Morgunblaðið - 14.02.1989, Page 31

Morgunblaðið - 14.02.1989, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 31 Alþingi: Rafma^nstruflaiiir settu svip á umræðurnar RAFMAGNSLEYSI helgarinnar kom til umræðu utan dagskrár I sameinuðu þingi í gær. Kom m.a. fram í umræðunum að í nýrri aðveitustöð fyrir hofuðborgarsvæðið, sem nú er í byggingu fyrir sunnan Hafiiaifyörð, er notuð önnur tækni en í stöðinni við Geit- háls og ætti hún því að eiga auðveldara með að standast veður eins og á sunnudag. Þá sagði samgönguráðherra að verið væri að kanna hvort nauðsyn væri á annarri jarðstöð en Skyggni. Það varð ekki síst til þess að magna andrúmsloftið í umræðunum að á meðan á ræðu samgönguráðherra stóð urðu rafinagnstruflanir I Alþingis- húsinu. Ljós dofhuðu og blikkuðu og hátalarakerfi þingsins datt út. um stund með þeim afleiðingum að ræða ráðherrans var ekki tekin upp á spólu. Það mun þó vonandi ekki koma að sök þar sem sam- gönguráðherra sagðist vera með ræðuna að mestu leyti skrifaða og bauðst til að afhenda starfsmönnum ræðuritunar handritið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þingmenn ræddu rafinagnsleysið utan dagskrár í gær. Kom m.a. fram í máli iðnaðarráðherra að í byggingu er ný aðveitustöð fyrir sunnan HafharQörð sem á að létta á stöðinni við Geitháls og auka afhendingaröryggi. Það var Skúli Alexandersson (Abl/Vf) sem óskaði eftir og hóf þessa umræðu utan dagskrár. Sagðist hann vilja vekja athygli á því ófremdarástandi sem hefði ríkt hér á landi síðustu daga hvað varð- aði dreifíngu rafmagns og valdið rafmagnsleysi á meginhluta lands- ins. Vonaði hann að hvorki ráð- herrar né almenningur í landinu gerðu sig ánægða með að þetta síendurtæki sig eins og gerst hefði í Reykjavík á sunnudag og úti um land síðustu daga. Ekki hefði verið um að ræða truflanir á aðflutningslínum frá virkjunum né að truflun hefði átt sér stað á framleiðslu virkjananna sjálfra. Það sem virtist hafa gerst væri að aðveitukerfið hefði brugð- ist. Búnaður a.m.k. sumra aðveitu- stöðva hefði ekki staðist veðragang- inn um helgina. Frammi fyrir slíkum vandræðum og ófremdar- ástandi eins og á sunnudag hlytu margar spurningar að vakna. Fólki hefði verið sagt að alls konar hring- tengingar væru til staðar og fólk hefði trúað því að á þessum vett- vangi væri haldið uppi miklu for- vamarstarfi, ekki síst þegar hætta væri yfirvofandi. Sýndist þing- manninum að þessir þættir hefðu ekki skilað sér til að koma að gagni nú. Skúli sagðist iíta svo á að ef rafmagn færi af byggð hvort sem það væri einn sveitabær éða þétt- býli þá skapaðist neyðarástand, Starfslið rafveitna úti á landi væri fámennt og ekki alltaf búið tækjum til að komast milli staða, þ.e. að bilunarstöðum. Bar þingmaðurinn að lokum upp spurningar til iðnaðarráðherra og samgönguráðherra um þessi mál. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, sagði rafmagnsleysið á höf- uðborgarsvæðinu á sunnudag'stafa af sjávarseltu á tengi við Geitháls. Stöðin við Geitháls væri mjög næm fyrir svona truflunum en þegar hún hefði verið byggð hefði ekki verið um aðra tækni að ræða. Nú væri hins vegar komin ný tækni sem yrði til staðar í nýrri aðveitustöð fyrir höfuðborgarsvæðið sem nú væri í byggingu. í þessari nýju stöð, Hamranesi, yrði notuð gaseinangr- un í stað hefðbundinnar einangr- unar og hún yrði undir þaki en ekki undir beru lofti eins og stöðin við Geitháls. Yrði þessi nýja stöð til þess að létta af Geithálsi, en sú stöð væri mjög umsetin, og auka afhendingaröryggi raforku. -Iðnaðarráðherra sagði að af Suð- urlandi, Vesturlandi og Vestfjörð- um væri sömu sögu að segja. Tengi- mannvirkin væru oft utanhúss og yrðu fyrir seltu. Eina leiðin gegn því væri að taka rafmagnið af og þvo saltið af. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, sagðist vilja taka það fram að almennt hefði síma- kerfið staðið sig vel og örbylgju- kerfið algjörlega staðið sig án bil- ana. Við mjög langt rafmagnsleysi gæti það gerst að vararafgeymar sem komið hefði verið upp á flestum stöðum tæmdust og símasamband slitnaði. Hefði það komið fyrir nú á nokkrum stöðum að geymamir hefðu tæmst og á einum stað að varaaflskerfið hefði ekki reynst í lagi. Þá hefði það gerst að símasam- bandið milli íslands og annarra landa hefði rofnað þrisvar sinnum” á sunnudag vegna þess að jarðstöð- in Skyggnir hefði dottið út. Hefðu liðið 69 mínútur í fyrsta skiptið áður en samband komst á á ný en hinar bilanirnar tvær verið styttri. Væri nú verið að koma á fjarstýrðu kerfi í Skyggni svo ekki þyrfti að senda viðgerðarmann á staðinn í hvert skipti sem þetta gerðist. Þá væri verið að kanna möguleikana á byggingu annarrar jarðstöðvar og bjóst hann við að niðurstaða þeirrar rannsóknar yrði að þörf væri á annarri stöð á öðrum stað á landinu en Skyggnir. Sagði ráðherrann að lokum að truflanir þær sem hefðu orðið á höfuðborgarsvæðinu núna væru óverulegar miðað við það sem héfði gerst við sambærilegar aðstæður fyrir 10-15 árum. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) sagðist telja að raf- magnsleysið hefði verið okkur holl áminning um það hve lifnaðar- hættir okkar og nútíma þægindi væru tengd tækni sem við hefðum í sjálfu sér litla stjóm á. Raf- magnsleysið hefði líka minnt okkur á að heita vatnið þyrfti rafmagn. Taldi hún skrýtið að á meðan Hita- veitan hefði efni á að byggja veit- ingahús sem snérist þá hefði hún ekki efni á vararafstöð fyrir dælurn- ar. Loks spurði þingmaðurinn hvemig almannavamakerfið starf- aði í algjöru rafmagnsleysi. Friðjón Þórðarson (S/Vl) sagði ýmsa staði á landinu lenda í vand- ræðum af þessu tagi án óveðra. Það væri mjög títt ef vestanátt gerði að íbúar Hellissands yrðu fyrir óþægindum. Sæi hann ekki annað ráð við þessu en að koma línum í jörð til að skapa öryggi. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sagði menn þurfa að huga að einu atriði enn: Ástandi langbylgjustöðvar Ríkisútvarpsins. Talað hefði verið um það í mörg ár að hún væri mjög illa stödd og gæti farið í óveðri. Kostnaðurinn við nýja stöð yrði hins vegar 400 m.kr. ef gott ætti að heita. En ef tryggja ætti að í óveðri væri hægt að ná sambandi við þjóðina alla þá yrði að gera þetta. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) sagði ekki vera farið að tala um rafmagnsleysi fyrr en rafmagnið færi af Reykjavík þó þá hefðu sum byggðarlög þegar verið rafmagns- laus í tvo sólarhringa. Taldi hann mikið af grundvallar- atriðum hafa farið úr sambandi, m.a. vararafaflsstöðvar hjá spítölum og sjúkrahúsum. Gera þyrfti úttekt á því hvað hefði farið úrskeiðis svo sjá mætti hvar veiku blettimir væru. Það bæri að hafa í huga að svona ástand gæti ekki einungis skapast af völdum óveðurs heldur einnig vegna skemmdar- verka. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði að athuga þyrfti af hveiju varaaflsstöðvar hefðu ekki farið strax í gang á sumum stöðum eins og spítölum og sjúkrahúsum borg- arinnar, t.d. á Borgarspítalanum, en þar. hefði samkvæmt fréttum verið rafmagnslaust í tíu mínútur. Sem betur fer hefði engin aðgerð verið í gangi á skurðstofum. Stuttar þingfréttir Nýr þingmaður í gær tók sæti á Alþingi Birna K. Lárasdóttir, annar varaþing- maður Kvennalistans á Vestur- landi. Þetta er í fyrsta skipti sem Bima situr á Alþingi. Könnun á kynferðislegri misnotkun barna Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) mælti fyrir tillögu til þingsálykt- unar um rannsókn á tíðni og umfangi kynferðislegrar misnotk- unar á börnum. Sagði hann könn- un af þessu tagi ekki vera neitt einfalt mál en nauðsynlegt að reyna að framkvæma hana engu að síður. Einnig tóku til máls þau Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk), Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk), Salome Þorkelsdóttir (S/Rn) og Halldór Ásgrímsson, dómsmálaráðherra. Sparnaðarátak Friðrik Sophusson (S/Rvk) mælti í gær fyrir tillögu til þings- ályktunar um átak til eflingar frjálsum spamaði í landinu með fræðslu um þá sparnaðarkosti sem fyrir hendi era og með því að stuðla að nýjum leiðum til að draga úr eyðslu og hvetja til spamaðar. Friðrik sagði að á undanfömu hefði nokkuð borið á því að ráða- menn, einkum ráðherrar, hefðu gefið alls kyns yfirlýsingar sem skilja mætti þannig að draga ætti úr sparnaði. Meðal annars hefði verið talað um að stýra vöxtum með handafli án þess að jafnvægi væri á peningamarkaðinum. Þeir sem spöraðu væra fjölmargir smáir aðilar en ekki fáir og stór- ir. Það væri gífurlega mikilvægt að hagur þessa fólks yrði ekki fyrir borð borinn. Þá hefðum við að undanfömu mátt sjá nýja kyn- slóð vaxa úr grasi sem hefði lært að spara. Þessa viðleitni mætti ekki kæfa. Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, sagði að þessi tillaga væri góðra gjalda verð. Skildi hann hana sem svo að nauðsyn- legt væri að samræma skattaregl- ur um tekjur af ýmiss konar eign- um. Þörf væri á að bjóða upp á hæfileg skilyrði fyrir almenning til að eignast hlutabréf í fyrirtækj- um. Innlendur sparnaður yrði örv- aður með þvi að koma á stöðug- leika á fjármagnsmarkaðinum. Komið yrði á fræðslu um hvað fælist í hinum margbreytilegu vaxtalqöram sem í boði væra. Sagði ráðherrann það vera kjam- ann í stefnu sijómarinnar að auka virkni og samkeppni á fjármagns- markáðinum. Þrídrangur: Fyrirlestur um sálrænar skurðlækningar Dr. Paula Horan, dulsáliræðing- ur, greinir á fiindi á fimmtudags- kvöld frá rannsóknum sínum á sálrænum skurðlækningum andalækna og samstarfi sínu við slíka lækna í Brasilíu og Mexikó. Hún mun jafiiframt sýna mynd- bönd af þess háttar aðgerðum. Fundurinn er á vegum Þrídrangs. Paula Horan mun einnig' gera grein fyrir eldgöngu og heilunar- gildi hennar og kynnir tíbezku hug- lækningaraðferðina Reiki. Hún hef- ur sjálf beitt þeirri aðferð við lækn- ingu sjúkdóma eins og krabbameins og flogaveiki. Fyrirlestur Paulu Horan verður í stofu 201 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans og hefst hann klukkan 20.00. Um næstu helgi verður á vegum Þrídrangs námskeið í Reiki. Nánari upplýsingar um það fást hjá félaginu. Úr fréttatilkynningu Leiðrétting RÖNG MYND birtist með grein Ingu B. Ámadóttur tannlæknis í blaðinu sl. föstudag. Var sú mynd af alnöfnu hennar. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Haskólatónleikar á morgun Á Háskólatónleikum, mið- vikudaginn 15. febrúar, leika þau Helga Þórarinsdóttir ' og Þorsteinn Gauti Sigurðsson saman á víólu og píanó. Á efiiis- skrá er fyrst að telja sónötu eftir J.S. Bach sem hann skrif- aði fyrir viola de gamba og sembal, en er nú gjarnan spiluð á víólu eða selló og píanó. Næst er sónata eftir ítalska tónskáldið Boccherini og að lokum útsetn- ing á Adagio-kafla úr Toceötu fyrir orgel eftir Bach. Helga stundaði nám við Royal Northern Collage of Music í Manchester og síðan hjá George Neikrag í Boston. Hún hóf störf í Sinfóníuhljómsveit íslands 1980 en hefur jafnframt tekið dijúgan þátt í flutningi kammertónlistar. Þorsteinn Gauti nam við Jull- iard-skólann í New York. Síðan dvaldist hann um tíma í Róm og á Flórída. Hann hefur leikið mikið hér heima, bæði einn og með öðr- um, meðal annars með Sinfóníu- hljómsveit íslands á liðnu hausti. Tónleikamir verða í Norræna Þorsteinn Gauti Sigurðsson húsinu klukkan 12.30 til 13.00 og era öllum opnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.