Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1989 Þad er BuSM °g omu 25 á öðru ári, og hélt síðan áfram í einkakennslu á þriðja ári. Hann slapp sem sagt í gegnum síuna og hefur unnið undanfarin tvö ár í New York. Nú síðast við Jerome Robb- ins-sýninguna. Það var fullt hús kvöldið sem við heimsóttum leikhúsið Imperial og hefur verið á öllum sýningunum. það var auðheyrt að sýningin Je- rome Robbins Broadway á eftir að slá í gegn. Þetta er stórkostleg sýn- ing, enda hrifust leikhúsgestir með Ungur íslenskur leikari, Magnús Ragnarsson, er aðstoðarmaður Jerome Robbins við nýjan söngleik sem frumsýndur verður á Broadway íNewYorkí kvöld aflífi og sál eftir Árna Johnsen Broadway í New York, Mekka söngleikja og Ieiklistarlífs þessarar aldar, urmull gamalla leikhúsa sem eru mettuð af gömluni anda og sál listamanna á heimsmælikvarða. Það eru margir um hituna að komast að, margir sem hafa lagt á sig óendanlega vinnu, svita og tár, til þess að uppskera árangur erfiðis sins á fjölum Broadway-leikhúsanna en aðeins lítið brot umsækjendanna kemst að. Það er ekki á hverjum degi sem íslendingur kemst til mannaforráða og leikstjórnar á Broadway, hvað þá heldur að landinn sé í slagtogi við snjöllustu listamenn heims á sviði söngleikja og danslistar. En þannig er því varið um þessar mundir. Ungur íslendingur, Magnús Ragnarsson úr Reykjavík, er aðstoðarmaður dansahöfúndarins og leikstjórans snjalla og heimsfræga, Jerome Robbins, og í dag verður frumsýnt formlega í Imperial-leikhúsinu á Broadway-söngleikur sem heitir Jerome Robbins Broadway og byggist á Qölmörgum dansatriðum úr ýmsum vinsælustu söngleikjum sem Robbins hefúr samið dansa við. Og hver man ekki eftir Fiðlaranum á þakinu, West Side Story, On The Town, Billion Dollar Baby, The King and I, Peter Pan, Gypsy og Funny Girl, svo nefnd séu nokkur nöfii úr röð þeirra tuttugu söngleikja þar sem Jerome Robbins hefúr lagt hönd á plóginn. í nýjustu Broadway-leikskránni stendur svart á hvítu: „Executive Assistants to Mr. Robbins: Neel Keller, Magnús Ragnarsson." V! ! ii 'ið hittum Magnús eitt kvöld fyrir skömmu í leikhúsinu á Broadway eftir eina af forsýning- unum fyrir frumsýn- inguna. Magnús Ragnarsson er 25 ára gamall Reykvíkingur, sonur Ragnars Júlíussonar, skólastjóra og Jónu Guðmundsdóttur, gjaldkera hjá Ríkisútvarpinu. Magnús lauk stúdentsprófi frá MH og hélt síðan utan til leiklistamáms í New York. Hann lauk námi á þremur árum frá Neighbourhood Playhouse School í New York. Hann æfði hlutverk Hamlets undir stjóm Gunnars Ey- jólfssonar fyrir inntökuprófið í skól- ann og var tekinn inn ásamt 75 nemendum, sem er fækkað niður í Forsíða The New York Times var fyrir skömmu helguð Jerome Robbins-sýningunni á Broadway, en myndin er eftir teiknara blaðsins. hvað eftir annað svo undir tók í leikhúsinu. Það var skemmtileg til- viljun að Helgi Tómasson ballett- dansari og framkvæmdastjóri San Fransisco-ballettsins var á sýning- unni ásamt konu sinni, en það var einmitt Jerome Robbins sem upp- götvaði Helga fyrir hinn harð- skeytta vettvang vestan hafs og síðar samdi Robbins marga balletta beinlínis fyrir Helga Tómasson. Ég mælti mér mót við Helga eftir sýn- inguna og var ákveðinn í að mynda þá saman Robbins, Helga og Magn- ús, en þegar til kom leist hvorki Helga né Magnúsi á að biðja Robb- ins um myndatöku; hann leyfði ekki slíkt og væri mjög sérvitur að því -leyti. Eg ákvað þá að nota gamla Eyjalagið, setja veiðarfærin í sjó, vatt mér að Robbins, kynnti mig og sagðist vilja mynda hann með þessum tveimur íslendingum sem atburðarásin hefði hagað svo til að íslendingarnir tveir sem hafa unnið með hinum heimsfræga dans- höfundi Jerome Robbins, Helgi Tómasson, Magnús Ragnarsson og Jerome Robbins. Myndin var tekin ílmperial-leikhús- inuáBroadway þar > ** sem stórsöngleikur meðúrvali verka Robbins verður frumsýndur í kvöld. Morgunblaðið/ Ámi Johnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.