Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLA-ÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1289
13
Sýning
verður til
Myndir taldar frá vinstri:
Dansatriði úr söngleiknum
On the Town í Jerome
Robbins-sýningunni.
Þessar yndismeyjar lögðu
allt upp úr því að hafa þokka
og kyngi í danstúlkun sinni
og tókst það svo sannarlega.
West Side Story er eitt af
höfiiðverkum Robbins í
söngleikadansi og það
skipar stóran sess í nýju
Broadway-sýningunni.
Kóngurinn og ég er
túlkaður i mjög glæsilegu
dansatriði á
Broadway-sýningunni.
Robbins á frumæfingu með
dönsurum, spáð i sporin.
ari sýningu, um 150 manns bak-
sviðs, 52 dansarar og 11 að auki
sem kunna öll hlutverk, 6 dansstjór-
ar sem halda öllu í formi og þannig
er allt á dampi. Um næstu áramót
verður þessi sýning sett upp í Tókýó
og í Los Angeles, en um sýningu
sem þessa er stofnað hlutafélag.
Stærsti hluthafínn er Suntory-
viský, en þeir keyptu hlutabréf fyr-
ir 5 milljónir dollara og fá einkarétt-
inn á sýningum í Japan og vita
líklega alveg hvað þeir eru að gera
því Japanir eru sólgnir í bandaríska
söngleiki, dá þá hreinlega."
Yöldu 60 dansara úr
3.000 dansara hópi
Ljósmyndir/Martha Swope
hefðu unnið með honum að stórum
verkum. Hann horfði stundarkorn
á mig, svaraði brosi mínu gagn-
kvæmt og sagði: „Allt í lagi, en við
verðum að fara út úr húsinu, því
það er bannað að mynda hér inni.“
Ekkert mál, sagði ég og við tókum
kóssinn út. Það var þá komin helli-
rigning og ekki hundi út sigandi.
„Við stelumst inn í hárgreiðsluher-
bergið,“ sagði meistari danshöfund-
anna og þar var myndin tekin. „Ég
bið að heilsa landinu þínu,“ sagði
Robbins þegar við kvöddumst," mér
líkar svo vel við það, sérstaklega
veðrið, það er svo skemmtilegt."
Var heppinn, nýkominn í
land af bátnum
„Það var fyrir tilviljun að
ég fór að vinna með
^Jerome Robbins," sagði
Magnús. „Einar
Sveinsson ballett
dansari leigði
íbúð með
öðr-
um og ég fór í hans pláss þegar
hann fór. Sá sem bjó einnig í íbúð-
inni vann í ballettinum og í gegnum
hann kynntist ég Jerome Robbins
og fór að vinna með honum. Það
var reyndar í öðru verki en því sem
nú er að komast á legg, en þessi
fyrri sýning komst aldrei á fjalirn-
ar. Það voru flórar stórstjömur sem
ætluðu að koma því verki saman,
Robbins, Leonard Bemstein með
tónlistina, Stephen Sondheim með
textann og John Guare, en leikritið
var eftir Brecht. En eftir tveggja
og hálfs mánaðar vinnu fór sam-
vinna þessara snillinga út um þúf-
ur, allt hmndi. Það vom haldnar
fjórar sýningar fyrir vini og kunn-
ingja og búið. En það var heilt
ævintýri að vinna með þessum köll-
.um öllum, sérstaklega með tilliti til
þess að maður var rétt kominn í
Iand af bátnum, nýskriðinn út úr
skóla. Ég var heppinn, ég lék í
þessari sýningu og það var góður
skóli að vinna með þessum mönnum
og maður kynntist mörgum.
Sýning upp á nær 500 miiy.
ísl. króna
Þegar kom síðan, að þessari
Broadway-sýningu sem við emm
að ljúka við núna hringdi gamli
maðurinn í mig, stálhress þótt hann
sé orðinn 70 ára, og vildi fá mig
til að aðstoða sig. Við eram tveir
sem höfum verið aðstoðarmenn
hans í verkefninu, skuggar hans
algjörlega síðan þetta byijaði. Fyrst
í stað var þetta endalaus heimilda-
söfnun, því dansatriðin í þessari
sýningu em mörg frá fimmta ára-
tugnum og vom hvergi til skrifuð.
Við þurftum því að finna dansar-
ana, leita ljósmynda og nokkrar
ólöglegar kvikmyndir komu í leitim-
ar, Guði sé lof. Við náðum um síðir
í allflesta dansarana, fólk sem var
búsett í öllum fylkjum Banda-
ríkjanna. Það mætti til New York
í stúdíó niðri í bæ, en það var mik-
ill höfuðverkur að hafa upp á þessu
fólki, sérstaklega konunum sem
vom giftar og bára nú önnur nöfn.
En þetta var skemmtilegt þegar
mannskapurinn var kominn á einn
stað, gamalreyndir dansarar sem
höfðu ekki tekið spor ámm saman,
en það lögðust allir á eitt. Með
uppriíjun atriða og spora, með að-
stoð mynda, ólöglegra kvikmynda
og annars sem til féll, var þráðurinn
spunninn upp og stemmningin er
öll sú sama. Tömin hefur staðið í
16 mánuði samfleytt og kostnaður-
inn er kominn upp í 8,5 milljónir
dollara eða á 5. hundrað milljóna í
íslenskum krónum og til þess að
hafa upp í kostnað þarf að vera
uppselt á allar sýningar í 63 vikur.
Þetta er fyrsta Broadway-sýningin
þar sem miðaverðið fer upp í 55
dollara og það er nú kannski ekki
til að hrósa sér af, en þetta hefur
kostað mikið og Robbins sparar
ekkert. 6-8 vikna æfingar er ekki
óalgengur tími í söngleikjum, en
ef Robbins heimtar 22 vikur þá er
æft í 22 vikur og reyndar æfðum
við í 23 vikur áður en opnað var á
forsýningarnar sem hafa staðið í 7
vikur. Einnig það er óvenju langur
tími fyrir framsýningu. Allir gömlu
hönnuðimir vom settir á laun aftur
og það er mikið mannahald í þess-
„Jú, þetta hefur verið algjör ver-
tíðarhrota þessi vinna, ekki frídagur
síðan í ágúst í fyrra, nema jóladag-
ur. Sá gamli er algjör vinnuþjarkur
og auk þessarar sýningar vinnur
hann jafnframt að nýju leikriti og
ballett. Mesta ævintýrið í þessu
verkefni var að fínna danshópinn.
Samkeppnin er hörð í þessum
bransa og við prófuðum 3.000 dans-
ara til þess að velja 60 manna hóp.
Það vom pmfur í New York,
Chicago og Los Angeles og þessi
þáttur tók 5 mánuði, allt lærðir
atvinnumenn og allir prófaðir f
dansi og söng.
En nú er þetta á lokastigi. Á
forsýningatímanum megum við
breyta eins og okkur sýnist og þess
vegna mega gagnrýnendur ekki
koma á sýningamar fyrir framsýn-
ingu. Það er venja hér að hafa for-
sýningar með þessu móti og gert
til þess að hlera áheyrendur með
það fyrir augum að breyta og bæta
sýninguna svo að hún falli fólki í
geð. Það er svo dýrt að setja upp
sýningar sem þessar að menn em
að reyna að tryggja sýninguna og
útiloka að sýning fái neikvæða
umsögn hjá öllum gagnrýnendum.
Reyndar er það svo að sumar sýn-
ingar opna aldrei, deyja Drottni
sinum áður en tjaldið er dregið frá,
en að öllu jöfnu er þetta feikilega
vel skipulagt og við ákváðum strax
í júní hver opnunardagurinn yrði.“
Risinn í heimi danslistar
og söngleikja
Við vikum aftur talinu að Jerome
Robbins. Hann varð sjötugur í
haust, en vinnur af fullum krafti
og Helgi Tómasson var einmitt í
New York að sækja til hans ball-
etta fyrir San Fransisco-ballettinn.
Jerome Robbins hefur samið yfír
60 verk fyrir sígildan ballett, yfír
20 söngleiki, og hann hefur komið
við sögu í tugum leikrita, kvik-
mynda og sjónvarpsþátta, en að
auki hefur hann tekið að sér að
vera það sem kallað er sýningar-
læknir í uppsetningu söngleilqa sem
varð að bjarga með því að kalla til
nýja menn. Meðal þessara söngleika
má nefna: A Tree Grows in
Brooklyn, Wish You Were Here,
Wonderful Town, Silk Stockings
og A Funny Thing Happened on
the Way to the Forum. En meðal
þeirra söngleikja Robbins sem hann
hefur samið dansa við og stjómað
í sumum tilvikum, má nefna On the
Town, Billion Dollar Baby, High
Button Shoes, Look Ma, I’m
Dancin’ , Miss Liberty, Call Me
Madam, The King and I, Two’s
Company, Pajama Game, Peter
Pan, Bells Are Ringing, West
Side Story, Gypsy, Funny Girl
og Fiddler on the Roof. Jerome
Robbins hefur unnið til ótal verð-
launa fyrir listsköpun sína, enda er
hann viðurkenndur risi á þessu sviði
heimsmenningarinnar.
450 búningar í Jerome
Robbins-sýningunni
„Á forsýningunum vinnum við
að því að hnýta upp alla enda,
tengja tækni og atburðarás, skerpa
og fága, spá í atriðaröðina og núm-
erin em prófuð í misjafnri röð. Það
er ótrúlegur hraði í öllu og varla
sá búningur að hann hrynji ekki
af dansaranum með frönskum
rennilás, enda er hlutverkasúpa í
þessari sýningu og alls um 450
búningar. Leikhúsgestimir sjá ótrú-
lega fimi dansaranna á sviðinu, en
tilþrifín baksviðs þegar enginn tími
er í raun til að skipta um búninga
era með ólíkindum og ættu oft
heima á sviðinu sjálfu. En allar
þessar kröfur, hraðinn og erfíð at-
riði kalla á mikla slysatíðni. Þess
vegna þarf svo marga sem kunna
öll atriðin. í þessar 23 vikur sem
stanslausar æfíngar stóðu yfír var
unnið í 10 tíma á dag. Það er dans-
að og dansað af lífí og sál. Þetta
er mikil hópvinna og strembin.
Fyrst hópvinnan þar sem gömlu
dansaramir komu til leiks og vissu-
lega vom það skemmtilegustu dag-
amir í öllum þessum búskap. Að
sjá alla gömlu dansarana upplifa
dansinn á ný, fá að vera þátttak-
andi í stemmningunni, og svo hitt
að sjá þessar tvær kynslóðir mæt-
ast á miðri leið, þá gömlu sem em
löngu hættir á sviðinu og þá ungu
sem era að taka við eða em nýbyij-
aðir. Maður fann vissa öfund hjá
þeim gömlu í garð þeirra yngri og
vissa forvitni hjá þeim yngri, for-
vitni sem fjaliaði eiginlega um
spuminguna hvort þeir sjálfir
myndu eldast og hætta að dansa.
Það er því búin að vera all löng
leið að settu marki og þar sem um
atriði úr mörgum söngleikjum er
að ræða þá þurftum við að koma á
kynningaratriðum á milli til þess
að tengja á eðlilegan og hag-
kvæman hátt.
Stærð verkeftiisins
er ótrúleg
Þú spyrð hvað sitji helst eftir í
verklok? Aðallega stærðin. Það er
stærðin sem fer fyrir brjóstið á
manni, að nokkur maður skuli
nokkum tíma hafa ráðist í þetta.
Það er enginn höfundur nema Jer-
ome Robbins í þessu, hann einn
vann alla vinnuna að baki. Stundum
fannst ekkert og hann var búinn
að endursemja. Síðan fannst mynd
og þá var breytt til þess sem hafði
verið áður. Þetta hefur verið hörð
vinna og góður skóli. Ég hef lært
mikið og það hefur verið merkileg
reynsla að vinna að því að laga
atriði að aðstæðum og láta aðstæð-
ur aðlagast atriðum, láta allt ganga
upp í sviðssetningu, en nú er þetta
á lokastigi. Barnið er að fæðast og
framundan er að taka frí, skreppa
heim til íslands og anda aðeins að
sér sjávarloftinu áður en ráðist er
í næsta verk, sem reyndar er óráð-
ið, en sitthvað liggur í loftinu.“
teiknara blaðsins.