Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDA'GUR lð. APRÍL 1980' 17 Athugasemd frá Hvala- vinafélagi íslands Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi frá Hvalavinafélaginu veg^na stuðningsyfirlýsingar frá The National Fisheries Institute í Bandaríkjunum við hvalveiðar ís- lendinga. „Fyrir rúmum þremur vikum, nú í lok mars sl., var birt í íslenskum fjölmiðlum allundarleg stuðnings- yfirlýsing frá Landssambandi banda- rískra fiskiðnaðarins — The National Fisheries Institute, (NFI — LÍÚ þeirra Bandaríkjamanna) við ólög- legar hvalveiðar okkar íslendinga. Vegna þessarar yfirlýsingar vill Hvalavinafélag íslands benda öllum þeim sem láta sig þetta vonda mál okkar Islendinga sig einhveiju varða, og vilja reyna að átta sig á aðalatrið- um deilnanna um hvalveiðar íslend- inga og annarra þjóða, á eftirfarandi atriði; • 1. The National Fisheries Instit- ute (NFI) eru hagsmunasamtök bandarískra útvegsmanna sem drepa opinberlega 20.500 hvali árlega við mjög svo umdeildar túnfiskveiðar sínar. • 2. Alvarlegar grunsemdir eru uppi um að í reynd sé fjöldi drukkn- aðra hvala í netum túnfiskbátanna töluvert hærri en uppgefið er hjá meðlimum NFI, þar sem ennþá hefur ekki fengist í gegn að hafa eftirlits- menn um borð í öllum túnfisktogur- unum. Einnig eru allnokkrar frá- sagnir eftirlitsmannanna um að haft sé í hótunum við þá úti á reginhafi varðandi uppgefinn fjölda deyddra hvala á skýrslum þeirra um borð, þar sem enginn væri þá viðstaddur þó „slys“ ættu sér stað varðandi eft- irlitsstarfsmennina. • 3. Greenpeace, Sea Shepherd og fjöldamörg önnur náttúruverndar- samtök hafa staðið í stríði í mörg ár með allgóðum árangri við þessi 35 útgerðarfyrirtæki sem stundað hafa þessi stórtæku hvaladráp við strendur Bandaríkjanna. Fjöldi deyddra hvala hefur minnkað mjög verulega vegna aðgerða dýra- og náttúruvina. Nánast aldrei hafa neinar spurnir borist af þessari hörðu baráttu fyrir vestan í gegnum íslenska fjölmiðla einhverra undarlegra hluta vegna. • 4. Efnahagsþvinganir á tvo helstu kaupendur þessa dýrkeypta túnfisksafla eru miklu meiri en nokk- ur íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir til þessa. Þetta eru einkum risafyrir- tækin Heinz og Purina sem selja túnfisk út um allan heim í stórum stíl. Þau hafa ákaft verið hvött til að kaupa eingöngu frá útgerðum sem þekkt eru fyrir að drekkja ekki hvöl- um við túnfiskveiðar sínar, sem mun allauðveldlega vera hægt. • 5. Þessi tvö niðursuðudósafyrir- tæki eru einnig innan NAF-samtak- anna, ásamt langflestum túnfiskút- gerðarfyrirtækjunum sem að þessu óþarfa hvaladrápi standa. Hafa þau átt í áralöngu stríði við náttúruvernd- arsamtök innan og utan Banda- ríkjanna vegna þessara algjörlega óþörfu hvalveiða Bandaríkjamanna. • 6. Þessar „hvalveiðar“ Banda- ríkjamanna eru engar hvalveiðar eins og við íslendingar skiljum það hug- tak. Allir þessir a.m.k. 20.500 hvalir drukkna í fiskinetunum vegna fljót- færni og leti sjómannanna við tún- fiskveiðarnar sjálfar. Skýr ákvæði eru frá stjórnvöldum um hvernig reka skuli höfrungana út úr netunum áður en trollið er dregið inn. Því drukkna þessi greindu sjávarspendýr nánast alveg að óþörfu við þessar ógætilegu aðfarir í flýtinum sem all- ar veiðar virðast þurfa að vera stund- aðar í núorðið. • 7. Ekki er einu sinni sú skíma réttlætingar til í þessu sóðahvala- drápi bandarísku togaranna að nokk- urt minnsta snifsi sé nýtt af „afurð- um“ allra þessara höfrunga, heldur er þeim samstundis hent fyrir borð í sjóinn aftur, sem kemur fyrir lítið því ekki lifna þeir aftur við eftir að hafa drakknað. • 8. í von um að herða íslendinga gegn náttúruvemdarsinnum heims- ins og finna samstöðu sem víðast gegn öllum þessum friðunarsjónar- miðum Greenpeace og annarra sam- taka, er þessi stuðningsyfirlýsing, sem full er af rangfærslum varðandi ágæti, jögmæti og sakleysi hvalveiða okkar íslendinga, send frá NFI. Ýmislegt fleira væri þörf á að telja hér upp en Hvalavinafélag íslands telur að þessi lágmarks aðalatriði verði að koma fyrir augu heiðarlegra íslendinga svo auðveldara sé að skilja í hvaða tilgangi þessi stuðningur er settur fram úr þessari undarlegu átt.“ * Atelja seina- gang í samn- ingamálum _ Skagaströnd. A fúndi grunnskólakennara á Blönduósi og Skagaströnd sem haldinn var á Blönduósi 6. apríl var samþykkt eftirfarandi álykt- un: „Fundurinn átelur harðlega seina- gang stjórnvalda í samningamálum, ekki síst það að hafa dregið að skipa samninganefnd þangað til samningar vora lausir, þrátt fyrir fyrirheit og tilmæli um að viðræður skyldu hefj- ast mun fyrr. Þá harmar fundurinn það virðingarleysi sem stjórnvöld sýna nemendum í skólum landsins með því að draga samninga á lang- inn og stuðla þannig að verkföllum." Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig með nœrveru sinni og fœrðu mér gjafir á nírœðisafmœli mínu. Vilhjálmur Hallgrímsson. ÞANNIG VINNUR NADA: Bakstykki, 42x16 cm, er haldiö aö mjóhryggnum meö tveim böndum, sem smeygt er fram fyrir sitthvort hné. Lengd band- anna er stillanleg og þannig hægt að ráða stuöningi bak- stykkisins viö mjóhrygginn og þá um leið slökun vööva í baki og herðum. Þessi einfaldi búnaöur skapar ótrúlega vellíöan. Prófaöu NADA í nokkra daga í vinnunni eða heima. VIÐ ENDURGREIÐUM ÞÉR aö fullu, ef þú ert ekki ánægöur. r___ AFSLATTUR til örorku- og ellilifeyrisþega. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Þaö er stuöningurinn við mjóhrygginn sem skapar vellíöanina Þjáist þú af bak- þreytu ogvöðvabólgu? HVERS VEGlMÁi SÁAB? ■& 'g hef átt marga góða og dýra bíla um ævina en fyrir tilviljun kynntist ég Saab 9000 Turbo. Að mínu áliti tekur hann öllum öðrum bílum fram. Til samanburðar má nefna Mercedes Benz sem hefur svipaðan búnað, rými og kraft og Saab 9000 Turbo, en er helmingi dýrari. Auk þess veit ég að í Saab erum við fjölskyldan í öruggasta bílnum ef eitthvað gerist.“ Kristján Jóhannsson, óperusöngvari. ...SAABafótal ástæðum - ekki síst öryggisástæðum. Vorlílboð Saabl989 Nr.l Saab 9000CD Turbo 16 ventla, 175 hestöfl, sjálfskiptur 4 gíra. Leðursæti, sóllúga, rafdrifnar rúður - speglar - læsingar og loftnet, sjálfvirk hraðastilling, ökutölva, málmlitur, ABS hemlar, Direct Ignition o.íl. o.fl. Verð Afsláttur Vortllboð kr. 2.557.000,00 kr. 256.000,00 kr. 2.301.000,00 G/obusn Lágmúla 5, s. 681555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.