Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 44 mmmn Ást er... ... sem bál er brennur glatt. TM Reg. U.S. Pat Ott.— all rights reserved • 1989 Los Angetes Times Syndicate Svo virðist sem við séum á þeirri öldinni þegar allt gengur á afturfótunum, vinur minn ... PARADIS EFTIR LÍKAMSDAUÐANN Til Velvakanda. Það er enginn eins blindur og sá, sem vill ekki sjá. Ég rakst á grein eftir Sigurbjörn Einarsson þann 29.1.89, „Gátur trúarinnar“, þar sem hann gefur í skyn að endur- holdgun sé villitrú. Jesús sjálfur kenndi endurfæðingu (endurholdg- un), en yfir því hefur hvílt mikil leynd, og voru þessar kenningar bannaðar árið 553 á kirkjuþingi í Konstantinopel. Það var sem sagt klerkastéttin sem sneri sannleika Guðs í Iygi! í dag veit 2/3 af mann- kyninu um endurholdgun. Þetta er Ferðamenn: Búið ykkur hlýjum fatnaði og verið ekki einir á ferð. Gerið öðrum grein fyrir hvert þið ætlið og áætlið komutíma. ekki trú, þetta er þekking. Við erum hér á jörðinni til þess að þorskast andlega, því að við erum fyrst og fremst andlegar verur. Þegar lítið barn eða unglingur deyr og hefði enga möguleika til að koma aftur og lifa fulla ævi, væri það þá ekki ósanngjarnt? Ef við neitum því að endurholdgun sé til hljótum við að segja að Guð sé miskunnarlaus og óréttlátur. Af því að hann léti suma lifa við allsnægtir og aðra í sárri fátækt. Og ef enginn möguleiki væri til að bæta úr því sem maður hefur gert rangt meðbræðrum sínum hér á jörðinni. Þess vegna komum við aftur og aftur, bæði til þess að læra og þroska, og til þess að uppfylla ritninguna: „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“, II. Mósebók 21:23-25. Þetta er það sem Jesús átti við þegar hann sagði að maður- inn uppsker eins og hann sáir. Við sleppum nefnilega ekki við refsin'gu fyrir misgjörðir okkar. Guð er fyrst og fremst réttlátur Guð, og það gengur eins og rauður þráður í gegnum bæði Gamla og Nýja testa- mentið að Guð mun refsa þeim sem illa breyta og fara ekki eftir boðorð- um hans. Það kemur sérstaklega vel fram i III. Mósebók 26:1-45. Og í Jeremía 32:17-19 segir: „Æ, herra Drottinn, sjá, þú hefir með þínum mikla mætti og útrétta arm- leg gjört himin og jörð; þér er eng- inn hlutur um megn! Þú sem auð- sýnir miskunn þúsundum og geldur misgjörð feðranna í skaut sonum þeirra eftir þá. Þú mikli, voldugi Guð, er nefnist Drottinn hersveit- anna, mikill í ráðum og máttugur í athöfnum, þú hvers augu standa opin yfir öllum vegum mannanna bama, til þess að gjalda sérhveijum eftir breytni hans og eftir ávexti verka hans.“ Og í I. Korintubréfi 3:8 má lesa um endurfæðingu (endurholdgun): „En sá, sem gróðursetur og sá sem vökvar, eru einn og hinn sami. Og sémhver mun fá sín eigin laun eftir sínu eigin erfíði.“ Svo stendur í Markús 10:29-30: „Jesús sagði: Sannlega segi ég yður, enginn er sá, er hefir yfirgefið hemili, eða bræður, eða systur, eða móður, eða föður, eða börn eða akra, vegna mín og vegna fagnaðarerindisins, að ekki fái hann hundraðfalt, nú á þessum tíma hér á jörðinni heim- ili og bræður og systur og mæður og böm, og í hinum komandi heimi eilíft líf.“ Og hvað þýðir þetta í Jóh. 15:27? „En þér skuluð og vitni bera, því að þér hafið frá upphafi með mér verið." Og það þýðir langt, langt aftur í tímann, jafnvel lengra til baka en Adam og Eva. Því Jesús þekkti alla lærisveina sína úr fyrra lífi, og foreldra sína og systkin og frændfólk, og marga fleiri. Þess vegna segir hann í Jóh. 3:3-13: „Yður ber að endurfæðast!“ Hvemig var hægt að umbreyta sannleika Guðs í lygi? Samt komst kirkjan upp með það í nær 2000 ár! Og áfram segir Jesús: „Og þó hefir enginn stigið upp til himins, nema sá er niður steig af himni — mannssonurinn," Jóh. 3:13. Og á krossinum sagði hann við hinn ræn- ingjann: „í dag skaltu vera með mér í paradís.“ Þeir fóm í paradís eftir líkamsdauðann, ekki til heljar og ekki til himins. (Þar dvaldi Jes- ús þangað til hann reis upp frá dauða.) Svo að staðurinn sem við fömm til eftir líkamsdauðann er paradís en ekki himnaríki. Þetta er tvennt ólíkt. Og í paradís emm við, Guðs böm, þar til við endurfæð- umst hér á jörðinni, stundum með stuttu og stundum með löngu milli- bili. Og alltaf munum við hitta aft- ur ástvini okkar, bæði hér á jörð- inni og í paradís. Eins og Jesús sagði í Matteus 5:4 „Sælir em syrgjendur, því að þeir munu hugg- aðir verða.“ Ekki fyrr en Jesús kemur til baka til að safna saman hans útvöldu frá áttunum fjómm, stígum við upp til himins, munum við hrifnir vera burt í „skýjum“ (UFO’s, Sálm. 68:18) til fundar við Drottin, I: Þessalóníkubréfi 4:16-18; Matteus 24:27, 31, 44. En fyrir utan Jóh. 3:3-13, 15:27 og Markús 10:29-30 em til fleiri staðlr bæði í Gamla og Nýja testa- mentinu sem tala um endurholdg- un, t.d. Matteus 11:13-14 og 17:11-13, Lúkas 22:28, Jóh. 19:26-27, Malaki 4:5-6 og Esekíel 37:1-14. En sérstaklega langar mig að benda á Matteus 16:18 (rétt þýðing) „Og ég segi þér, Símon Jónason: Þú ert þessi Pétur sem ég sagði þér frá. Og á þessum kletti — sannleikann um endur- holdgun — mun ég byggja söfnuð minn, og hlið heljar skuli eigi verða honum yfirsterkari!“ „Því að ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra. Hvar er vitr- ingur? Hvar fræðimaður? Speki þessa heims er heimska hjá Guði. Drottinn þekkir hugsanir vitring- anna, að þær em hégómlegar,“ I. Korintubréfi 1:19-20, 25, 27, 2:14. Bronko Haraldsson í i * 4 í I 4 # i Víkverji skrifar Tvennir tónleikar rúmensku söngkonunnar Ileönu Cotmbas verða ógleymanlegir þeim, sem á hlýddu, bæði vegna söngs og fram- komu listakonunnar. En sagt er, að skemmtilegur atburður hafi orð- ið í lífi þessarar glæsilegu söng- konu, jiegar hún kom hingað. Hún fór í Islenzku ópemna einn dag í síðustu viku, til þess að undirbúa tónleika sína þar. Þegar hún gekk inn í húsið stóð maður innan við dyrnar. Cotrúbas gekk fram hjá honum, stoppaði, sneri sér við, horfði framan í mann þennan og í kjölfarið fylgdu mikil faðmlög. Hér var kominn rúmenskur leik- Ijaldamálari, sem unnið hefur fyrir ópemna og í ljós kom, að hann og Cotrúbas höfðu verið miklir vinir á æskudögum en ekki sézt í 40 ár! Heimurinn er stundum lítill. Við eram orðin svo háð raf- magni, að fari það í nokkra klukkutíma, eins og í fyrradag, lam- ast allt í kringum okkur. Víkveiji þurfti á benzíni að halda síðdegis á sunnudag og þá kom náttúrlega í ljós, að ekkert benzín er að hafa vegna þess, að benzíndælumar em rafdrifnar og ekki lengur hægt að finna handknúnar benzíndælur á höfuðborgarsvæðinu. Það er hugs- anlegt, að þær séu enn til við ein- staka sveitabæi, sem selja benzín fyrir olíufélögin frá gamalli tíð. Það er merkilegt að sjá á slíkum stundum, hversu háð við emm raf- magni. Ekki em nema fjórir áratug- ir frá því, að rafmagn var ekki í sveitum í Borgarfirði og minnist Víkveiji þess ekki, að það hafi vald- ið sérstökun vandræðum að reka búskap án rafmagns. Nú er það náttúrlega óhugsandi. xxx Annars er veðrið byijað að fara í skapið á fólki. Mörgum finnst nóg komið. Eldra fólk treystir sér helzt ekki til að fara út og margir em hræddir við umferðina og vilja helzt ekki aka bílum sínum. Það á ekki sízt við um þá, sem eldri em og eiga erfitt með að ganga á hálku. Afleiðingin verður sú, að eldra fólk heldur sig innan dyra kannski vik- um saman, sem ekki er hollt. Hins vegar þurfa skíðamenn áreiðanlega ekki að kvarta undan snjóleysi á næstu vikum, sem óneit- anlega hefur verið vandamál síðustu árin, sérstaklega þó í Skála- felli. Kannski vænkar hagur Kr- inga vegna þessa veðurfars! « «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.