Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1989 -i- íii f* María Gísladóttir sem Gísella í samnefndum ballett, en þar dansaði Helgi Tómasson á móti henni. BALLETT María Gísladóttir drottning ársins Gisladottirh£*wUha ■- «ichrfJna<ionoffi'e JS strikm^ co , nassioti ond and icCi °fP . sensidvdy í «=sS5ííg-.: tesgðssgi LorliwlrCSfáve replaced \ fi^Zanddramaas 1 preSfoc^°fbullet ________ - u* two duice through the frand poi csoftballa de dou, Gtsladooú ukes a nsky leap a brt in tbe Buná- stouWe,----------- -« — - •orld of the i ntantic ll wu the early TOs and GisUdooir, ocu siz months into her tenure at tbe Berlii , Ballet, made ber solo debut as one of the I princesscs in "Swan Lake ” It was only two i years afler she’d begun serious ballet train- ing. But her love of ballet began six yean earlier when she surted ballet lessons as a< way into a children's theater troupe. In Reykjavik of the nnd-1960a, bdort ssstf The ö«eeni? into the _ rote you're doing eacb öme Even if other ^..-h people are helping you along. in tbe end it's unoerstudy. Guíadottir appears to be reallyUp to you to produce.’ The bad foot alrcady se ■spanof thepasLB ð^cff just wanteu the ballet bug ui.. At 16. already an. intense ballet training,, a scholanhip to the esta sjV' KONUR Stjómandinn Það er mikil tíska um þess- ar mundir að tíunda þau störf og starfsgreinar sem konur hafa „lagt undir sig“. Það er stutt síðan að konur voru nær ósýnilegar á op- inberum vett- vangi þjóðfé- lagsins — unnu inni á heimil- unum. í gær- eftir Alla Heimi kvöldi SÓtti ég Sveinsson Sinfóníutón- leika í Há- skólabíói, og á sviðinu sat fjöldi kvenna og lék af mikilli list ásamt vænum karlahópi. Mér taldist til að þar sætu 29 konur og 38 karlar. Til að forðast misskilning þá var talning þessi gerð eftir tón- leikana, en ekki á meðan á þeim stóð undir hinni löngu (oggóðu) sinfóníu Bruckners. Þessari staðhæfingu minni verða bestu menn að trúa. Og konur voru í „leiðandi" stöðum eins og það heitir á músíkmáli, t.d. í fyrstu, ann- arri og lágfiðlu. Og þegar ég lít yfir efnisskrána þá er eftir- tektarvert að konur leggja einkum stund á fiðlu- og selló- leik. Þær iðka minna blást- urshljóðfæri og nær ekkert lúðraþyt. Þótti kannski fiðlu- leikur kvenlegri en trompet- leikur? Ég veit ekki, en ákveðin hljóðfæri eru nokkuð kyn- bundin, svo maður noti það orðskrípi. í hljómsveitum eru hörpuleikarar langoftast kon- ur. Af hveiju veit ég ekki. Sennilega er þetta sterk hefð, eins og margt annað. Hljómsveitarstjórinn er nær alltaf karlmaður. Hann er sá eini fyrir utan einleikar- ann sem fremur list sina standandi, og hann hefur lítt takmarkað alræðisvald, líkt og skipstjóri til sjós. Það eru örfáar konur í heiminum sem hafa unnið sér nafn í hljóm- sveitarstjórn, ég held að sú staða verði síðasta karlavígið í tónlistinni. Sumir miklir stjórnendur, eins og Toscanini, þoldu ekki konur í hljómsveitum, og sögðu um það karlabrandara: Ef þær eru laglegar trufla þær spilarana og ef þær eru ófríðar trufla þær mig, er haft eftir hinum marglofaða Toscanini. En Guðmundur Emilsson eða íslenska hljómsveitin fluttu inn afburða duglegan kven- stjórnanda fyrir nokkrum árum, én nafni hennar hef ég gleymt. Svo sá ég pólska stúlku stjórna af röggsemi og snilld í Stokkhólmi nýlega. Lifi kvenstjórnendur. María Gísladóttir hefur undan- farin ár dansað með Rich- mond-ballettinum í Virginíu í Bandaríkjunum og er þar aðalkven- dansari. Hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og í fimm síðna grein- argóðri umfjöllun um feril og frama Maríu í vikublaðinu Style þar vestra er hún kölluð drottning ballettárs- ins. María hefur verið búsett erlendis síðastliðin 18 ár, fyrst við nám en síðan dansað opinberlega bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur á þeim tíma skipað stóran sess í Berlínarballettinum og í Wiesbaden. Eftir að hafa sýnt einu sinni í viku í Evrópu voru það mikil viðbrigði er hún hóf að dansa með Rich- mond-hópnum þar sem sýningar eru settar upp fjórum sinnum á ári. Síðast dansaði hún í Hnetu- bijótnum en áður hafði hún hlotið meiðsli á fæti. Nú er hún að æfa aðalkvenhlutverkið í „Don Quijote" sem frumsýndur verður í apríl. Slegið var á þráðinn til Maríu. „Ég er nokkurn veginn orðin góð í ökklanum, hef farið mjög vel með mig. Nú er ég í góðu formi. En þetta er gífurleg vinna, sex til átta tímar á dag sex daga vikunnar, og sýningar eru of fáar miðað við hvað mikið er æft. Þetta er tiltölulega nýr hópur sem ég starfa með, sext- án eru fastráðnir og við erum 22 í allt. En það er voða gaman að vinna með fólki sem er alltaf að semja eitthvað nýtt.“ — Sígild spuming, áttu þér draumahlutverk? „Það er eitt hlutverk sem mig langar til að dansa, aðalhlutverkið í Rómeu og Júlíu. En það verður eflaust erfitt að koma því við hér í Richmond." María hefur komið heim síðastlið- in sumur, kennt við Þjóðleikhúsið og haldið námskeið. íslenskir ball- ettdansarar munu fá að njóta listar- innar með Maríu Gísladóttur á næstu mánuðum en hún er væntan- leg til landsins í sumar. Guörún Valdimarsdóttir afhenti nýlega kapellu Landspítalans altarisdúk sem hún hafði saumað. UÓSMÓÐURSTARF Hefði aldrei kosið mér annað lífsstarf - segir Guðrún Valdimarsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir, 91 árs að aldri, lærði til ljós- móður árið 1919 og var starfandi ljósmóðir í umdæmum á Vest- fjörðum til ársins 1932 er hún fór ári síðar vegna veikinda á Reykja- hól í Ölfusi, sem þá var hressing- arhæli. Skömmu síðar tók hún til starfa á Pósti og síma í Hvera- gerði og var þar í tíu ár. Eftir það, árið 1944, hóf hún ljósmóður- störf í Reykjavík og nágrenni. Hún starfrækti eigið fæðingar- heimili frá 1947 fram til ársins 1961, fyrst í Barmahlíð 23 og síðar í Stórholti númer 39. Guðrún hefur frá mörgu að segja og er minnug um „bömin sín“. Það gegnir furðu sé tekið tillit til þess að Guðrún hefur tekið á móti rúm- lega tvö þúsund íslenskum börn- um á starfsferli sínum. „Fyrsta umdæmið mitt var í Amarfirði. Launin vom svo lág að ég gat ekki lifað af þeim. Þá mátti ég taka 30 krónur fyrir konu og yfirsetan var oft löng og færðin erfið. Það kostaði sjö krón- ur að taka á móti baminu og eitt árið voru aðeins þrjár fæðingar. Árin 1921-1925 var ég í Hnífsdal og fram til ársins 1932 í Bolung- arvík. Eftir það fór ég suður með son minn“ segir Guðrún sem varð ekkja nokkmm árum áður, eftir að sjórinn tók eíginmann hennar árið 1924. Og tuttugu áram síðar í Reykjavík? „Maður sá margt gleðilegt og líka annað. Það allra ömurlegasta sem ég hef séð var á heimili í Blesugróf. Þar var kona að fæða sitt tólfta bam og ekkert var hreint til skiptanna. Það var í nóvembermánuði og ískalt. Tvær kojur blöstu við þegar inn kom, rúmið var vepalaust, og lá hús- bóndinn í annarri koju á móti. Börnin hlupu um buxnalaus, allt var glansandi af skít og fólkið keðjureykti, nánast fyrir framan konuna. Ég fór heim og sótti glóð- arofn sem ég átti og gúmmípoka til þess að hafa í heitt vatn, og ég var búin að sitja yfir henni lengi þegar átján marka bamið kom í heiminn. Aðstæður á þessu heimili vom hrikalegar og ég til- kynnti það til bamavemdamefnd- ar eins og okkur bar skylda til.“ Það var mikið að gera hjá Guð- rúnu, og kom fyrir að hún hefði átta konur í senn. Hún segist oft hafa verið að drepast úr þreytu, en aldrei hafa sótt um neinn styrk, treyst bara á Guð og lukkuna. Hún var heppin ljósmóðir, aldrei hafði nein af hennar konum veikst af bamsfararsótt og einungis tvö börn höfðu fæðst andvana. í þá daga þegar Guðrún rak fæðingar- heimili sitt áttu sumar konur utan af landi ekki í nein hús að venda og kom fyrír að þær dvöldu hjá henni í allt að mánuð. Ein reykvísk kona skildi dóttur sína nýfædda eftir hjá henni undir því yfirskini að hún kæmi síðar að sækja hana. Svo varð ekki og ól Guðrún stúlk- una upp sem eigin dóttur. Einstaka feður óskuðu þess að vera viðstaddir fæðingu en hafði Kristín Ólafsdóttir heitin, læknir, sem kom að deyfa konumar jafn- an verið á móti því, eins og lenska var í þá daga. Á starfsferli Guð- rúnar var einn faðir hjá konu sinni við fæðingu, Guðmundur Ás- mundarson heitinn, biskupssonur. Annar maður bar konu sína sjálf- ur inn á fæðingarstofu til Guðr- únar og hafði sannarlega ætlað að vera viðstaddur. En hvernig fór? „Þetta var einstaklega gleði- legt. Þau höfðu komið akandi í ofboði úr Mosfellssveit og vora með tveggja ára bam í bflnum hjá sér. Maðurinn afhenti mér konuna, ég skipti um á fæðingarr- úminu meðan hann fór að vifja um drenginn litla í bílnum. En á meðan fæddist bamið, í annarri hríð. Ég hafði ekki einu sinni haft tíma til að sótthreinsa mig. Þegar faðirinn gekk inn ganginn til baka heyrði hann bamsgrát og sagði að hann hefði hugsað sem svo: „Getur það verið að mitt bam sé farið að gráta?“ Og það var. Þetta var ein af ánægjule- gustu nóttum sem ég hef upplifað þó að ég væri yfir mig þreytt. Nei, ég hefði aldrei kosið mér annað lífsstarf." Nýlega færði Guðrún kapellu Landspítalans altarisdúk að gjöf sem hún sjálf hefur saumað en handverk hennar má sjá á altari fleiri kirkna. Guðrún saumar einn- ig íslenska búninga á brúður og getur að líta hjá henni brúður klæddar í kyrtla, upphluti og möttla, listilega vel gerða. Hún saumar gjaman úr afgöngum, engu hefur hún tímt að kasta, en hún segir þennan saumaskap vera svolítið pillirí. Þegar Guðrún afhenti Lands- pítalanum dúkinn fór hún í skoð- unarferð um fæðingardeildina og meðal annars inn á vökudeild. „Mér varð hugsað til þess sem við bjuggum við hér áður. Ég sá þama eitt svo lítið bam, aðeins flórar merkur. Aldrei tók ég á móti svo aumu barni. Aðstaðan og tæknin nú til þess að halda lífi eru miklum mun betri. Það er Guðsþakkar vert,“ segir hún að lokum og getur hver maður tekið heilshugar undir þau orð Guðrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.