Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ iþrottir MffiVnCUDAGUR 19. APRÍL 1989
HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI HSI - UNDANURSLIT
Stjaman í sjöunda himni!
- íyrst liða til að leggja Valsmenn að velli að Hlíðarenda. Mætir FH í úrslitum
Morgunblaðið/Sverrir
Leikmenn Stjörnunnar höfðu ríka ástæðu til að fagna sigri á íslandsmeistrum Valsmönnum í gær. Þeir urðu fyrstir
til að vinna Valsmenn að Hlíðarenda. Á myndinni eru Stjömuleikmennimir Axel Bjömsson (fremstur) Einar Einarsson
og Skúli Gunnsteinsson.
ítfémR
FOLK
■ DAVE Sexton, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Manchester United
og Coventry, stjórnar enska lands-
liðinu í knattspymu þegar það
mætir því íslenska á Laugardals-
vellinum 19. maí, en hann er nú
þjálfari enska unglingalandsliðsins.
Enskir kalla þetta lið sitt B-lið.
■ ÞRIR ísGrðingar léku með
liði Víkings í Reykjavíkurmótinu
gegn Fylki í fyrra kvöld. Þeir eru:
Atli Einarsson, Jón Oddsson og
Om Torfason (bróðir Ómars
Torfasonar í Fram).
■ RANGERS tryggði sér sæti í
úrslitaleik skosku bikarkeppninnar
með sigri á St. Johnstone í gær,
4:0. Rangers mætir því Celtic í
úrslitaleik á Hampden Park 20.
maí. í gær vom einnig tveir leikir
í ensku 2. deildinni. Watford sigr-
aði Walshall 5:0 og Swindon vann
Birmingham á útivelli, 2:1. Leilq-
um í 1. deild var frestað vegna
harmleiksins á Hillsborough.
■ SIGURÐUR Hjaltason, form-
aður handknattleiksdeildar UBK,
segir það nær öraggt að sovéski
þjálfarinn Boris Akbashew þjálfi
lið Breiðabliks í 2. deild næsta
vetur. „Við reiknum með að hann
komi til landsins í maí og byiji- að
þjálfa 15. júlí. Það á aðeins eftir
að skrifa undir formlegan samn-
ing,“ sagði Sigurður.
■ PALL Björgvinsson hefur
verið endurráðinn þjálfari hjá HK.
PáJl stýrði liðinu til sigurs í 2. deild
í vetur jafnframt því að sjá um þjálf-
un Víkings.
■ ÁSGEIR Sigurvinsson og fé-
lagar í VfB Stuttgart mæta til leiks
í Dresden í kvöld í UEFA-keppn-
inni. Austur-þýska liðið á að baki
44 leiki í Evrópukeppninni á heima-
velli. Liðið hefur unnið 33 þeirra
og aðeins tapað tveimur. Annað
tapið var gegn Standard Liege
fyrir nokkram áram — þá var As-
geir einmitt í liði Standard, fór á
kostum og skoraði þijú glæsileg
mörk.
■ LOKAHÓF Samtaka 1. deild-
arfélaga í handknattleik verður
haldið laugardaginn 22. apríl í
íþróttahúsinu í Digranesi í Kópa-
vogi. Hátíðin hefst kl. 19.30.
Veislustjóri verður Arnþrúður
Karlsdóttir, fréttamaður. Bítla-
vinafélagið leikur fyrir dansi.
Miðasala er á skrifstofu HSÍ á
morgun, fímmtudag, frá kl. 15.00
til 17.00.
■ ANDERLECHT, lið Arnórs
Guðjohnsen, leikur gegn KV Mec-
helen í undanúrslitum belgísku bik-
arkeppninnar, en dregið var í gær.
í hinum undanúrslitaleiknum leika
Standard Liege og FC Liege.
Ifyrri leikimir fara fram 20. maí
og síðari 23. maí.
■ SÆNSKA knattspymuvertíð-
in er hafin. Tvö „íslendingalið" sigr-
uðu í fyrstu leikjum sínum um helg-
ina: Falkenberg, sem Eggert Guð-
mundsson leikur með, sigraði
Oddevold 3:1, og Kalmar FF, hjá
hveiju Hafþór Sveinjónsson er á
mála, vann Markaryd 1:0. Hack-
en, sem Ágúst Már Jónsson og
Gunnar Gíslason era hjá, tapaði
hins vegar, 0:3, gegn Trelleborg.
■ KANADAMENN unnu
Bandaríkin, 8:2, í gær í þriðja leik
sínum á heimsmeistaramótinu í
ísknattleik sem nú stendur yfír í
Svíþjóð. Kanada hefur unnið alla
þijá leiki sína á mótinu til þessa
(Pólland 11:0 og Finnland 6:4) og
er í efsta sæti. Bandaríkjamenn
hafa hins vegar tapað öllum leilqum
sínum. Stephen Yzerman skoraði
þijú af mörkum Kanadamanna í
gær. Önnur úrslit í gær vora þau
að Sovétmenn unnu Finna, 4:1 og
Tékkóslóvakía vann Pólland, 15:0
og Svíar og Vestur-Þjóðveijar
gerðu jafntefli, 3:3. Kanada og
Sovétríkin hafa fullt hús eftir þijá
leiki, Tékkar og Svíar era í þriðja
sæti með 5 stig.
VALUR tapaði sínum fyrsta leik
að Hlíðarenda er Stjarnan sló
nýkrýnda íslandsmeistara út í
undanúrslitum bikarkeppninn-
ar í gærkvöldi í æsispennandi
leik, 23:24 og mætir FH í úr-
slitaleik á fimmtudag. „Þetta
var frábært. Við höfðum allt að
vinna og við trúðum því fyrir
leikinn að við gætum unnið
Val,“ sagði Gylfi Birgisson leik-
maður Stjörnunnar með sigur-
bros á vör eftir leikinn.
Gífurleg spenna var á lokamín-
útum leiksins. Þegar 4 mínút-
ur era eftir jafnaði Sigurður Sveins-
son fyrir Val, 22:22. Gylfi og Haf-
BHHBBi steinn komu Stjörn-
ValurB. unni í 22:24 og Geir
Jónatansson minnkaði muninn í
skn,ar eitt mark, 23:24,
þegar tvær mínútur
vora eftir. Bæði liðin fengu síðan
tækifæri á að skora en klúðraðu
sóknum sínum. Valsmenn fengu þó
síðasta tækifærið, aukakast þegar
sex sek vora eftir, en Sigurður
Sveinsson skaut framhjá úr þröngu
færi.
Stjaman byijaði leikinn af mikl-
um krafti og náði mest fjögurra
marka forskoti í fyrri hálfleik, 5:9.
Nýting Garðbæinga í sókinni á
þessum kafla var nær 100 prósent.
Markvarsla Valsmanna var þá í
molum og þeir gripu til þess ráðs
að setja hinn gamalreynda Ólaf
Benediktsson í markið og náðu þá
að saxa á forskotið og jafna fyrir
leikhlé, 11:11.
Jafnræði var á með liðunum
fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks
þar til staðan var 15:15. Þá skor-
uðu Garðbæingar fjögur mörk í röð
og það tók Valsmenn 12 mínútur
að vinna þann mun upp og jafna,
22:22, þegar 4 mínútur vora eftir.
Leikurinn var mjög góður í heild
og bauð upp á spennu og skemmti-
legan handbolta á köflum. Sigur
Stjömunnar var verðskuldaður og
lék liðið vel sem heild. Gylfi var
mjög sterkur í vöm og sókn, Einar
Hjaltason kom mjög á óvart og
átti einn sinn besta leik - efnilegur
piltur þar á ferð - skoraði sex
glæsimörk. Sigurður Bjamason og
Hafsteinn Bragason vora ógnandi.
Skúli og Axel stóðu sig vel og eins
varði Brynjar Kvaran oft glæsilega.
Valsmenn hafa líklega fallið í þá
Pálmi Jónsson var markahæstur í
liði 3. deildar meistaranna.
FH-ingar
meistarar
B-lið FH tryggði sér sigur í 3.
deild karla með því að sigra
b-lið Vals, 35:28, í úrslitaleik í
íþróttahúsi Seljaskólans í gær-
kvöldi.
Þessi lið vora efst í riðlakeppni
3. deildar og mættust því í úrslita-
leik. Bæði liðin leika í 2. deild næsta
vetur og taka þar sæti ÍH og Aftur-
eldingar.
Pálmi Jónsson var markahæstur
FH-inga með 11 mörk og Jón Pétur
Jónsson gerði 8 mörk fyrir Val.
gryfju að vanmeta hið unga lið
Stjörnunnar fyrir leikinn. Það var
eins Islandsmeistaramir gæfu sig
ekki 100 prósent í leikinn, höfðu á
brattan að sækja allan leikinn, náðu
aldrei að komast yfir. Geir Sveins-
son og Sigurður Sveinsson vora
bestu leikmenn liðsins. Ólafur Bene-
diktsson varði þokkalega.
„Það var mjög ánægjulegt að
verða fyrstir til að leggja Val að
Hlíðarenda. Ég ber þó mikla virð-
ingu fyrir Valsliðinu, þeir era með
besta liðið í dag. Við eram að upp-
skera sem við sáðum í sumar. Fyr-
ir leikinn skoðuðum við Valsleiki á
myndbandi og vissum að við gátum
unnið ef við hefðum trú á því innra
með okkur,“ sagði Gunnar Einars-
son, þjálfari Stjörnunnar. Hann
sagði að úrslitaleikurinn við FH
legðist vel í sig. „Það er gaman að
hitta fyrir gömlu félagana úr FH í
úrslitaleik.“
Mörk Vals: Sigurður Sveinsson 6/2, Geir
Sveinsson 5, Valdimar Grímsson 4, Jón Kristj-
ánsson 3, Júlíus Jónasson 3 og Jakob Sigurðs-
son 2.
Varin skot: Ólafur Benediktsson 8/1, Páll
Guðmundsson 2.
Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 7/2, Hilm-
ar Hjaltason 6, Hafsteinn Bragason 4, Sigurð-
ur Bjarnason 4, Skúli Gunnsteinsson 2, Axel
Bjömsson 1.
Varin skot: Biynjar Kvaran 14.
Áhorfendur: 700.
NBA-úrslit
Boston Celtics—Charlotte.113:108
New York—Chicago.........100:104
San Antonio—Houston..... 91: 99
Utah Jazz—LA Clippers....108:102
Sacramento—Phoenix Suns.. 85:140
Seattle—Golden State.....116:109
NHL-úrslit
Stanley bikarinn
Patick deild:
Penguins—Philadelphia Flyers.4:3
Adams deild:
Canadiens—Boston Bruins.3:2
Homabolti
Boston Red Sox—Baltimore Orioles.6:4
Yankees—Toronto Blue Jays........7:2
Califomia Angels— White Sox......3:0
Brewers—Texas Rangers............8:1
Mariners—Oakland Athletics.......7:2
Expos—Chicago Cubs...............2:1
New York Mets—Phillies...........5:2
Cardinals—Pittsbuigh Pirates.....4:2
Giants—San Diego Padres..........9:2
Reds—Los Angeles Dodgers.........3:2
Dómarar: Gunnar Kjartansson og Gunnlaug-
ur Hjálmarsson. Höfðu ekki nógu góð tök á
erfiðum leik.
Hetjuleg barátta ÍR dugði ekki
Hetjuleg barátta ÍR dugði ekki
til gegn FH í undanúrslitum bikar-
keppninnar. Eftir jafnan og spenn-
andi leik urðu ÍR-ingar að játa sig
sigraða, 30:34 í
Höróur skemmtilegum og
Magnússon íjöragum leik.
skntar Fyrri hálfleikur-
inn var jafn og liðin
skiptust á forystunni en í leikhléi
var jafnt 16:16. FH-ingar byijuðu
svo vel í síðari hálfleik og náðu
þriggja marka forskoti. ÍR-ingar
náðu aftur að jafna, 22:22, en þá
var úthaldið á þrotum. FH-ingar
náðu smám saman yfirhöndinni og
Héðinn Gilsson og Gunnar Bein-
teinsson fóra á kostum. Sigur FH-
ingar var nokkuð öraggur þrátt
fyrir að ÍR-ingum tækist að minnka
muninn í tvö mörk skömmu fyrir
leikslok.
Þorgils Óttar Mathiesen og Guð-
jón Amason vora bestu menn FH,
auk Héðins og Gunnars í síðari
VÍKINGAR fögnuðu sigri í
kvennaflokki og Stúdentar í
karlaflokki, er bikarkeppni
Blaksambands íslands lauk um
helgina. Víkingsstúlkurnar
sigruðu HK í úrslitaleik, 3:1, en
ÍS sigraði Þrótt í karlaflokki,
einnig 3:1.
Víkingur hefur haft mikla yfir-
burði í kvennablakinu í vetur
og unnið alla þá fimm titla sem í
boði hafa verið. Reykjavíkurmeist-
ari, haustmeistari, deildar-, íslands,
og bikarmeistari. I úrslitaleiknum á
laugardaginn, sem fram fór í Digra-
nesi, vann Víkingur hið unga lið
hálfleik. FH-ingar léku lengst af
ágætlega en verða þó að setja fyrir
lekann í vöminni ætli þeir sér sigur
gegn Stjömunni.
Olafur Gylfason og Finnur Jó-
hannsson voru bestir í liði ÍR og
gerði 19 af 30 mörkum liðsins.
IR-inga skortir hinsvegar breidd en
þurfa líklega ekki að kvíða næsta
vetri í 1. deild.
„Þetta var erfíður leikur og mik-
il taugaspenna hjá báðum liðum.
Ég er ekki frá því að við höfum
vanmetið ÍR-inga innst inni,“ sagði
Viggó Sigurðsson, þjálfari FH. „Eg
var óánægður með dómarana, eink-
um Guðjón. Hann er ekki dómari
fyrir svona stórleik og var greini-
lega að bandi ÍR-inga.“
Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 12/6, Finnur
Jóhannsson 7, Frosti Guðlaugsson 5, Matt-
hías Matthíasson 4 og Orri Boliason 2.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 6, Hall-
grímur Jónsson 1/1.
MSrk FH: Guðjón Ámason 8/2, Óskar
Ármannsson 7/5, Héðinn Gilsson 5, Þorgils
Óttar Mathiesen 5, Gunnar Beinteinsson 5
og Óskar Helgason 4.
Varin skot: Magnús Ámason 6, Bergsveinn
Bergsveinsson 5/1.
Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Guð-
jón Sigurðsson.
Áhorfendur: 600.
HK, 3:1. Víkingur vann fyrstu og
aðra hrinuna 15:4. HK-stúlkur
unnu þriðju hrinuna, 15:13, en
Víkingsstúlkur sýndu yfírburði sína
í fjórðu hrinu og unnu öragglega,
15:2, eftir að hafa komist í 11:0.
Stúdentar, sem töpuðu fyrir
Þrótturam í úrslitaleik bikarkeppn-
innar í karla flokki í fyrra, komu
ákveðnir til leiks á laugardaginn
og unnu fyrstu tvær hrinumar gegn
Þrótti 15:10 og 15:12. Þróttur vann
næstu hreinu, sem var mjög jöfn
og spennandi, 17:15. Það var svo
engin spuming hvort liðið var betra
í fjórðu hrinu, Stúdentar unnu ör-
ugglega 15.8 og bikarinn þeirra.
BLAK / BIKARKEPPNIN
Víkingur og ÍS
fögnuðu sigri