Morgunblaðið - 14.02.1989, Síða 37

Morgunblaðið - 14.02.1989, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 37 almáttugur styrki ykkur í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Ásta Birna, Bryiya, Ellisif, Jóna og Sigga. Litla dóttir mín sagði við mig í gærkvöldi; Mamma manstu hvað hún Ólöf var alltaf góð. Þá þyrmdi yfir mig, hinn hörmulegi atburður er Ólöf var skyndilega kölluð burt úr þessum heimi, kom upp í hug- ann. Það er erfítt að trúa og sætta sig við að hún sé ekki lengur á meðal okkar og að eftir standi minningamar einar. Ólöf Ágústa var unnusta bróður míns, en þar að auki stóð hún okk- ur einstaklega nærri vegna þess að hún nánast tilheyrði systkinahópn- Ég og fjölskylda mín samhryggj- umst þeim og foreldrum, systkin- um, móðursystur og ömmu. Ég bið algóðan Guð og föður að blessa þau öll af sinni miklu náð og gefa þeim styrk í sorginni. Verum stöðug í bæninni. Einlæg vinkona, Elísabet Arnoddsdóttir. Áróra Ásgeirsdóttir lést í svefni á heimili sínu í Hveragerði aðfara- nótt sunnudags 5. febrúar. Ég kynntist Áróru er hún var bam með foreldrum sínum, ömmu sinni og móðursystur, verðandi eig- inkonu minni, á Þórsgötu 17. Áróra var prýðilega greind kona, listræn og ýmsum öðmm kostum búin. Hún hafði gott og frumlegt skopskyn. Hlátur hennar var bjart- ur og smitandi. Þegar aðstæður leyfðu var oft glaðværð í hennar ranni. Hún var um margt óvenju- leg, nokkuð einþykk. A lífsferli manna em oft brim og boðar. Vegurinn er ekki einn, hinn rétti og sjálfsagði. Lækurinn á sér eðlilegan farveg. Þar sem fyrirstaðan er minnst, er hans rétti vegur, en fyrir manninn liggja veg- ir til allra átta, en ýmsar ástæður ráða, er maður tekur stefnu, öðmm duldar. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna, Áróm og Helga Grét- o*>r> f UTTArorvrtt'Ai Kor rom Vxoii um. Hún kom inn á heimilið um 13 ára gömul í vinahópi Jóns Geirs. Sú vinátta þróaðist óslitin frá vin- áttu unglinga í ást fulltíða fólks. Samband þeirra átti sér þannig óvenjudjúpar rætur. Ólöf átti einnig hug og hjarta fjölskyldunnar. Hún var alltaf svo vel til höfð, svo hrein og fín. Hun var ræktarsöm í stóm og smáu. Hún var sú sem aldrei gleymdi af- mælisdegi. Hún hafði gaman af að gefa og það lá í eðli hennar að gleðja aðra. Það er ekki hægt að lýsa því á nokkum hátt hvernig þessi skelfi- legi missir kom við okkur öll — maður stendur svo vamarlaus og getur engan huggað. Ég bið Guð að gefa nánustu ást- vinum hennar styrk og huggun og kveð svo elsku Ólöfu okkar með orðum Tómasar Guðmundssonar: Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. Guðný Eysteinsdóttir Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð þvi, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir. (Tómas Guðmundsson) Síðdegis miðvikudaginn 8. febrú- ar sl. barst mér sú harmafregn að tilvonandi tengdadóttir mín, Ólöf Ágústa Jónsdóttir, hefði látist af slysfömm. Ég tek fráfall hennar nær mér, en orð fá lýst, enda var hún mér einkar kær. Það era 7 ár síðan ég kynntist Ólöfu fyrst, en þá tókust kynni með henni og syni mínum Jóni Geir. Hún kom sem sólargeisli inn í fjölskyldu mína enda var hún bæði ljúflynd og skemmtileg. Ólöf var harðdugleg og vinnusöm. Hún var ávallt boðin og búin að hjálpa til þegar á þurfti að halda, enda vinsæl og vinamörg. Ólöf var gjafmild og hafði yndi af bjuggu ásamt dóttur hennar, Þór- hildi. Fjölskylda mín kveður nú Áróra og við horfum til himins með Helga, bömum hennar og nánum aðstandendum. Bros Áróra blífur þrátt fyrir allt. Guðmundur W. Vilhjálmsson Fregnin barst okkur snemma á sunnudagsmorgni 5. þ.m. Hollsystir okkar Aróra Sjöfn Ásgeirsdóttir varð bráðkvödd þá um nóttina. Margar minningar hrannast upp þegar horft er til baka til skólaár- anna. Það var glaðlegur hópur sem hittist í fyrsta sinn í Hjúkrunar- skóla íslands sólríkan ágústdag 1960. Við voram allar ungar og óöraggar, en þá strax kom í ljós sá eiginleiki, sem fylgdi Áróra alla tíð. Hún laðaði fólk að sér með sinni glaðlegu framkomu og frískleika. Árin í Hjúkrunarskólanum voru skemmtileg og eftirminnileg. Þó svo að heimavistin væri lokuð náði hóp- urinn vel saman og okkur leiddist aldrei því margt var þar brallað, og átti Áróra ekki síst þátt í því. í hjúkrunarstarfinu nutu sín vel eiginleikar hennar, glaðlyndi og hlýleiki einkenndu viðmót hennar gagnvart sjúklingum og samstarfs- fólki. Lengst af starfaði Áróra á Land- spítalanum, en einnig á öðram sjúkrahúsum, þ. á m. nokkur ár í Danmörku. Allan nematímann og æ síðan vora foreldrar Áróra, þau Lára og Ásgeir, sérstaklega elskuleg við okkur og hafa fylgst með hópnum fram á þennan dag. Mikill vinskap- ur myndaðist milli Áróra og einnar úr hópnum, Elísabetar, sem var utan af landi og leiddi hann til þess að hún varð sem ein af fjölskyld- unni í Ásgarði. Við gleymum aldrei útskriftar- boðinu, sem Guðmundur og Lilly, móðursystir Áróra, héldu okkur að námi loknu. Við söknum góðrar vinkonu og sendum ásamt ijölskyldum okkar innilegar samúðarkveðjur til Helga, barnanna, Lára, Ásgeirs og annarra ástvina. HoUsvstur því að gleðja aðra og alltaf skyldi hún muna eftir afrriælisdögum í flöl- skyldunni. Hún var syni mínum afar góður félagi í lífinu, lífsföra- nautur sem gaf fögur fyrirheit um bjarta framtíð. Fyrir utan þá ást og vináttu sem hún ætíð sýndi stóð hún líka fast við bakið á honum í öllum góðum verkum og hafði djúp og jákvæð áhrif á hann. Missirinn . við fráfall Ólafar er því mikill fyrir Jón Geir og okkur öll og bið ég góðan Guð að gefa okkur styrk til þess að standast þessa miklu þol- raun. Nú þegar ég kveð Ólöfu mína hinstu kveðju vil ég þakka henni af alhug alla þá góðvild og tryggð, sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Minningin um góða stúlku mun lifa í hjörtum okkar um alla framtíð og verða okkur hvatning til betra og fegurra mannlífs. Þann- ig var Ólöf sjálf. Elsku Hildur, Jón Þór og fjölskylda ég bið góðan Guð að veita ykkur styrk í þungbærri sorg. Guð blessi minningu Ólafar Ágústu. Jóna Þorgeirsdóttir Kveðja frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ , í dag kveðjum við Ólöfu Ágústu Jónsdóttur, unga stúlku, sem féll frá á því æviskeiði, sem er upphaf afls og atorku. Harmafregnin kom óvænt, atburðarásin var óskiljanleg og treginn af þeim sökum djúpur og sár. Ótrúlegt slys á öskudaginn. Bam fast í skíðalyftu. Ólöf, snarráð og æðralaus, gerði það eitt sem dugði, en hún lét líf sitt. Kveðjuorð era þung í skrifum, orða er vant. Það var tregt tungu að hræra, þeg- ar ég færði nemendum skólans þespa sorgárfregn. Ólöf Ágústa Jónsdóttir var nem- andi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hún var góður nemandi. Dugnaður hennar fór vaxandi og hún stefndi á að ljúka stúdents- prófi í vor. Blákaldar staðreyndir lífsins hafa breytt því sem öðra. Ekki fer hjá því í fjölmennum skóla, að sumir skilja meira eftir í hugum samferðarmannanna en aðrir. Kynni okkar vora stutt, en nokkur atvik leita þó mjög sterkt á hug- ann. Fyrir nokkra kom Ólöf til mín á skrifstofuna. Henni var mikið niðri fyrir vegna sérstakra ákvæða, er giltu um skólasókn nemenda. Henni fannst réttlætinu nokkuð misboðið. Hún var rökvís, en um- fram allt mjög kurteis. Réttlætis- kennd hennar bar hærra hlut í því máli. Eftir stendur það, sem mestu skiptir, minning um háttvísi og ríka ábyrgðartilfinningu. Samleið okkar á vegferðinni miklu var alltof stutt, en það er huggun að eiga minning- ar um góða stúlku, sem nú hefur verið kölluð til annarra starfa. Að leiðarlokum votta ég foreldr- um Ólafar, unnusta, systkinum svo og öðram ástvinum hennar innilega samúð mína og ég flyt þær kveðjur frá nemendum, kennuram og öðra starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Blessuð sé minning Ólafar Ágústu Jónsdóttur. Þorsteinn Þorsteinsson Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Sb. 1945 - H. Pétursson) í dag kveðjum við Ólöfu okkar með söknuð í hjarta og þökk fyrir allt og allt. Svo finni ég hæga bvíld í þér, hvíldu, Jesú, í bijósti mér. Innsiglir heilagur andi nú með ást og trú hjartað mitt, svo þar hvílist þú. (Passíusálmur 50) Minning hennar lifír hjá okkur. Ómar Andri, Arnþór, Svavar og Edda Björk. Skrifstofutæknir Athyglisvert námskeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. I náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptacnska. Nemcndur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Hvað segja þau um námskoiðið. Sóiveig Kristjánsdóttin SiAastliðinn vetur var ég við nám hjá Tölvufræðslunni. Þessi timi er ógleymanlegur bæði vegna þeirrar þelckingar, sem ég hlaut og kemur mér mjög til góða þar sem ég starta nú, svo og vegna andans sem þama rílcti. Þetta borgaðisig. Sigríður Þórisdóttir: Mér hefur nýst námið vel. Ég er öruggari i starfi og m.a. feng- ið stööuhækkun. Viðtæk kynn- ing á tölvum og tölvuvinnslu I þessu námi hefur reynst mér mjög vel. Maður kynnist þeim fjölmötgu notkunarmöguleikum sem tölvan hefur upp á aö bjóða. Þetta nám hvetur mann einnig til að kanna þessa möguleika ogfasrasérþáinyt. Jóhann B. Ólafsson: Ég var verkamaður áður en ég fór i skrifstofutækninámiö hjá Tölvufræðslunni. Ég bjóst ekki viðaðlæramiktðósvoskömm- umtima, en annaöhvort var þaö að ég er svona gáf aður, eða þá að kennslan var svona góð (sem ég tei nú að trekar haf i verið), að nú er ég allavega orðinn að- stoðarframkvæmdaretjðri hjá Islenskum tækjum. Ég vinn svo til etngöngu á tölvur, en tölvur votu hlutir sem ég þekkti ekkert inná áöur en ég fór i námið. Á skrifstofu ■Tölvufræðslunnar er hægt að fá bæklinga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.