Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1989 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. . Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Veðurfar o g rafmagn Rafmagnið fór af mestöllu landinu síðdegis á sunnu- dag. Ástæðan var bilun í tengi- virki Landsvirkjunar á Geit- hálsi, sem miðlar rafmagni vítt um land. Vandinn að Geithálsi — sem og í öðrum tengivirkjum á vestanverðu landinu — var sjávarselta, sem gengur yfir landið í vestan- og suðvestan- roki. Rafmagnslaust var á höfuð- borgarsvæðinu í allt að fimm klukkustundir. Víða um land var biðin eftir ljósi og yl mun lengri. Á Vestfjörðum hófust rafmagnstruflanir aðfaranótt fimmtudags — og þar hefur rafmagn verið að fara og koma dægrum saman. Þetta sunnudagssíðdegi varð okkur flestum ljósara en áður, hve háðir við erum ra- forkunni. Eins og hendi væri veifað höfðu allar aðstæður gjörbreytzt: engin rafljós, hvorki innanhúss né utan, eng- ir götuvitar, engin aðstaða til matseldar, sumstaðar ekki hægt að halda húshita, lyftur óvirkar, ekkert sjónvarp, jafn- vel ekkert hljóðvarp. Á slíkum stundum gerum við okkur grein fyrir því að útvarp og sjónvarp eru ekki aðeins far- vegir dægurefnis, heldur eru jafnframt mikilvæg öryggis- tæki, tengsl við umheiminn. Það er eðlilegt að forstöðu- menn fyrirtækja og stofnana velti því fyrir sér hvað hefði gerzt ef rafmagn hefði farið af mestöllu landinu á virkum degi, þegar margþætt starf- semi, byggð á tölvum og öðr- um rafknúnum tækjum, er í fullum gangi. Orfáar stofnan- ir, svo sem sjúkrahús, hafa varaaflstöðvar, sem hægt er að grípa til á neyðarstundum, en þær heyra til undantekn- inga. Án rafmagns stöðvast flestöll dagleg störf í landinu. Vestanrokið og sjávarseltan settu stórt strik í okkar dag- lega reikning síðastliðinn sunnudag, þegar tengivirkið á Geithálsi hætti um stundar- sakir að þjóna hlutverki sínu. Veðráttan hefur raunar ekki leikið við okkur það sem af er hinu nýja ári. Hún hefur minnt okkur rækilega og áþreifan- lega á þá staðreynd, að þótt flest hafi breytzt í samfélagi okkar, sem verður háðara tækninni með hverju árinu sem líður, þá er landið sjálft, eða veðurfarslegt umhverfi þess, óbreytt, eins og það hefur ver- ið um aldir. Auglýsingar, sem við höfum oftlega heyrt undan- farið, þess efnis að kennsla, samkomur og skemmtanir falli niður vegna veðurs og ófærð- ar, tala sínu máli þar um. Reynslan hefur margoft fært okkur heim sanninn um það að við eigum að umgang- ast þetta land með varúð og virðingu. Varúðin á ekki sízt við um veturinn, þegar allra veðra er von. Máltækið, að enginn kunni sig í góðu veðri heiman að búa, segir og sína sögu. Þetta er vert að hafa í huga, ekki sízt eftir að tæknin gerði okkur kleift að njóta úti- vistar á íjöllum og öræfum árið um kring. Landið okkar hefur breytzt, ekki veðurfarslegt umhverfi þess. Landið hefur blásið upp í höndum okkar, landgæði rýrnað óhugnanlega. Að hluta til er sökin veðurfarsins, elds og ísa, en ekki sízt mannvistar í landinu. Það er önnur saga. Mergurinn þessa máls er að við verðum að taka tillit til þessa veðurfarslega umhverf- is, sem við búum við. Jafnvel sú margflókna nútímatækni, sem léttir okkur tilveruna á flestum sviðum, verður að taka tillit til þessa veðurfarslega umhverfis. Annars sendir það vetrarskammdegið inn á vinnustaði og inn í stássstofur þjóðarinnar. Eftir að rafmagn fór af mestöllu landinu síðastliðinn sunnudag er eðlilegt að spurt sé, hvort hægt sé að búa svo um hnúta að tengivirkið á Geithálsi — og önnur slík — verði ekki eins viðkvæm fyrir truflunum af því tagi sem hér um ræðir. Öruggasta leiðin er efalítið að byggja yfir virkið, en það myndi kosta himinháar ijárhæðir. Hvort hægt er að bregðast við með öðrum hætti skal ósagt látið hér. Þar um verða sérhæfðir aðilar að fjalla. En að öllu óbreyttu get- um við búizt við því, við sömu veðurfarslegu aðstæður og hér vóru síðastliðinn sunnudag, að sagan endurtaki sig. HVASSVIÐRI 0 G RAFMAGNSTRUFLANIR VÍÐA UM LAND Raímagn fór af öllu landinu MIKILL meirihluti landsmanna átti dauflega vist við kertaljós í raf- magnsleysinu á sunnudag. Rafmagn fór af öllu landinu á milli kl. 17 og 18 vegna bilunar hjá Landsvirlgun, sem orsakaðist af seltu á spennuvirkjum. Það var svo mismunandi hvenær tókst að koma raf- magni á aftur. íbúar höfúðborgarsvæðisins máttu þola allt að 5 tíma rafmagnsleysi, og síðdegis í gær var enn rafmagnslaust á stöku stað á landinu og rafmagnstruflanir víða. Það má þó teljast lán í óláni að straumrofið skyldi skella á síðdegis á sunnudegi, en ekki á virkum degfi er atvinnurekstur er í fúllum gangi. Á svæðinu frá Ólafsfirði austur á Langanes urðu ekki stórvægilegar rafmagnstruflanir í gær. Að sögn Ingólfs Ámasonar rafveitustjóra urðu þó truflanir á Ólafsfirði vegna seltu, sérstaklega á sveitabæjum þar sem rafmagnslaust var aðfaranótt mánudagsins. Nokkuð var um bilan- ir á línum nálægt Akureyri vegna veðurs og í Þingeyjarsýslum vegna seltu. Allt svæðið varð rafmagns- laust í um 45 mínútur milli klukkan 5 og 6 á sunnudaginn þegar Byggða- línan bilaði. Selta úr Breiðafírði á línum á Norðurlandi vestra Sigurður Eymundsson rafveitu- stjóri á Norðurlandi-Vestra sagði að aðfaranótt laugardagsins hefði raf- magn farið bæði Húnavatnssýslu- megin og Skagafjarðarmegin á Skaga svo og í báðum Húnavatns- sýslunum. Skagfírðingar sluppu nokkuð vel, en lengst var ’rafmagns- laust í Vestur-Húnavatnssýslu. Erfiðlega gekk að koma rafmagni á í Miðfirði og síðdegis í gær var enn rafmagnslaust á nokkrum bæj- um í Miðfirði og á Hrútaijarðar- hálsi. Fram eftir öllum degi í gær datt rafmagn út í Víðidal og Vestur- Hópi í éljum. Var gert ráð fýrir að rafmagn yrði komið á undir kvöld. „Seltan berst hingað úr Breiða- firðinum og ef þessi átt helst áfram má alveg biiast við að rafmagn fari af aftur,“ sagði Sigurður. „Stundum finnst manni hálf vonlaust verk að reyna að hreinsa seltuna af einangr- urunum á línunum meðan veðrið er slæmt því hún hleðst strax á þá aftur." Flestir þéttbýlisstaðir á Vestflörðum með varaaflstöð Eins og annars staðar var seltan aðalorsök rafmagnsleysis á Vest- fjörðum að sögn Kristjáns Haralds- sonar orkubússtjóra á Vestijörðum. Rafmagnstruflanir byijuðu þar á laugardagskvöldið, en á sunnudags- morgun urðu þær fyrst alvarlegar. • Miklar truflanir urðu á öllum Vestfjörðunum, en rafmagnsleysi hefur verið mest og varað lengst til sveita. Flestir þéttbýlisstaðirnir á Vest- fjörðum hafa varaaflstöðvar og þar varð aldrei alveg rafmagnslaust. Rafmagn var skammtað þannig að þeir sem kynda með rafmagni voru látnir ganga fyrir á þeim stöðum sem hafa hitaveitu. Að sögn Kristjáns hefur lítið verið um eiginlegar bilanir, nema við Bíldudal þar sem snjóflóð féll á línu og í Dýrafirði brotnuðu þrír staurar. Vonandi helst straumur á fram að næstu helgi Síðdegis í gær var rafmagn kom- ið á á öllu Snæfellsnesi. Þar var stofnlínan rafmagnslaus frá klukkan 5.30 aðfaranótt sunnudags til kl. 23.30 á sunnudagskvöld. Varaafl- stöðvar í Ólafsvík, Grundarfirði og á Stykkishólmi dugðu engan veginn til að sögn Snorra Böðvarssonar rafveitustjóra. Á Hellissandi var rafmagnslaust frá kl. 2 á laugardag til kl. 8 um kvöldið og aftur á sunnudag frá hálf sex til hálf tvö aðfaranótt mánu- dags. Þar var lengst rafmagnslaust í þéttbýli en fram undir hádegi í gær var unnið að því að koma rafmagni á sveitabæi. Viðgerð gekk erfiðlega meðal annars vegna slæmrar færðar og höfðu menn verið -að störfum í rúma tvo sólarhringa þegar rafmagn komst loks á. „Nú eru allir komnir með straum og maður vonar að þetta haldist fram að næstu helgi,“ sagði Snorri. Vildi ekki ónáða kýrnar Aðfaramótt sunnudagsins byij- uðu rafmagnstruflanir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu vegna seltu og fóru versnandi þegar á daginn leið að sögn Guðmundar Bachmann starfsmanns RARIK. Þegar raf- magn fór af Byggðalínu undir kvöld varð allt svæðið rafmagnslaust og um klukkan níu á sunnudagskvöldið hófst viðgerð. Flestir bæir í Mýra- sýslu eru með rafmagnskyndingu, en í Borgarfjarðarsýslu er ástandið betra vegna hitaveitunnar. Um miðjan dag í gær voru um 70 bæir enn rafmagnslausir en gert var ráð fyrir að viðgerð yrði lokið um_ kvöldmatarleytið. Á Bóndhóli í Borgarhreppi eru yfir 30 kýr. Þar fór rafmagn fyrir hádegi á sunnudag. Jón Guðmunds- son bóndi sagði í samtali við Morg- unblaðið að þar á bæ hefði verið ákveðið að ónáða ekki kýrnar heldur bíða átekta. „Við gátum ekki átt við að hand- mjólka allar þessar kýr. Þær eru flestar ungar og hafa aldrei verið handmjólkaðar. Svo er maður orðinn óvanur þessu sjálfur. Rafmagnið kom aftur á um miðnætti og við mjólkuðum þá. Hér urðu því engin vandræði, bara lítilsháttar óþæg- indi,“ sagði Jón. Austurland slapp vel Austurland slapp einna bezt við rafmagnsleysi á sunnudaginn. Raf- magn fór af öllu svæðinu í um klukkustund, en rafmagn komst aft- ur á fljótlega, að sögn Erlings Garð- ars Jónassonar, svæðisstjóra RARIK á Egilsstöðum. Hann sagði að þess væru þó dæmi að tjón hefði orðið í síldarbræðslum er straumurinn fór. Á Suðurlandi datt allt rafmagn út á tímabili á sunnudag. Þar kom rafmagn síðast á Þingvöllum og nágrannabæjum síðdegis í gær. Lína frá Sogsvirkjun flutti ekki straum um stund síðdegis, en lagaðist aft- ur. Rofi á línunni til Vestmannaeyja skemmdist á sunnudaginn og þurftu Eyjamenn því að notast við díselraf- stöð fram á mánudagsmorgun, er rofinn komst í lag. Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur hafa einnig varaaflstöðvar. Rafmagnstruflanir hafa verið tíðar á Suðumesjum að undanförnu og voru þær nokkrar framan af degi á sunnudag að sögn Júííusar Jóns- sonar hjá Hitaveitu Suðurnesja. Raf- magn var þó komið á allan skagann er straumrofið varð hjá Landsvirkjun klukkan 17 og voru Suðurnesin síðan meira og minna rafmagnslaus fram til miðnættis, nema Grindavík sem fékk rafmagn beint frá Svartsengi. Tvöfalt kerfi varastöðva er á Keflavíkurflugvelli, og varnarstöðin í Keflavík er sjálfri sér nóg um raf- magn þótt strauminn frá Hitaveit- unni þijóti. Suðurnesjabúar höfðu nóg heitt vatn þrátt fyrir rafmagns- leysið, þar sem Svartsengi fram- leiddi nóg rafmagn fyrir heitavatns- dælurnar. Símakerfíð stóð sig vel Símakerfið stóð sig nokkuð vel í rafmagnsleysinu, að sögn Þorvarðar Jónssonar, framkvæmdastjóra tæknideildar Pósts og síma. Ör- bylgjukerfið, sem er undirstaða símasambands milli staða, bilaði ekkert. Rafgeymar eru á öllum símstöðvum og sums staðar á stærri stöðum eru díselrafstöðvar, sem geta knúið stöðvamar. Á símstöðinni í Gröf í Miklaholts- hreppi tæmdust rafgeymarnir á sunnudaginn eftir 19 klukkustunda rafmagnsleysi. Rafgeymar á Ijalda- nesi í Arnarfirði tæmdust í gær og við það rofnaði samband milli Isa- fjarðar og Patreksfjarðar, en báðir bæirnir hafa þó samband við Reykjavík. Bilunin olli einnig sam- bandsrofi við Ketildali í Arnarfirði. Einnig hafa orðið bilanir á síma- kerfinu af öðnim orsökum en raf- magnsleysi. Á Steinum, símstöð Eyjafjallahreppa, uppgötvaðist bilun í varaaflskerfi snemma í síðustu viku, en illa hefur gengið að lagfæra hana vegna ófærðar. Viðgerðamað- ur, sem iór frá Selfossi fyrir helgi, festi bíl sinn og varð að snúa við. Vonir stóðu til þess í gær að tækist að gera við stöðina fljótlega. Ný stöð verður tekin í notkun á Steinum næsta vor. Sæsíminn yfir Skutulsfjörð, mijli Súðavíkur og ísafjarðar, hefur verið bilaður í nokkra daga og viðgerð ekki tekizt vegna veðurs. Reynt var að gera við strenginn í gær. Þá laust eldingu niður í fjarskiptastöðina á Háöxl í Öræfum á sunnudag og rofn- aði þvi samband við Öræfi, að und- anskildum Kvískeijum, sem hafa sérstakt fjarskiptasamband við Höfn í Hornafirði. Talsamband við útlönd rofíiaði Talsamband við útlönd rofnaði þrisvar á sunnudag, samtals í 78 mínútur, vegna rafmagnstruflana í jarðstöðinni Skyggni. „Álagið á símanum eykst alltaf gífurlega mikið undir svona kring- umstæðum," sagði Þorvarður Jóns- son. „Við höfum oft skorað á fólk að draga úr notkuninni og það hefur oftast nær haft áhrif. Eg held að fólk viti líka að því ber ekki að hringja að óþörfu, til þess að nauð- synlega símtöl nái í gegn. Reynslan sýnir engu að síður að álagið er í algjöru hámarki þegar svona stendur á og getur verið erfitt að ná sam- bandi." Tölvukerfi stórfyrirtækja voru fæst í notkun er bilunin varð. Hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavík- urborgar var engin runuvinnsla í gangi og rafmagnsleysið kom því að lítilli sök, nema hvað lögreglan hafði ekki aðgang að til dæmis þjóð- skrá og bifreiðaskrá. Upplýsingar glatast ekki úr tölvukerfum, þótt rafmagnslaust verði. Viðvörunarkerfi vældu Annasamt var hjá slökkviliði og öryggisgæzlufyrirtækjum er raf- magnið fór af. Slökkviliðið í Reykjavík fór í átta útköll vegna þess að brunavamakerfi vældu er rafmagnið fór af þeim. Slökkviliðs- menn fóru einnig í eftirlitsferðir til þess að ganga úr skugga um að allt væri í lagi þar sem aðvörunar- kerfi virkuðu ekki. Þá þurfti slökkvi- liðið að dæla vatni úr kjöllurum, þar sem rafmagnsdæla naut ékki við. Hannes Guðmundsson hjá örygg- isgæzlufyrirtækinu Securitas sagði að vararafmagn væri á öllum aðvör- unarkerfum, sem fyrirtækið fylgdist með. „Það var hins vegar anzi líflegt hjá okkur á tímabili, því að kerfin væla öll þegar þau skipta yfir á vararafmagnið. Við bættum við fólki á vaktina og réðum vel við þetta,“ sagði Hannes. Aðeins RÚV sendi út Sendar útvarps- og sjónvarps- stöðva urðu óvirkir, nema hjá Ríkisútvarpinu, þar sem varaaflstöð knýr aðalsenda beggja rása. Lang- bylgja náðist því um allt land, en stuttbylgjusendar dreifikerfisins út um landið duttu margir hveijir út. Illmögulegt mun vera að meta tjónið, sem rafmagnsleysið olli. Sums staðar varð tjón í síldarbræðsl- um er vinnslan stöðvaðist. Þá varð álverið í Straumsvík fyrir um tveggja milljóna króna tapi vegna þess að framleiðslan hægði á sér. Veðurofsinn var mikill við Eyjar. Morgunblaðið/Sigurgeir Skip í vandræðum: Stærstu öldumar vel yfír masturstoppunum -segir Jón Sævar Arnórsson skipstjóri á Esjunni NOKKUR skip voru á sjó er óveðrið skall á aðfararnótt sunnudags- ins. Meðal þeirra voru Esjan og Svanur sem héldu veður undan Krísuvíkurbjargi meðan versti veðurhamurinn gekk yfir. Jón Sævar Arnórsson skipstjóri á Esjunni segir að stærstu öldurnar hafi verið vel yfir masturstoppunum á skipinu eða um 20 metra háar. í einni vindhviðunni fauk vindhraðamælir skipsins á haf út. Jón Sævar segir að þetta sé versta veður sem hann hefur lent í. Hann er búinn að vera ein þijú ár með Esjuna en var áður skip- stjóri á Heklu. „Við vorum á leið til Reykjavík- ur frá Vestmannaeyjum. Venju- lega er þetta 10-11 tíma sigling en nú tók það okkur sólarhring að ná til borgarinnar. Við lögðum af stað um kl. 1.30 aðfararnótt sunnudagsins enda talið þá að veðrið myndi ganga niður. Þremur Stöðin á Geithíilsi ekki nægilega vel útbúin - segir Guðmundur Helgason rekstrarstjóri Landsvirkjunar MIKIL selta sem settist á einangrara í tengivirki Landsvirkjunar á Geithálsi var orsök víðtæks rafmagnsleysis á sunnudaginn. Um skeið varð rafinagnslaust á öllu landinu, en á Reykjavíkursvæðinu var að mestu rafinagnslaust í rúmlega fjórar klukkustundir. Að sögn Guð- mundar Helgasonar rekstrarstjóra Landsvirkjunar er tengivirkið á Geithálsi ekki nægilega vel útbúið til að vera sú þungamiðja í kerfi Landsvirkjunar sem það er, en síðar á þessu ári verður tekin í notkun ný aðveitustöð sunnan Hafiiarfiarðar, sem létta mun álagi af stöðinni á Geithálsi. Reykjavíkursvæðisins um kl. 7.30. Allt rafmagn var komið inn á byggð- alínuna um kl. 6.30, en víða var það komið á innan hálftíma frá því það sló út. Á Reykjavíkursvæðinu kom rafmagnið síðan smám saman inn, en það var skammtað og rofið á milli svæða fram undir miðnætti. „Vegna seltu á einangrurum gekk illa að koma spennu á aftur, en við bilunina misstum við þrýstiloft sem notað er til að stjóma rofum. Það endaði með því að það varð að reka kerfið aðskilið, þannig að Sogsstöðv- arnar voru með Reykjavíkursvæðið, en Þjórsárstöðvamar með byggð- alínuna ásamt álverinu og jám- Að sögn Guðmundar mun ekki hafa orðið rafmagnslaust á Reykjavíkursvæðinu í jafn langan tíma og varð á sunnudaginn frá því í september 1973, en þá brotnaði mikið af raflínumöstmm vegna stór- viðris. „Það má segja að það hafi verið lán í óláni að þetta átti sér ekki stað á virkum degi, því þá hefði öll atvinnustarfsemi fallið niður.“ Guðmundur sagði að upphaf bil- unarinnar á Geithálsi hafi verið að rofi varð óvirkur vegna seltu, þannig að sló yfir hann til jarðar. Þá hefði mikil selta á einangrurum einnig leitt til útleiðslu. Rafmagnið fór af kl. 17.12, en var komið á ný á hluta blendiverksmiðjunni. Á þessum stöð- um var tiltölulega lítil tmflun miðað við það sem annars var á Faxaflóa- svæðinu," sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að rafmagn frá Sogsstöðvunum hefði ekki reynst nægjanlega mikið til að anna því álagi sem var þegar tengt var á Reykajvíkursvæðið, og því hafi orðið að grípa til skömmtunar. Skömmt- unin náði yfir svæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja, og var henni haldið áfram þar til fór að draga úr álagi laust fýrir miðnættið. „Upp úr miðnætti gátum við síðan tengt saman Sogsstöðvamar og Þjórsárstöðvarnar og var skömmtun þá lokið, en við vomm að koma rfa- magni til Faxaflóasvæðisins allt fram undir morgun, og þurfti að tengja framhjá Geithálsi þannig að engir rofar vom inni á línunum," sagði Guðmundur. Aðspurður sagði Guðmundur að búnaður með meira einangmnargildi hefði getað komið í veg fyrir bilun- ina sem varð, og eftir þetta yrði líklega farið að huga að því að skipta um búnað á Geithálsi. „Pað er alveg Morgunblaðið/Ámi Sæberg Úr stjórnstöð Landsvirkjunar á Geithálsi. Á innfelldu myndinni eru leifar af einangrur- um og tengistykkjum sem eyðilögðust. tilgangslaust að reyna að þvo þenn- an búnað við þær aðstæður sem þarna vom, og skapast jafnvel hætta á enn meira tjóni ef það er reynt. Auk þess þarf þá að taka spennuna af, og gæti það haft í för með sér ennþá lengra straumleysi,“ sagði Guðmandur. Ný aðveitustöð Landsvirkjunar er í smíðum fyrir sunnan Hafnaríjörð og verður hún tekin í notkun síðar á þessu ári. Verður sú stöð með öll- um búnaði innanhúss, og á hún að létta á stöðinni á Geithálsi, sem að sögn Guðmundar Helgasonar er orð- in alltof mikil þungamiðja í kerfi Landsvirkjunar og ekki nægilega vel útbúinn til að vera það. Nýja aðveitu- stöðin verður tengd inn á línuna til álversins, auk þess sem síðar tengist í hana ný lína frá Þjórsársvæðinu, og ef ný stóriðja rís á þessu svæði mun hún tengjast við hana, auk Hafnarfjarðar, Suðumesja og hluta Reykjavíkur. I gær vom þrír rofar óvirkir í stjómstöð Landsvirkjunar á Geit- hálsi. Þar var um að ræða rofa fyr- ir aðra línuna til álversins, sem þá var ekki tengd, rofa fyrir Búrfells- línu og vararofa fyrir línu að aðveitu- stöðinni við Korpúlfsstaði. tímum seinna rauk hinsvegar veð- rið upp með vestan roki og þá ákváðum við að halda sjó suður af Krísuvíkurbjargi,“ segir Jón Sævar. Olíuskipið Kyndill var statt á Bakkafirði er óveðrið skall á. Ingv- ar Friðriksson skipstjóri segir að í verstu hviðunum hafi vindhrað- inn farið í allt að 100 hnúta en 12 vindstig em 64 hnútar. „Vind- urinn stóð hinsvegar af landi á okkur og því lentum við ekki í neinum teljandi vandræðum,“ seg- ir Ingvar. Er óveðrið skall á lá flutninga- skipið Meteor, frá San Vincent við loðnulöndunarbryggjuna í Reykjavíkurhöfn. Á hádegi á sunnudag slitnuðu landfestar þess. Tveir dráttarbátar, Haki og Magni, vom fengnir til að halda skipinu að bryggjunni meðán nýjar landfestar vom settar um borð. Gekk það slysalaust fyrir sig. Hér var Meteor vegum Eimskipafé- lagsins að lesta mjöl. Veður var svo slæmt frá fimmtudegi fram á sunnudags- kvöld að ekkert fiskiskip lét úr höfn í Reykjavík á því tímabili. Á sunnudagskvöld fóm hinsvegar þijú loðnuskip frá Reykjavík. Auk þeirra íslensku skipa sem lentu í veðrinu mun rækjutogarinn Högifossur frá Færeyjum hafi lent í miklum bamingi á leið til lands- ins og tafðist ferð hans verulega af völdum veðursins. Hitaveita Reykjavíkur: Vatnslaust á stórum hluta dreifíkerfísins VATNSLAUST varð á stórum hluta dreifikerfis Hitaveitu Reylgavíkur strax og raftnagnið fór af klukkan rúmlega fimm á sunnudaginn. Að sögn Jóhannesar Zoega, staðgengils hitaveitu- sljóra, varð enginn skaði af vatnsleysinu. Engar varaaflsstöðvar eru til staðar Igá Hitaveitunni. Mestur hluti Breiðholtshverfis varð vatnslaus um leið og raf- magnslaust varð, einnig hluti af Langholtshverfi, Háaleitishverfi, Laugarneshverfí og Árbæjar- hverfí. Á nokkmm hluta veitukerf- is Hitaveitu Reykjavíkur var nægi- legt vatn allan tíman sem raf- magnslaust var þar sem vatnið rann sjálfkrafa frá vatnsgeymun- um á Öskjuhlíð og á Grafarholti. Á það við um neðrihluta gamla miðbæjarins og stóran hluta Kópa- vogs. Vatnsstaðan í geymunum var um tveir metrar er rafmagnið komst aftur á, en geymamir em um þrettán metra háir, og sagði Jóhannes að ekki hefði mátt miklu muna að vatnið hefði klárast er rafmagnið kom á aftur. Að sögn Jóhannesar er enginn dælubúnaður til staðar hjá Hita- veitunni sem hægt er að grípa til ef rafmagnslaust verður. Hann sagði að oft hefði komið til tals að koma upp slíkum búnaði en kostnaður hafí verið talinn of mik- ill. Þóroddur Sigurðsson, vatns- veitustjóri í Reykjavík, sagði að ekki hefðu hlotist teljandi vand- ræði hjá Vatnsveitu Reykjavíkur vegna rafmagnsleysisins. Hann sagði að dreifistöðvar vestan El- liðaár hefðu orðið óvirkar, en' þrýstingur á vatninu sé það hár og því hafí ekki orðið mikið um vatnsleysi í borginni. Þóroddur sagði að díselraf- stöðvar væm til vara bæði í dælu- stöðinni í Heiðmörk og í dreifistöð við Hraunbrún, sem þjónaði aust- urhluta borgarinnar, Grafarvogi og Mosfellsbæ, og tækju þær við um leið og rafmagn færi af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.