Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811. PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1989
VERÐ I LAUSASOLU 70 KR.
ÍSLENZKA handknattleikslandsliðið æfði í gærmorgun í Bercy- íþrótta-
höllinni í París. í þeirri höll fer úrslitaleikur íslands og Póllands í
B-heimsmeistarakeppninni fram í dag. Það var létt yfír landsliðsmönn-
unum þegar þeir stilltu sér upp fyrir myndatöku að lokinni æfíngunni
í gærmorgun. Gffurlegur áhugi er á leiknum hér á landi og má búast
Strákarnir klárir íslaginn
Símamynd/Skapti Hallgrímsson
við því að flestallir Islendingar setjist fyrir framan sjónvarpstækin
klukkan 13 í dag þegar útsending hefst frá París. Mörg hundruð íslend-
ingar verða á leiknum og munu þeir hvetja okkar menn kröftuglega
ef að líkum lætur.
Sjá nánar um úrslitaleikinn og Svipmynd á bls. 6.
Ríkið eignast flugvél Amarflugs og lætur kyrrsetja hana:
Ríkissjóður óttast að vél-
in verði kyrrsett erlendis
400 milljóna króna tilboð hefur borist
FLUGVÉL Arnarflugs, sem átti
að fljúga til Amsterdam og
Zilrich í gærmorgun, var kyrr-
sett á Keflavikurflugvelli sam-
kvæmt ósk Qármálaráðuneytis-
ins. íslenska ríkið keypti vélina
fyrir Qórum dögum og er hún
að sögn Ólafs Ragnars Grímsson-
ar Qármálaráðherra ein megin
tryggingin fyrir þeim flármun-
um, sem ríldssjóður hefur lagt
fram vegna Amarflugs undan-
farnar vikur.
Islenska ríkinu barst kauptilboð í
vélina strax á fyrsta sólarhring
frá erlendum aðila sem býður 8
milljónir dollara í vélina eða rúm-
lega 400 milljónir íslenskra króna.
Farþegar biðu í flughöfhinni fram
undir hádegi í gær en var þá ekið
til Reykjavíkur og sagt að hafa
samband við félagið um kl. 19.
Að sögn fjármálaráðherra keypti
^íslenska ríkið vélina vegna þess að
Amarflug hefur ekki borgað af
þeim lánum, sem tekin voru með
ríkisábyrgð fyrir vélinni. Þær af-
borganir hefur íslenska ríkið greitt.
„Síðan kom að þeirri stundu fyrir
fjórum sólarhringum að greiðslur
og kaupleigusamningur fóru saman
með þeim hætti að íslenska ríkið
-eignaðist vélina ,“ sagði Ólafur.
A föstudag óskaði Amarflug eft-
ir að taka vélina á leigu af ríkinu
en vegna skulda félagsins við er-
lenda aðila, þar á meðal um 30
millj. til Eurocontrol, sem er sam-
starfsfyrirtæki flugfélaga víða um
heim, var Hjörtur Torfason hrl.
fenginn til að kanna, sem rétt
reyndist, hvort Eurocontrol hefði
lagalegan rétt til að kyrrsetja vélina
færi hún úr landi og halda henni í
55 daga og selja síðan ef skuldin
yrði ekki greidd. Skuld sem íslenska
ríkið yrði að greiða til viðbótar við
aðrar greiðslur vegna Amarflugs.
„Við getum ekki átt það á hættu
að þessi eina flugferð kosti okkur
30 milljónir," sagði Ólafur. „Þá
óskuðu Amarflugsmenn eftir að
setja veð eða tryggingar sem yrðu
þá bæði fyrir vélinni og skuldinni
við Eurocontrol. Hef ég falið Sigur-
geiri Jónssyni, ráðuneytisstjóra
flármálaráðuneytisins, að meta þau
veð sem eigendur Amarflugs gætu
komið með til að taka vélina á leigu.
Þeir hafa því miður ekki enn á þess-
ari stundu getað tryggt að vélin
komi aftur til landsins fái þeir að
fljúga henni úr landinu."
Undanfama daga hefur ríkissjóðr
ur greitt gjöld til Eurocontrol frá
degi tii dags til að halda félaginu
gangandi en eftir að þess var kraf-
ist að fyrri skuldir yrðu greiddar
ella yrði vélin kyrrsett var ekki tal-
ið rétt að lána Amarflugi vélina í
einn til tvo sólarhringa eins og þeir
fóm fram á nema gegn öruggri
tryggingu.
_ Rétt er að taka fram að hin vél
Amarflugs er ekki í eigu ríkisins.
Hún fór til Parísar í gærmorgun
með handknattleiksáhugamenn.
Viðræður um framtíð Amarflugs
áttu að hefjast aftur síðdegis í
gær, en Flugleiðir slitu þeim á
föstudagskvöld.
100 hjálpar-
sveitamenn
í Nýjadal
UM 100 menn úr 11 hjálparsveit-
um skáta víðs vegar af landinu
eru á æfingu í Nýjadal nú um
helgina. Dalurinn liggur milli
Hofsjökuls og Vatnajökuls, sunn-
an Tungnafellsjökuls og vestan
Vonarskarðs.
Akureyringar sjá um æfínguna
og að sögn Gunnars Gíslasonar
sveitarforingja gekk vel og æfíng
var að hefjast þegar Morgunblaðið
hafði samband við hann rétt fyrir
hádegi í gær. Æfingin hafði tafíst
um rúman sólarhring við að tengi-
vagn, sem flutti snjóbfla norðan-
manna upp í Bárðardal, valt á leið
þangað.
Ofeerð og snjóflóðahætta:
Blindbylur á
norðanverðu
landinu
HVASST norðanveður með snjó-
komu og skafrenningi gengur
nú yfir landið og er spáð lítið
breyttu veðri fram á þriðjudag.
Vegir á norðanverðu landinu eru
ill- eða ófærir og sums staðar fer
snjóflóðahætta vaxandi vegna
bleytuhríðar.
Snjókoma var norðanlands, sum
s
1 staðar bleytuhríð, um hádegi í
gær. Svipað veður var á Vestfjörð-
um allt suður í Borgarfjörð og á
norðanverðum Austfjörðum. í Si-
glufírði var vaxandi snjóflóðahætta
og að sögn Guðmundar Halldórs-
sonar veðurfræðings fer snjóflóða-
hættan vaxandi þar sem mest
hríðar og bloti er í hríðinni.
Ófært var orðið víða á landinu í
gær. Vegir vestur og norður frá
Borgamesi voru orðnir ófærir,
sömuleiðis á Vestfjörðum og norður
Strandir. Fært var jeppum og stór-
um bflum um Húnavatnssýslur, um
Vatnsskarð og Öxnadalsheiði, en
mjög blint vegna byls. Vegir verða
ruddir á þriðrjudag ef veður leyfír.
Innanlandsflug Flugleiða lá að
mestu niðri.
Dró sér 312 þúsund
kr. með tölvusvikum
Fyrsta dæmihér á landi um tölvusvik
STARFSMAÐUR Reiknistofu bankanna hefur orðið uppvís að því
að draga sér 312 þúsund krónur. Féð milliiærði hann af reikning-
um, sem ekki höfðu hreyfst lengi, og færði með aðstoð tölvu yfir
á sinn reikning. Mál þetta mun vera fyrsta dæmi hérlendis um
tilraun til tölvusvika, sem allnokkuð hefur borið á víða erlendis.
Maðurinn dró sér fé.af reikn-
ingum í tveimur útibúum
sama banka og færði inn á eigin
reikning þar. Hann millifærði ein-
ungis af reikningum sem ekki
höfðu hreyfst lengi og upphæðim-
ar af hveijum reikningi voru allt
frá 30 aurum upp í fá þúsund.
Þessar millifærslur voru allar
gerðar sama dag, þ.e. maðurinn
stundaði þessi svik ekki í lengri
tíma. Alls tókst honum með þess-
um hætti að ná til sín 312 þúsund
krónum. Fljótlega eftir svikin upp-
götvuðust þau, þegar niðurstöðu-
tölur Reiknistofunnar voru bomar
saman. Rannsóknarlögregla ríkis-
ins fékk málið til meðferðar, en
maðurinn játaði brot sitt strax og
hefur endurgreitt það fé sem hann
dró sér.
Þórður B. Sigurðsson, forstjóri
Reiknistofu bankanna, sagði að
það væri ljóst að þama hefðu
verið framkvæmd fjársvik og þar
með væri óhjákvæmilegt að
starfsmaðurinn hætti störfum og
málið kæmi til kasta lögreglu.
„Það er því miður ekki hægt að
taka tillit til þess hvort brotið er
lítið eða stórt, hér er um gmnd-
vallaratriði að ræða. Það hefur
enginn skaðast vegna þessa máls
og reikningar hafa verið eða verða
leiðréttir. Þetta er það fyrsta sem
ég heyri af svona tölvusvikum hér
á landi, en þar sem bókhald og
eftirlit er í lagi þá kemst þetta
ávallt upp. Ég vona að þetta mál
verði öðmm víti til vamaðar,“
sagði Þórður.
Aukin þægindi
ofar skýjum
FLUGLEIÐIR