Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VtDSKZPTI/AlVlNNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 Markaður Auglýsingamarkaður- inn kortlagður SAMTÖK íslenskra auglýsenda hafa ákveðið að láta gera úttekt á íslenska auglýsingamarkaðnum og hefúr Hallgrímur Ólafsson, rekstrarráðgjafi, verið fenginn til verksins. Reynt verður að afla upplýsinga um auglýsingastofúr, teiknistofur og annað sem þessari starfsemi tengist. Jafnframt er ætlunin að kanna verð á auglýsingum. Hallgrímur Olafsson sagði í sam- Sagðist Hallgrímur vonast til að tali við Morgunblaðið að hugmyndin eiga góða samvinnu við Samtök væri sú að koma á fót upplýsinga- íslenskra auglýsingastofa þar sem banka um auglýsingamarkaðinn en þekking um íslenska auglýsinga- úttektin næði einnig til fjölmiðia. markaðinn væri fyrir hendi. VÖRUSÝNINGAR MARKMID SKIPULAG LEIÐBEININGAR — Vörusýningar — markmið, skipulag, framkvæmd er annað ritið sem Ctflutningsráð annast útgáfu á til leiðbeiningar út- flytjendum. Hið fyrra hét Til að byrja með — leiðbeiningar um fyrstu skrefin í útflutningi. Útflutningur Skipaútgerð Flutningar Járnblendi- félagsins til SÍS TILBOÐ Skipadeildar SÍS reynd- ist hagstæðast í útboði Islenska járnblendifélagsins á stykly’a- vöruflutningum. Þessir flutning- ar verða í höndum skipadeildar- innar næstu tvö árin en Eim- skipafélag íslands hafði þá áður með höndum. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Islenska jámblendifé- lagsins hljóðaði tilboð Skipa- deildarinnar upp á nánast óbreytt flutningsgjöld frá því i fyrra og er flutningsmagnið um 2000 tonn. Leiðbeiningarit um þátt- töku í vörusýningum ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands hefúr í samvinnu við Iðnlánasjóð gefið út rit sem nefnist Vömsýningar — markmið, skipulag, framkvæmd. Þessu riti er ætlað að vera útfljfy'endum stoð við undirbúning og framkvæmd þátttöku í vömsýningum. Ingjaldur Hannibalsson fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs sagði í samtali við Morgunblaðið að íslensk fyrirtæki veiji miklum Qármunum til þátttöku í vömsýning- um, og því sé afar mikilvægt að mistök í undirbúningi eða fram- kvæmd spilli engan veginn fyrir árangri af þeim. Iðnlánasjóður kostaði útgáfuna að mestu, en ritið er liður í útgáfu- röð Útflutningsráðs. í inngangi sínum segir Ingjaldur að íslensk fyrirtæki veiji árlega 200—300 milljónum til sýningar- þáttöku og heimsókna á vörusýn- ingar erlendis. Markmið ritsins seg- ir hann vera að benda útflytjendum á Ieiðir til að nýta þetta fjármagn sem allra best. Hulda Kristinsdóttir, sem hefur annast útgáfuna, sagði að lengi hafi verið vöntun á haldgóðri hand- bók sem hafa mætti til hliðsjónar þegar unnið væri að þátttöku í vöru- sýningum. Hún sagðist vona að þetta nýja rit bætti úr þessari þörf. Ritið er 60 blaðsíður, og í því er að finna fjölda minnisblaða og verk- efnalista, sem vonast er til að út- flytjendur geti haft sér til halds og trausts við undirbúning að þátttöku í vörusýningum. Markaðssetning nýrrar vöru og þjónustu. Hvernig á að koma nýjungum á framfæri? 1. Vöruþróun er nauðsynleg. 2. Henni fylgir áhætta. Yfirleitt misferst önnur hver nýjung á markaðnum. 3. Markaðsrann- sóknir og rétt mat á þeim er forsenda vöruþróunar. Leiðbeinandi: Dennis Anderson, prófessor í r við háskólann í Manitoba. Tími og staður: 16.-17. febrúar kl. 09:00-17:00 í Ánanaustum 15. ÚTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓLIÍSLANDS Á MARKADI Flugeldasýning velferðarinnar eftir Bjarna Sigtryggsson Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í sjón- varpsfyrirlestri sínum um efna- ■ hagsmál á Stöð 2 fyrir viku, að verðmæti sköpuðust ekki í bönk- unum, heldur í framleiðslustörf- um. Erfitt er að segja til um á hvaða byggðasafni ráðherrann fann þessa hagfræðikenningu, en hann hefði þá betur farið að ráðum safnvarðanna til gesta, um að skoða bara munina en snerta þá ekki. í nútíma samfélagi þar sem þjónustustörf veita fleiri mönn- um atvinnu en iðnaðarfram- leiðsla og upplýsingaþjónusta er undirstaða að aukinni fram- leiðni, er það viðurkennd undir- stöðukenning að verðmætin skapist við eftirspum og þar þykir sjálfsagt að menn ráði þörfum sínum sjálfir. Hugtakið „gerviþarfir“ er því merki um fordóma þeirra sem það nota. Frelsi almennings til að ráð- stafa að vild arði eigin vinnu og hugvits er grundvölur nútíma hagkerfis. Af því hlýst margt og flest gott, þótt ýmsum reynist hált á frelsinu. Jafnvel sú neysla, sem mönnum hættir til að for- dæma hvað mest, er oft í raun- inni aðeins margflókin skipti verðmæta, sem Ieiða sitthvað gott af 'sér. Tökum dæmi frá síðustu áramótum. Verðmætasköpun í innflutn- ingi neysluvöru er að sjálfsögðu munurinn á FOB-verði vörunnar og útsöluverði í smásölu. Þegar sagt er frá því í fréttum að lands- menn hafi brennt, sprengt og skotið upp í loftið yfir 100 millj- ón króna verðmætum á gamlárs- kvöld, þá gleymist að nefna þá verðmætasköpun sem orðið hef- ur í landinu og verður að koma til frádráttar þessari tölu. Engar nákvæmar tölur eru til um söluandvirði þeirra hvellfæra sem notuð voru til að reka illa anda gamla ársins á brott (og reyndar er ekki að sjá sem lætin hafi hrifið, a.m.k. ekki á verð- bólgudrauginn). Fyrir ári flutt- um við hins vegar til landsins 63 tonn af áramótasprengjum frá Kína, Taiwan og Hong Kong og 11 tonn frá Vestur-Þýska- landi, auk þess sem Flugleiðaiðj- an í Garðabæ veitti þremur mönnum atvinnu allt árið við að búa til tíunda hluta alls sem sprengt var. Ekki til einskis Flugeldasalar töldu söluaukn- inguna í ár vera yfir 20 prósent. Það þýðir að magnið hefur farið yfir 100 tonn, og útsöluandvirði verið á annað hundrað milljónir króna. En brann þetta allt til einskis? Einfaldur útreikningur sýnir að nærri lætur að jnn hafi verið flutt sprengiefni og hráefni til hvellfæragerðar fyrir um það bil 20 milljónir. Þessar milljónir fóru forgörðum, þó að frádregnum tekjum skipafélaganna. En tekj- ur ríkisins af tollum, vörugjaldi og loks söluskatti urðu nálægt 32 milljónir króna. Heildsöluá- lagning og aðrar innflutnings- tekjur, sem að langmestu leyti lentu í höndum hjálparsveita skáta svo og smásöluálagning, sem að mestu leyti fór til hvers kyns hjálparstarfsemi og íþrótta- félaga, kann að hafa numið 48 milljónum. Þá eru ótaldar nokkr- ar skattatekjur ríkis og sveitarfé- laga af rekstri flugeldagerðar og verslana. V erðmætasköpun I logadýrð En kjami málsins er þessi: í logadýrð áramótakvöldsins færðu borgaramir skattheimtu- mönnum ríkisins rúmar 30 millj- ónir til að draga úr hallanum á rekstri hinnar opinbem velferðar á árinu sem var að líða. Og aðr- ar 50 milljónir vom fengnar því hjálpar-, líknar- og tómstunda- starfi, sem einstaklingar hafa af fómfýsi tekið að sér að annast á eigin spýtur, án þess að íþyngja skattakerfinu. Og hafi þrír fimmtu þjóðarinn- ar getað notið skrautljósanna og umborið hvellina, þá kostaði skemmtunin ekki nema 133 krónur á mann. Þar af fór rúmur hundraðkall í verðmætasköpun til velferðarinnar í landinu. Höfundur er markaðsfræðingur að mennt og skrifar að staðaidri pistla um markaðsmál. Tryggingar Þrjú félög eftir sameiningu BI og Samvinnutrygginga „ÞAÐ MERKILEGA við þetta allt saman er að samkvæmt samkomulag- inu verða úr þessum tveimur tryggingafélögum þrjú tryggingafélög. Brunabótafélag íslands og Samvinnutryggingar halda áfram starfsemi sinni hvað varðar húsatryggingamar, en hið nýja félag verður með aðrar tryggingar. Menn veltu því vitaskuld fyrir sér hvemig þetta megi verða og töldu að þetta veikti stöðu sveitarfélaganna og að með tilliti til lagaákvæða um að Brunabótafélaginu sé skylt að veita lán, styrki og aðstoð, yrði félagið ekki nógu öflugt eftir sameininguna þegar yrði búið að fáera höfúðstólinn að mestu inn í hið nýja félag,“ sagði Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Hann sat fúlltrúar- áðsfúnd BÍ, þar sem samþykkt var að félagið sameinaðist Samvinnu- tryggingum. Ingi R. Helgason forstjóri BI segir þetta vera ástæðu- Iausan ótta, þvert á móti styrkist sambandið við sveitarfélögin. „Þeir verða ekki bomir fyrir borð, heldur vel séð fyrir þeim að mínu mati,“ sagði Ingi. Fulltrúaráðsfundir BÍ og Sam- vinnutrygginga samþykktu samein- inguna, sem felst í því að megin hluti vátryggingastarfsemi þeirra verður í höndum sameiginlegs tryggingafé- lags, Vátryggingafélags Islands hf. Stofnfundur þess félags var haldinn á sunnudag, B. febrúar. Stjóm þess skipa Ingi R. Helgason formaður, Guðjón B. Ólafsson varaformaður, Hallgrímur Sigurðsson ritari, Björg- vin Bjamason, Friðjón Þórðarson, Guðmundur Oddsson, Magnús Gauti Gautason og Þorsteinn Sveinsson meðstjómendur. Axel Gíslason hefur verið ráðinn forstjóri nýja félagsins. Sturla Böðvarsson segir að gagn- rýni hafi komið fram á fulltrúaráðs- fundi BÍ á forstjóra og stjóm félags- ins fyrir aðdragandann og vinnu- brögðin og ekki síður fyrir það hvern- ig hag félagsins er komið. „Það hef- ur verið rekið með tapi í að minnsta kosti tvö undanfarin ár, fyrir það kom fram mikil gagnrýni.“ Ingj R. Helgason segir eðlilegt að þessi -gagnrýni -hafi--komið fram,- „Sameiningin kom öllum í opna skjöldu, ekki aðeins fulltrúaráðs- mönnum og sveitastjómum, heldur líka fjölmiðlum. Maður er ekki að skorast undan þessari gagnrýni. En svona verk er ekki hægt að vinna í fjölmiðlum. Það hins vegar dró ekk- ert úr ákvörðunarvaldi fulltrúaráðs- manna.“ Ingi sagði að mikil hag- kvæmni næðist með sameiningunni, ekki síst að nú verður eftirleiðis hægt að notast við eitt húsnæði í stað tveggja áður á hveijum stað. Ennfremur nýtist allt kerfi eins og tölvukerfí betur. Hann segir að fyrir dymm standi að endumýja það. Ingi segir að tap hafi verið á rekstri BÍ 1987, en ekki liggi fyrir uppgjör síðasta árs. Þó er vitað að tap varð á húsatryggingunum. Bætur vegna bmnatjóna vom í fyrra 176 milljónir króna, en iðgjöld námu 136 milljón- um. Um næstu mánaðamót verður starfsmönnum BÍ sagt upp og þá um leið endurráðnir þeir sem fá áfram vinnu hjá hinni nýju -sam- steypu tryggingafélaganna. Sturla segir að ýmsar spurningar hafi verið lagðar fyrir forstjórann, sem var aðallega í forsvari. Lagt var fram bréf frá ráðherra. „Þar kemur meðal annars fram það orðalag að hann fallist á þetta með skilyrðum, á meðan fyrirmæli um tilvist félags- ins og skyldur þess til að sinna bmna- tryggingum em í lögum landsins. Þetta bendir til þess að hann hygg- ist breyta lögunum. Að lokum var til afgreiðslu ályktun frá stjórn BÍ þar sem þetta átti að samþykkjast. Um hana urðu miklar umræður og niðurstaðan varð sú að ég lagði til viðbótarsamþykkt, sem síðan var kokkað upp úr samkomulag sem Ingi lagði fram. Þar var bætt við ályktun- ina að það væri ítrekað að hinu nýja félagi yrði gert að standa að baki Bmnabótafélaginu hvað varðar skyldur við sveitarfélögin. Ályktunin eins og hún var frá stjóminni hefði að mínu mati verið samþykkt með naumum meirihluta. Eg leit svo á að það væri ekki hagstætt fyrir fé- lagið og þá sveitarfélögin þar með, að þetta yrði samþykkt með hang- andi hendi og okkar menn yrðu í lakari samningsaðstöðu gagnvart samvinnuhreyfíngunni.. Þess vegna lagði ég til þessa viðbót og þar með var þetta samþykkt með svona mikl- um meirihluta." Sturla lagði til í lokin að höfuð- stöðvarnar yrðu færðar til Akur- eyrar. „Bmnabótafélagið er fyrst og fremst í viðskiptum við landsbyggð- ina, það á stóra húseign á Akureyri og ég tel það miklu hugnanlegra að fara norður til Akureyrar en upp í Ármúla, \, Samb úririifyár Vlsáð tiTst’

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.