Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 8
8
MOftGUNBlAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 26, FEBRÚAR, 1989
j -p. » er sunnudagnr, 26. febrúar, 3. sd. í föstu. 57.
1 UAvJ dagur ársins 1989. Árdegisflóð í Reykjavík kl.
9.21 og síðdegisflóð kl. 21.39. Sólarupprás í Rvík kl. 8.46
og sólarlag kl. 18.37. Myrkur kl. 19.25. Sólin er í hádegisstað
í Rvík kl. 13.41 og tunglið er í suðri kl. 5.20. (Almanak
Háskóla íslands.)
Með því að vér höfum þessa þjónustu í hendi fyrir misk-
unn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast. (2. Kor. 4,1.)
ÁRNAÐ HEILLA
\ ára afinæli. í dag, 26.
I V/ febrúar, er sjötugur
Baldur Helgason, sjómað-
ur, Njálsgötu 106 hér í
Reykjavík. Hann ætlar að
taka á móti vinum og vanda-
mönnum í dag, afmælisdag-
inn, milli kl. 15 og 18 í húsi
SVFÍ í Hafnarfirði, Hjalla-
hrauni 9. Baldur var lengst
af á 46 ára sjómannsferli tog-
arasjómaður og síðustu árin
á sjónum var hann á togaran-
um Bjania Benediktssyni,
togara BÚR — Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur.
FRÉTTIR
9. VIÐSKIPTAVIKA
yfirstandandi árs hefst á
morgun, mánudag.
í LÆKNADEILD Há-
skóla íslands eru lausar stöð-
ur dósenta og lektora, allt
hlutastöður (37%) og auglýsir
menntamálaráðuneytið þær
lausar til umsóknar í Lög-
birtingi nú fyrir skömmu.
Umsóknarfrestur er settur til
8. mars nk. Þessar stöður
eru: Dósentsstaða í líffæra-
meinafræði, dósentsstaða í
sálarfræði og dósentsstaða í
lyflæknisfræði og er staðan
bundin við Borgarspítalann.
Lektorsstöðumar eru: Lekt-
orsstaða í lyflæknisfræði og
er staðan bundin við Landa-
kotsspítala. Lektorsstaða í
bamasjúkdómafræði og lekt-
orsstaða í fæðingar- og kven-
sjúkdómafræði. Gert er ráð
fýrir að stöðumar verði veitt-
ar til 5 ára frá 1. júlí nk.
SETBERGSSKÓLI. í
gær var sagt frá því að
menntamálaráðuneytið hefði
auglýst lausa stöðu skóla-
stjóra Setbergsskóla í Hafn-
arfírði. Skólinn er í smíðum
en gert ráð fyrir að hann taki
til starfa næsta haust er
skólaárið hefst. Verða þar
deildir fyrir böm frá 6 ára til
og með 10 ára aldri.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN:
í gær var togarinn Ottó N.
Þorláksson væntanlegur inn
af veiðum til löndunar svo og
frystitogarinn Freri. í gær
fór Stapafell á ströndina.
Togarinn Engey er væntan-
legur inn í dag til löndunar á
Faxamarkað. Þá er rússneskt
olíuskip væntanlegt nú um
helgina og erl. flutningaskip,
Iceberg, sem mun hafa
skamma viðdvöl.
HAFNARFJARÐAR-
HOFN: í gær kom ísberg
að utan, en hafði haft við-
komu í Vestmannaeyjum.
Togarinn Víðir kom inn til
löndunar á fiskmarkaðinn. í
dag, sunnudag, er væntanleg-
ur grænlenskur togari, Arvi-
vik og kemur hann til að
landa aflanum.
MOLAR___________________
4k Það var þýskur maður
að nafiii Fahrenheit frá
Danzig sem fann upp
kvikasilfurshitamælinn
árið 1714. Á því sama ári
kemur franskur maður,
Réaumur, fram með nýja
skiptingu á hitastigunum.
Og árið 1742 mælir Svíinn
Celsíus með hitamæli-
kvarða þeim sem sænski
plöntufræðingurinn Linné
hafði fundið upp.
• Árið 1747 uppgötvar
þýskur eðlisfræðingur, A.S.
Marggraff, sykurinnihald
fóðurrófunnar og fyrsta
sykurverksmiðjan sem sög-
ur fara af var reist í Þýska-
landi í Slesíu árið 1801.
KROSSGÁTAN
LÁRÉTT: 1 biður um, 5
þrautgóðu, 8 lýð, 9 lágfótan,
11 mergð, 14 elska, 15 ill-
kvittin, 16 hermenn, 17
óhreinka, 19 æviskeið, 21
náttúra, 22 göfugmenni, 25
for, 26 vætla, 27 bók.
LÓÐRÉTT: 2 hlóðir, 3
skyldmennis, 4 drykkjurút-
ana, 5 fara hratt, 6 málmur,
7 mánuð, 9 óvegur, 10 skem-
ill, 12 sigraðir, 13 kom upp
í vana, 18 spildu, 20 til, 21
fomafn, 23 tónn, 24 frumefní.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: 1 fjöld, 5 ættin, 8 áræði, 9 brúðu, 11 unnur,
14 nær, 15 göfug, 16 illan, 17 inn, 19 illt, 21 iglu, 22 dell-
una, 25 nýi, 26 æla, 27 róa.
LÓÐRÉTT: 2 jór, 3 láð, 4 drungi, 5 æðurin, 6 til, 7 iðu,
9 bagginn, 10 úlfaldi, 12 hálægar, 13 rennuna, 18 núll, 20
te, 21 in, 23 læ, 24 ua.
Sjö dagar, sex dagar, fimm dagar, Qórir dagar, þrír dagar ...
MANNAMÓT
MÁLSTOFA í guðfræði.
Næstkomandi þriðjudag, 28.
þ.m., verður haldin málstofa
í guðfræðL Þá flytur sr. Sig-
urður Ámi Þórðarson,
rektor Skálholtsskóla, fyrir-
lestur sem hann nefnir: Er til
íslenskt trúarviðhorf sem er
einhvers virði? Málstofan
verður haldin í Skólabæ, Suð-
urgötu 26, og hefst kl. 16.
KVEN STÚDENTAFÉ-
LAG íslands og Félag ísl.
háskólakvenna heldur aðal-
fund sinn annað kvöld, mánu-
dag, 27. febrúar, kl. 20 í veit-
ingahúsinu Jónatan Livings-
tone Mávur. Gestir fundarins
verða 25 ára stúdínur frá MA.
ITC-deildin Kvistur heldur
fund annaðkvöld, mánudags-
kvöld, kl. 20 í Holiday Inn
og er fundurinn öllum opinn.
ITC-Ýr heldur fund annað
kvöld, mánudagskvöld, í
Síðumúla 17 og hefst hann
kl. 17.30. Fundurinn er öllum
opinn og fer þá fram ræðu-
keppni.
KVENFÉLAG Nes-
kirkju. Áður boðaður aðal-
fundur félagsins fer fram
annað kvöld, mánudag, í
safnaðarheimili kirkjunnar kl.
20.30.
FÉLAG eldri borgara. í
dag, sunnudag, er opið hús í
Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14.
Fijálst: spil og tafl. Dansað
verður kl. 20. Á morgun,
mánudag, er opið hús í
Tónabæ. Undirbúningur góu-
gleðinnar er í fullum gangi
og eru gefnar nánari uppl. á
skrifstofu félagsins.
KVENNADEILD
Styrktarfél. lamaðra og
fatlaðra heldur fund annað
kvöld, mánudag, á Háaleitis-
braut 11-13 kl. 20.30. Gest-
ur fundarins verður Lilja
Matthíasdóttir, snyrtisér-
fræðingur.
KVENFÉLAG Kópa-
vogs ætlar að efna til hóp-
ferðar á Víkingasýninguna í
Norræna húsinu laugardag-
inn 11. mars nk. verði þátt-
taka næg. Uppl. um þessa
ferð eru veittar í s. 40388 eða
41949. Á þriðjudagskvöldið
kemur heldur félagið spila-
fund í félagsheimili bæjarins.
Spiluð verðir félagsvist og
byrjað að spila kl. 20.30.
KATTAVINAFÉL. heldur
aðalfund sinn í dag, sunnu-
dag, kl. 14 á Hallveigarstöð-
um. Formaður félagsins er
Ingibjörg Tönsberg og eru
félagsmenn nokkuð á níunda
hundrað.
RETTA GERÐIST
26. febrúar
ERLENDIS gerðist
þetta á þessum degi:
1531: Tugir þúsunda borg-
arbúa í Lissabon fórust í jarð-
skjálfta.
1623: Hollendingar fremja
fiöidamorð á enskum kaup-
mönnum í Indónesíu þar sem
heitir Amboyna.
1815: Napóleon tekst að
flýja frá Elbu.
1828: Dom Miguel verður
ríkisstjóri í Portúgal.
1832: Nikulás I. Rússakeis-
ari afnemur stjómarskrá.
1848: Lýst yfir stofnun ann-
ars fransjca lýðveldisins.
1871: Frákkar og Þjóðveijar
semja bráðabirgðafrið í Ver-
sölum.
1909: Tyrkir viðurkenna inn-
limun Bosníu í Austurríki.
1921: Rússar undirrita
samninga við Persa.
1936: Koki Hirot steypt af
stóli í herbyltingu í Japan.
1952: Winston Churchill til-
kynnir að Bretar hafi smíðað
kjamorkusprengju.
1962: Suður-víetnamskir
flugmenn gera loftárás á höll
Ngo Dhin Diem forseta.
1976: Herforingjar og
stjórnmálaleiðtogar í Portúg-
al semja um endalok herfor-
ingjastjómar og endurreisn
lýðræðis.
1979: Bandarískir ráðherrar
segja Bandaríkin tilbúin að
beita hervaldi til að tryggja
olíuflutninga frá Miðaustur-
löndum.
HÉRLENDIS gerðist
þetta áþessumdegi:
1872: Póstþjónustunni
breytt að þeirra tíma kröfum.
1930: „Stóra bomban“ grein
Jónasar Jónssonar frá Hriflu
í Tímanum um heimsókn
Helga Tómassonar yfírlækn-
is.
1974: Allsheijarverkfalli
lýkur.
AFMÆLISDAGUR
þessara er 26. febrúar:
Franski rithöfundurinn Vitor
Hugo (1802-1885). Banda-
ríski frumheijinn „Buffalo
Bill“ (William F. Cody
1846—1917). Honore Daumi-
er franskur listmálari
(1808—1879). Bandaríski
gamanleikarinn Jackie Glea-
son árið 1916, látinn fyrir
nokkrum árum.
HÉRLENDIS fæðingar-
dagur Björns Kristjánssonar
ráðherra (1858).
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
Vélbáturinn Bjarni ridd-
ari frá Haftiarfirði, 6
tonna bátur sem mjög var
farið að óttast um, hvarf
á leiðinni frá Hafiiarfirði
til Þorlákshafnar fyrir
um 4 sólarhringum. Með
bátnum voru fimm menn.
Þeir höfðu lent í hinum
mestu hrakningum. Fyrir
harðfylgi og sjómanns-
kunnáttu tókst bátsverj-
um að koma upp seglum.
Um miðja aðfaranótt
sunnudagsins tókst þeim
að sigla inn á siglingaleið
báta. Þar náðu þeir sam-
bandi við vélbátinn Njál,
sem dró bátinn til Hafiiar-
fjarðar. Formaður á
Bjarna riddara var Þor-
steinn Sölvason. Hann
hafði þá verið bátaform-
aður í 25 ár og mundi
ekki eftir jafii vondu
veðri á sjó sem þessu.
Hann hafði verið 60 klst.
samfleytt við stýri bátsins
er honum og félögum
hans var bjargað.
ORÐABÓKIN
Ollið eða valdið
Ég hef þótzt merkja það,
að ýmsir ungir menn, sem
komnir eru til starfa við
Ríkisútvarpið og sjónvarpið,
valdi ekki beygingu so. að
valda — og er það miður.
Ungur fréttamaður við sjón-
varpið komst þannig að orði,
þegar hann var hinn 16.
þ.m, að lesa frétt kl. 23 um
olíuskip, sem strandaði við
Suðurheimskautið: „Olían
hefur ollið meira tjóni en
búizt var við.“ Og nokkru
áður heyrði ég svipaða notk-
un so. að valda í fréttum
útvarpsins. Satt bezt að
segja hélt ég, að allir þeir
sem notið hafa kennslu í
móðurmálinu, hefðu lært
það, að lh. þ.t er valdið, en
hvorki ollað né ollið. Vissu-
lega verður því ekki neitað,
að þetta eru talmálsmyndir,
en þarflaust er að leiða þær
til öndvegis og allra sízt í
ríkisfjölmiðlum, sem eiga að
vera til fyrirmyndar. Beyg-
ingin er annars þessi: nh.
valda - nt. ég veld - þt.
ég olli — lh. þt. ég hef vald-
ið. Er tæplega til of milils
mælzt, að íjölmiðlamenn
hafi yfir við hlustendur rétta
beygingu orða. Annað er
þeim ekki sæmandi. — JAJ.