Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐURB 88. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Ástandið í Líbanon: Mitterrand reynir að fá bardögum hætt Beirút. Reuter. FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, hefur í gær og fyrradag átt samtal við Ieiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna og fleiri ríkja um ástandið í Líbanon og gert þá kröfti til leiðtoga ara- baríkjanna að þeir beiti sér fyrir því að „geðveikinni í Líbanon", eins og hann kallaði átökin þar, ljúki. Mitterrand freistar þess að ná al- þjóðlegri samstöðu um að binda enda á átökin í Líbanon. Frá því í fyrra- dag hefur hann átt símasamtal af því tilefni við George Bush, Banda- rílq'aforseta, Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga, Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, og Chadli Benjedid, forseta Alsírs. I fyrradag fundaði hann með Hussein Jórdaníukonungi í París og lagði að honum að arabaríkin byndust sam- tökum um að stöðva borgarastyrjöld- ina. Walesa og Jaruzel- ski heita samstöðu Varsjá. Reuter. WOJCIECH Jaruzelski, hers- höfðingi, og Lech Walesa, leið- togi Samstöðu, hétu því í gær að vinna saman að þjóðarsátt og efnahagslegri endurreisn í Pól- landi. Jaruzelski og Walesa hafa verið tákn stríðandi afla í Póllandi. Var fundur þeirra hinn fyrsti frá því Jaruzelski reyndi að uppræta Sam- stöðu með herlögum fyrir hálfu átt- unda ári. Hittust þeir í þinghúsinu í Varsjá og ræddust við í 45 mínút- ur. Með fundinum hafa fullar sætt- ir tekizt milli Samstöðu og stjórn- valda, en óháðu verkalýðsfélögin hlutu starfsleyfi í fyrradag. Leiðtogarnir tveir komu brosandi af fundinum og sagði Walesa að honum loknum að þeir hefðu rætt um framtíð pólsku þjóðarinnar og hvemig þeir gætu stuðlað að því að hún yrði sem heillaríkust. Mörg hundruð manns á flótta und- an óöldinni í Beirút komust ekki lengra en til hafnarinnar í bænum Jounieh. Þar beið þeirra ferja sem átti að sigla með fólkið til Kýpur en skömmu fyrir brottför hófst mikil eldflaugaskothríð á hafnarhverfið. Rólegt var í Beirút í gær en í fyrri- nótt rigndi sprengjum og eldflaugum yfir borgina. Átta menn a.m.k. týndu lífi í vesturhluta borgarinnar og tveir í hverfi kristinna í austurhlutanum. Frakkar hófu í gær að flytja særða Líbani á sjúkrahús í Frakklandi. Hátt í 70 særðir múslimar og ætt- ingjar þeirra lögðu upp frá vestur- hluta Beirút til borgarinnar Sídon en þaðan átti að flytja þá yfir í franskt sjúkraskip. fjöldi sjúkraliða aðstoðaði hina slösuðu er þeir hröð- uðu sér út úr sjúkrahúsi ameríska háskólans út í einkabíla og sjúkra- bíla. Sprengja féll á sjúkrahúsið á mánudag og' nú finnst varla sú gata í Beirút þar sem sprengjur hafa ekki fallið. Sendimaður frönsku ríkisstjórnar- innar, Bernard Kouchner, sem hefur reynt að semja við leiðtoga múslima um brottflutning særðra borgara, reyndi einnig að fá heimild fyrir því að olíuskip fengi að losa farm sinn í Beirút, en olíubirgðir eru á þrotum í borginni. Snjóþungur veturkveður Morgunblaðið/Snorri Snorrason EINN snjóþyngsti vetur þessarar aldar kveður í dag og á morgun gengur sumarið í garð. Snjó hefiir víða tekið upp á láglendi en á hálendinu er enn mikill snjór og vatnsföll í klakaböndum eins og þessi mynd af Gullfossi ber með sér, en hún var tekin nú í vikunni. Námsmenn í Kína krefjast lýðræðisumbóta: Átök við höfuðstöðvar kommúnistaflokksins Peking. Reuter, Daily Telegraph. ÞÚSUNDIR kínverskra náms- manna reyndu í gær að ráðast til inngöngu í höfuðstöðvar Kommúnistaflokks Kína í Pe- king, en hermönnum tókst að stöðva þá eftir mikil átök. Kröfð- ust námsmennirnir lýðræðisum- bóta og þess að fá að ræða við Morðin í Katyn-skógi: Sekt Sovét- manna sieppt á minnismerkinu Varsjá. Reuter. MORÐANNA á rúmlega 4.000 pólskum foringjum í Katyn-skógi í stríðinu var. minnst við opinbera athöfh við minnisvarða um hina myrtu í Varsjá í gær. Áletrun á minnisvarðanum hefur verið breytt, en þrátt fyrir yfirlýsingar pólskra yfirvalda um sekt Sovétmanna var skuldinni ekki skellt á þá í nýju áletruninni. Þar stend- ur nú: „Til minnis um foringjana sem voru myrtir í Kat- yn.“ í eldri áletrun var nasistum kennt um morðin. Hinir myrtu voru í hópi 15.000 foringja í pólska hernum, sem Sovétmenn tóku til fanga í Katyn-skógi 1939. Jarðneskar leifar þeirra fundust, en hinir 11.000 hurfu sporlaust. Reuter Þúsundir Pólveija komu í gær að minnisvarða um foringjana, sem myrtir voru í Katyn-skógi. Li Peng, forsætisráðherra Iands- ins. Um 5.000 manns hrópuðu hvatningarorð til námsmann- anna þegar þeir fylgdust með átökunum, sem eiga sér vart for- dæmi í 40 ára valdatíð kommún- istaflokksins. Kínverskir námsmenn hafa efnt til mótmæla undanfarna fjóra daga í kjölfar andláts Hus Yaobangs, fyrrum flokksleiðtoga, á laugardag. Hafa þeir meðal annars krafist lýð- ræðisumbóta og endurreisnar Hus, sem þótti frjálslyndur í embættistíð sinni, en varð að víkja fyrir harðlínumönnum innan kommún- istaflokksins árið 1987 eftir álíka mótmæli námsmanna. Námsmennirnir sungu Inter- nasjónalinn er þeir reyndu að ráð- ast til inngöngu í höfuðstöðvar kommúnistaflokksins. „Niður með skrifræðið. Niður með spillinguna. Lengi lifi lýðræðið," hrópuðu þeir meðal annars. Hermönnunum tókst að loka inn- ganginum að byggingunni en ekki var vitað í gær hvort mannfall hefði orðið. Hermennirnir munu ekki hafa beitt skotvopnum. Sjónarvottar sögðu að um 300 námsmenn hefðu sest niður við innganginn eftir átök- in, umkringdir þúsundum annarra, sem annaðhvort hefðu staðið eða setið á reiðhjólum. Námsmenn sögðu að nokkrum hefði verið hleypt inn til að ræða við embættis- menn. Kvöldið áður efndu námsmenn- imir og stuðningsmenn þeirra til mestu kröfugöngu í Kína síðan á lokadögum menningarbyltingarinn- ar árið 1976. Um 10.000 manns komu þá saman á Torgi hins himn- eska friðar í Peking. Um hundrað námsmenn efndu einnig til setuverkfalls við Alþýðu- höllina, sem hýsir þing landsins. Þeir lögðu fram kröfur í sjö liðum, þar sem meðal annars var krafist mál- og prentfrelsis, endurreisnar Hus, að bann við kröfugöngum yrði afnumið og að embættismenn yrðu skyldaðir til að gera grein fyrir tekj- um sínum og eignum. Þeir kröfðust ennfremur afsagnar stjórnarinnar, en féllu síðar frá þeirri kröfu þar sem þeir.töldu hana óraunsæja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.