Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1989
17
litmyndir að þetta hefði verið raun-
verulegt og ég hefði ekki verið sett-
ur í eitthvert annarlegt ástand á
meðan á aðgerðinni stóð,“ sagði
Guðmundur. Að sögn hans bijóta
sálrænar skurðlækningar í bága við
venjuleg læknavísindi í sex atriðum:
Holdið er ekki opnað með áhöldum
heldur vísifingri; engin hætta er á
sýkingu og ekki þarf að sótthreinsa
sárið; sjúklingurinn finnur ekki
sársauka; það er sáralítil eða engin
blæðing; holdið lokast aftur þegar
höndin er fjarlægð og ekkert ör
sést eftir aðgerðina. Á meðan á
aðgerðinni stendur tóna aðstoðar-
menn yfir sjúklingnum svipað og í
kirkju og telur Guðmundur sönginn
vera á tíðnisviði sem opnar svokall-
aðar „andlegar dyr“ í heilanum.
Verðið? Fijáls framlög, yfirleitt um
50 dollarar, eða um 2.500 íslenskar
krónur á núvirði.
Skurðlæknir með
ryðgaðan borðhníf
Guðmundur Einarsson átti
stærsta þáttinn í að kynna sálrænar
skurðlækningar á sínum tíma.
Hann sýndi myndir af filippseysku
andalæknunum á fundum í Sálar-
rannsóknarfélaginu árin 1972 og
’75. Enn fyrr, árið 1970, sá Guð-
mundur kvikmynd af brasilíska
skurðlækninum Arigo, sem notaði
gamlan borðhníf við sínar aðgerðir
og gat annað allt að 200 sjúklingum
á dag. Um hann var skrifuð bók
og hlaut hún titilinn „Skurðlæknir-
inn með ryðgaða hnífinn“. Þessi
kynning skapaði áhuga á málinu
hér á landi og nokkur hópur áhug-
asamra manna hafði síðan samband
við Guðna Þórðarson í Sunnu og
bað hann um að skipuleggja ferð
til Filippseyja. Þangað fóru síðan
þrettán manns til að leita sér lækn-
inga - meðal annars við krabba-
meini, hjartasjúkdómum og blindu
- og sjö ættingjar þeirra, sem fóru
í skoðun og þáðu hjálp. Að sögn
eins þeirra sem fóru beið flugvél
eftir hópnum í Maníla þegar hann
kom, en hún var afþökkuð og fólk-
ið fór með rútu til Baguio City dag-
inn eftir eins og ráðgert var. Flug-
vélin var hins vegar send af læknun-
um í Baguio til þess að fólkið lenti
ekki í klónum á loddurum í Maníla,
sem höfðu sprottið upp eftir að
Tony Agpoa öðlaðist frægð.
íslendingarnir komu heim í mars-
byijun eftir um tíu daga dvöl á
Filippseyjum. Síðar í mánuðinum
var sýnd í sjónvarpinu bresk heim-
ildamynd um filippseyska anda-
Iækna, sem vakti gífurlega athygli
og umræður, sérstaklega þar sem
það fréttist þá að íslendingar voru
nýkomnir þaðan. Baldur Bijánsson,
töframaður, sagðist telja að hann
gæti framkvæmt slíka uppskurði
eftir að hann hafði horft á myndina
og var tekinn á orðinu. „Ég fór og
keypti nýra í Hverfiskjötbúðinni og
menn þar vissu nákvæmlega til
hvers átti að nota það,“ sagði Bald-
ur. Hann „skar síðan upp“ í sjón-
varpssal laugardaginn 8. apríl 1978
og „fjarlægði" þá meðal annars egg
úr „sjúklingi“ sínum. Baldur sagðist
strax hafa kannast við ákveðnar
handahreyfingar sem töframenn
um allan heim notuðu, en hann vildi
alls ekki útiloka að menn gætu
fengið lækningu með þessu móti,
því „trúin flytti ijöll". Ekki voru
fleiri skipulagðar ferðir til Filipps-
eyja farnar og segir einn þeirra sem
fóru að ástæðan hafi verið neikvæð
umfjöllun í fjölmiðlum. Hópurinn
hittist af og til í um fjögur ár eftir
ferðina, en tvístraðist síðan.
Hvaða skýringar gefa menn á
þessum lækningum? Guðmundur
Einarsson segir að þær séu óútskýr-
anlegar út frá vísindalegu sjónar-
miði. Hann hafi kynnst frönskum
lækni á Filippseyjum, en hún hefði
ásamt tíu læknum öðrum rannsak-
að aðgerðimar og sjúklingana og
komist að því að þetta væri raun-
vemlegt en óútskýranlegt. Hún var
að vinna að bók um filippseysku
læknana, en sagðist verða að skrifa
hana undir skírnarnafni sínu en
ekki giftingarnafni til þess að hún
sætti ekki fordómum innan lækna-
stéttarinnar í Frakklandi. Guð-
mundur sagði að bandarískur eðlis-
fræðingur hefði komið fram með
þá tilgátu að fmmur líkamans yrðu
segulskautaðar með jákvæðri
hleðslu og ýttust því hver frá ann-
ari á meðan á aðgerðinni stæði án
þess að holdið rifnaði og féllu síðan
saman á ný með umskautun. Það
væri þó ekki hægt að skilja þetta
að fullu þar sem þessi breyting
gerðist í orkulíkamanum á öðm
eðlisfræðilegu sviði en í okkar
þrívídd.
„Ótvíræðar blekkingar
ogprettir“
Aðrir telja að aðeins sé um að
ræða loddarahátt og sjónhverfing-
ar. Erlendur Haraldsson, sálfræð-
ingur og dósent við Háskóla ís-
lands, segist hafa hitt tvo erlenda
fræðimenn sem kynntu sér filipp-
seysku andalæknana á áttunda ára-
tugnum; annarsvegar prófessor
Bender við háskólann í Freiburg í
Þýskalandi og hins vegar prófessor
Stevenson við Virginíu-háskóla í
Bandaríkjunum. Þeir teldu sig hafa
orðið vara við ótvíræðar blekkingar
og pretti. Meðal annars hefðu vefir
sem vom „fjarlægðir" úr sjúklingi
í raun og vem verið úr dýri og
gallsteinn eða nýrnasteinn hefði
verið gijót annarar gerðar.
Hartmann Bragason, einn af að-
standendum Þrídrangs, sem stóð
fyrir hingaðkomu Paulu Horan,
segir að þessar skurðlækningar séu
nokkuð umdeildar og að vissu leyti
eigi sjónhverfingar sér stað. Lækn-
ingarnar sjálfar fari fram á andlegu
sviði. Paula sjálf tekur í svipaðan
streng og segir að hinir sýnilegu
atburðir hjálpi til við að sannfæra
sjúklinginn um lækninguna þó að
hún tali einnig um „yfirnáttúm-
lega“ atburði í sambandi við aðgerð-
imar. Hún segir að við Vestur-
landabúar séum vanir því að „eitt-
hvað sé gert“ og eigum bágt með
að trúa á andlegar lækningar án
þess að sjá neitt með eigin augum.
Hún nefnir að í tilfelli filippseysku
sálskurðlæknanna fari það að
nokkm leyti eftir trú manna hvaða
hlutir séu teknir út úr líkamanum
- eða réttara sagt, fái á sig efnis-
mynd þegar þeir em teknir út úr
hinum ósýnilega „sállíkama". í til-
felli innfæddra hafi verið „fjarlægð"
glerbrot og kókoshnetuskeljabrot,
en slíkir hlutir em tengdir við
galdra, sem Filippseyingar telja
orsaka sjúkdóma. Vesturlanda-
menn tengja sjúkdóma við sjúk
líffæri og því verða meinsemdirnar
í sállíkamanum holdteknar sem
líffæri og vefjabútar, sem hægt er
að sýna sjúklingnum og auka þar
með lækningaráhrifin.
Læknar trúin ein?
Guðmundur Einarsson segir hin-
ar sálrænu skurðlækningar hafa
gert sér gott og hann telur að um
þriðjungur hópsins sem fór til
Filippseyja 1978 hafi fengið vem-
lega bót meina sinna, annar þriðj-
ungur að hluta og þriðjungurinn
enga. Margir kannast vafalaust við
sögur af fólki sem hefur fengið bót
af „hefðbundnum“ huglækningum.
Sú spurning vaknar hvort það sem
um er að ræða sé einfaldlega það
að jákvætt viðhorf sjúklingsins hafí
áhrif á batann. Einn Filippseyjafa-
ranna sagði aðspurð um þetta að
það væri annað og meira sem þarna
hefði gerst, fólk hefði trúað mjög
mismikið á þessar aðgerðir og það
hefði ekki farið eftir því hveijir
hefðu fengið bata og hveijir ekki.
Það virtist heldur ekki hafa skipt
máli hve alvarlega fólk hefði verið
veikt; sumir þeir veikustu hefðu
fengið bata.
Olafur Ólafsson, landlæknir, seg-
ir að ekki sé nokkur vafi á því að
jákvæð viðhorf og gott andlegt
ástand hafi áhrif á bata sjúkiinga
og heilsu manna. Hann segir að þó
að heilsufar íslendinga hafi farið
batnandi á síðastliðnum 30-40 ámm
hafí kvörtunum vegna svonefndra
„psychosomatískra" eða sállíkam-
legra (orðabækur gefa upp orðið
,,geðvefrænn“) sjúkdóma aukist
mikið. Þeir lýsa sér meðal annars
í höfuðverkjum, magaverkjum,
vöðvagigt, svefnleysi og öðram
streitueinkennum. Ef fólk trúi á
lækninguna sé það alltaf til bóta.
Ólafur segist hins vegar ekki
geta mælt með því að aðgerðir á
borð við þær sem gerðar vom á
íslendingum á Filippseyjum, verði
borgaðar úr vasa skattborgaranna.
Til hans hafi komið menn og lagt
hart að honum að yfirvöld kostuðu
för andalæknis frá Filippseyjum,
en hann hafi neitað því þar sem
hann teldi það fásinnu, fyrir utan
að vera ólöglegt. Hins vegar væri
fólki eðlilega fijálst að fara erlend-
is til að leita sér þeirrar lækningar
sem það óskaði. í sambandi við ferð
Islendinganna til Filippseyja hefðu
fjórir einstaklingar leitað til sín og
beðið um aðstoð vegna þess að að-
standendur sínir hefðu farið með
allt sitt sparifé í Filippseyjaferðina.
Sálrænt nudd og
endurholdgun
Laura Horan segir að þar sem
margir sjúkdómar séu fyrst og
fremst andlegs eðlis sé skynsamlegt
að leita huglækninga fyrst áður en
lagt sé í ferð tii Filippseyja eða
Brasilíu. Sjálf kennir hún tibeska
speki, eða „heilunaraðferð" sem
nefnist reiki og á að „auka bylgjut-
íðni líkamans". Hún stundar einnig-
„sálrænt nudd“ og athugar einnig
tilfinningahnúta fólks af fyrri til-
vistarskeiðum. Hvað það atriði
varðar segir Laura að í raun og
vem skipti ekki máli hvort fólk trúi
á endurholdgun. í ákveðnu ástandi
fari fólk að tjá sig um „fyrri líf“;
hvort sem það sé nú vegna þess
að fólk hafi lifað áður eða að undir-
meðvitund fólks búi til einhverskon-
ar sögulegt leikrit úr tilfinninga-
legri reynslu. Það sé staðreynd að
fólk losi um tilfinningahnúta og
líðan fólks batni með þessari með-
ferð.
Laura er þá spurð hvort það geti
verið að sálrænir skurðlæknar,
„reiki-meistarar“ og aðrir slíkir séu
einfaldlega fólk sem er vel að sér
í nútíma sálvísindum og félagsráð-
gjöf og klæði þessa vitneskju í bún-
ing alls kyns dularfullrar og hálf-
trúarlegrar speki - svipað og
stjörnuspekingar fornaldar gátu
reiknað út gang himintunglanna og
út frá þeim vísindum hlerað það
hjá guðunum hvenær þeir hyggðust
myrkva tunglið eða sólina. Hún
svarar þessu þannig að efahyggja
sé af hinu góða, því vissulega séu
loddarar inni á milli. Hún hvetji
fólk til að reyna mismunandi að-
ferðir til að lækna og bæta sjálft
sig og finna þannig hvað hentar.
Hún segist gefa útskýringar til þess
að „metta heilann", til að fá rök-
hugsunina til að trúa því sem eðl-
isávísunin segir manni að sé satt
og rétt. Hún tekur það fram að hún
og hennar speki séu alls ekki á
móti vísindum og rökhugsun, sem
hafí stuðlað að stórkostlegum fram-
fömm, heldur hefðum við einfald-
lega vanrækt eðlisávísun okkar.
Þúsundir íslendinga
segja huglækningar
heilsubætandi
Þó að það séu ekki margir íslend-
ingar sem hafa farið til Ijarlægra
landa i uppskurði hjá andalæknum
em þeir fjölmargir sem hafa leitað
sér einhvers konar huglækninga. í
könnun sem Erlendur Haraldsson
gerði árið 1975 kom í ljós að 41%
af 900 manna úrtaki sem náði til
aldurshópsins 30-70 ára höfðu leit-
að til huglæknis fýrir sig eða aðra.
Það sem vekur kannski enn meiri
athygli er að 91% af þeim sem leit-
uðu til huglæknis töldu sig hafa
haft gagn af því. Það er ljóst af
þessu að þúsundir íslendinga telja
sig eiga bætta heilsu huglækning-
um að þakka.
Erlendur sagði aðspurður að
hann teldi að minna væri um hug-
lækningar nú, meðal annars vegna
þess að margir þekktir lækninga-
miðlar, svo sem Einar á Einarsstöð-
um, væm fallnir frá. Sálarrann-
sóknafélagið hefur innlenda og er-
lenda lækningamiðla á sínum snær-
um, að sögn Guðmundar Einarsson-
ar. Annar félagsskapur sem sinnt
hefur þesskonar málum er
Þrídrangur, sem stóð fýrir hingað-
komu Paulu Horan. Hartmann
Bragason segir að nú séu um 500
manns virkir í Þrídrangi, en alls
hafi um 5000 manns sótt námskeið
á vegum félagsins. Félagið hefur
meðal annars staðið fyrir jóga, eld-
göngum, kristallalækningum og
hóphuglækningu undir Snæfell-
sjökli, sem Leifur Leópoldsson, 23
ára, stýrði eftir að hafa gengið einn
yfir hálendi íslands á 36 dögum.
Trú íslendinga á lækningaað-
ferðir utan viðurkenndra vísinda er
greinilega ekki dauð úr öllum æðum
og þó að deilt sé um ágæti aðgerða
á borð við sálrænar skurðlækningar
hafa fáir horn í síðu slíkrar trúar.
Lokaorðin á Ólafur Ólafsson, land-
læknir, í viðtali sem birtist við hann
í Morgunblaðinu fyrir nær ellefu
ámm vegna Filippseyjafaranna:
„Maður er aldrei veikari en honum
finnst hann vera. Því er það að
fólk með líkamleg óþægindi, sem
stafa af geðrænum orsökum er
auðvitað veikt, en fái það góða
uppörvun og trúi á það, þá er ég
viss um að það kemur þaðan hress-
ara. Er enginn vafi á þvi að slíkt
fólk getur fengið lækningu."
. Yfir 20 íslendingar hafa farið í aðgerð á Filippseyjum
. Hugmyndir uppi um ferð til „skurðlækna" í Brasilíu
. Landlæknir: sjúkdómar af sálrænum orsökum hafa
færst mjög í aukana
. Um 40% íslendinga hafa leitað huglækninga
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Laura Horan, sem hér sést halda fyrirlestur í Odda, hefur kennt íslendingum hina tíbesku speki Reiki og
skyld fræði undanfamar tvær helgar. Hún segist hafa læknað sjálfa sig af krabbameini og flogaveiki og hún
hefur kynnt sér starf huglækna í Kaliforníu, Brasilíu og víðar. Hún segist vera reiðubúin að leiða hóp íslendinga
til brasilískra skurðlækna, reynist vera áhugi fyrir slíku, hugsanlega í október næstkomandi, þegar hún kemur
aftur til íslands.