ágúst á sl. sumri á norrænu jafnréttisráðstefn- unni í Osló. Sú ráðstefna var haldin í tengslum við hina fjölsóttu, nor- rænu kvennaráðstefnu. Það misrétti sem blasir við kon- um á Norðurlöndum nú er í raun ekki bundið við þau lönd og þá þjóð- félagsgerð sem þar ríkir. Það er miklu fremur angi af alþjóðlegu misrétti sem endurspeglar valda- stöðu kynjanna og tekur á sig ýms- ar staðbundnar myndir í samræmi við menningu og aðstæður sér- hverrar þjóðar. Þó er það ævinlega sömu ættar og byggir á rótgrónu, óþolandi og hættulegu vanmati á konum, störfum þeirra og viðhorf- um. Ein birtingarmynd þess í hnot- skum eru sígildar tölur SÞ frá 1980 um hlutskipti kvenna: Konur fram- kvæma 2h hluta allrar vinnu sem unnin er í heiminum. Fyrir það fá þær greiddan Vio hluta þeirra launa sem greidd em og þær eiga minna en 1 % af öllum eignum heimsins. Ótrygg réttíndi En Norðurlöndin eru jafnan talin skera sig úr hópi annarra þjóða sem náskyldar velferðarþjóðir, braut- ryðjendur á mörguin sviðum, m.a. í jafnréttismálum. ÞÓ miðar okkur svo hægt og réttindi okkar í raun svo ótrygg að þeirra þarf stöðugt að gæta um leið og sótt er fram til nýrra áfanga. Þau geta jafnvel fyrr en varir snúist upp í andhverfu sína og verið notuð gegn okkur, samanber lengingu fæðingarorlofs og annarra leyfa til umönnunar bama sem geta gert konur að byrði og ófysilegum starfskrafti í augum atvinnurekenda. í skammsýni sinni, sjá þeir oft ekki hve þjóðhagslega mikilvægt það er að taka sinn hluta samfélagslegrar ábyrgðar til að tryggja slíkt. Þrátt fyrir ýmsar mikilvægar lagasetningar um jafn- rétti og jöfn laun hafa alltaf fund- ist og fínnast enn leiðir til að við- halda hefðbundnu launamisrétti kynjanna, líka hjá velferðarþjóðum Norðurlandanna. En svigrúm Norð- urlandakvenna er ólíkt meira til réttindabaráttu en flestra annarra kvenna og barátta þeirra og ávinn- ingur hefur hvetjandi áhrif og for- dæmisgildi. Aðstæður íslenskra kvenna Aukin atvinnuþátttaka íslenskra kvenna utan heimilis á undanföm- um aldarfjórðungi byggist ekki síst á aukinni þátttöku giftra kvenna sem hefur hækkað úr 20% árið 1960 í rúm 83% árið 1985. Hlutur ógiftra kvenna hefur minna breyst eða úr 60% í rúm 78% 1985. Mun það vera í fyrsta sinn sem þátttaka giftra kvenna er meiri en ógiftra. Einnig er athyglisvert að atvinnu- þátttaka kvenna á bameignaaldri er um og yfír 90% og þetta hlut- fall lækkar reyndar ekki fyrr en á sjötugsaldri. Því má þ'ekki gleyma í þessari umræðu að konur stóðu að mestu undir þeirri vinnslu vað- máls og físks sem var aðalútflutn- ingsvara íslendinga um margra alda skeið. ísland hefur þá sérstöðu meðal Norðurlandaþjóða og reyndar ann- arrá vestrænna þjóða að þar ríkir ekki almennt atvinnuleysi. Þó höf- um við tímabundið og staðbundið atvinnuleysi sem gjaman bitnar fyrst á konum en þær eru enn álitn- ar varavinnuafl í mörgum atvinnu- greinum. Önnur sérstaða íslands og síður eftirsóknarverð er óvana- lega langur vinnutími sem þjóðin hefur lengi fundið á eigin sinni og Kvennalisti og Sjálfstæðisflokkur: Virðist ekki mál- efhaleg samstaða - segir Danfríður Skarphéðinsdóttir „SÍNUM augum lítur hver á silfrið," sagði Danfríður Skarphéðins- dóttir formaður þingflokks Kvennalistans, þegar Morgunblaðið bar undir hana ummæli Halldórs Blöndal þingmanns Sjálfstæðisflokks, að Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti ættu að mynda ríkisstjórn eftir næstu kostningar. Halldór sagði að gagnkvæmt traust hefði myndast milli þessara flokka í stjómarandstöðu, og í ljós hefði komið, að skoðanir kvenna- listakvenna í atvinnumálum væm ekki ólíkar skoðunum sjálfstæðis- manna. „Við vorum í stjómarmyndunar- viðræðum með Sjálfstæðisflokknum og Krötum eftir síðustu kosningar Hæstiréttur: Lagt hald á bíl vegna 26 brota eiganda HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Sakadóms Reykjavíkur um að hald skuli lagt á bíl manns sem 26 sinnum hefur verið kærð- ur fyrir ölvunar- og sviptinga- rakstursbrot á árunum 1986- 1988. Ríkissaksóknari hefur í ákæm á hendur manninum vegna hluta þessara brota krafist þess að bif- reiðin verði gerð upptæk með end- anlegum dómi í málinu, sem nú er til meðferðar í sakadómi. skinni og nýjar kannanir hafa stað- fest. Hinn langi vinnutími stafar ekki síst af því að dagvinnulaun em svo lág að þau nægja oft ekki til framfærslu. Otrúlegt launamisrétti En hvað bera svo íslenskar konur úr býtum fyrir sitt mikla vinnufram- lag? Ólíkar kannanir byggðar á mismunandi upplýsingum gefa svipaðar niðurstöður, launamisrétt- ið er ótrúlegt. Á árinu 1985 vom meðallaun allra karla u.þ.b. helm- ingi hærri en meðallaun allra kvenna og laun kvæntra karla um 80% hærri en laun giftra kvenna sem vinna utan heimilis. Áður viss- um við að einungis 5% giftra kvenna sem vinna utan heimilis ná launum sem svara meðallaunum karla. Við vissum líka að hæstu meðallaun kvenna em hjá 25-44 ára ógiftum konum og samsvara meðallaunum 15-19 ára og 65-69 ára ókvæntra karla eða 70-74 ára kvæntra karla. Langstærstur hluti þeirra sem vinna ófaglærð láglaunastörf em konur eða 72% og áttunda hvert bam er á framfæri einstæðrar móð- ur en dagvinnulaun einnar konu nægja í flestum tilvikum ekki til að framfleyta Qölskyldu. Konur vinna síðan langmestan hluta þeirra starfa sem sinna daglegum þörfum og velferð þjóðfélagsþegnanna inni á heimilunum, launalaust. Gildir þá einu hvort þær vinna jafnframt utan heimilis eða ekki og lengist þá vinnudagur þeirra að mun. Velja stúlkumar rangar námsgrein- ar? Nú em fleiri stúlkur en piltar í menntaskólum og fleiri konur en karlar innritaðar í Háskólann og er það vel. Þrátt fyrir aukna mennt- un fá konur samt lægri laun en karlar og hefur menntunin því mið- ur ekki reynst sá lykill að jafnrétti sem mæðumar og ömmurnar von- uðu. Völdu stúlkurnar kannski rangar námsgreinar? Einnig hefur þess gætt að aukn- ar menntunarkröfur em nú gerðar til inngöngu í starfsnám kvenna umfram karla og getur slíkt orðið til að þrengja möguleika kvenna án þess að skila þeim meiri réttind- um. Launamunur karla og kvenna er mun minni þegar litið er ein- göngu á dagvinnulaun en liggur miklu fremur í þeim mun sem er á yfírvinnu karla og kvenna. Hann er einnig að fínna í hlunnindagre- iðslum ýmiss konar eins og kom Guðrún Agnarsdóttir fram í nýlegri könnun um launa- jafnrétti hjá hinu opinbera sem gerð var fyrir tilstilli félagsmálaráð- herra. Þar kom fram t.d. að hjá almennum félagsmönnum í BSRB fá karlar 68,2% ofan á dagvinnu vegna yfirvinnu en konur 34,9%. Ekki er þó vitað hvort alltaf er um að ræða unna yfírvinnu. Einnig kom fram að konur fá einungis greitt um 10% þess fjár sem ríkið greiðir starfsmönnum sínum fyrir afnot af bifreiðum. Iíöfundur er þingmaður Kvenna- listans fyrir Reykjavík. og þá náðist ekki nein samstaða, enda stóð okkur svo sem ekki til boða að ná fram neinu af okkar málum,“ sagði Danfríður Skarphéð- insdóttir. Hún sagði, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði að vísu verið tilbúinn að styðja nokkrar breytingartillögur Kvennalistans við bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar, svo sem tillögu um hlutaflársjóð við Byggðastofn- un, og þá hugmynd hefði ríkis- stjómin síðan afskræmt í síðustu efnahagsaðgerðum sínum. Einnig hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið tilbúinn að styðja tillögur Kvenna- lista um afnám launafrystingar og verkfallsbannsins, og einnig breyt- ingartillögur við tekjuskattsfrum- varpið. „Það er hins vegar ekkert nýtt, að stjómarandstöðuflokkar reyni að vinna saman, sé þess nokkur kostur, og samstarf þeirra byggist ekki endilega á málefnalegri sam- stöðu. Mér sýnist ekki að það sé frekar málefnaleg samstaða núna með þessum tveimur flokkuum, en í síðustu stjómarmyndunarviðræð- um. Og það fer fyrst og fremst eftir málefnunum, hvort við eram tilbúnar til að fara í stjóm með ein- hveijum flokki,“ sagði Danfríður Skarphéðinsdóttir. Ileana Cotrubas Tónlist Jón Ásgeirsson Óperusöngkonan Ileana Cotru- bas og píanóleikarinn Raymond Janssen fluttu ljóðatónlist eftir Enesco, Faure, Liszt og Wolf, sl. sunnudag í Islensku óperanni. Fyrst á éfnisskránni vora sjö söngvar er Georges Enesco samdi við kvæði eftir Clement Marot (1497—1544). Marot var franskt hirðskáld sem sagt er að hafí fyrstu Frakka ort sonnettur. Enesco (1881—1955) var rúm- enskur fíðlusnillingur og tónskáld en meðal nemenda hans Menuhin. Af þeim sjö söngvum er Cotrabas söng vora tveir síðustu sérlega áhrifamiklir, „Changeons propos“ og „Du confíct en douleur", ekki aðeins vegna flutnings listamann- anna, heldur og era þetta frábær- ar tónsmíðar. Það var ánægjulegt að heyra söngvana eftir Enesco en ekki síður gamla kunningja, þ.e. fímm ljóðalög eftir Faure, er söngkonan flutti af frábærri smekkvísi. Franz Liszt samdi um 80 sönglög og hafa fá þeirra verið sungin að ráði á tónleikum, en nú gat að heyra fímm þeirra m.a. útfærslu hans á kvæðinu Lóreley eftir skáldsnillinginn Heine. Síðast á efnisskránni vora 11 söngvar úr ítölsku ljóðabókinni, en Wolf samdi 46 lög við þýðing- ar Paul Heise. Lögin I fyrra heft- inu era flest samin í desember 1891 og öll í því seinna í mars og apríl 1896. Fyrsta lagið sem Cotrabas söng var Auch kleine Dinge sem nr. 1 og endaði tónleik- ana á því 46. og síðasta laginu í ítölsku Ijóðabókinni, Ich hab in Penna. I flutningi Wolf-laganna fór Cotrabas á kostum, bæði í söng og leikinni túlkun og undir- leikurinn var heldur ekki af lakara taginu. Leikur Janssens var ein- staklega yfírvegaður og fram- færður af miklu listfengi. Eitt loforð mætti Ileana Cotru- Ileana Cotrubas bas hafa með sér héðan frá ís- landi, ef hún vildi koma aftur, og það er að hér skiptir svo oft um veður að þá hún kæmi aftur yrðu veðurguðimir vísir til þess að fagna henni með öðra móti. En hvað svo sem segja má um hverf- lyndi veðurguðanna er eitt víst, að tryggð áheyrenda hennar mun þá vera óbreytt frá því sem nú er, því það sem innra býr á ekk- ert skylt við klakann á ytra borð- inu. Myrkir músíkdagar Fyrir nokkram áram stofnaði Tónskáldafélag íslands undir for- ustu Atla Heimis Sveinssonar til tónlistarhátíðar á þorra og nefndi tiltækið Myrka músíkdaga. Þetta þótti takast hið besta og hefur æ síðan verið á starfsdagskrá fé- lagsins, þó misjafnlega hafí tekist til, aðallega vegna jjárskorts. Núverandi formaður TÍ, Hjálmar H. Ragnarsson, hefur nú hafið merki músikdaganna á loft, með 6 tónleikaröð og vora þeir fyrstu haldnir í Listasafni Siguijóns Ól- afssonar. Þar voru flutt flögur verk, sem ekki hafa heyrst hér á landi en öll samin að tilhlutan norrænu tónlistarskólanna og flutt f Gautaborg fyrir nærri tveimur áram. Tvö verkanna eru samin fyrir einsöng með sellóundirleik og vora flytjendur Signý Sæmunds- dóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir. Fyrra verkið Psychomachia eftir Þorstein Hauksson er samið við texta eftir miðaldaskáldið Prad- entius. Þar sem tónferlið er hæg- ferðugt falla selló og söngrödd nokkuð vel saman en er æsist leik- urinn vantar röddina meiri hljóm- stuðning, og t.d. í átakaköflunum mætti vel hugsa sér að jafnvel hljómsveit hæfði betur en eitt selló. Verkið er á Itöflum mjög lagrænt og fyrsti kaflinn sérstak- lega fallegur. Seinna verkið fyrir söngrödd og selló, er eftir Ónnu Jastrzebska, sem er pólsk en bú- sett í Noregi. Verkið nefnist „Úr undirdjúpunum" en í kvæðinu, eftir Ásu-Maríu Nesse, er fjallað um hróp þess sem vill ganga upp- réttur sem manneskja, þrátt fyrir hæðilega einsemd og ábyrgð, sem hveijum er gert að bera og eiga sér þó enga aðra endastöð en bið- ina eftir dauðanum. Þetta er grá- kaldur texti og miskunnarlaus en því miður var hann of mikið tætt- ur til að skila sér og tónverkið ekki það áhugavert að það bætti upp tætingslegar endurtekningar. Flutningurinn var í heild þokka- legur og söngur Signýjar á köflum glæsilega útfærður. Kristinn Sigmundsson og Guðríður S. Sigurðardóttir fluttu tvö verk, en það fyrra er eftir Valdimir Agopov, rússneskt tón- skáld er starfar í Finnlandi. Verk- ið nefnist Stund fómarinnar og er helgað minningunni um Andrej Tarkovskí. Textinn er eftir Edith Södergran og Arsenij Tarkovskí (föður Andrejs) og tengist bæði formrænt og í texta, starfí þessa sérstæða kvikmyndaskálds. Verk- ið er ágætlega samið en þó, eins og svo mörg nútímaverk, er túlk- un textans ofgert. Hér er hann þó ekki slitinn úr samhengi. Seinna verkið er eftir Karólínu Eiríksdóttur við Ljóðnámuland eftir Sigurð Pálsson. í verkinu má víða heyra fallegt samspil píanós og söngraddar, en þar sem texti Sigurðar er mikið byggður á tilvísandi stakorðum, eins konar upphrópunum, verður söngmálið á köflum nokkuð slitrótt, bæði hvað varðar tónstöðu og hend- ingaskipan. Kristinn söng bæði verkin á sannfærandi máta. Eftir- tektar verðast á þessum tónleik- um var þó fallega mótaður undir- leikur Guðríðar S. Sigurðardóttur. Hér er á ferðinni góður samleiks- maður fyrir sólista og í kammer- tónlist og ekki síður sem einleik- ari, svo sem dæmt verður af þeim fáu tækifæram sem hún hefur þegar fengið til að sanna sig sem einleikara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.