Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 Verkfallsvarsla BHMR: Leiðangnr fiski- fræðings hindraður - ætlunin var að fylgjast með djúp- karfaveiðum vestur af landinu FIMMTÁN verkfallsverðir BHMR söfnuðust saman við landganginn á skuttogaranum Haraldi Kristjánssyni í Hafnarfjarðarhöín skömmu áður en togarinn átti að leggja frá kl. 16 í gær. Tilgangurinn var að hindra Jakob Magnússon aðstoðarforstjóra Hafrannsóknarstofti- unar í því að fara á úthafskarfaveiðar með togaranum. Er Jakob kom að landganginum voru málin rædd milli hans og verkfall- svarða. Eftir það kallaði Jakob um borð til Páls Eyjólfssonar skip- sljóra að hann kæmi ekki með og óskaði Páli góðrar ferðar. Jakob ætlaði að stunda rannsóknir á karfa í veiðiferðinni. Ólafur Karvel fiskifræðingur, einn verkfallsvarða, segir að þótt Jakob sé undanþeginn verkfalli sem aðstoðarforstjóri Hafrannsóknar- stofnunar teldi BHMR það verk- fallsbrot að hann færi með í túrinn þar sem hann gengi í störf þeirra sem í verkfalli eru. Jakob Magnússon er ekki sam- mála þessu. Hann er sár yfir því að fá ekki að fara í þennan túr þar sem hann hafi unnið að undirbún: ingi hans frá þvf í desember sl. í máli hans kemur fram að alltaf hafi staðið til að hann færi einn í túrinn og því ekki um verkfallsbrot af hans hálfu að ræða. Veiðiferðin er ekki á vegum Haf- rannsóknarstofnunar heldur Sjóla- stöðvarinnar. Páll Eyjólfsson skip- stjóri segir að þótt Jakob fari ekki með skipti það í sjálfu sér engu máli hvað veiðarnar sjálfar varðar. Hinsvegar hafí sjávarútvegsráðu- neytið lagt mikla áherslu á að Jak- ob færi með til rannsóknarstarfa. Togarinn fer á veiðar djúpt suðvest- ur af landinu, jafnvel út fyrir 200 mflna mörkin. Túrinn mun standa í 3 vikur. Jakob segir að hann hafi ákveðið að hætta við að fara er hann sá viðbrögð BHMR-manna á bryggj- unni. Hann segir að hann vilji ekki standa í deilum við starfsfélaga Rannveig inn fyrir Kjartan RANNVEIG Guðmundsdóttir, varaþingmaður Kjartans Jó- hannssonar, mun taka við sæti hans á Alþingi. Kjartan heldur til Genfar á miðju sumri og tekur við starfí fastafull- trúa hjá EFTA og öðrum alþjóða- stofnunum í Genf. Rannveig gegnir nú starfí aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra. sína. Hinsvegar hafi þetta mál þær afieiðingar að öll gagnaöflun í túm- um verði í lágmarki og fannst Jak- obi það miður. Jakob Magnússon ræðir við verkfallsverði í Hafnaríjarðarhöfti í gær. Morgunblaðið/Júlíus Samkomulag um skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna: Lífeyidssj óðirnir fa leið- réttingri vaxta í janúar 15-40% kaupanna með erlendri viðmiðun í SAMNINGI ríkisins og Húsnæðisstoftiunar við landssamtök lífeyr- issjóðanna um kjör á skuldabréfúm sem lífeyrissjóðirnir kaupa af Húsnæðisstoftiun ríkisins til loka þessa árs, samtals um 7 miiy- arðar kr., sem undimtaður var í gær, verður hluti skuldabréfakau- panna miðaður við gengistryggingu og erlenda nafnvexti. Hinn hlutinn verður á skuldabréfum með innlendri verðtryggingu og 6% vöxtum til júníloka og síðan 5% vöxtum til ársloka. Lífeyrissjóð- imir fá leiðréttingu á vöxtum þessum í janúar næstkomandi ef vaxtaþróun verður önnur en stjómvöld stefna að og verður þá tekið tillit til vaxta ríkisskuldabréfa. Verðtrygging miðast við láns- kjaravísitölu samkvæmt svokölluðum Ólafslögum, sem að óbreyttu er sú lánskjaravísitala sem í gildi hefúr verið frá því breytingar vom gerðar á útreikningi fyrr á þessu ári. Lífeyrissjóðimir hafa hins vegar ákveðið að reyna að fá breytingunni hnekkt fyrir dóm- stólum. sagði að erlenda viðmiðunin, sem nú er tekin upp í fyrsta skipti, markaði tímamót. Hann sagði varðandi ágreining ríkisvaldsins og lífeyrissjóðanna um breytingar á lánskjaravísitölunni að vísitalan sem gilti fram að breytingu væri sú eina óumdeilda. Lífeyrissjóðim- ir myndu leita úrskurðar dómstóla um hvort breytingin hafí verið lög- leg. Pétur H. Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða, sagði að möguleikar lífeyrissjóð- anna á erlendri viðmiðun í útlánum sínum dreifði áhættu þeirra. Þá væri mikilvægt ákvæði að vextir yrðu leiðréttir ef ríkisstjómin næði ekki markmiðum sínum í vaxta- málum. Gengistryggðu skuldabréfín verða miðuð við evrópsku myntein- inguna ECU. Þau verða að lág- marki 15% af skuldabréfakaupum hvers sjóðs en þeim er frjálst að kaupa slík bréf fyrir allt að 40% af heildarkaupum. Vextir af þess- um bréfum skulu í hveijum mán- uði vera 0,15% hærri en ávöxtun nýlegrar ECU-skuldabréfaútgáfu Danmerkur, sem er til 1996 og skráð í FT/AIRD i Intemational Bond Service í Financial Times. Nafnvextir skuldabréfa útgefnum í apríl verða 9,04%, sem samsvar- ar nú um 5% raunvöxtum. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði á . blaða- mannafundi eftir undirritun sam- komulagsins að með því væru tengdir vagnar í vaxtalækkunar- lestina og á næstu vikum myndu vextir spariskírteina ríkissjóðs verða lækkaðir til samræmis. Formenn lífeyrissjóðasamband- anna sögðu að þessi samningur markaði tímamót í samskiptum lífeyrissjóðanna og ríkisvaldsins. Benedikt Davíðsson, formaður Sambands almennra lífeyrissjóða, Hátíðahöld víða um land vegna sumarkomunnar Fólk hvatt til að búa sig vel vegna ótrausts veðurs Hátíðahöld vegna sumardagsins fyrsta á morgun verða víða um land. Vegna þess hve kalt hefúr verið undanfarið og vegna þess að engin veðurspá liggur fyrir vegna verkfalls veðurfræð- inga, hafa mótshaldarar hvatt fólk sem ætlar að taka þátt i hátíðahöldunum til að búa sig vel. 1 Reykjavík verða hátíðahöld verði hverfahátíðir og einnig einkum í tengslum við félagsmið- stöðvarnar, sem eni fjórar tals- ins, Fellahellir í Breiðholti, Ársel í Árbæ, Fjörgyn í Grafarvogi og svo félagsmiðstöðin víð Frosta- skjól. Áð sögn Skúla Skúlasonar hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar hafa þessir staðir orðið fyrir valinu vegna þess að stefnt er að því að uppá- komur á sumardaginn fyrsta vegna þess að á þessum stöðum er húsnæði nógu rúmt til þess að færa má dagskráratriði inn fyrir dyr ef veður gerast válynd. Skúli sagði að félagsmiðstöðv- arnar hefðu skipulagt hátíðahöld- in í samvinnu við félög á hveijum stað, svo sem skáta, kvenfélög og íþróttafélög. í ölíum tilvikum hefst dagskráin á skrúðgöngu. Það verða tVær í Árbæ sem enda við Ársel, báðar hefjast klukkan 13.30 og verður gengið bæði frá Ártúnsskóla og Selásskóla. í Breiðholti byijar og endar skrúð- ganga dagsins við Fellahelli, en hún hefst klukkan 14.00. Vestur í bæ hefst skrúðgangan við Mela- skóla klukkan 13.30 og lýkur við Frostaskjól og í Grafarvogi byij- ar gangan klukkan 14.00 við Sundakaffi í Hamrahverfi og endar við Fjörgyn. Á öllum stöð- um er fjölbreytt dagskrá fram á kvöld. Sjá einnig fréttir um hátíða- höld sumardagsins fyrsta á bls. 18. Asmundur Stefánsson, formaður bankaráðs Alþýðubankans: Ekki áhugi á sam- einingu við Iðnaðar- o g Verslunarbanka ÁSMUNDUR Stefánsson, formaður bankaráðs Alþýðubankans, segir bankaráð Alþýðubankans engan áhuga hafa á því að fara út í sameiningarviðræður við Iðnaðar- og Verslunarbanka. Áhugi bankans takmarkist við það, ef um sameiningu eigi að verða að ræða við einhvem banka, að Alþýðubankinn eigi helming í hinum nýja banka. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ásmund í gær. Asmundur sagði að á næstunni myndu bankaráðsmenn Alþýðu- bankans eiga viðræður við ráða- menn Samvinnubankans. „Það er ekki áhugi hjá okkur að fara út í sameiginlegar viðræður við Iðnað- ar- og Verslunarbanka. Við viljum einfaldlega hafa helmingsaðstöðu, ef við förum út í svona samstarf við annan banka á annað borð. Það getum við ekki fengið ef við förum út í viðræður við Verslun- ar- og Iðnaðarbanka, því það yrði allt of stór eining,“ sagði Asmund- ur. „Það getur því ekki verið um það að ræða og væri alveg út í bláinn.“ Ásmundur sagðist eiga von á því að línur myndu skýrast í þess- um sameiningarmálum nú fljót- lega. Hann sagði engar viðræður hafa farið fram á milli Alþýðu- bankans og lífeyrissjóðanna um að þeir legðu fram ákveðið fjár- magn, ef af sameiningu yrði. Hann kvaðst þó telja að ákveðinn áhugi væri hjá lífeyrissjóðunum á slíku. „Við þurfum að auka hlutafé okkar um 450 milljónir króna, ef við sameinumst Verslunarbankan- um,“ sagði Ásmundur, „og sam- kvæmt samþykkt aðalfundar erum við með 100 milljóna króna aukn- ingarheimild. Við þyrftum því að gera ráðstafanir með 350 milljónir til viðbótar og það eru ýmsar leið- ir til í því.“ Ásmundur sagðist ekki vilja vinna út frá því að danski eða norski alþýðubankinn, Arbeider- nes Landsbank, yrði eignaraðili, ef af sameiningu við Verslunar- bankann yrði, enda hefðu Verslun- arbankamenn takmarkaðan áhuga á því að svo yrði. Auk þess sem alþýðubankarnir bæði í Noregi og Danmörku hefðu farið í gegnum mikla erfiðleika síðustu árin, þann- ig að þeir væru vart í stakk búnir að festa fjármuni hér. Leiðrétting NAFN Sverris Hauks Gunnlaugsson- ar sendiherra misritaðist í fyrirsögn fréttar á bls. 2 í gær. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.