Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 Innflutningur landbúnaðar- vara óheimill fiillnægi innan- landsfiramleiðsla efitirspurn ALLUR innflutningur á landbúnaðarvörum er bannaður sam- kvæmt búvörulögunum nema staðfest sé að innlend framleiðsla fiillnægi ekki neysluþörfinni. Að sögn Sveinbjarnar Eyjólfssonar deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu er því innflutningur á mjólk, kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti, kjúklingum og eggjum ekki leyfður þar sem nóg er framleitt af þessum vörum innan- lands. í lögum frá 1985 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum segir að áður en ákvarð- anir séu teknar um inn- og út- flutning landbúnaðarvara skulu aðilar sem með þau mál fara (land- búnaðarráðuneytið) leita álits og tiilagna Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Innflutningur á land- búnaðarvörum skuli því aðeins leyfður að Framleiðsluráð stað- festi að innlend framleiðsla full- nægi ekki neysluþörfinni. Inn- flutningur á hráum og lítt söltuð- um sláturafurðum hveiju nafni sem nefnast er bannaður sam- %-k Abendingar frá LÖGREGLUNNI: Bann við gæsaveiðum Af gefnu tilefni vill lögreglan vekja athygli á ákvæðum laga nr. 33/1966, um fuglaveiðar og fuglafriðun, um bann við gsæaveiðum frá 15. mars til 20. ágúst. Ákvæðin ná til fugianna, eggja þeirra og hreiðra og gilda á landinu öllu og innan landhelgi. Hver sá sem gerist sekur um ólöglegar fugla- veiðar skal sæta sektum og er heimild fyrir upptöku veiði- tælqa samkvæmt ákvæðum hegningarlaga. Það er ekki til fyrirstöðu upptöku veiðitækis að annar en eigandi þess hafi gerst brotlegur við lögin. Tilraun til ólöglegra fuglaveiða sætir réfsingu sem fullframið brot. Hlutdeild í ólöglegum fuglaveiðum er refsiverð. Hreppstjórar fyrir hönd veiðiréttarhafa í umdæmum sínum geta sótt um undanþágu frá fuglafriðunarákvæðum til ráðu- neytis er grágæsir valda miklum og almennum spjöllum á nytjagróðri. Enginn getur tekið það upp hjá sjálfum sér að afgreiða slík mál. Lögreglan tekur undir áskorun Skotveiðifélags íslands þess efnis að skotveiðimenn virði óskráðar siðareglur og íslensk lög, sem banna dráp gæsa á vorin. Fuglamir eru á leið til varpstaða og sumarheimkynna hér á landi eða hafa hér við- dvöl á leið til ennþá norðlægari staða. Það er ekki einungis í þágu fuglanna að nauðsynlegt er að virða gildandi lög held- ur og í þágu veiðimannanna. kvæmt lögum frá 1928 um varnir gegn því að gin og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins. Um innflutning á kartöflum, nýju grænmeti, sveppum og blóm- um segir í sömu lögum að land- búnaðarráðherra veiti til þess leyfi. Að fengnum meðmælum nefndar, sem skipuð er tveimur fulltrúum framleiðenda, tveimur fulltrúum innflytjenda og oddamanni til- nefndum af landbúnaðarráðherra, getur hann ákveðið að innflutning- ur tiltekinna vara skuli tímabundið vera undanþeginn leyfisveitingu. Innflutningur þessara vara skuli því aðeins leyfður að innlend fram- leiðsla anni ekki eftirspurn. Að sögn Sveinbjarnar Eyjólfs- sonar hefur helst verið leitað eftir leyfi til innflutnings á osta- og eggjadufti og hafi það oft á tíðum verið veitt í litlu magni og þá helst til einhvers konar tilraunafram- leiðslu. Sá innflutningur hafi þá yfirleitt farið fram á vegum Mjólk- ursamsölunnar og hafi það síðan sýnt sig að markaður hafi mynd- ast fyrir tlteknar vörur hér á landi þá hafi verið tekin upp framleiðsla á þeim. Morgunblaðið/Sverrir Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Esju, í einu af hinum nýupp- gerðu herbergjum á hótelinu. Hótel Esja: Endurbætur gerðar fyr- ir 120 milljónir króna „ÖLL HERBERGIN á Hótel Esju, 135 talsins, hafa verið gerð UPP komin eru ný húsgögn í þau. Einnig voru gerðar endur- bætur á baðherbergjum og stigagöngum. Hótelið er sem nýtt og framkvæmdirnar kostuðu 120 milljónir króna,“ sagði Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Esju, í samtali við Morgunblaðið. „Það var tekin sú ákvörðun að gera endurbætur á hótelinu í stað þess að byggja við það,“ sagði Einar. Hann sagði að þessar fram- kvæmdir hefðu hafist í nóvember síðastliðnum og vinnustofan Klöpp hefði haft umsjón með þeim. „Esjuberg var minnkað um helming og settur var upp Pizza Hut-veitingastaður,“ sagði Einar Olgeirsson. Vaxtabreytingar bankanna: Lítil áhrif á markaðsvexti Vaxtabreytingar bankanna, sem gengu í gildi þann 11. þessa mánaðar Iijá sumum bankanna og koma munu til framkvæmda þann 21. hjá öðrum, hafa ekki bein áhrif á markaðsvexti á verð- bréfamörkuðum. Þar hafa raunvextir nýlega Iækkað nokkuð og er búist við að þeir muni lækka enn frekar, eða sem nemur 0,25%, á næstu mánuðum. „En þetta stefnir í sömu átt,“ segir „Við vorum nýbúnir að lækka vexti af bankabréfum, úr 9,2% í 8,5%,“ segir Sigurður B. Stefánsson hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans. Hann segir markaðinn vera í ýmsum hlutum. Ef lánum er líkt við vörur megi segja að um margar vörutegundir sé að ræða þar sem eru hin mismunandi láns- form. Verðið á vörunum, það er vextirnir, er mismunandi og hreyf- ist ekki á sama tíma í öllum hlutum markaðarins. vissulega allt hann. Gunnar Helgi Hálfdanarson framkvæmdastjóri hjá Fjárfesting- arfélaginu segir að bein áhrif vaxta- breytinga bankanna á verðbréfa- markaði séu engin, en hins vegar hafi verið í farvatninu 0,25% lækk- un markaðsvaxta og hennar verði líklega vart á næstunni. Garðyrkjuskóli ríkisins: Opið hús á sumar- daginn fyrsta Á Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfúsi hefúr skapast hefð fyrir þvi að hafa opið hús á sumardaginn fyrsta annað hvert ár. Á þessum árstíma er garðskáli skólans í miklum blóma. Þetta er stærsti gróður- skáli landsins og þannig fyrir komið að fólk i hjólastólurn getur skoðað hann. Nemendur skólans standa fyrir þessu opna húsi og munu hafa ýmislegt á boðstólum. Má þar nefna sölu á pottaplöntum, græn- meti og kaffíveitingum ásamt fleiru. Þetta er aðal fjáröflun nem- enda fyrir námsferð til Englands sem fyrirhuguð er í sumar. Hluti af gróðurhúsum skólans verður gestum til sýnis og er ban- anahúsið þar frægast. Kynning verður á skólanum og verkefni nemenda verða til sýnis. Einnig verður kynning á tijápiöntum og leiðbeiningar um val á þeim, t.d. í sumarbústaðalönd. Landslags- arkitektar verða á svæðinu og svara fyrirspumum gesta og fyrir- tæki kynna vörur tengdar garð- yrkju. Skólinn opnar kl. 10.00 og verður opinn til kl. 18.00. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Sumardagur- inn fyrsti á Seltjarnarnesi Kvenfélagið Seltjörn verður með sína árlegu kaffisölu I fé- lagsheimili Seltjamamess fimmtudaginn 20. apríl og hefst hún klukkan 14.30. Einnig verður sölusýning á handa- vinnu eldri bæjarbúa á Mela- braut 5—7, jarðhæð. Hefst hún klukkan 14. Síðasta starfsár hefur kvenfé- lagið Seltjöm látið mjög til sín taka. Meðal annars héldu félags- konur að venju jólatrésskemmtun fyrir böm á Seltjamamesi og buðu eldri bæjarbúum í dagsferð að Hruna í Hrunamannahreppi. Á árinu hefur kvenfélagið gefið með mjög góðri aðstoð frá bæj- arbúum 250 stóla í Seltjamames- kirkju, gefið bijóstamjaltavél á Heilsugæslustöðina og styrkt Krísuvíkursamtökin. Stórsveit Tónlistarskóla Selt- jarnamess mun koma á kaffisöl- una og flytja nokkur lög. Ágóði af kaffísölunni rennur til fyrir- hugaðrar dagsferðar eldri bæj- arbúa 10. júní nk. Formaður félagsins er Bára Vestmann. Sumri fagnað við Fellahelli Sumardagurinn fyrsti verð- ur haldinn hátíðlegur við Fella- helli í Breiðholti eins og undan- farin ár. Dagskráin verður Qöl- breytt og margt á boðstólum jafint fyrir unga sem aldna. Dagskráin sem hefst klukkan 14 og stendur til miðnættis verður eftirfarandi: Dagskráin hefst klukkan 14 með skrúðgöngu við Fellahelli og stjómar Homaflokkur Kópavogs göngu um hverfið. Klukkan 15 hefst dagskrá inni og úti við Fellahelli og verður margt til skemmtunar. Hljóm- sveitin Síðan skein sól leikur fyrir dansi í Fellahelli frá klukkan 21. Vetur verður kvaddur og sumri heilsað með flugeldasýningu klukkan 23.30. Kópar með sumardagskrá í Kópavogi Á sumardagsins fyrsta í Kópa- vogi er að þessu sinni í umsjá skátafélagsins Kópa. Dagskráin hefst. með skáta- messu í Kópavogskirkju klukkan 11. Klukkan 13.15 verður safnast saman við menntaskólann í Kópa- vogi og gengið frá MK að íþrótta- húsinu Digranesi. Klukkan 14 hefst skemmtidagskrá í íþrótta- húsi Digranesskóla. Urtur verða með kaffisölu í Félagsheimili Kópavogs og íþróttahúsi Digra- nes. Sumardagskrá í Frostaskjóli Félagsmiðstöðin Frostaskjól gengst fyrir hverfis- og Qöl- skylduhátíð á sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst klukkan 13.30 með skrúðgöngu undir stjóm Lúðrasveitar Verkalýðsins. Lagt verður af stað frá Melaskóla, gengið Fomhaga, Ægisíðu að KR-heimilinu við Frostaskjól. Boðið verður upp á þrauta- braut, dósakast, hringjakast, boltatrúð, pílukast, stultur, mini- golf o.fl. Skemmtiatriði verða: Bamakór Austurbæjarskóla, Tóti trúður, Maggi Jackson, danssýn- ing o.fl. Einnig er hægt að láta spá fyr- ir sér og fara í ýmsa leiki. 3. fl. KR í handbolta kvenna verður með kökubasar og selt verður kaffi. Sumar- skemmtun Krabbameins- félagsins Krabbameinfélag íslands stendur fyrir sumarskemmtun í Háskólabíói á morgun, sumar- daginn fyrsta, og verða það fyrst og fremst börn sem sjá um skemmtiatriðin. í firéttatil- kynningu frá Krabbameinfé- laginu kemur fram að hér sé um fjölskylduhátíð að ræða. Meðal skemmtiatriða má nefna að Eiríkur Fjalar kemur í heim- sókn. Bömin sem skemmta hafa stundað nám í tónskólum og dans- skólum, auk bamaskóla, í vetur og verða á dagskrá atriði sem þau hafa æft í vetur. Allir skemmti- kraftamir leggja fram vinnu sína án endurgjalds og allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags ís- lands. Kynnir hátíðarinnar verður Sigrún Waage leikkona kynnir. Aðgöngumiðar verða seldir í húsi Krabbameinsfélags íslands milli kl.13.00 og 16.00 í dag, en í Háskólabíói á morgun frá klukkan 13.00. Börnin í Breiðholtinu „Bömin í Breiðholtinu" heitir myndlistarsýning sem haldin verður í Gerðubergi á morgun, sumardaginn fyrsta, en verkin á sýningunni eru eftir börn, sem dvelja á dagvistunarheimilum í Breiðholti. Munu þau verða tii staðar meðan á sýningunni stend- ur og vera þar með skemmtidag- skrá bæði á morgun og þá daga sem sýningin stendur til viðbótar, en henni lýkur 1. mai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.