Morgunblaðið - 14.02.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 14.02.1989, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 23 Reuter Barbara Harris, sem á laugardag varð fyrsta konan sem tekið hef- ur biskupsvígslu, brosir til kirkjugesta að lokinni vígsluat- höfninni. Fyrsta konan vígð biskup: Kristið fólk hvatt til að takaáhættu Boston. Reuter. BARBARA Harris, fyrsti kven- biskup sögunnar, hvatti á sunnu- dag kristna menn til þess að vera ekki um of á varðbergi gagnvart deilumálum og taka áhættu í sinni fyrstu stólræðu sem biskup í bandarísku biskupakirkjunni. „Hefði Jesús ekki tekið áhættu hefði hann aldrei frelsað okkur,“ sagði Harris við söfnuð sinn í kirkju heilags Páls í Boston. „Hefði bisk- upsdæmið í Massachusetts ekki tek- ið áhættu varfi ég ekki hér í bisk- upsklæðum," sagði hún við mikinn fögnuð safnaðarins. Harris er 58 ára að aldri og hafði starfað við almannatengsl í Fílad- elfíu er hún tók prestsvígslu árið 1980. Hún var síðan vígð biskup við þriggja tíma athöfn á laugardag að viðstöddum 8.500 manns og varð þar með fyrsta konan sem tekið hefur biskupsvígslu í kristinni kirkju. Tveir mótmælendur höfðu grátbeðið biskup bandarísku bisk- ' upakirkjunnar að vígja hana ekki. Ekki kom þó til mótmæla á sunnu- dag og að guðsþjónustunni lokinni reis söfnuðurinn úr sætum og klappaði Harris lof i lófa. um EB hefði gengið erfiðlega að skilja, að Grænlendingar gætu ekki séð af rækjukvóta. - En við erum reiðubúnir að bjóða þeim kvóta í öðrum fisktegundum, sagði Motzfeldt. Samkvæmt þeim samningi, sem nú er að renna út, greiðir EB 215 milljónir danskra króna ár hvert fyrir fiskveiðiréttindi við Grænland. Drottningin kemur átíuáraafmæli heimastjórnarinnar MARGARETHE drottning og Henrik prins munu koma í opinbera heimsókn til Grænlands í sumar og taka þátt í hátíðahöldum vegna tíu ára afmælis heimastjómarinnar. Þau verða í Grænlandi frá 19. júní til 6. júlí. Drottningin og prinsinn fljúga til Syðri-Straumfjarðar og sigla þaðan til Nuuk með konungsskipinu Dannebrog. Þar verða þau á þjóð- hátíðardaginn, 21. júní, þegar há- tíðarhöldin standa sem hæst. Því næst verður farið sjóðleiðis til Frederiksháb, bækistöðvar danska flotans í Gronnedal og Julianeháb. Frá Suður-Grænlandi liggur leiðin svo norður á bóginn til Thule- héraðsins, og fara Margarethe og Henrik þá meðal annars til nyrstu byggðar Grænlands, Siorapaluk. Taktu Ginsana með í reikninginn. (ft) 1 J 0 -P. x X 0 ~P> u u xy yy — X -px UXy + 1 0 ~Py w -Py Uyy \J\ -Py Uyy © Ti + Tz \J\ u u XX yx X X o t3 + t4 X -px uxx X 0 ~PX W\ ~Py UyX \J\ -Py UyX í flókinni stöðu, skerpir Ginsana einbeitinguna Nú á sérstökum tilboðskjörum Flóknir útreikningar útheimta þolinmæöi, einbeitingu og skýra hugsun. GINSANA eflir þrek og gerir þig hæfari tii að standast andlegt álag. Með stöðugri notkun GINSANA byggir þú upp varnarmúr gegn streitu. SÉRSTAKT TILBOÐ í tilefni af heilsuviku í Kringlunni sem hefst föstudaginn 10. febrúar, býður Heilsuhúsið uppá GINSANA hylki og næringarvökva á sérstökum tilboðskjörum. Tilboðiö stendur til 15. mars eða meðan birgðir endast. TILBOÐ1. Þú kaupir kassa með 30 GINSANA-hylkjum á aðeins kr. 723, og færð í kaupbæti glas af MULTIVIT fjölvítamfnum og steinefnum, sem annars mundi kosta þig kr. 339. TILBOB 2. Þú kaupir flösku af GINSANA TONIC (næringarvökvi) fyrir aðeins kr. 723, og færð f kaupbæti glas af MULTIVIT fjölvítaminum og steinefnum. TILBOÐ 3. Þú kaupir kassameð 100 hylkjum af GINSANA fyrir aðeins kr. 2.067, og færð (kaupbæti glas með 180 töflum af MULTIVIT fjölvltamlnum og steinefnum, sem annars mundi kosta þig kr. 768. Éh' BÆTT HEILSA - BETRA LÍF Eilsuhúsið Skólavörðustfg 1A sími 22966 og Kringlunni 8-12 sfmi 689266 FÆST í APÚTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM MATVÚRUBÚBA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.