Morgunblaðið - 19.04.1989, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.04.1989, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 41 FRÍMERKI Halló! Er einhver sem vill skiptast á notuðum, nýlega póststimpluðum frímerkjum við mig? Ég hef áströlsk, belgísk, frönsk og hollensk á móti þeim íslensku. M. Meijer, rue au Bois 250, 1150 Brussels, Belgium. Þessir hringdu ... Kettlingur á flækingi Kona hringdi. Svarthvítur kettlingur með svarta ól er á flækingi í Smáíbúða- hverfinu. Eigandi vinsamlegast hringi í síma 37721. Gulbröndóttur högni fannst Sigrún hringdi. Gulbröndóttur högni með hvíta bringu fannst aðfaranótt föstu- dags við Skúlagötu. Hann er ómerktur. Upplýsingar í síma 11816. Kisa á flækingi í Vesturbænum Kona í Vesturbænum hringdi. Svartur högni með hvítt trýni, bringu og tær er á þvælingi milli KR-heimilisins og Vegamóta. Af því að dæma hversu gæfur hann er tel ég að ekki séu meira en 1-2 mánuðir síðan hann fór að heiman. Upplýsingar í síma 21805. Gleraugu týndust Sigurjón Davíðsson hringdi. Fyrir helgi týndi ég vönduðum gullspangargleraugum við Miðbæ á Háaleitisbraut. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 40863. Kápuskipti Helga Þorsteinsdóttir hringdi. Kápuskipti urðu í Félagsheimili Kópavogs á fimmtudagskvöld á kvenfélagsfundi. Einhver tók grá- fjólubláa kápu beltislausa í stóru númeri en skildi eftir litla ljósgráa númer 16 með belti. Sú sem tók gráfjólubláu kápuna vinsamlegast hafi samband í síma 14139. Hálfsíömsk læða týnd Rakel hringdi. Svört læða, hálfsíömsk, hvarf að heiman frá Háteigsvegi á mið- vikudag. Kisa, sem er fíngerð og lítil, er með númerið T-8294 tatt- óverað í annað eyrað. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 18551. Fundarlaun. Silkiklútur tapaðist Fanney Halldórsdóttir hringdi. Siðastíiðinn fimmtudagsmorg- un glataði ég svörtum frönskum silkiklút með frönsku mynstri, sennilega á leiðinni frá Fellsmúla 9 að strætisvagnabiðskýlinu á Háaleitisbraut þar sem ég tók vagn númer sjö. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 31368 eða 10658. Lyklar í Blómvangi Þuríður Sigurjónsdóttir hringdi. Fyrir hálfum mánuði fannst lyklakippa með 9 lyklum í Blóm- vangi í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 53110. Hringnr í óskilum Ólöf hringdi. Enn hefur enginn sagst eiga gullhringinn sem fannst í Sundlaugunum í Laugardal föstudaginn 7. apríl. Upplýsingar í síma 32122 á kvöidin. Innhverf íhugun Tæknin innhverf íhugun hefur verið kennd hérlend- is í meira en 15 ár. Hún er margrannsökuð leið til að draga úr streitu og spennu og stuðla að þróun hugar og líkama. Tæknin er auðlærð og auðvelt er að iðka hana. Nánari upplýsingar (síma 26031. Kynningarfyrirlestur í menningarmiðstöðin Gerðu- bergi í kvöld kl. 20.30. íslenska íhugunarfélagið. Maharishi Mahesh Yogi ÚTSALA Karlmannaföt kr. 3995,-, 5500,-, 7995,- og 9995,- Terylenebuxur kr. 995,- og 1195,- Skyrtur, gallabuxur, flauelsbuxur o.fl. á lágu verði. Síðasta útsöluvika. Andrés, Skólevörðustíg 22, sími 18250. Flug FI903 til Las Palmas Þolinmóður skrifar: Þann 3. mars sl. fór Fiugleiðavél með ofanskráð flugnúmer, í loftið einni klst. og 15 mín. seinna en áætlað var. Seinkanir hjá þessu flugfélagi okkar upplifir fólk því miður alltof oft. Flugvélin var þéttsetin fölu fólki sem var að fara í kærkomið vetrar- frí til Kanaríeyja. Greinilegt var að a.m.k. sumar flugfreyjurnar voru þreyttar og pirraðar, hvort sem það var vegna vöru- og vistaskorts í vélinni eða af öðrum orsökum. Þá var okkur fljótlega tilkynnt að milli- lenda þyrfti í Lissabon til þess að taka eldsneyti. Þetta vissu engir farþeganna fyrirfram, sem nú héldu að e.t.v. yrði þá bætt úr vistaskorti um borð í vélinni í leiðinni, far- þegum til gleði og flugfreyjum til léttis. Því miður rættist það ekki. Ekki var komið til Las Palmas fyrr en eftir miðnætti og flugtími þá orðinn svipaður og flug til New York. Ekki var áð sjá að aðrar vél- ar væru á ferð þama á þessum tíma sólarhringsins. Elskulegt spánskt/íslenskt farar- stjóratríó tók á móti okkur og vant- aði ekki að þau gerðu allt til að afsaka Flugleiðir og gera gott úr þessari löngu flugferð. í indælis veðri, góðum aðbúnaði og lipri fararstjórn, liðu þessir frídagar allt of fljótt og áður en varði var komið að heimferð. Urðu nú landarnir að yfirgefa herbergi sín á hótelunum kl. 12 á hádegi með einni gleðilegri undan- tekningu þó, að gera hið besta úr tímanum til kl. 20 um kvöldið. Kom þá í ljós að vélin færi einni klst. seinna í loftið en áætlað var og stóðst það, þ.e. kl. 23. Þetta var áreiðanlega síðasta flugvél í loftið frá Kanaríeyjum þetta kvöldið. Ekki var búið að fljúga lengi þegar tilkynnt var að millilenda þurfti í Cardiff á Englandi til þess að taka eldsneyti, og eins og á út- leiðinni kom það flatt upp á far- þeganna. Þar var lent heldur óþægi- legri lendingu og síðan haldið til Keflavíkur í náttmyrkrinu. Þangað komum við kl. 6.30. Þeir sem ekki geta sofið í flugvélum eru minnst sólarhring að jafna sig eftir svona næturflug. í meira en áratug er reynsla mín sú að ferðaskrifstofur á íslandi, bjóða í fleiri tilvikum en ekki upp á næturflug til sólarlanda. Fólk er svo þakklátt að lenda í Keflavík eftir svona ferð, að spurning er hvort það sé skýringin á því að það kvartar ekki kröftuglega undan þessum flugtímum? Hvað munu svo líða mörg ár áður en flug- og ferðaskrifstofuaðil- ar í landinu fara að bjóða upp á dagflug, nægilegan varning og vist- ir um borð eins og fólk upplifir þegar ferðast er t.d. með dönskum ferðaskrifstofum!? Flugferðin á að vera þægilegur hluti orlofsferðar- innar. Eiga Flugleiðir, sem okkur þykir svo vænt um, að taka að sér flug sem þeir ráða ekki við á sæmandi hátt, bæði hvað við kemur þeim sjálfum og ekki sist viðskiptavinun- um? Þakkir fyrir góðapóst- , þjónustu Til Velvakanda. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið, og með það í huga langar mig til að setja nokkrar línur á blað. Þegar ég fyrir nokkrum mánuðum flutti af póstsvæði 108 R (Fossvogur) til 103 R datt mér síst af öllu í hug, að ég ætti eftir að sakna póstþjónustunnar. En sú varð þó raunin. Á þessum tveimur svæðum er svo mikill munur hvað póst- þjónustuna varðar, að ég geri mér nú grein fyrir því, að þjónusta sú sem ég naut í gegnum árin á svæði 108 telst líklega ekkert sjálfsögð og því langar mig að senda þakkir til viðkomandi aðila fyrir dygga útburðarþjónustu gegnum árin og elskulegt viðmót þeirra sem starf- inu gegndu. Fyrrverandi þiggjandi. Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1989. Umsóknir á þartil gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 21. apríl 1989. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum í Fnjóskadal í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri að Flúðum Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 19. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregiö verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 6. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsókinir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi föstudaginn 21. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.