Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 44
 r r MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1989 SJOVA-ALMENNAR Nýtt félafs nieð sterkar rætur VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Víðir HF slær met TOGARINN Víðir HF fékk 9,3 miiyónir króna, eða 46,50 króna meðalverð fyrir um 200 tonn, aðal- lega af þorski, á fiskmarkaðinum 'í Hafnarfirði á mánudag og þriðjudag. Þetta er langhæsta heildarverð sem fengist hefur þar fyrir einn farm, að sögn Einars Sveinssonar fram- kvæmdastjóra markaðarins. Svína- og nautakjöt á þrotum BIRGÐIR af nýju nautgripa- og svinakjöti eru á þrotum og alveg búnar hjá sumum söluaðilum vegna þess að slátrun liggur niðri í verkfalli dýralækna. Hins vegar er eitthvað til af frosnu svína- og nautgripakjöti og mikið af kindakjöti. Jón Gunnar Jónsson, framleiðslu- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, segir að nýtt kjöt sé búið hjá fyrir- tækinu. Eitthvað sé til af frosnu svínakjöti en lítið af nautakjöti. Sagði Jón Gunnar að fyrirtækið hefði óskað eftir takmarkaðri und- anþágu Dýralæknafélagsins. Ámi S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri búvörudeildar SÍS, segir að fyrirtækið væri að fá síðustu sendinguna af nýju naut- gripakjöti, sem slátrað var áður en verkfall hófst. Bjóst hann við að lítið yrði eftir af nautgripa- og svínakjöti eftir þessa viku, en nóg af kindakiöti. Kærður fyr- ir nauðgun MAÐUR var handtekinn á fimmta tímanum í gær- morgun, grunaður um að hafa nauðgað konu. Fólkið var statt í íbúð í fjöl- býlishúsi í Breiðholti. Rann- sóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins en verst allra frétta. Maðurinn var í yfirheyrslum í gær en þá hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvort krafist yrði gæsluvarð- halds yfir honum. Ríkisstjórnin: 111 ~~ — Flugvélin á slysstað skömmu eftir óhappið. Hún virðist ekki mikið skemmd. Morgunblaðið/Júlíus Annar af mönnunum tveimur kemur á þyrlupall Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Ingvar Tveir björguðust er kennslu- flugvél brotlenti I snjóskafli TVEIR ungir menn, flugkennari og nemandi hans, sluppu lítið meiddir er lítil einshreyfils flugvél af Beechcraft Skipper-gerð brotlenti í æfingaflugi á Mosfellsheiði suðvestur af Borgarhólum síðdegis í gær. Flugstjóm barst tilkynning frá flugvélinni um Iendinguna skömmu eftir klukkan 18. Djúpur snjór er þar sem flugvélin lenti, hún rann 20 metra áður en hún stakkst á nefið og féll framyfir sig. Haft var samband við Land- helgisgæsluna og var þyrla hennar send á slysstað. Er þyrlan kom að flugvélinni stóðu mennimir við hana og veifuðu. Þeir voru fyrst fluttir að þyrlupalli Landhelgis- gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli en þaðan með sjúkrabíl til skoðun- ar á Borgarspítalann. Menn frá Loftferðaeftirlitinu rannsökuðu flugvélina og vettvang í gær. Sagði Skúii Jón Sigurðarson deildarstjóri að ekkert væri hægt að segja til um ástæður óhappsins fyrr en í dag, þegar rætt hefur verið við mennina sem voru á flug- vélinni. Á Mosfellsheiði er mikill snjór, svo ekki sér á dökkan díl auk þess sem skýjaslæður voru yfir heiðinni í gær. Himinn og jörð runnu saman að hluta og því ekki taldar góðar aðstæður til sjónflugs. Er talið að snjóblinda geti verið ástæða þess að vélin brotlenti. Mennimir tveir sem voru í flug- vélinni vildu ekkert tjá sig um at- burðinn í gærkvöldi. Vélin var í eigu Vesturflugs. Félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík fóm strax á vettvang þegar tilkynning barst um óhappið. Að lokinni vettvangsrannsókn út- bjuggu þeir skíði undir vélina og drógu hana með jeppabifreið niður af heiðinni seint í gærkvöldi og fluttu síðan á vörubíl til Reykjavík- Kjaradeila ASÍ og vinnuveitenda til ríkissáttasemjara: Beint til félaga að þau afli sér heimilda til verkfaUsboðunar ALÞÝÐUSAMBAND íslands og vinnuveitendur ákváðu á fúndi sínum í gær að vísa kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Samn- inganefiid ASÍ hefúr beint því til aðildarfélaganna að þau afli sér heimilda til verkfallsboðunar og er búist við að félögin geri það á næstu dögum. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari segir alls óvíst hvort boðað verði til fúndar fyrr en um eða eftir helgi. Kennarasamband íslands fund- aði með Samninganefnd ríkisins í gær. KÍ lagði til að hafnar yrðu viðræður um þau mál sem snúa að kennurum sérstaklega og bættu skólastarfi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá KÍ. Rætt yrði um röðun í launaflokka og Aðgerðir vegna atvinnuleysis ræddar RÍKISSTJÓRNIN ræddi á fúndi sínum í gærmorgun til hvaða ráð- stafana hún geti gripið, til að draga úr atvinnuleysi. Þegar hefúr verið skipuð nefiid þriggja aðstoðarmanna ráðherra, sem á að draga saman upplýsingar um það sem er að gerast í atvinnumálum og gera tillögur um það hvað stjómvöld gætu aðhafst. Þetta upp- lýsti Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Morgunblaðið um í gær. Ráðherra sagði að á fundinum í gærmorgun hefði verið ákveðið að hraða þeirri úttekt sem Þjóðhags- stofnun hefði annast í samvinnu við vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins á því að greina í sund- ur hvar atvinnuleysið væri og í hvaða stéttum. Stefnt væri að því að ljúka þeirri úttekt fyrir næstu mánaðamót. Steingrímur sagði að einnig þyrfti að athuga hvað sveitarfélög hugsuðu sér að gera til að draga úr atvinnuleysi. Hann sagði að enn hefði það ekki verið rætt hversu mikla fjármuni ríkissjóður þyrfti hugsanlega að leggja fram í þessu skyni. „Það er ekki fyrr en nú síðustu daga að í ljós kemur, svo ekki verð- ur vefengt, að hin venjulega þróun hjá okkur, þar sem atvinnuleysi hefur minnkað í apríl, kemur ekki fram. Ekki hér á höfuðborgarsvæð- inu, þó að_ hún komi fram víða úti um land. Úti á landi er sums staðar skortur á vinnuafli, svo sem í fisk- vinnslu,“ sagði Steingrímur. launaþrep, orlof, heimavinnu, end- urmenntun og framhaldsmenntun, kennsluskyldu, yfirvinnu og fleira. Indriði H. Þorláksson, formaður Samninganefndar ríkisins, segir hugsanlegt að aðilar geti mæst varðandi þær hugmyndir sem kenn- arar hafa lagt fram. Áður höfðu stjórnvöld boðið KÍ jafngildi þess samnings sem þau hafa þegar gert við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Næsti fundur hefur verið ákveðinn á morgun. Enginn fundur hefur ennþá verið boðaður í kjaradeilu stjórnvalda og Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Síðasti fundur var að kvöldi fimmtudagsins í liðinni viku. Ellefu aðildarfélög BHMR hafa ver- ið í verkfalli í tvær vikur á mið- nætti í kvöld og það tólfta, Dýra- læknafélag íslands, fór í verkfall 11. apríl. Sjá ennfremur viðtöl í miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.