Morgunblaðið - 14.02.1989, Page 18

Morgunblaðið - 14.02.1989, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 Morgunblaðið/Bjami Jón Baldvin Hannibalsson ræðir við James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í biðstofu fyrirmenna í flugstöð Leifs Eirikssonar á Keflavíkurflugvelli. Á meðan ráðherrarnir ræddust við fylgdist Susan Baker, eiginkona bandaríska ut- anríkisráðherrans, með tiskusýningu og bragðaði á íslenskum matvælum ásamt Bryndísi Schram og Nancy Ruwe (t.h), eiginkonu Nicholas Ruwe, sendiherra Banda- ríkjanna á Islandi. Fundur utanríkisráðherra og James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Tvíhliða samskipti og þró- un alþjóðamála efst á baugi JAMES Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra áttu fiind í flugstöð Dé Longhi Momento Combi er hvort tveggja í senn örbylgjuofn og grillofn ■ : Loksins er kominn á markaðinn oín, sem er hvort tveggja ísenn, örbylgjuofn og grillofn. Þettá er nýjung semlengi hefur verið beðið eftir. Ofninn sameinar kosti beggja aðferða, örbylgjanna sem varðveita best næringargildi matarins - og grillsteik- ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu stökku skorpu. 7 mismunandi matreiðslumöguleykar: 1 örbylgjur 30% all Leife Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli á laugardag. Þetta var fyrsti viðkomustaður bandaríska utanrikisráðherrans á ferð hans til 14 aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins í Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherramir ræddust við í eina og hálfa klukkustund og gerði Baker grein fyrir helstu stefiiumálum ríkisstjómar Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta á vettvangi utanríkismála auk þess sem tvíhliða samskipti íslands og Bandaríkjanna, samskipti aust- urs 'og vesturs og máíefiti Atl- antshafsbandalagsins bar á góma. Flugvél Bakers, Boeing 707 þota 1 eigu bandarísku ríkisstjómarinn- ar, lenti á Keflavíkurflugvelli klukk'- an 17.45 á laugardag. Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, tók á móti Baker og eigin- konu hans, Susan, og fylgdi þeim hjónunum á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar og eiginkonu hans Bryndísar Schram. í för með banda- ríska utanríkisráðherranum voru 17 bandarískir fréttamenn, sem sérhæfa sig í málefnum bandaríska utanríkisráðuneytisins, en fylgdar- Iið ráðherrans var alls um 40 manns. Fundur utanríkisráðherranna fór fram í biðstofu fyrirmenna í Leifs- stöð og hófst hann klukkan 18. Fjölluðu þeir m.a. um stefnumörkun Atlantshafsbandalagsins í afvopn- unarmálum og um tillögur þær sem bandalagið hyggst leggja fram í Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, og eiginkona hans, Bryndís Schram, bjóða James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, velkominn til íslands. viðræðum um niðurskurð hefð- bundinna vopna frá Atlantshafi til Úral^alla, sem heíjast í Vinarborg í næsta mánuði. Jón Baldvin Hannibalsson útskýrði sjónarmið íslendinga og vék sérstaklega að nauðsyn þess að Atlantshafsbanda- lagið hefði frumkvæði að tillögum um eftirlit með vígbúnaði á og í höfunum. í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu segir að í máli Bakers hafi komið fram að Bandaríkjamenn séu í grundvall- aratriðum ekki mótfallnir viðræðum um kjamorkuuvígbúnað á og í höf- unum samhliða öðrum viðræðum á vettvangi afvopnunarmála. Viðræður um tvíhliða samskipti rílqanna snerust einkum um hval- veiðar íslendinga, mengun vatns- bóla á Suðumesjum og hugmyndir um lagninu varaflugvallar hér á landi, sem kostaður yrði af Mann- virkjasjóði Atlantshafsbandalags- ins. Baker fullvissaði utanríkisráð- herra um að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að ganga til samninga um endumýjun vatnsbóla á Suður- nesjum um leið og niðurstöður rann- sókna á grunnvatni þar lægju fyrir síðar í þessum mánuði. Baker sagði afstöðu bandarískra stjómvalda til hvalveiða íslendinga óbreytta og að áfram yrði unnið að því að koma í veg fyrir að svonefnd staðfesting- arákæra, sem skyldar Bandaríkja- forseta til að taka afstöðu innan skilgreindra tímamarka til refsi- aðgerða gegn ríkjum þeim sem tal- in eru vinna gegn alþjóðlegum frið- unarsáttmálum , yrði gefin út á hendur íslendingum vegna hval- veiða þeirra. Að viðræðunum loknum fluttu ráðherramir stutt ávörp og kom fram í máli James Bakers að Banda- ríkjamenn hefðu fyrir sitt leyti ekki sett fram neinar kröfur um hemað- arleg not af hugsanlegum varaflug- velli hér á landi. Málið yrði áfram til skoðunar en ráðherrann kvað „æskilegt“ að slíkur flugvöllur yrði lagður hér á landi. Á meðan ráðherranir ræddust við fór fram kynning á íslenskum mat- vælum og tískusýning sem Útflutn- ingsráð og íslenskur markaður stóðu að. Susan Baker fylgdist með sýningunni ásamt Bryndísi Schram og Nancy Ruwe, eiginkonu sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi. In- gjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, færði frú Baker myndskreytta bók um land og þjóð auk þess sem hún valdi sér ullarpeysu og íslensk póst- kort. Fundi ráðherranna lauk um klukkan 19.30 og 25 mínútum síðar hélt bandaríski utanríkisráðherrann af landi brott áleiðis til Lundúna. 2 örbylgjur 70% all 3 örbylgjur 100% afl örbylgjur 30% afl 4 + grill 1100 w örbylgjur 70% afl 5 + grill 1100 w örbylgjur 100% atl 6 + grlll 1100 w 7 grill eingongu 1100 w Dé Longhi Momento Combi er enginn venjulegur örbylgjuofn, beldur gjörscttn- legu nýtt tieki sem býður ujjjt ú mismunandi aöferöir viö nútíma matreiösfu. /rQniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Gallup-könnun á áfengisvenjum og viðhorfum landsmanna: Níutíu prósent 20 til 24 ára ungmenna neyta áfengis Um það bil 9 af hveijum 10 ungmennum á aldrinum 20-24 ára neyta áfengis og meira en helmingur ungmenna á aldrin- um 15-19 ára gera það einnig, samkvæmt könnum sem Gall- up-stofnunin á íslandi hefur gert fyrir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið og nefiid um átak í áfengisvörnum. Þessir aðilar töldu nauðsynlegt að gera könnum á viðhorfum lands- manna í áfengismálum áður en bjór verður að löglegri söluvöru i útsölum ÁTVR. Úrtak var val- ið af Reiknistofnun Háskólans úr þjóðskrá Hagstofunnar. Alls svöruðu 682, eða 78,2 prósent aðspurðra, en 11,4 prósent neit- uðu að svara. 48,7 prósent þeirra sem svöruðu voru karlar, en 51,3 prósent konur. 53 pró- sent búa á höíuðborgarsvæðinu, 38 prósent í öðru þéttbýli, en 9 próscnt í dreifbýli. Sams konar könnun verður síðan gerð aftur að ári. Ef litið er á allt úrtakið, þá sögð- ust alls 76,9 prósent aðspurðra neyta áfengis, en 23,1 prósent ekki. Hlutfallslega fæstir neyta áfengis í 15 tö 19 ára aldursflokk- inum, 44,8 prósent, en athygli vek- ur, að meðal 20 til 24 ára eru aðeins 10,4 prósent sem segjast ekki neyta áfengis en 89,6 prósent neyta áfengis. I einstökum hópum frá 15 til 20 ára er neyslan mest í elsta hópnum, en alls neyta 87,5 tvítugra áfengi samkvæmt könn- uninni. Nákvæmlega helmingur aðspurðra 15 ára neyta áfengis. Skipting milli kynja er mjög svip- uð, alls neyta 79,5 prósent karla áfengis, en 74,5 prósent kvenna. Skipting milli höfuðborgarsvæðis- ins, annars þéttbýlis og dreifbýlis er einnig afar svipað, 78 prósent höfuðborgarbúa neyta áfengis, 76,7 prósent aðspurðra í öðru þétt- býli og 71,2 prósent í deifbýli. Könnunin náði einnig til drykkju- venja landsmanna og var reynt að finna út undir hvaða kringumstæð- um fólk neytti áfengjs. Kom m. a. fram, að lítill munur er á áfeng- isneyslu með mat eftir kynjum. Þá neýta 9 prósent aðspurðra áfengis heima við á kvöldin. um það bil vikulega, en 47,5 hins veg- ar aldrei og aðeins 1,9 oftar en vikulega. Áfengisneysla með mat er misjöfn eftir stöðum. Mest á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis neyta 6,6 prósent borgarbúa áfengis með mat um það bil viku- lega, en aðeins 1 prósent í öðru þéttbýli og 2,4 prósent í dreifbýli. 19.2 prósent höfuðborgarbúa neyta aldrei áfengis með mat, en 44,1 prósent í öðru þéttbýli og 29.3 prósent í dreifbýli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.