Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 47 ton. Aðrir synir þeirra eru Benedikt Signrður dr. lit. við Biriningham- háskóla, John Emest Gabriel tauga- læknir hjá Landspítalanum hér, Þórarinn skógfræðingur hjá Skóg- rækt ríkisins, Petur William bú- fræðingur og starfar á Englandi. Þá eru öll böm Benedikts S. Þrá- inssonar horfín af sjónarsviðinu. Þetta var allt mitt nánasta fólk og ég sakna þeirra allra. Eiríkur var mér sem bróðir alla tíð og tryggur vinur, sem oft var hægt að leita til. Hvíli hann í friði. Margaret votta ég mína dýpstu samúð og óska þess að hún megi njóta komandi ára við batnandi heilsu. Kristján B.G. Jónsson Tólf mílum vestur af Oxford á Englandi og góðri mílu frá Tham- esá í norður kúrir hið ævafoma Bampton-þorp. Menn halda að þess sé fyrst getið í króhíkum Saxa, að þeir börðust við Breta við Beamd- une árið 614 og höfðu betur. En nafíiið myndi þýðast á íslensku. Baðmtún og er gegnsætt um hvað þótti mikilvægast við stofnun byggðar; gróðursæld, byggingar og brennsluefni og vatn. Síðan er lítið vitað uns ritað er á 11. öld; að þar sé vikulegur mark- aður haldinn, og litlu seinna reis þar normönsk steinkirkja, sem enn sér merki í þeirri, sem nú stendur. Fyrir stríð töldust íbúar hálf- annað þúsund, að ég held, og pub- bar á hvert hundrað með konum og bömum að ieik. Nú búa þar reynda fleiri en fátt annað hefur breyst nema járbrautin, sem áður tengdi hémð, er aflögð og rútuhaf- inn lætur eina ferð á dag nægja við alheiminn, Withney, þótt þangað sé reyndar ekki nema kortersferð. Þennan stað kusu þau Margrét og Eiríkur sér og bömum sínum skjól, þegar mest gekk á í orr- ustunni yfír London í stríðinu og flentust þar til þessa dags. Eiríkur gekk til sinna verka í sendiráði ís- lands í London á Eaton Terrace og kom heim um helgar, en Margrét sá um bú og synina fímm. Eiríkur Benedikz var fæddur 5. ' febrúar 1907 í Reykjavík, sonur Hansínu Eiríksdóttur frá Karlsskála . og Benedikts S. Þórarinssonar ' kaupmanns á Laugavegi 7. Hann varð stúdent 1925, nam ensku við háskólann í Kaupmanna- höfn, en dvaldist síðan við nám og kennslu við háskóla í Cambridge og Leeds til ársins 1930. Konu sinni, Margréti, kynntist hann í Leeds þar sem hún var nemandi hans í nútíma íslensku. Þau giftust 1931 og bjuggu síðan í Reykjavík í 11 ár. Hér stundaði Eiríkur ensku- kennslu, uns þau hjón fluttust aftur utan til Englands með flórum son- um árið 1942, þar semyngsti sonur- inn fæddist. Þar beið hans ævistarfíð í sendi- ráðinu í London, en auk þess var hann lektor í nútíma islensku við University College of London frá | 1954. Þar fékk hann aðstöðu til að vinna að íslensk-enskri orðabók sinni, sem nú er í Höndum Amar | og Örlygs. í bréfí sem Benedikt gamli skrif- aði dóttur sinni og tengdamóður minni, frostaveturinn 1918, er skemmtileg lýsing á Eiríki sem þá er 11 ára gamall og má vel fylgja honum hér og stafsetningu haldið. „Eiríkr hefr eigi enn farið í neinn skóla. Ég hefí verið að bögglast við að að kenna honum. Hann er af- bragsvel læs, lés látínuna (latneska letrið) eins og prent. Prent nefndi alþýða áðr gotneska letrið (frakt- úraletrið). En orðinn góðr að greina (parta ræðunnar) og kann allar höfuðreglur ísl. málfr. í reikningi kominn í brot. Er elding fljótr að leggja saman, svo þr lærðu Sólon og Eiríkr Bjömsson fylgja honum ekki. Kann um 100 kvæði og sum löng. í ensku hefr hnn farið 4 sinn- um vel í gegnum Geirsbók ... Hefr gert alla stílana í Geir. í dönsku hefr hnn lesið kenslubækr þrra Bj & Þorl. og bók Jóns Ófss. og les nú aldanska Möllers Klass.læsebog. Ekki gert stfla enn haft smá munn- legar æfingar. Er að lesa landafr. Bjama þá stóru. Ekkert lært í sögu. Enn ég hefí látið hnn lesa Heims- kringlu og margar aðrar sögur og Eddu. Mér fínst honum vera sýnt um að læra mál. Hnn þarf ekkert mikið að hafa fyrir því. Hnn er ennþá sama þægðarljósið við mig, ósvörall og góðr.“ Hér þarf fáu að bæta. Þau hjón keyptu sér hús í Bamp- ton í sambyggðri röð tveggja hæða steinhúsa, sneri framhlið að aðal- götu en sveit að baki. Húsið sjálft er mikið ævintýri, reist að hluta á 16. öld en með yngri viðbyggingum. Eldhúsið, stórt og lágt undir loft, var upphaflega mjólkurhús og er með stórhellugólfi og Agamaskínu. Það gæti sómt sér vel á ídylliskum sveitamálverkum gömlu meistar- anna, ef skipt væri á maskínunni og eldstæði. Jaöivel húsdraugurinn er til í alvöra, sumir hafa séð hann, aðrir ekki. Eiríkur fann hann, en lét sér á sama standa. Enginn vissi þó upptök hans. í Bampton er gott að koma og ríkti áður kyrrðin ein, en enginn flýr þó skarkala tímans. Hraðbraut- ir voru stofnaðar í ijarlægð, og milli þeirra gátu vörubílar stytt sér leið framhjá þorpinu um nætur, svo að gömul hús leika á reiðiskjálfí. Hér þekkjast auðvitað allir og gestir, sem koma oftar en tvisvar, fara ekki framhjá neinum og þeim heilsað á pubbnum með hlýju og hæfilegri glettni. Barmeistarinn á Jubelee þekkti mig strax aftur frá fyrra ári, en þetta var í þorskastríð- inu. „Berið flölskyldu herra Bene- dikz hlýjan hug og að mér þyki leitt, að svo góður drengur skuli geymdur í Túminum; því ég hefí ekki séð hann uppá síðkastið." Frú Margrét er dóttir þeirra hjóna Harriet Ann og Emest Sim- cock og fædd 11. janúar 1911 í South Banks íiYorkshire. Hún gekk síðar í háskóla í Leeds, sem fyrr segir, og tók þar BA-próf í enskum og frönskum bókmenntum. Hér á íslandi komst hún undrafljótt inní mál og þjóðfélag fjölskyldu sinnar, lærði og tók upp íslensku á þessum rúma áratug, sem þau dvöldust hér, og talar hana án beygingalýta enn. Það erfáumútíendingum gefíð. Eiríkur var móðurbróðir konu minnar, dvaidist hún í Bampton á þeim tíma sem ailir synimir fímm vora í foreldraliúsum, en hún er nokkuð jafíigömul þeim elstu. Síðan er hún dóttir hússins, og þar er okkur ætíð opið heimili. Ég lýk hér að minnast manns, sem tók mér jafnan með ljúfri Iund, spaugsamur var hann og glaður, fróður var hann um menn og mál- efni og hæfílega illkvittinn. Ég kveð hann eigi með harmi en þökk. Hreggviður Stefánsson t Móðir mín. SESSEUA SIGURBORG GUÐJÓNSDÓTTIR frá Sjávarborg í SeyAisfjarðarhreppi, sem andaðist 5. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, ... ,. JohannJónsson. Lokað Lokað í dag milli kl. 13 og 17, vegna jarðarfarar SIGURVINS ÖSSURARSONAR. Heildverslunin Hrísnes hf., Nýbýlavegi 20. i Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! FANNIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 25 11 Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið uppá vegg. En það besta er: Ekkert uppvask. Næsta námskeið hefst 21. febrúar j ÞOLAUKANDI OG VAXTAMÓTANDI ÆFINGAR Byrjendur I og II og framhald I FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Lokaðirflokkar ROLEGIR TIMAR Fyrir eldri konur og þær, sem þurfa að fara varlega MEGRUNARFLOKKAR Fjórum sinnum í viku ^ : - : _ ' KERFI FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu KERFI „LOW IMPACK“ - STRANGIR TÍMAR Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikii hreyfing SKOLAFOLK Hörku púl og svitatímar Híll - lí+1 ttnAiv sIíbw ftáiu ATH! Nú eru einnig tímar á laugardögum Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.