Morgunblaðið - 19.04.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 19.04.1989, Síða 2
2 6861 H5N4 .'!{ ‘IUoaoidhvgim aiGMa^UOHO!- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 Landspítalinn: Astandið versnar stöðugt - segir Davíð A. Gunnarsson „LANDSPÍTALINN er fullur af sjúklingum og ástandið versnar stöðugt. A morgun er komið að okkur að sjá um bráðavakt og hvemig það gengur, kemur í ljós árdegis í dag. Það er erfitt að reka spítala með stóra hópa mikil- vægs starfsfólks í verkfalli og í raun miklu meira undir heilsufari sjúklinganna komið en áður,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri ríkisspítalanna, í samtali við Morgunblaðið. Verkfall BHMR hefur vaxandi erf- iðleika í för með sér á sjúkrahúsun- um, háskólamenntaðir hjúkrunar- fræðingar og líffræðingar hjá Blóð- bankanum eru þeir hópar sem mestu máli skipta, en verkfall annarra hópa svo sem félagsráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, bóka- safnsfræðinga og matvælafræðinga hefur einnig sín áhrif, þó þau séu ekki eins áberandi. Davíð Á. Gunnarsson sagði að verkfall félagsráðgjafa og sálfræð- inga hefði mikil áhrif á geðdeildunum og þar sem sjúkraþjálfun lægi niðri, yrði bati margra sjúklinga hægari en ella svo dæmi væru nefnd. „Eftir því, sem lengra líður á verkfall, versnar ástandið. Við fleytum þessu áfram, eiginlega dag frá degi og vonum hið bezta,“ sagði Davíð. Jóhann taparenn Guðmundur Valdemarsson, skipstjóri á Pálma RE. Þremur bjargað af sökkvandi báti Sigurjón Antonsson eigandi og skipstjóri Þverfellsins. ÞRÍR menn björguðust þegar Þverfell ÓF 17, átta tonna trébát- ur, lagðist á hliðina og sökk í þokkalegu veðri undan Gróttu um klukkan 16 í gær. Mennirnir þrír björguðust af lunningu bátsins yfir í Pálma RE 48, sjö tonna bát, sem var að veiðum skammt undan. Bátarnir voru mflu undan Gróttu. „Við vorum að beygja á stjóm- borða og ætluðum að fara að leggja út trossu. Þá kom alda undir bátinn stjómborðsmegin og hann lagðist á hliðina," sagði Jón Barðdal, en hann var um borð í Þverfellinu ásamt Amari, tvítug- um syni sínum, og Sigurjóni Ant- onssyni, eiganda bátsins og skip- stjóra. „Ég var afturá, komst upp á lunningu og náði að losa bátinn. Amar var niðri í lúkar en komst upp. Skipstjórinn náði að kalla: að netaveiðum um það bil eina „Pálmi — Þverfell" í stöðina. Þeir íitu við, sáu hvað var að gerast og keyrðu beint til okkar. Þeir voru 2-3 mínútur á leiðinni og við biðum á lunningunni. Þeir lögðu að og við stukkum yfir til þeirra. Við reyndum að rétta Þverfellið við en það var vonlaust. Ég hugsa að ekki hafi liðið meira en 5-7 mínútur frá því að hann fór á hliðina og þar til hann var sokk- inn.“ Morgunblaðið/Bj arni Feðgamir Jón og Amar Barðdal á heimili sínu í Reykjavík í gærkvöldi. Þverfell ÓF 17. i íslenzka jámblendifélagið greiðir hluthöfiim arð í fyrsta sinn í sögu félagsins: Rekstrartapi var snúið í hagnað og afköst aukin JÓHANNI Hjartarsyni hefiir gengið illa í seinni hluta Heims: bikarmótsins í skák á Spáni. í næstsíðustu umferðinni í gær tapaði hann fyrir Beliavsky og er í 15. sæti fyrir síðustu um- ferðina, sem tefld verður á fimmtudag. Ljubojevic hefur svo gott sem tryggt sér sigur á mótinu. Hann sat yfir í næstsíðustu umferð og þarf aðeins að ná jafntefli við Short til að ná efsta sæti mótsins. Þeir sem eiga möguleika á að deila efsta sætinu með Ljubojevic eru þeir Garry Kasparov svo fram- arlega sem hann vinnur sína skák í síðustu umferð og þar að auki skák sína úr næstsíðustu umferð við Illescas frá Spáni, en hún fór í bið. REKSTUR íslenzka jám- blendifélagsins gekk vel á síðasta ári. Hagnaður varð tæplega 500 mifljónir króna og afköst jukust vemlega. í fyrsta sinn í sögu félagsins ákvað aðalfúndur út- hlutun arðs til hluthafa, 10% af nafiiverði hlutafjár eins og það var í árslok. Arðgreiðsla er því 132 mifljónir króna. Hlutur ríkis- ins er 55% af því, auk 5% skatts af arði hinna hluthafanna eða rúml. 75 miHjónir. Enn fremur samþykkti fúndurinn útgáfú jöfnunarhlutabréfa þannig að hlutafé verði aukið úr 1.320 í 2.000 milljónir króna. Aðalfundur íslenska jámblendifé- lagsins hf. fyrir árið 1988 var hald- inn að Grundartanga 18. apríl 1989. í ársskýrslu stjómar, sem lögð var fram á fundinum, kom fram, að framleiðsla á árinu 1988 var sem svarar 70.000 tonnum af 75% kísil- jámi, en það er um 5% meira en metárið 1986. Útflutningur var rúm 68.000 tonn, sem er sömuleiðis meira en verksmiðjan hefur áður flutt út á einu ári. Afkoma fyrirtækisins á árinu var um 600 miHjónum króna betri en 1987. Hagnaður var 487 milljónir króna samkvæmt hinni íslensku gerð reikninganna, 86 milljónir norskra króna samkvæmt hinni norsku gerð reikninga. Með þessari afkomu hefur unnist upp það tap, sem orðið hefur síðan fyrirtækið var ijárhagslega endurskipulagt 1984 og lagt út á þann langa veg að vinna upp tap fyrri ára, segir meðal annars í frétt frá félaginu. Á aðalfundinum kom fram, að starfsmönnum jámblendifélagsins hefur tekist að nýta árangurinn af víðtæku rannsóknar- og þróunar- starfi jámblendifélagsins þannig, að afköst verksmiðjunnar hafa í raun aukist úr því sem í upphafi var ætlað nálægt 55.000 tonnum á ári í afköst sem eru orðin um 70.000 tonn. Á aðalfundinum varð sú breyting á stjórn félagsins, að Johan H. Kreft- ing, framkvæmdastjóri hjá Elkem, kom inn í stjómina í stað Frank Myhre. Aðrir stjómarmenn vom end- urkjömir, en þeir em Barði Friðriks- son, hæstaréttarlögmaður, formaður stjörnar, dr. Guðmundur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri, Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur og Páll Bergþórsson, veðurfræðingur af hálfu íslenska ríkisins, Isak Lauvás fyrir Elkem og Nobuo Kawasaki full- trúi Sumitamo Corporation. Sjá ræðu Barða Friðrikssonar stjórnarformanns á miðopnu. Samræmdu prófin haldin leys- ist verkfallið fyrir mánudag HÍK segir menntamálaráðuneytið mismuna nemendum Menntamálaráðuneytið hefúr ákveðið að samræmd próf í 9. bekk grunnskóla skuli fara fram ef verkfall kennara leysist fyr- ir næstkomandi mánudag. Standi verkfall þá enn geta skólar lagt verkefúin fyrir nemendur, en ekki verður um samræmd próf að ræða. Vegna ákvörðunar ráðuneytisins hefúr Hið íslenska kennarafélag sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að fyrirhugð framkvæmd samræmdu prófanna mismuni nemendum, meðal annars við inngöngu í framhaldsskóla næsta haust. Hrólfur Kjartansson, deildar- væri að skólamir hefðu skipulagt stjóri skólaþróunardeildar mennta- málaráðuneytisins, sagði að bréf hefði verið sent til grunnskólanna vegna samræmdu prófanna í gær. „Leysist verkfallið ekki fyrir mánu- dag falla prófin niður sem sam- ræmd próf, en skólum verður heim- ilað að nota verkefnin." Hörður sagði að þar sem líklegt starf sitt miðað við samræmd próf í næstu viku þætti honum ekki ólík- legt að þeir legðu verkefnin fyrir þessa daga og notuðu niðurstöð- uraar til að byggja skólaeinkunnir á, stæði verkfall enn. í frétt frá fulltrúaráði og verk- fallstjóm HÍK er lýst furðu yfir fréttatilkynningu frá menntamála- ráðherra, um framkvæmd sam- ræmdra prófa. Ráðherra hafi áður gefið út þá yfírlýsingu að ráðu- neyti hans myndi ekki standa fyrir verkfallsbrotum í yfirstandandi kjaradeilu HÍK við ríkið. „Ekki verður séð að við það verði staðið. Ráðherra varpar ábyrgð í máli þessu yfir á hvem einstakan skóla- stjómanda, að því er virðist til að firra sjálfan sig ábyrgð á hugsan- legum verkfallsbrotum." Þá segir að leysist vinnudeilur á næstu dögum virðist eiga að leggja prófín tafarlaust fyrir nemendur þeirra kennara sem í verkfalli em. Ennfremur að allar líkur séu á að þeir nemendur sem fá í athuga- semdadálk á grunnskóiaskírteini „samræmdu prófin liggja til grund- vallar einkunn" hafi sterkari stöðu en aðrir við inngöngu í yfirfulla framhaldskóla í haust. Fram kemur að fulltrúaráð og verkfallsstjóm HÍK treysti því að KÍ- kennarar taki ekki þátt í að mismuna nemendum svo gróflega. Jafnframt er dregið í efa lögmæti þeirrar ákvörðunar að falla frá samræmdum prófum í gmnnskól- um. Loks er því beint til foreldrafé- laga gmnnskólanna að gæta þess vel að allir nemendur sitji við sama borð við inntöku í framhaldsskól- ana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.