Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 6
6 FRÉmR/INNLENT
!8gi flAimffTí as HUOAamfltue •mm/.ih/uqhom
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1989
Jón Hjaltalín
Magnússon
Fæddur: 2. apríl 1948.
Menntun: Rafeindaverkfræð-
ingur
Starf: Rekur eigið fyrirtæki
- JHM almenn tækniþjón-
usta.
Heimilishagir: Kvæntur
Sonju Guðmundsdóttur og
eiga þau þrjú böm; Magnús
Hjaltalín 15 ára, Ólaf Öm
14 ára og Svövu Björk 10
ára. Auk þess á Jón eina
dóttur, Guðlaugu, 20 ára.
Félagslið: Víkingur, Lugi,
Malmo FF, ÍA.
Landsleikir: 54 og 155
mörk.
Eiginkonur landsliðsmanna íslands fara til Parísar til að sjá úrslita-
leikinn. Hér á myndinni eru nokkrar þeirra ásamt börnum.
„Pólverjar erfiðir“
Guðmundur Guðmundsson skoraði sigurmark gegn Pólveijum í úrslita-
leik KEA-mótsions á Akureyri i hittifyrra - sveif inn úr hominu á
siðustu sek. leiksins og skaut milli nærstangarinnar og varkvarðarins.
Frábært mark sem lengi verður í minnum haft.
Urslitaleikur íslands og Póllands
í dag verður fyrsti „alvöruleik-
ur“ þjóðanna siðan á Akureyri, ef
svo má segja. „Pólveijar hafa náð
mjög góðum árangri hér í Frakkl-
andi. Eg hef ekki séð þá leika, þann-
ig að það er erfítt að segja mikið
um þá,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson í stuttu spjalli við Morgvn-
blaðið.
„Ég veit að Pólverjar hafa að skipa
mjög jöfnu og sterku liði. Þeir eru
með góða homamenn - sá örvhenti
Plechoc er geysilega erfíður. Þá eru
þeir með snjallan linumann og góða-
ar skyttur".
Guðmundur sagði að það hafí ekki
nein sérstök áhrif á leikmenn
íslenska liðsins - að leika úrslitaleik.
„Við höfum lengi leikið saman og
því komnir með mikla reynslu. Við
reynum að halda okkar striki - sem
við höfum náð hér i Frakklandi. Leik-
urinn verður erfíður. Pólveijar leika
öðruvisi handknattleik en við eigum
að venjast. Það má aldrei líta af
þeim. Einbeitingin verður að vera
100% hjá okkur allan ttmann," sagði
Guðmundur.
Otrúleg orka og
sprengikraftur
í Miðbæjarskólanum var hann stór, sterkur og skotfastur, en
að öðru leyti bar lítið á honum að sögn eins bekkjarbróðurins. í
MR var hann íþróttafrömuður, en frekar lokaður og lítt málgefinn;
„hann fór gjarnan í gönguferðir í löngu frímínútunum með
sessunaut sínum, Einari Magnússyni, og þar var lítið sagt,“ sagði
skólafélagi. Hann hefur ótrúlega starfsorku og sprengikraft, er
sem, jarðýta" að margra sögn, hefiir lyft íslenskum handknattleik
á efsta stall innan lands sem utan, fengið þjóðina með sér og
öruggt má tejja að hún fylgist grannt með úrslitaleik Islands og
Póllands í B-keppninni, sem fram fer í París í Frakklandi í dag.
Sigur og tap
gegn Póllandi
í Frakklandi
Átta ár eru síðan íslendingar
léku gegn Pólveijum í stórmóti
í handknattleik. Sá leikur fór
fram í Frakklandi 27. febrúar
1981 og mátti fslenska landsliðið
þá þola stórt tap, 16:25, í Dyon
i B-keppninni. Aðeins einn leik-
maður islenska liðsins, sem leik-
ur nú gegn Pólveijum í París, lék
þann leik. Einar Þorvarðarson,
markvörður.
Islendingar léku fyrst gegn Pól-
veijum í undankeppni HM 1966.
Pólveijar töpuðu stórt í Gdansk,
12:27, en unnu í Reykjavík, 23:21,
í æsispennandi leik. Guðjón Jóns-
son, Fram, skoraði þá tvö síðustu
mörk íslenska liðsins - með gólf-
skotum, sem hann var frægur fyrir.
ísland vann Pólland, 21:18, í
heimsmeistarakeppninni í Frakk-
landi 1970 og síðan 21:19 í undan-
keppni Ólympíuleikana á Spáni
1972. Pólveijar unnu svo aftur á
móti á Ólympíuleikunum í Munchen
1972, 17:20. Þess má geta til gam-
ans að Bogdan, landsl.iðsþjálfari, lék
þá í marki Pólveija.
/
Alfreðí
v-þýska
sjónvarpinu
Alfreð Gíslason fór í viðtal við v-þýska sjón-
varpið í gærmorgun. Hann var spurður út
í slakan árangur Vestur-Þjóðveija, og svar-
aði því til að, undirbúningurinn hafí verið
rangur að sínu mati. Liðið bjó saman á
hóteli í sex vikur fyrir keppnina og æfði
af krafti. Leikmenn fengu aðeins þriggja
daga frí til að fara heim til sín eftir þijár
vikur - komu síðan og voru saman aðrar
þrjár vikur áður en keppnin hófst. Þetta
taldi Alfreð ranga aðferð.
Jón Hjaltalín Magnússon hefur
verið formaður Handknatt-
leikssambands íslands í tæplega
fímm ár. Á þessum tíma hefur
hann lyft „Grettistaki í boltan-
um“, eins og margir viðmælendur
orðuðu það, gert handknattleikinn
að eftirsóknarverðri söluvöru.
Hann er gífurlega metnaðarfullur
fyrir hönd handknattleiksins og
„hefur óskaplegan metnað fyrir
hönd íslendinga, er mikill þjóðem-
issinni,“ sagði Steinar J. Lúðvíks-
son, varaformaður HSÍ.
Árangurinn talar sínu máli, en
ekki eru allir á eitt sáttir með
starfsaðferðir formannsins. Sumir
segja að illmögulegt sé að starfa
með honum, því yfirgangurinn og
„íslendingar leika
besta handknattleikinn6 4
SVIPMYND
Margir „handknattleikssér-
fræðingar í Frakklandi hafa
hælt íslenska landsliðinu í há-
stert. Simon Schoebel, fyrrum
landsliðsþjálfari Vestur-Þjóð-
veija, sagði að íslendingar
lékju best allra liða í keppn-
inni. „Leikur liðsins er stórkost-
leg auglýsing fyrir íþróttina.
Leikmenn liðsins leika ekki
fast, eins og til dæmis Vestur-
Þjóðveijar, heldur leggja
áherslu á léttleikandi og áferð-
arfallegan handknattleik."
Pompidou-lista-
safinið skoðað
íslensku landsliðsmennimir fóm í
Berey-höllina í gær og horfðu á
leik Rúmena og Spánveija um
þriðja sætið. Eftir leikinn fóm leik-
mennimir í skoðunarferð um París
- þar sem m.a. átti að koma við í
hinu glæsilega Pompidou-listasafni.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
frekjan séu svo mikil að hann
bijóti menn og félög af sér og
hreinlega skilji eftir — jafnvel í
sámm, sem ekki grói. Að þeirra
mati er helsti veikleiki Jóns að
hann sé einfari og vanti sam-
starfshæfileika. „Hann gleymir
manneskjunni," sagði einn,
„sprengikrafturinn hleypir oft illu
blóði í marga,“ sagði annar, „hann
skýtur yfir markið á stundum,"
sagði sá þriðji, „hann er eintiján-
ingur," sagði sá ijórði.
Allir em 'sammála um að Jón
sé maður framkvæmdanna, en
margir benda á að hann hafi haft
duglegt fólk með sér, sem minna
hafi borið á. „Ég hef aldrei fund-
ið fyrir frekju hjá Jóni,“ sagði
Matthías Á. Mathiesen, fyrrver-
andi ráðherra og formaður nefnd-
ar HSÍ, sem vann að því að _fá
Heimsmeistarakeppnina til ís-
lands 1995. „Jón treystir á sjálfan
sig, er opinn fyrir nýjungum og
fær oft djarfar hugmyndir."
„Jóni má að mörgu leyti líkja
við Davíð Oddsson, borgarstjóra.
Hann ræður því sem hann vill,
sem getur verið erfitt að kyngja
þar sem lýðræði ríkir, en þannig
verður það að vera þegar stórt
er hugsað og framkvæmt sam- s.
kvæmt því. Jón er svo stórhuga
forystumaður að enginn kemst
með tæmar þar sem hann hefur
hælana,“ sagði Gunnar Þór Jóns-
son, yfírlæknir slysadeildar Borg-
arspítalans og formaður landsliðs-
neftidar HSÍ.
„Hann kemur öllu í gegn, sem
hann vill,“ sagði Ingvar Viktors:
son, sem kom inn í stjórn HSÍ
með Jóni. Til marks um það sagði
hann frá því er íslenska landsliðið
skipað leikmönnum tuttugu og
eins árs og yngri var á leið á HM
á Ítalíu í desember 1986. Á sama
tíma hafði verið samið um lands-
leiki hér heima við tvær þjóðir og
leit illa út með að ná saman góðu
landsliði í þá leiki vegna þátt-
tökunnar á Ítalíu. Stjómarmönn-
um þótti illt í efni, en Jón var
"ekki af baki dottinn. „Ætli sé
ekki hægt að fá þessari heims-
meistarakeppni frestað."
Valdimar
Grímsson hefur
staðið sig mjög vel
í B-keppninni í
Frakklandi og skor-
að mörg falleg mörk
úr homi.
■ BOGDAN, landsliðsþjálf-
ari ísiands, sagði fyrir B-keppn-
ina í Frakklandi, að ekkert lið
fari í gegnum keppnina tap-
laust. Vonandi rætist þessi spá
Bogdans í París. Það er nefni-
lega svo að Pólveijar eru þeir
einu sem ekki hafa tapað leik í
B-keppninni - til þessa.
■ SKÓLAKRAKKARNIR
sem studdu íslenska landsliðið
í C-riðlinum í Cherbourg em
komnir til Parísar til að hvetja
liðið í úrslitaleiknum. „íslenski“
hópurinn sigraði í keppni stuðn-
ingsmanna í Cherbourg, og
hlaut þessa ferð að launum.
■ ÞORGILS Óttar Mathie-
aen, fyrirliði FH og landsliðsins,
reiknar með því að leggja skóna
á hilluna eftir þetta keppn-
istímabil - a.m.k. „landsliðs-
skóna.“ Hann segist jafnvel
spenntur fyrir því að taka að
sér þjálfun. Þorgíls óttar verð-
ur 27 ára á þessu ári.
■ ÖLL liðin sem keppa um
1. - 12. sæti í B-keppninni búa
á sama hóteli. Stóm og glæsi-
legu hóteli í útborg Parísar,
Vanves.
■ FJÖGUR hundruð
islenskir handknattleiksunn-
endur verða á áhorfendapöllun-
um í hinni glæsilegu Bercy-
íþróttahöll í París, þegar
íslenska landsliðið leikur gegn
Pólveijum í dag.