Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 Réttarhöldin yfír Oliver North: Málamiðlun í deilum saksóknara og stjómar Hulunni verður ekki lyft af viðkvæmum rikisleyndarmálum Washington. Reuter. SÉRSTAKUR saksóknari í ír- um starfsmanni Þjóðarörygg- an-kontramálinu og ftilltrúar isráðs Bandaríkjaforsta. Telur stjórn George Bush að slík um- Bandaríkjastjórnar hafa náð samkomulagi um meðhöndlun ákveðinna ríkisleyndarmála sem stjórnin vill ekki að verði rædd opinberlega í réttarhöld- unum gegn Oliver North, fyrr- Bandaríkin: John Tower varð tvísaga Washington. Reuter. JOHN Tower, sem George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefht til embættis varnarmálaráðherra, hefur orðið tvisaga varðandi störf ' sín sem ráðgjafi breska vopna- og flugvélafyrirtækisins Bntish Aerospace, að þvi er dagblaðið Los Angeles Times skýrði frá á Iaugardag. Tower tjáði hermálanefnd Banda- ríkjaþings í síðustu viku að hann hefði starfað fyrir bandarískt systur- fyrirtæki British Airospace og að starf hans hefði ekki verið í neinum tengslum við vopn. í eiðsvömum, rit- uðum vitnisburði, er hann hugðist leggja fram við réttarhöld í skilnað- armáli sínu árið 1987, sagðist hann hins vegar meðal annars hafa aðstoð- að British Aerospace við að selja bándaríska vamarmálaráðuneytinu orrustuþotur og flugskeyti, að sögn Los Angeles Times. Blaðið segir að Tower hafi ekki lagt vitnisburðinn fram við réttar- höldin þar sem hann hafi hætt við skilnaðinn. Bandaríska alríkislög- reglan, sem rannsakar fortíð Tow- ers, hafi þó vitnisburðinn undir hönd- um. Talsmenn Bandaríkjaforseta og vamarmálaráðuneytisins vildu ekki tjá sig um frétt blaðsins. ræða geti ógnað öryggi ríkisins en lögfræðingar Norths hafa krafist aðgangs að umfangsm- iklum upplýsingum til að færa sönnur á að North hafi hagað sér í samræmi við óskir æðstu yfírboðara sinna, þ. á m. Ron- alds Reagans, fyrrum forseta, og George Bush, þáverandi varaforseta. William Rehnquist, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, frest- aði um hríð réttarhöldunum gegn North meðan hæstiréttur kannaði kröfur ríkisstjómarinnar. Ekki hefur verið skýrt frá sam- komulagi sérstaks saksóknara í málinu, Lawrence Walsh, og ríkis- stjómarinnar í smáatriðum. Talið er að þar sé að verulegu leyti kom- ið til móts við óskir dómsmálaráðu- neytisins og leyniþjónustunnar þess efnis að ekki verði skyndilega létt hulunni af ýmsum viðkvæmum leyndarmálum. Ónefndir heimild- armenn töldu hins vegar ólíklegt að Gerhard Gesell, dómari í mál- inu, myndi fallast á samkomulag deiluaðilanna en hann hefur marg- oft sagt að réttur Norths til að verja sig sé æðri áhyggjum leyni- þjónustunnar vegna mögulegra uppljóstrana. Deilur afganskra frelsishreyfinga: Reuter Afganskar konur fyrir utan skóla í Kabúl þar sem Hjálparstoftiun Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) dreifði matvælum í gær. Mikill skort- ur er á matvælum í borginni og eldsneytisskortur hefiir einnig reynst mörgum þungur í skauti þar sem óvenju kalt hefiir verið á þessum slóðum. Háttsettur skæruliðaforingi ræðst á stjómmálaleiðtogana Segir þá hugsa meira um eigin frama en hagsmuni landsmanna Peshawar. Islamabad. Kabúl. Reuter. EINN af helstu foringjum afganskra skæruliða á vígvellinum, Abd- ul Haq, segir að þjáningar landsmanna geti dregist enn á langinn vegna deilna sfjómmálaleiðtoga hinna ýmsu hreyfinga er barist hafa gegn Sovétmönnum og Kabúlstjóminni. Sakar hann þá um eigin- hagsmunasýki og gefiir í skyn að foringjar á vígvellinum muni taka rnálin í sínar hendur ef pólitísku leiðtogunum takist ekki að komast að niðurstöðu á sérstakri ráðstefnu hreyfinganna, shura. Ætlunin er að halda ráðstefnuna í Peshawar í Pakistan. Vegna deilna um fjölda fulltrúa hverrar hreyfing- ar á ráðstefnunni hefur henni verið frestað og óvist hvenær fundir geta hafíst. Opinber talsmaður ráðstefn- unnar, Abdurrab Rasul Sayyaf, sem Hvalreki íBelgíu Reuter 15 metra Iangan búrhval rak á Qömr I Belgíu skammt sunnan við borgina Ostende á sunnudag. Hvalurinn, sem talinn er vega um 25 tonn og vera um 45 ára gamall, er sá fyrsti sem rekur á fjörur í Belgíu frá því 1963. er úr hópi bókstafstrúarmanna, sagði í gær að ráðstefnan myndi heijast í dag, þriðjudag, en fulltrúar hófsamra hreyfinga efuðu á hinn bóginn að sú tímaáætlun stæðist. Markmiðið með ráðstefnunni er m.a. að koma á laggimar bráða- birgðastjóm er taki við völdum í Afganistan. Að sögn Haqs gætu skæruliðar tekið Kabúl á nokkrum'vikum ef hreyfingamar ná samkomulagi en ella gæti Kabúlstjórnin varist mán- uðum saman. Hann sagði í viðtali við fréttamenn Reufers-fréttastof- unnar að foringjar skæmliða á vígvellinum hefðu unnið sitt verk og sigrað óvinina og nú væri komið að stjómmálaleiðtogunum að ljúka sínum stöcfum. „Vandamálið með stjómmálamenn er að þeir em allt- af önnum kafnir við að auðga sjálfa sig og stuðla að eigin frægð og frama,“ sagði Haq, sem hefur 15 sinnum særst í viðureignum sínum við sovéska herliðið er nú er á fömm úr landinu. „Eftir svo mikla bar- daga og fómir getum við herfor- ingjar ekki setið í makindum og horft á meðan þjóðinni blæðir út vegna þess að stjórnmálamenn geta ekki náð samkomulagi,“ bætti hann við. Haq sagðist ekki vilja gera alls- heijarárás á lCabúl. Þess í stað vildi hann bíða eftir því að stjómin hryndi af sjálfu sér. Allsherjarárás myndi hafa blóðbað í för með sér og skæmliðar hefðu barist til að frelsa fólk en ekki drepa það. Sjálf- ur hefur Haq unnið að því að skipu- leggja starf óbreyttra borgara í Kabúl og sagðist hann vilja treysta öryggi borgarinnar „innan frá“ með slíkum samtökum borgara er tækju við þegar leppstjóm Najibullah hryndi. Fréttaritari Ritzau-fréttastof- unnar hefur eftir heimildarmönnum í Kabúl að fjölskyldur efnaðra stuðningsmanna Kabúlstjón.arinn- ar hafí þegar verið fluttar til borg- arinnar Mazar-i Sharif. Hún er höf- uðstaður í auðugasta héraði lands- ins, Balkh, og um 60 km frá sov- ésku landamæmnum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að lepp- stjóm Najibullah hyggist gefa Kab- úl upp á bátinn og reyna að koma sér upp óvinnandi vígi í Mazar-i- Sharif en stjómvöld hafa vísað öllu slíku tali á bug. Kabúlstjómin hefur lengi haft töglin og hagldimar á þessum slóðum. í borginni er fátt um hermenn og stríðstól sjaldséð. Hermenn þar segjast ekki muna hvenær þeir síðast börðust við skæmliða. Herstöðvar, m.a. her- flugvöllur, em þó við borgina og skammt sunnan við hana er vitað um skæruliðaflokka. Einn her- mannanna segir móður sína fara með langferðabíl einu sinni í viku suður á bóginn til að heimsækja annan son sinn sem berst með skæruliðum. Finnland: Kommúnistar eru lélegir kapitalistar Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKI kommúnistaflokkur- inn hefiir tapað næstum 40 millj- ónum marka, um 400 milljónum isl. kr., á harla mislukkuðum verðbréfaviðskiptum í kauphöll- inni í Helsinki. Var í þau ráðist árið 1987 til að bæta fjárhags- stöðuna en nú má lesa það út úr bókhaldinu, að tapið sé um 300 milljónir en í raun er það um 100 mifij. meira. Verðbréfakaupin voru gerð í gegnum ýmis fj árfestingarfélög og þótt enn séu ekki öll kurl komin til grafar er talið, að tapið sé um 400 millj. kr. eins og fyrr segir. Keypti kommúnistaflokkurinn meðal annars stóran hlut í verslun í Helsinki, sem sérhæfir sig í rán- dýrum tískuklæðnaði, en nú hefur komið í ljós, að kommúnistamir létu plata sig því að hlutabréfin voru miklu minna virði en það, sem þeir gáfu fyrir þau. Núverandi flokksstjóm veit raunar ekki almennilega hvað orðið hefur af öllum peningunum en víst er, að ævintýrið á eftir að segja til sín í flokksstarfseminni í mörg ár. ( Þrátt fyrir þetta áfall er komm- únistaflokkurinn finnski ekki alveg á flæðiskeri staddur. Hann á enn nokkrar tugmilljónir marka en það fé er tilkomið vegna viðskipta með fasteignir í miðborg Helsinkl. HÓTEL ESJU S: 68 08 09 í HÁDEGINU ALLA VIRKA DAGA: Pizza dagsins og hrásalatskál á IQjnín aðeins kr. 490,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.